Alþýðublaðið - 01.06.1943, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 01.06.1943, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 1. júní 1&43. ALf»YDUBLAÐlÐ 5 ÞRÁTT fyrir hafnbönnin og kafbátagirðingar Þjóð- verja eru hinum sársoltnu Grikkjum send matvæli. Við getum glatt okkur við þá hugs- un. að þessari hetjuþjóð hefir verið forðað frá algerum mann- felli. Tryggt er, að hjálparstarf- ið, sem fer fram undir eftirliti hlutlausra þjóða, komi ekki Þjóðverjum að neinum notum. Ameríkumenn geta verið hreyknir af hyggindum og kænsku stjórnar sinnar í skipu- lagningu hjálparstarfsins. Það, hversu farsællega hefir gengið að líkna Grikkjum — þótt hjálpin sé „fjarri því að vera fullnægjandi“ eins og Bandaríkjastjórn segir — hefir staðfest þá reynzlu, sem menn fengu í fyrri heimstyrjöldinni, þegar flutt voru matvæli til tíu milljona Belga og Frakka, sem Þjóðverjar höfðu hernumið. Og það hefir komið í ljós, að unnt er að hjálpa hinum her-. numdu smáþjóðum, án þess að veikja sóknarmáttinn. Með til- liti til þessa er kominn tími til að athuga, hvað hægt sé að gera fyrir þær 50,000,000 sveltandi menn og koniír (að meðtöldum 12.000,000 börnum) í Belgíu, Hollandi, Noregi og Póllandi. Hjálpin til Grikkja hófst sum- arið 1941 og hefir smáaukizt síðan. Það er þýðingarmikið að gera sér grein þess, á hvern hátt hún hófst. Þegar bölið mikla . dundi á Grikkjum og sulturinn var orðinn almennur, fannst Tyrkjum það vera sið- ferðileg skylda þeirra að hjálpa nágrannaþjóð sinni. Tyrkneska ræðismanninum í London var skipað að hvetja Breta til þesS að leyfa hjálp til Grikkja. Hon- um barst hið venjulega svar, hin margtuggnu rök gegn hjálp til handa þjóðum, sem væru und ir oki nazismans. Skömmu seinna fékk hann skipanir frá Ankara um það, að tilkynna utanríkismáladeild brezku' stjórnarinnar, að þennan og þennan dag myndu svo og svo mörg skip hlaðin matvælum leggja af stað úr höfnum Tyrk- lands áleiðis til grískra hafna. Þetta var bragðið, sem dugði. Mikið var í húfi, ef unnið var gegn svo þýðingarmiklu, hlut- lausu ríki, sem Tyrkland var. Ekki var nóg með það, að skip- unum væri hleypt í gegn held- ur var líknarstarfsemin aukin, þegar það sannaðist, að mat- vælasendingarnar kæmu nazist- um að engum notum, og Bretar og Bandaríkjamenn hlupu undir bagga með hina fjárhagslegu hlið málsins. Sænsk og sviss- nesk yfirvöld höfðu eftirlit með allri líknarstarfseminni,, sem fór fram undir vernd alþjóða- bandalags Rauða krossins. Sið- menningin má sannarlega vera Tyrkjum þakklát fyrir að brjóta skynseminni og mannúðinni braut á þennan hátt. Bæði samúð og bræðrahugur hvetja Ameríkumenn til að hjálpa bandamönnum sínum, svo sem þeim er unnt í hinni ör- væntingarfullu baráttu þeirra. Ekkert einasta skip þurfa banda- menn sjálfir að leggja fram til þessara matvælaflutninga, því „Vér munum aldrei deyja u stendur á hebrezku á þessu.m risavöxnu minnisvörðum, sem i fyrsta sinn voru sýndir við hátíðlega athöfn í Madison Square Garden í New York til minningar um hina mörgu Gyð- inga, sem Hitler hefir látið-drepa í Þýzkalandi og öðrum þeim löndum, sem honum hefir tekizt að undiroka. S S S s s s s s s s s s s S s s i s s s s s s s s s s s S s $ s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s Hungursneyðin i Evrópu. E’ FTIRFARANDI GREIN, sem er eftir Herbert Hoover og Hugh Gibson, fjallar um matarskortinn í hernumdu löndunum og til- raunirnar til þess að Iijálpa hinum bágstöddu. að sænsk skip eru til reiðu, og bandamenn þurfa engin mat- væli að leggja til, því að þau er hægt að fá í Buður-Ameríku. Ekki kemur hjálparstarfsemi heldur niður á ameríkskum skattgreiðendum, því að flest hernumdu landanna eiga sjóði, sem þau greiða matvælin með. Tíminn mun leiða í ljós, að hve miklu leyti Ameríkumönn- um hefir yfirsézt, þegar þeir létu undir höfuð leggja^t að líkna meðan enn hefði verið hægt að bjarga milljónum manna frá tæringu og andlegum og líkamlegum vanþrifum. Sarii- kvæmt síðustu fréttum er kjöt- skammturinn í Noregi þrjú pund á mann á mánuði, í Belgíu tvö pund og í Póllandi S s s s s s s s s s s s s s < s $ I s s Reykjavik - Slokkseyri. Okkar vinsælu kvöldferðir til Stokkseyrar eru byrjaðar. v ' 1 ijavík klukkan’ 7 síðdegis. Einnig* aukaferð laugard. og sunnudaga kl. 2 e.h. Sími á sérleyfisstöðinni er 1585. Farmiðar verða að kaupast með minnst eins tíma fyrirvara. Bifreiðastoð Steindórs. hálft annað pund. í Bandaríkj- unum er gert ráð fyrir að hver maður neyti 20 punda af kjöti á viku. Þetta er ekki „fæðuskortur.“ Það er hallæri. Soltið fólk af- siðast í baráttu sinni gegn hungrinu, og alls kyns veikindi feta í fótspor sultarins. í pólsk- um borgum geisar taugaveiki og berklar. í belgiskri iðnaðar- borg, þar sem nýlega var látin fara fram læknisskoðun, voru þrjátíu af hverju hundraði barna með berkla. Og í öllum hernumdu löndunum fer barna og kvennadauði sívaxandi. Smærri lýðræðisríkin, sem hernumin eru leggja til alla þá aðstoð, sem þeim er unnt að veita, og samúð þeirra er djúp- rætt, heil og óskipt, og þeim svíður sárf hungrið heima fyrir. Nefna má eitt dæmi: Frá árinu 1940 hefir norski kaupskipa- flotinn verið notaður til þess að flytja matvæli og aðrar birgðir til Bretlands og víg- stöðvanna. Fyrir fáeinum mán- uðum sendu norskir sjómenn í New York sendinefnd til stjórn arinnar, til þess að ræða hall- ærisvandamálið í Noregi. Að lökinni ráðstefnu ákváðu þeir að hefja ekki verkfall að svo stöddu. En þeir létu í ljós skýr- um orðum. að þá langaði ekki til að koma heim til Noregs að loknu stríði til þess eins að telja krossana á leiðum vina þeirra og ættingja, sem dáið hefðu úr hungri Um tveggja ára slceið hefir verið háð skipulögð barátta í. því skyni að vinna bug á hjálp- arstarfseminni. Margs konar blekkingar hafa verið bornar fram í þessu sambandi. Ein þrá- látasta blekkingin er sú, að út- lægu stjórnirnar séu andstæðar allri hjálparstarfsemi. Lætur það ekki dálítið kynlega 1 eyr- um, að soltin þjóð skuli hafna mat? Sagan hermir, að hinar útlægu stjórnir hafi sent mót- mælabréf. Hefur nokkur séð nokkur séð þessi bréf? Það skal fúslega við það kannast, að höfundur þessara lína hefir ekki séð slík bréf. Hið soltna fólk í hernumdu löndunum veit, að hjálpin get- ur komið að gagni, því að f jölda margir menn eiga henni líf sitt að launa. Það veit, að Grikkir fá aðsend matvæli, og þeir geta sjálfir fengið aðsend matvæli. Þetta fólk veit, að Þjóðverjar geta alltaf forðast hungur með því að gefast upp, en þessi for- réttindi eru þeim meinuð, hvað þá annað. Ekki er það heldur hrifið af því loforði að það fái mat, þegar stríðinu sé lokið, ef það sé nógu duglegt að berjast gegn nazismarium. Því að sá matur bjargar ekki lífi þess nú. Nýkomið bréf skýrir frá heimsókn í belgiskt þorp: ”Ég ferðaðist í vissum erind- um til Belgíu og hafði með mér sjúkravagn fullan af mat, sem Ámeríkumenn. er voru að fara frá París, gáfu mér. Ég komst að raun um, að ástandið í þeim fáu borgum, sem ég heimsótti var miklu verra en því hafði verið lýst fyrir mér. Sums stað- ar stóð fólkið grafkyrt á torg- inu, þegar sjúkrabíllinn kom. Því næst ruddist það að okkur og reif og tætti og velti nærri því vagninum um koll af græðgi eftir að ná í matinn. Þegar ég ávarpaði fólkið og bað það að vera rólegt, var andartaks þögn, en því næst svaraði ein konan: — Rólegt! Það er auð- velt fyrir þig að segja þetta! En börnin okkar svelta, heyr- irðu það? svo hófust ólætin á ný. Loks kom bæjarstjórnin á vettvang og gat fengið fólkið til að skipa sér í raðir og bíða þar til röðin kæmi að því.“ Roosnvelt forseti hefir stígið aðdáanlegt skref með því að skipa Herbert Lehman, fyrrver andi landstjóra í það embætti að skipuleggja líknarstarfsem- ina. Svo virðist sem fyrsta skref ið ætti að vera það, að bjarga hernumdu smáþjóðunum frá algerri tortímingu. Ef hin rétta stefna er tekin núna er hægt að bjarga öllum þeim, sem eftir eru á megin- landinu og berjast fyrir sama málstað og bandamenn — en það eru öfl, sem við verðum að reikna með, ef frelsi og lýð- ræði á að verða varanlegt. Erfiðir hreingerningamenn. — Um forstjórastarfið við Sundhöllina og brotthlaup Erlings. Ruslakörfurnar, loft- varnabyrgin, hreinlætið og siðferðið. 99 U’ MHYGGJUSAMUR eigin- maður“ skrifar: „í íbúð peirri sem ég hefi á leigu, er hátt til lofts, en ekki að sama skapi víttt til veggja. Ég get ómögulega verið að setja konuna mína í þann lífsháska að klifra, úyrst upp á stól, stíga af honum upp á borð, klifra síðan upp á annan stól og þaðan upp á trékassa, svo ég hefi reynt að fá mér hreingerningar- mann eða menn til að gera hreint loftið í stofunni og allt eldhúsið“. „SVOLEIÐIS smáskitirí tökum við ekki að okkur“ sagði einn. — „Við skulum reyna að taka þetta á sunnudaginn kemur“. „Því ekki rúmhelgan dag?” spyr ég. ' r'r' um við í stóru verku .i-. Sn cg skal taka þetta fyrir þig einn míns liðs á sunnudaginn kemur“. „Hvað heldur þú að það komi til með að kosta?“ „Við tökum kr. 8.50 á tímann í dag vinnu, en það verður helmingi meira á sunnudegi eða kr. 17.00 á tímann“. „Hvað ertu lengi að þessu?“ „Sé þetta venju- .leg stærð, þá uppundir 3 tíma. Skítt og lago, ég skal taka þetta í akkorði fyrir 50 kall“. „Þú ert stórgjöfull að ætla að gefa mér heila krónu. Ég held að við slepp um því alveg“. NÆSTI: „Allt í lagi. Ég skal gera þetta fyrir 25 kall. Kem þá alveg ákveðið kl. 8 á mánudags- morgun. Hafðu allt til. Það er sama hvaða iþvottaefni er notað ef málningin er gömul. Bless, góði. Á mínútunni kl. 8 á mánudags- morgun“. Nú er komið þriðjudags- kvöld og enginn hefir látið sjá sig. Húsgögnin fengu að vísu viðrun, en skíturinn er kyr. En trú mín á loforð hreingerningarmanna er týnd og tröllum gefin“. „SUNDNEMANDI“ skrifar: Get ur þú upplýst framkomu ráða- manna bæjarins á vali á forstjóra fyrir Sundhöll Reykjavíkur? „Ég er einn af mörgum, sem ekki gat hugsað mér það sæti betur skipað en með kosningu Erlengs Pólsson- ar, sem hlaut 8 atkvæði af 15 í bæjarstjórn. Þessi úrslit atkvæða- greiðslunnar dirfðist þó Morgun- blaðið að draga í efa að rétt væru, og er það ein hin furðulegasta að Frh. á 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.