Alþýðublaðið - 01.06.1943, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 01.06.1943, Blaðsíða 7
Þriöjudagur 1. júní 1943. ALÞYÐUBLAÐIÐ ;Bærinn í dag.l 5 í Næturlæknir ér í Læknavarð- stofunni í Austurbæjarskólanum, sími 5030. Næturvörður er í Reykjavíkur- apóteki, sími 1760. ÚTVARPIÐ: 12,10—13,00 Hádegisútvarp. 15,30—16,00 Miðdegisútvarp. 19,25 Hljómplötur: Lög úr óper- ettum og tónfilmum. 20,00 Fréttir. 20,30 Erindi: Hraðinn og maður- inn, IV (dr. Broddi Jóhann- esson). 20,55 Tónleikar Tónlistarskólans. Tríó eftir Smetana, G-dúr. 21,20 Hljómplötur: Kirkjutónlist. 21,50 Fréttir. Dagskrárlok. Nýja Bíó sýnir um þessar mundir afburða góða mynd, sem heitir Grænadals- fjölskyldan. Fer þar saman ágætt efni og prýðilegur leikur. Er hún gerð samkvæmt samnefndri skáld sögu, sem hlotið hefir geysimiklar vinsældir. Aðalhlutverkin leika Maureen O’Hara og Walter Pidge- on. Myndin, sem Nýja Bíó sýnir kl. 5, heitir Grímumaðurinn og leikur hinn heimsfrægi karakter- leikari Peter Lorre aðalhlutverk- ið. Aðal kvenhlutverkið leikur Evelyn Keyes. jLæknablaðið, 8. tbl. árgangsins 1943, er ný- komið út. Efni: Meðferð bruna- sára, eftir Charles C. Thomas Lt„ Commander, Er sullaveikin að hverfa á íslandi? eftir próf. N. Dungal. Læknablaðið er gefið út af Læknafélagi Reykjavíkur og er aðalritstjóri þess Ólafur Geirsson læknir. Leikfélag Reykjavíkur sýnir Orðið annað kvöld og verða aðgöngumiðar seldir í dag. Nú verður farið að hætta að sýna þetta ágæta leikrit og er því bezt fyrir þá, sem ekki hafa ennþá séð það, að láta verða af því nú. |Kaupnm tuskur hæsta verði. Baldursgotu 30. £ Anglýsiogar, sem birtast eiga í Alþýðublaðinu, verða að vera komnar til Auglýs- ingaskrifstofunnarí Alþýðuhúsinu, (gengið inn frá Hverfisgötu) fyrir kl. 7 að kvöldi. Síml 4903. Stílka óskast. Gott herbergi getur fylgt. Hótel Vík. Fyrsta ifiróttamótið á sumrinu fiefur góðar vonir n á- ranpur Mítanna i snmar. Nýr ípróttamaður sigraði íslandsmeist- arann í 100 metra hiaupi. AUGLÝSBE) í AlþýÖublaðinu FY'BSTA íþróttamót sum- arsins, sem var haldið af K. B. í tilefni afmælis Erlends Péturssonar, fór fram á sunnu- daginn í blíðskaparveðri, sem í- jróttamenn hér ekki eiga að venjast. J í mótinu tóku þátt 7 K.-R.- ingar. 6 í.-R.-ingar, 5 frá Fim- leikafélagi Hafnarfjarðar og 3 frá Ármanni, og eru þá ótaldar stúlkurnar. sem voru 9 frá K. ; R. og 8 frá Ármanni. — Áhorf- ; endur voru mjög margir. Mótið var mjög skemmtilegt, ! bæði vegna þess, að árangur j varð yfirleitt ágætur, þótt svo snemma sumars væri, og að þátttaka var ágæt í öllum grein- um, nema í köstunum. í 100 m. hlaupinu voru 12 keppendur. Þar kom fram ný stjarna: Finnbjörn Þorvaldsson úr í. R., aðeins nýlega 19 ára gamall, sem. sigraði íslands- meistarann, Oliver Stein úr F.H. tvisvar á einum og sama degi. Er þarna íþróttamannsefni á ferðinni, sem eflaust á eftir að láta frekar frá sér heyra, og þykir mér ekki ósennilegt, að Finnbjörn muni nálgast 11 sek. þegar á þessu sumri, því að hann var nú tiltölulega lítið æfður. Oliver fór nú á sama tíma og hann náði beztum í fyrra sumar (11,6 sek.), en átti þó nú annan skæðan keppinaut, sem var Brynjólfur Ingólfsson úr K. R. Hann fór nú einnig á 11.6. á fyrsta móti sumarsins. Er þar um mikla framför að ræða frá í fyrra, enda hefir hann æft vel í vetur. Verður gaman að sjá hann í 400 m. í sumar. Fjórði í 100 m. hlaupinu vap Sverrir Emilsson úr K. R. Hann vann sinn riðil létt á 12,0 sek., en náði sér aldrei upp í úrslitahlaupinu. I hástökkinu sigraði Oliver Huseby með yfirburðum og á- gætum árangri eða 14,59 m., sem er aðeins 20 cm. lakara en met hans frá í fyrra. Allar sex tilraunir hans voru yfir 14 metra, nema ein, en hún var 2 cm. undir. Er því ekki ólíklegt, að Gunnar eigi eftir að kynnast 15 metrunum þegar líður á sumarið. Jóel Sigurðsson úr Í.R. varð næstur með 43,04 m., sem er nákvæmlega sama afrek og það, sem hann hefir unnið bezt áður. Hann var einnig mjög jafn. Hér voru aðeins þrír kepp- endur. í hástökkinu sigraði OOliver Steinn með yfirburðum. Fór hann nú yfir 1,75 m. og var kominn yfir 1,80. en felldi rána með hendinni. Ingólfur Steinsson úr Í.R. varð 2. á 1,65. sem er ágætt afrek af 19 ára pilti. íslandsmeistarinn, Jón Hjartar, varð að gera sér 3. plássið að góðu, enda er hann lítt æfður nú. Hér voru 6 kepp- endur. í spjótkastinu sigraði Jón Hjartar á 50,92, en það er ekki nógu gott afrek fyrir hann. Hann virðist eiga til 50 m. hve- nær sem er, og ætti því hæglega að komast upp í 55 m. á mótum. Jens Magnússon hefir oft verið betri, enda nú alveg óæfður, en Oddur Helgason hefir ekki keppt hér fyrr í þessari igrein; er þetta alls ekki óefnileg byrj- un. Hér voru aðeins 3 keppend- ur, sem er fátæklegt mjög. Þökkum innilega áuðsýnda samúð við fráfall og jarðar- mannsins míns, föður og tengdaföður, KRISTJÁNS KRISTJÁNSSONAR Helga Bjarnadóttir. Jóliann Krisíjánsson. Kristrún Guðmundsdóttir. í langstökkinu sigraði Oliver Steinn á 6.35. en Sverrir Emils- son, sem varð næstur, hafði 6,21. Hvorugur virtist ná sér almennilega á strik. Rögnvald- ur, sem varð þriðji á 5,83, hafði ekki nægan hraða í atrennunni. Flér voru 10 keppendur. Síðast, en ekki sízt, var 80 m. hlaup kvenna. Þar reyndu íneð sér 17 meyjar úr K.R. of Ár- j manni, og vöktu þær mikla á- j nægju áhorfenda. Voru þær að vísu nokkuð misjafnar að flýti, enda hafa stúlkur ekki keppt hér mörg undan farin ár, en flestar hlupu þær laglega. í úrslitahlaupinu kepptu 3 K.R. stúlkur og ein úr Ármanni. og varð hún hlutskörpust. — Stúlkurnar hlupu yfirleitt ágæt- lega, og tími þeirra Heklu og Helgu, sem voru fyrstar, var prýðilegur (11,4 og 11,6 sek.). En þær Sigríður og Ólöf, sem voru nr. 3 og 4, virðast hafa fengið of slæman tíma. Þær voru ekki nema um 3 metra á eftir. Verður gaman að sjá stúlkurnar í boðhlaupinu, sem verður haldið ásamt vöðrum greinum mótsins, er fresta varð, en þær fara líklega ekki fram fyrr en seint í júní, sökum þess hve aðgerðinni á vellinum mið- ar hægt. , 100 m. hlaup: Úrslit urðu annars sem hér segir: 1. Finnbj. Þorv., ÍR 11,5 sek. 2. Oliver Steinn, FH., 11,6 sek. 3. Brynj. Ing., KR, 11,6 sek. 4. Sverrir Em., KR, 11,9 sek. Kúluvarp: 1. G. Huseby, KR, 14,59 m. 2. Jóel Sig., ÍR, 13,04 m. 3. Jens Magn., KR, 11,75 m. Hástökk: 1. Oliver Steinn, FH., 1,75 m. 2. Ing. Steinsson, ÍR, 1,65 m. 3. Jón Hjartar, KR, 1,60 m. 4. Magn. Guðm., FH, 1,60 m. Spjótkast: 1. Jón Hjartar, KR 50,92 m. 2. Oddur Helgas., Á., 44,52 m. 3. Jens Magn., KR, 42,83 m. Langstökk: 1. Oliver Steinn, FH, 6,35 m. Jarðarför systur okkar, Bjargar Einarsdóttur Thoroddsen frá Vatnsdal við Patreksfjörð, sem andaðist 23. maí, fer fram frá dómkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 2. júní 1949 kh 2 e. h. ’ Jarðað verður í Fossvogskirkjugarði. Halldóra E. Tlioroddsen. Jóhanna E. Thorlacius 2. Sverrir Em., KR, 6,21 m. 3. Rögnv. Gunnl., KR, 5,83 m. 4. Oddur Helgas., Á. 5,74 m. 80 m. hlaup kvenna: 1. Flekla Árnad., Á., 11,4 sek. 2. Helga Helga., KR, 11,6 sek. 3. Sigr. Jónsd., KR, 12,1 sek. 4. Ólöf Jónsd., KR, 12,1 sek. S. Ó. Saínaðarfundir: Nýr tarn á dðm- Og samlíomusalur á kirkju- ioftinu. Reykjavíkubsöfnuð- UBNIB þrír, dómkirkju- söfnuðurinn. Laugarnessöfriuð- ur og Nessókn héldu fundi á sunnudaginn. Fundur dómkirkjusafnaðar- ins samþykkti að fela sóknar- nefnd að gera áætlun um við- gerð á þaki kirkjunnar, bygg- ingu á nýjum turni og innrétt- ingu á samkomusal á kirkju- loftinu. Á öllum safnaðarfundum var samþykkt að sóknargjöld- in skyldu vera 15 krónur fyr- ir yfirstandandi ár. SÆNSK-ÍSLENZKA FRYSTI- HÚSIÐ Frh. af 2 .síðu. arstjórn leit svo á, að bærinn gæti neytt forkaupsréttarins, þar sem eignin hefði verið seld. Talið er, að þessu máli verði áfrýjað til hæstaréttar. Loftárás á Sikiley. Erlendnr Pétnrsson hylltar á snnBBdag. Meðal gjafanna var fólksbif- reið af beztn gerð. SJALDAN mun afmælis- barn hafa verið hyllt jafn almennt og Erlendur Péturs- son, formaður Knattspyrnu- félags Reykjavíkur á sunnu- dag, en þá átti hann 50 ára af- mæli. Hann var bókstaflega hylltur af öllum almenningi frá því snemma um morgun- inn og þar til framundir morg- un — eða í heilan sólarhring — og voru þó skeytin enn að berast til Erlendar í gær kl. 3, er Alþýðublaðið talaði við hann. Klukkan 2 á sunnudaginn hófst íþróttamót KR, til heið- urs Erlendi — og er frá því skýrt á öðrum stað í blaðinu. Kl. 7 hófst samsæti í Oddfell- owhúsinu og stjórnaði því einn af fyrstu stofn. KR Pétur, Á. Jónsson operusöngvari. — Ræður fluttu meðal annarra: Sigurjón Pétursson, forstjóri, Bjarni Ben., borgarstjóri, Séra Bjarni Jónsson, vígslubiskup, séra Jón Thorarensen, formenn íþróttafélaga og fjölda margir aðrir. Erlendur var gerður að heiðursfélaga í íþróttasam- bandi íslands og hann var sæmdur fjölda mörgum heið- ursmerkjum íþróttafélaga. Hon um bárust margar og miklar gjafir, þar á meðal Cjhevrolet- fólksbifreið 1942, af beztu gerð, skrautgripir, bækur og fjölda margt annað. Bifreiðina gáfu honum íþróttavinir hans. Þá var í samsætinu tilkynnt sjóðsstofnun og ber sjóðurinn nafn Erlends. Er hlutverk hans að stárfa að því að koma upp fullkomnu íþróttasvæði fyrir KR. Var sjóðurinn 5 þús. krónur, en í samsætinu söfnuð- ust í hann 1200 krónur til við- bótar. ,,Eg held ég gleymi aldrei þessum degi,“ sagði Erlendur Pétursson í gær, „ekki einu sinni í eilífðinni. Sá er gæfu- maður að ég held, sem eignast einn slíkan dag.“ »* Mynd þessi er tekin í einni hinna miklu loftárás, sem Bandamenn háfa gert á Palermo á Sikiley. Margir eldar hafa kviknað við höfnina eins dg sjá má á myndinni. 13 J ÖRGUN ARSÝNIN GIN Frh. af 2. síðu. svo ódýrir, að engin fjölskylda, sem býr í háu timburhúsi, ætti að láta það dragast lengur að . kaupa einn slíkan björgunar- kaðal. Þeir fást einnig hjá Slysavarnafélaginu og kosta 35 krónur. Félagið sér um upp- setningu kaðlanna og leiðbeinir um notkun þeirra, fólki að kostnaðarlausu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.