Alþýðublaðið - 01.06.1943, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 01.06.1943, Blaðsíða 2
2 Valgerðnr á Hðlanni lætur a( störfum eftir 42 ár. Sezt að í litlu sumarhúsi í túnfætinum. Íslandsglímag fer fram I kvðld. ISLANDSGLÍMAiN fer fram í kvöld, eins og sagt var frá hér í blaðínu á sunnudaginn. Sú breyting hefir orðið á þátttökunni, að Finnbogi Sig- urðsson úr Ármanni getur ekki verið með, þar sem hann liggur nú rúmfastur í mis- Iingum. Þá mun Ingólíur Jónsson úr Umf. Dagsbrún heldur ekki geta keppt. Hann hefir enn ekki jafnað sig eftir meiðsl, er hann hlaut í flokkaglímu Ármanns á dög- unum. Glíman fer fram í íþrótta- húsi Jóns Þorsteinssonar við Lindargötu og hefst kl. 9 stundvíslega. Túlinitisarmótið: Leiknr VikiDgs gegn fram dæmdnr ölðg- legnr. Fram og Valur keppa til úr- slita í kvðid. N ATTSP YRNURÁÐIÐ dæmdi í gærkveldi leik Antons Sigurðssonar með Vík- ingi gegn Fram ólöglegan og þar mejð leikinn tapaðan fyrir Víking, þó að Víkingur hefði unnið Fram með 1:0. Úrslitakappleikurinn í Tuli- niusarmótínu fer því fram í kvöld kl. SV2 milli Vals og Fram og bíða knattspyrnumenn með óþreyju eftir úrslitunum. Veizlan á Sólhaugum eftir Ibsen verður sýnd í kvöld kl. 8,30. Hefir þetta leikrit nú verið sýnt nokkrum sinnum við ágæta aðsókn og prýðisgóðar únd- irtektir. IDAG lætur Valgerður á Kolviðarhóli af störfum eftir 42 ára starf þar. Hún flyt ur úr húsinu, sem hún hefir stjórnað í sem húsfreyja í 38 ár — og sezt að í litlu sumar- húsi í túnfætinum, skammt þar frá, sem maðurinn hennar, Sigurður Daníelsson hvílir í heimagrafreit. Nýir húsbændur taka nú við heimilisstjórn á Kolviðarhóli, sem nú er orðinn heimili æsku- lýðsins í Reykjavík, vetur og sumar, áfangi hans á leiðinni upp um fjöll og firnindi. Það er áreiðanlegt, að um leið og Valgerður Þórðardóttir flytur úr bænum sjálf, óskar hún þess, að gæfa og gengi fylgi Kolviðarhóli og öllum, sem þar eiga að ráða húsum — og þar muni koma á ókomn- um' árum. Það er víst óhætt að fullyrða það, að engir gest- gjafar á Suðurlandi hafi verið jafnvinsælir og þau hjónin Valgerður og Sigurður, enda hallaði aldrei orði í þeirra garð frá neinum. Kolviðarhól hafa gist tugir þúsunda manna — og oft var Hóllinn athvarf þreyttra og móðra langferða- manna, sem brutust yfir fjall- ið í gjörningaveðrum fyrr á árum í atvinnuléit eða á leið heim til bús síns — og hlýjar hendur tóku alltaf vjð þeim á hlaðinu á Hólnum. Valgerður Þórðardóttir hefir beðið Alþýðublaðið að færa öllum, sem hún ’hefir kynnst á undanförnum árum, hinar beztu kveðjur sínar og heilla- óskir. Það er og áreiðanlgt að beztu óskir og þakklæti streyma til hennar frá þeim sem notið hafa hjálpar hennar og gestrisni. Valnr vann annars- flokksmötið. Jafntefli millf hans og Fram í gærkveldi- URSLITALEIKUR annars flokks mótsins fór fram í gærkveldi milli Vals og Fram. Lauk honum með jafntefli, 0:0, en Valur vann mótið á stigum. Á undan átti að fara fram leikur milli K. R. og Víkings, en Víkingur mætti ekki til leiks. ALÞYÐUBLAÐIÐ Þriðjudagur 1. júhí 1943- Einræði framleiðenda í MJólk~ nrsamsðlnnni fnllkomnað. ..—■ ■ ♦ ■ Neytendur sviftir öllum áhrifum á stjórn og rekstur hennar. Nýtt sðlasamlag stofnað til að reka samsðluna. ATVINNUMÁLARÁÐHERRA ákvað í gær, að afhenda framleiðendum allan rekstur og stjórn Mjólkursamsöl- unnar í Reykjavík. — Um leið eru neytendur sviftir öllum áhrifum á stjórn og rekstur þessa fyrirtækis; en þeir hafa þó hingað til haft 2 fulltrúa af 7 í stjórn samsölunnar. Hafa mjólkurbúin stofnað nýtt sölusamlag og því verið afhent Mjólkursamsalan til rekstrar. Hin nýja stjórn Mjólkursamsölunnar er skipuð þessum mönnum: Svein'birni Högnasyni alþingismanni, Agli Thor- arensen kaupfélagsstjóra, Jóni Hannessyni bónda, Olafi B jarnasyni bónda og Einari Olafssyni bónda. Tilkynning atvinnumálaráð- herra um þessa furðulegu skiplagsbreytingu á Mjólkur- samsölunni, sem mun hafa orð- ið að samkomulagi milli Sjálf- stæðisflokksins og Framsókn- arflokksins, er svo hljóðandi: „Fyrir nokkru síðan kallaði atvinnmálaráðherra á sinn fund nokkra menn af mjólkurverð- lagssvæði Reykjavíkur til við- ræðna um mjólkursöluna í Reykjavík. Síðar skrifaði ráðuneytið stjórnum Mjólkursamlags Kjal- arnesþings, Mjólkurbúi Flóa- manna og Mjólkursamlagi Borg- firðinga bréf, þar sem þess er óskað, að fulltúar frá þessum aðilum mættu hjá atvinnumála- ráðherra 15. maí til þess að ræða um rekstur mjólkurstöðv- arinnar í Reykjavík. Á þessum fundi hvatti at- vinnumálaráðherra til þess. að mjólkurframleiðendur tækju stjórn Mjólkursamsölunnar í sínar hendur, eins og ráð er fyrir gert í lögum um meðferð og sölu mjólkur og rjóma o. fl. frá 1935. Að afstöðnum þessum fundi var málið rætt á fulltrúa- ráðsfundum í félagsdeildum, sem að Mjólkursamsölunni standa. og voru þar kosnir full- trúar til að mæta á fundi, er haldinn var s. 1. laugardag, 29. þ. m. Atvinnumálaráðherra setti þennan fund. Hvatti hann bændur á verðlagssvæði Reykjavíkur og Hafnarfjarðar til þess að mynda með sér fé- lagsskap um stjórn Mjólkur- samsölunnar Þannig væri hags- munum þeirra bezt borgið. Fundurinn setti samþykktir fyrir Mjólkursamsöluna í Reykjavík. Samkvæmt sam- þykktunum er Sölusamlagið stofnað samkvæmt lögum nr. 1/1935 um meðferð og sölu mjólkur o. fl. Mjólkursamsöl- unni ber að annast sölu og dreifingu á neyzlumjólk, nýju skyri o. fl. á verðjöfnunarsvæði Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Eftirgreindir menn hafa ver- ið kosnir í stjórn Mjólkursam- sölunnar: Sveinbjörn Högnason, Egill Thorarensen, Jón Hannes- son. Ólafur Bjarnason og Ein- ar Ólafsson. Með bréfi dags. í dag hefir atvinnumálaráðherrann sam- þykkt, að sölusamlagið Mjólk- ursamsalan í Reykjavík, sem stofnað var 29. þ. m., taki við stjórn og rekstri Mjólkursamsöl- unnar í Reykjavík frá og með 1. júní að telja.“ Sænsk íslenzka frystihúsið; 1 Reykjavikorbær tapaði mál- ino fyrlr klaofaskap. Dómur lðgmannsins í Rvík s. 1. sunnudag LÖGMÁÐURINN í REYKJAVÍK kvað upp dóm á laugar- daginn í máli hafnarstjórnar Reykjavíkur gegn Sænsk- íslenzka frystihúsinu. Höfðaði hafnarstjórn þetta mál sam- kvæmt ályktun hæjarstjórnar Reykjavíkur til þess að fá viðurkenndan forkaupsrétt Reykjavíkur að frystihúsinu. Dómsniðurstöður undirréttar urðu á þá leið, að Reykja- víkurhær tapaði málinu. Aðalástæðan. fyrir því, að bærinn tapaði málinu, var talin sú. að það dróst svo lengi hjá ráðamönnum bæjarins að gefa ákveðin svör við því, hvort Reykjavíkurbær ætlaði sér að nota forkaupsréttinn. Þrátt fýrir ítrekaðar fyrir- spurnir eigenda frystihússins um það, hvort bærinri ætlaði sér ,að neyta forkaupsréttarins samkvæmt mati dróst það i marga mánuði að fá svarið. Þetta mál var mjog mikið rætt á sinni tíð. í fyrra haust keypti h.f. Frosti frystihúsið, en bæjarstjórn taldi, að eigend- urnir hefðu brotið .leigusamn- inginn við bæinn með því að selja frystihúsið. Varð út úr þessa deila ,en henni lauk að nokkru með því að kaup h.f. Frosta á eigninni gengu til baka — og bærinn ákvað að neyta forkauþsréttarins. Eigendur frystihússins töldu sig þá ekki viljá selja, en bæj- Frh. á 7. síðu. BjSronn ör elflsvoða. | Herbileg björgnnar- sýiiag Sjysavariafé- lagsios. Ný tæhi tii að bjarga fólki úr eldsvoða. Menn komu svífandi, sem í lausu Íofti væru, eða brunandi í segldúk ofan af efri hæð Miðbæjarbarnaskól- ans við björgunarsýningu þá, sem Slysavarnafélagið gekkst fyrir með aðstoð Slökkviliðs Reykjavíkur síðastliðinn sunnu- dag. Fyrst var sýnt hvernig bjarga má fjölda manns á skömmum. tíma úr brennandi húsi. t. d. skólum, sjúkrahúsum o. s. frv.,.. með því að koma fyrir i þar til gerðri segldúksræmu. sem fest er á króka innanvert v. glugga. Slíkum útbúnaði var komið ■ fyrir á síðast liðnum vetri við- nokkra glugga á efri hæð Mið- bæjarbarnaskólans, og ættu. fleiri skól'ar og sjúkrahús, sem. byggð eru úr timbri, að gera. slíkt hið sama. Því næst var sjálfvirkur björgunarkaðall sýndur í notk- un. Menn smeygðu lykkju und- ir hendur sér og stigu út um. gluggann eins og fallhlífarher- menn, hver á eftir öðrum, allir í sama kaðlinum. Því þegar sá. fyrsti lendir á jörðinni, er önn- ur lykkja tilbúin fyrir þann næsta og svo koll af kolli þar til öllum er bjargað. Þetta er merkilegt áhald, sem ekki hefir sézt hér áður, en er mjög al- gengt erlendis, einkum í gisti- húsum, sjúkrahúsum, skólum og einnig heimahúsum. Slysa- varnafélagið eða deild þess, sem annast slysavarnir á' landi. hefir pantað þessi áhöld og mun: geta útvegað þau enn þá, svo að forráðarrienn fyrrnefndra húsa ættu sem fyrst að afla sér upplýsinga hjá. félaginu um þessi ágætu áhöld, sem þegar hefir fengizt reynsla fyrir að geta bjargað fjölda mannslífa á skömmum tíma, ef eldsvoða ber að höndum. Að lokum voru sýndir björg- unarkaðlar með belti og hemli. sem maður stjórnar sjálfur. Þeir eru einfáldir og öruggir £ notkun og einkum ætlaðir til notkunar í heirnahúsum, enda Frh. á 7. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.