Alþýðublaðið - 16.06.1943, Blaðsíða 4
4
ALÞYÐUBLAÐIÐ
Miðvikudagur 16. júní 1943.
fM|>í|ðnblaði5
Öígeíandl: Alþýðeflokburlnn.
mtotjórl: Stef&n Féturssoa.
Kitstjóm og afgreiðsla 1 Al-
þýðuiiúsinu við Hverfisgötu.
Símar ritstjórnar: 4901 og
4901.
* Símar afgreiðslu: 4900 og
4908.
Verð 1 lausasölu 40 »ura.
Alþýöuprentsmiðjan h.f.
___________________________
Svfar og koniDBir
þeirra.
SVÍAR halda þjóðhátíð í
dag. Ekki af því, að það-
sé hinn árlegi þjóðhátíðardagur
þeirra; hann er 6 .júní. Heldur
aif því,( aðí iiinn aldurhn'igni
konungur þeirra á í dag 85 ára
afmæli.
i>að er hár aldur. Og þó að
Gústaf Svíakonungur hafi ekki
setið í hásætinu nema 35 ár
af þeim 85, sem hann hefir nú
lifað, er margs að minnast í
sambandi við konungdóm hans.
Sennilega hefir enginn þjóð-
höfðingi, sem nú er uppi, lifað
í stjórnartíð sinni eins stórkost-
legar breytingar, bæði stjórnar
farslegar og félagslegar, í landi
sínu og einmitt Gústaf Svía-
konungur. Og sennilega enginn
eins vel kunnað að samræma
konungdóm sinn hinum nýja
tíma og hann.
Það er í raun og veru bylt-
ing, sem fram hefir farið í Sví-
þjóð á þessu tímabili, þótt
friðsamleg hafi verið. Hið
gamla yfirstéttavald aðals og
auðmanna, sem varð langlífara
þar en nokkurrstaðar annars á
Norðurlöndum, hefir hægt og
hægt orðið að víkja fyrir lýð-
ræðinu. Það sýna, máske betur
en allt annað, eftirfarandi töl-
ur: Árið 1905 höfðu ekki nema
rúmlega 400 þúsund manns
kosningarrétt til neðri deildar
sænska þingsins, og þá ein-
göngu karlmenn, en árið 1940
yfir 4 milljónir, bæði karlar og
konur.
Það eru stórfelldar breyting-
ar, sem þessi þróun lýðræðisins
í Svíþjóð hefir haft í för
með sér á stjórn lands-
ins. Áður var því stjórnað
af fulltrúum yfirstéttanna, em-
bættismönnum og aðalsmönn-
um. En nú er því stjórnað af
fulltrúum verkamanna og
bænda, undir forystu jafnaðar-
manna, sem hafa gert hið
sænska þjóðfélag að fyrir-
myndarþjóðfélagi, viðurkenndu
og virtu um allan heim.
*
Þegar Gústaf Svíakonungur
settist í hásætið að föður sín-
látnum fyrir 35 árum, tók hann
sér einkunnarorðin: „Með fólk-
inu fyrir föðurlandið.“ Kjörorð
konunga hafa ekki ævinlega
reynzt vera mikil virði. En
Gústaf Svíakonungur hefir lif-
að sinn langa konungdóm í
fullu samræmi við þau. Hann
hefir með víðsýni hámenntaðs
þjóðhöfðingja fylgst með þróun
þjóðar sinnar, lifað „með fólk-
inu fyrir föðurlandið“ og gert
konungdóminn í Svíþjóð að
konungdómi lýðræðisins, eins
og hann er raunar einnig orð-
inri í báðum nágrannalöndum
Svíþjóðar að vestan, Noregi og
Danmörku.
En Gústaf Svíakonungur hef-
ir ekki aðeins samlagað kon-
ungsdóminn í Svíþjóð inn á við
hinum nýja tíma lýðræðisins og
jafnaðarstefnunnar. Hann hef-
ir jafnframt út á við sagt ger-
samlega skilið við hinn gamla
islenzkur listmálari í Amerikn
ÞAÐ er ekki á allra vitorði
hér, að vestur í Ameríku
lifir íslenzkur listmálari, sem
hefir getið sér mikinn orðstír.
Það er Emile Walters. Hann
varð fimmtugur síðastliðinn
vetur og í tilefni af því skrifaði
Richard Beck í ,.Lögberg“ grein
þá, sem hér fer á eftir:
Emile Walters hefir unnið
sér það frægðarorð í málara-
listinni, að hann skipar með
sæmd rúm sitt á bekk amer-
ískra landslagsmálara og að
málverk hans er. að finna víðs-
vegar á merkum listasöfnum.
Jafnframt hefir hann aukið
á hróður þjóðstofns síns, því að
hann hefur aldrei farið í neinar
felur með það, að honum renn-
ur alíslenzkt blóð í æðum.
Emile Walters er skagfirskur
að ætt, er fæddur í Winnipeg
31. janúar 1893, sonur þeirra
Páls Valtýs Eiríkssonar frá
Bakka í Viðvíkursveit í Skaga-
firði og Bjargar Jónsdóttur frá
Reykjum á Reykjaströnd. Fimm
ára að aldri fluttist hann með
foreldrum sínum til Bandaríkj-
anna, N.-Dakota; misti hann föð
ur sinn ungur. en var nokkrum
árum síðar tekinn í fóstur af
þeim Guðlaugi Kristjánssyni og
konu hans, er síðar bjuggu í
Wynyard, 'Saskatchewan; gengu
þau honum í foreldra stað.
Eins og allur þorri þeirra ís-
lendinga, sem nafnkunnastir og
athafnasamastir hafa orðið vest-
an hafs. átti Emile lengi um
grýttan og brattan veg að sækja,
og er ferill hans því með nokkr-
um æfintýrablæ, þó eigi verði
sú saga sögð í þessum greinar-
stúf. Framan af árum vann
hann að húsamálningu bæði í
Norður- Dakota og Vestur-Can-
ada; en listhneigð brann honum
í blóði, og þó við margvíslega
örðugleika væri að glíma, tókst
honum að ljúka prófi á lista-
skólanum í Chicago. The Art
Institude of Chicago. Síðan lá
ýeið hans til New York, og beið
hans þar í miljónaborginni harð
vítug barátta, sem jafnan er
hlutskipti ókunnra listamanna,
þó ríkum hæfileikum séu búnir;
en sigrandi gekk hann af þeim
hólmi.
í New York kynntist Emile
Einari Jónssyni myndhöggvara,
og var sá snillingur nógu glögg-
skygn til þess að sjá, hver list-
gáfa bjó í hinum unga landa
hans og hvatti hann til þess
að halda áfram námi sínu. tlóf
Emile stuttu síðar framhalds-
nám á listaháskólanum í Phila-
delphia, Pennsylvania Academy
of Fine Art. Um þær mundir
var auðmaðurinn og listafröm-
uðurinn Louis C. Tiffany að
að koma á fót listastofnun sinni,
Tiffany Foundation; athygli
hans var dregiri að málverkum
Emiles, og þótti honum svo mik-
ið til þeirra koma, að hann veitti
honum 2000 dollara styrk. Var
það mikil sigurvinning og ísinn
nú brotinn, enda var þess eigi
lengi að bíða, að hinn ungi mál-
ari færi að uppskera í enn rík-
ara mæli laun þrautseigju sinn-
ar og brattsækni. Stuttu eftir
að hánn hlaut Tiffany-styrkinn,
málaði hann á óðalsetri Roose-
velt’s forseta hina fögru og til-
komumiklu haustmynd sína,
„Roosevelt’s Haunts, Early Aut-
umn“, sem vakti eftirtekt inn-
an og utan Bandaríkjanna,
hlaut fleiri en ein verðlaun og
er nú eign þjóðlistasafnsins,
National Gallery of Art, í
Washington, D. C.
Mörg önnur málverk Emiles
hafa hlotið veijðlaun og eru, svo
tugum skiptir, á opinberum
listasöfnum og einkasöfnum eða
í eign háskóla og annara menta-
stofnana. Meðal þeirra eru
myndirnar „Morning Light“
(Dögun), sem er eign fylkishá-
skólans í Siaskatchewan; „Late
Winter“ (Útmánuðir), á lista-
safni Harvard háskólans í Bost-
on, og „Winter Haze“(Vetrar-
móða), á listasafninu í Rouen í
Frakklandi, að fáar einar séu
taldar. Myndir hans hafa einnig
verið á listasýningum á mörgum
stöðum utan Bandaríkjanna og
Canada, svo sem á hinu fræga.
listasafni „Tate Gallery“ í Lond
on og Mið- og Suður-Ameríku.
Hafa þæf hvarvetna vakið at-
hygli og hlotið hrós hinna dóm-
bærustu manna. Kurin tímarit,
sem helguð eru listum, hafa og
farið hinum lofsamlegustu orð-
um um málverk Emiles; sama
máli gegnir um hin stærri dag-
blöð í Bandaríkjunum og víðar.
Stórblaðið New York Times fór
t. d. þeim orðum um eina verð-
launamynd hans, að hún væri
„skáldlegur vordraumur, er
sýndi skýra og sterka drætti
gegnum blámóðu vprloftsins og
litfegurð blómanna.
Á þá við að víkja sérstaklega
að þeirri hliðinni á málaralist
Emiles, sem snýr beinlínis að
íslandi. Árið 1934 var hann þar
á ferðalagi í sjö mánuði og mál-
aði af kappi, einkum austan og
sunnan lands. Árangurinn af
ferðinni var fjöldi landlags-
mynda, og sýndi hann 18 þeirra
í New York vikum saman upp
úr næstu áramótum. Jók sýn-
ing þessi áreiðanlega drjúgum
á listamannsfrægð hans og
vakti jafnframt mikla eftirtekt
á íslandi og íslendingum, því
að fjölmenni sótti hana og dáði,
og hún hlaut mikið hrós af
hálfu listdómara stórblaðanna.
Ritaði ég á sínum tíma um sýn-
ingu þessa hér í blaðinu og
verður sú umsögn eigi endur-
tekin hér, nema hvað minnst
skal á ummæli hins mikilsvirta
dagblaðs „Christian Science
Monitor" í Boston. er lauk með
þessum orðum: „Sýningin er
sérstaklega eftirtektarverð fyrir
það, hve myndirna eru óvenju-
legar og vegna hins ljóðræna
undirstraums, sem þar gætir
hvarvetna“.
Síðar á árinu voru myndir
þessar svo sýndar á ýmsum
stöðum, meðal annars í Winni-
peg. Mikill mannfjöldi sótti
sýninguna þar sem annarstaðar
sænska stórveldisdraum frá
fyrri öldum og gert Svíþjóð að
sannkölluðu friðarríki, enda
hefir henni, þrátt fyrir tvær
heimsstyrjaldir á stjórnarárum
hans, tekizt að halda sér fyrir
utan öll vopnaviðskifti og varð-
veita hlutleysi sitt gagnvart öll-
um átökum stórveldanna, 1-
búum sínum sínum til ómetan-
legrar blessunar.
En því minna, sem Svíþjóð
hefir á stjórnarárum Gústafs
konungs látið sig skifta illdeil-
Iur stórveldanna, því meiri þátt
hefir hún tekið í friðsamlegri
I og vaxandi samvinnu Norður-
landa. Og það hefir ekki hvað
sízt verið honum að þakka, sem
með forgöngu sinni að þriggja
konunga mótinu í Málmey árið
1(914, skömmu etftir að fyrri
heimsstyrjöldin skall á, lagði
einn af hyrningarsteinum nor-
rænnar samvinnu. Norðurlönd-
um tókst í það sinn öllum að
halda sér fyrir utan hinn blóð-
uga hildarleik. í þessari síðari
heimsstyrjöld hafa örlög þeirra
því miður orðið önnur. En Sví-
ar hafa sýnt það, undir forystu
konungs síns, með fórnfúsri
hjálp við hinar stríðandi og líð-
andi bræðraþjóðir bæði í vestri
og austri, að þeir ætla sér að
halda fast við hina norrænu
samvinnu og þær hugsjónir,
sem hún byggist á.
Þess vegna mun Svíum og
hinum æruverða, aldurhnigna
konungi þeirra, berast ótaldar
þakkarkveðjur og heillaóskir
frá hinum Norðurlandaþjóðun-
um í dag. *
o ©
Emile Walters.
og dagblöðin ensku fóru sér-
staklega lofsamlegum orðum
um hana. Ritstjóri þessa blaðs
tók mjög í sama streng, því að
hann lýsti sýningunni á þessa
leið, 21. nóv. 1935.
„Málverk þessi, flest hver,
eru af frægum sögustöðum á
íslandi; eru mörg þeirra all-
stórfengleg, svo sem af Þing-
völlum og Eyjafjallajökli. Á
hinn bóginn verður sú staðreynd
samt ekki undir nokkrum kring-
umstæðum umflúin, að sögu-
staðirnir, þó á þá slái æfintýra-
ljóma liðinna alda, eru ekki
ávalt fegurstu staðirnir og gefa
þar af leiðandi ekki ókunnugu
auga óskeikult yfirlit yfir
glæsilegustu sérkenni landsins.
Engu að síður hafa málverk
þessi sérstætt gildi fyrir ís-
lenzka listmenning; yfir þeim
hvílir hressandi blær háfjalla
og jökla, dranga og dala, merkt-
ur óþrotlegum litbrigðum ís-
lenzkrar náttúrudýrðar. Hrika-
fegurð Íslands nýtur sín öllu
betur í svip þessara málverka;
enda er það sú fegurðin, sem
ísland er auðgast af, þótt víða
kenni innari um móðurlegrar
mildi.
Hr. Emile Walters er merkur
málari; Um það verður ekki
villzt. Og með ferð sinni hinni
síðustu til íslands, og málverk-
um þeim að heiman, er nú hafa
nefnd verið, hefir hann unnið
íslenzku þjóðinni varanlegt
gagn.“
■ Er þar ekkert ofmælt, því að
í málverkum þessm túlkaði
Emile eftirminnilega í litum og
fegurð og sérkennileik íslenzks
landslags, rík blæbrigði lofts,
láðs og lagar norður þar. Nú
prýða málverk þessi listasöfn og
samlcomusali báðum megin
landamæranna. Einhvér allra
svipmesta myndin frá Þingvöll-
um er t^d. í hinum stóra fyrir-
lestrasal dr. Thorbergs Thor-
valdson á fylkisháskólanum í
iSaskatchewan, og varð mér að
vonum starsýnt á hana, er ég
heimsótti háskólann fyrir tveim
árum síðan; sagði dr. Thorberg-
ur mér einnig, að málvek þetta
drægi jafnan að sér athygli
manna og þætti bæði sérkenni-
legt og tilkomumikið. ,
Það segir sig sjálft, að auk
verðlauna fyrir málverk sín
hafa Emile fallið í skaut ýmsar
aðrar sæmdir. Mörg listamanna-
félög hafa heiðrað hann og
sæmdur var hann riddarakossi
Fálkaorðunnar árið 1939.
Emile er kvæntur Thorstínu
Sigríði Jackson, sem löngu er
kunn íslendingum báðum megin
hafsins fyrir ritstörf sín og aðra
starfsemi.
TÍMINN, sem kom út föstu-
daginn fyrir hvítasunnu,
birtir ummæli Pálma Loftsson-
ar forstjóra um starfsemi Skipa
útgerðarinnar og erfiðleika þá,
sem farþegaskipin eiga við að
stríða. Forstjórinn segir:
„Tíminn, sem fer í að ferma og
afferma skip, er sífellt að lengjast,
sem stafar að nokkru af fólksleysi,
einkum á hinum smærri höfnum,
og að nokkru af þrengslum í höfn
unum, sérstaklega í Reykjavík,
enda hafa tafirnar orðið tilfinnan-
legastar þar. Strandferðaskipin fá
venjulega bryggjupláss við út-
kjálka hafnarinnar, svo langt frá
vörugeymsluhúsunum, að flytja
verður allar vörur á bifreiðum að
og frá skipi, en umferð meðfram
höfninni er svo mikil, að öll slík
vinna er mjög tafsöm.
Hitt er þó miklu alvarlegra, hvað.
skipin skemmast mikið vegna
þrengslanna. Má daglega sjá mörg
skip hvert utan á öðru, síundum
lítil skip næst hafnarbakkanum
og stór skip utan á. Þegar svo
lölduhreyfing er í höfninni eins og
oftast nær er, segir það sig sjálft,
hvernig fer. Járnskip dældast, nagl
ar togna og slitna, en tréskipin lið
ast, sem kallað er, og kemur svo
leki að þeim, þegar þau hreppa
vont veður í hafi. Hér við bætist
svo það, að næstum því ómögulegt
er að fá gert við skip, og ef það
fæst, tekur það mjög langan tíma
og er óheyrilega dýrt. Til dæmis
varð Þór að bíða hér í höfninni í
mánuð til að komast í dráttarbraut,
en Súðin var í vetur í þrjá mán-
uði í viðgerð, sem hefði ekki tek-
ið á venjulegum tíma meira en
þrjár vikur eða mánuð“.
Síðan skýrir Pálmi Loftsson
frá því, rð fyrirhuguð hafi
rcriZ b”2 L:..g á Súðinni. Meðal
annars átti að breyta henni í
mótorskip og smíða í hana ný-
tízku farrými fyrir um 70 far-
þega. En þáverandi ríkisstjórn
sá sér ekki fært að leggja í
þennan kostnað. — Allar til-
raunir til að útvega fleiri
strandferðaskip, hafa reynzt
árangurslausar.
„Nei, allar tilraunir í þá átt hafa
reynzt árangurslausar. í fyrra var
búið að leigja grískt skip með
góðum kjörum, en það fórst á leið
inni hingað frá Englandi. Hins veg
ar hefir verið reynt að bæta úr
bráðustu flutningsþörfinni með því
að'leigja eða fá á annan hátt ýmsa
fiskibáta. Hafði útgerðin þannig á
síðasta ári 30 fiskibáta og skip á
leigu um langan tíma. Segir það
sig sjálft, að slíkar fleytur eru
bæði dýrar og óhentugar til strand
ferða. Þá hafa varðskipin verið not
uð eins og hægt hefir verið til að
létta undir við flutningana, einkum
á olíu og benzíni, og Þór hefir al-
gerlega verið tekinn til flutninga.
Esja hefir reynzt prýðilega, og
er ég hræddur um, að einhvers-
staðar hefði ástandið reynzt bág-
borið, ef hennar hefði ekki not-
ið við, því að þörfin fyrir strand-
ferðirnar hefir aukizt gífurlega.
Má til dæmis nefna, að árið 1939
var allur flutningur á vegum skipa
útgerðar ríkisins 15. þús. smál. og
8600 farþegar, en 1942 er flutning
urinn 54 þús. smál. og 20700 far-
þegar. Viðkomufjöldi skipanna var
1939 934, en 1942 er viðkomu-
fjöldinn orðinn 1933“.
Um tundurduflahættuna. seg-
ir Pálmi forstjóri:
„Það, sem af er þessu ári, hefir
mjög lítið borið á tundurduflum,
enda hefir verið, eins og kunnugt
Frh. á 6. síðu.