Alþýðublaðið - 16.06.1943, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 16.06.1943, Blaðsíða 6
ALÞYÐUBLAÐIÐ Miðvikudagur 16. júní 1943. * N S s * 1 s \ s * \ s V s s s s s s i \ i s i Freðkiöt í flestum kauptúnum landisins eru frystíhús. í því nær öllum þessum frystihúsum er geymt freðkjöt. Hafið þér athugað hvað það kostar? — Heildsöluverð á dilkakjöti er nú kr. 5,20 kg. Heildsöluverð á ærkjöti er nú kr. 3.90—4,40 kg. — Látið kaupfélag yðar, eða kaupmann þann sem þér verzlið við, útvega yður freð- kjöt, ef það fæst ekki í verzlurtarstað yðar. Frosið kjöt er ágætur matur. Heimili, sem kaupa heilan skrokk í einu, þurfa ekki að láta kjötið skemmast, því það helzt óskemmt í fulla viku, sé það geymt á svölum stað (í kjallara eða skemmu). Þá má líka brytja kjötið niður og sá í það salti. Firinst enginn munur á því og nýsöltuðu kjöti á haustin. Kaupfélög og kaupmenn! Hvetjið almenning til að borða kjöt. Saltkjöt Útflutningsverkað [saltkjöt er dgætis vara og geymist miklu lengur óskemmt heldur en spaðsaltað kjöt. Höfum til sölu og sendum gegn póstkröfu um land allt: Dilkakjöt, 100 kílóa tunna á 473,00 krónur Ærkjöt, 100 kílóa tunna á 393,00 krónur Athugið : Kjöt er ódýrasta matvara, sem fáanleg er miðað við gæði. Samband ísl. samvinnufélaga. Beztn kjðtkaupin. Fyrst um sinn seljum vér vænt og ágæt- \ lega verkað sférhöggið, saltað dilka kjöf fyrir kr. 5,00 — fimm krónur kílóið, \ enda sé tekið minnst Va skr. (þ. e. 6—8 kg.) ^ og kaupandi sæki kjötið hingað á staðinn. Frystihúsið Herðubreið, Fríkirkjuvegi 7. 2, leikur íslandsmótsins: Lélegir teiknr Vats og Vestmaiiaeyiiga: 5:1. A 'NNAB IÆIKUB íslands- Xx mótsins fór fram á 2. í hvííasunnu og kepptu þá K. V. (Vestmannaeyingar) og Valur. Veður var kalt, talsverður vindur og rigndi nokkuð, eink- um seirtni hálfleikinn. K. V. átti völ á marki og kaus að leika með vindi. Þó leikurinn ' væri allfjörug- ur á köflum, var hann sem heild hvergi. nærri skemmti- legur, því munurinn á kapp- liðunum var of mikill, hvað alla leikni og knattmeðferð snerti. Valsliðið réði leiknum, framlínan og liðið í heild sýndi oft ágætan samleik, örugga staðsetningu og góðan skilning, enda auðveldaði „sjónhend- ingaleikur" K. V. þeim mjög oft að notfæra sér vel þá heild arknattleikni sem leikmenn Vals hafa öðlast á undanförn- um árum með öruggri og góðri þjálfun. Leik K. V. í heild má einkenna með einu orði, dugn- aður. Áhugi þeirra og þol virtist ótæmandi, mótlæti og marka- fjöldi, dró hvergi úr þeim, þeir börðust hart, þar til hvellt hljóð úr pípu dómarans gaf til kynna, að nú væri þessum þætti íslandsmótsins lokið. Dugnaður og þol, þindarlaus hlaup fram og aftur og aftur og fram, eru að vísu góðir eig- inleikar í knattspyrnu, en hvergi nærri einhfýtir, nema að hvort tveggja sé hamið inn- an ramma réttrar þjálfunar. Leikhæfni K. V. er um margt ábótavant. Spyrnurnar ónákvæmar, hæðarspyrnur tíð ar. Ef menn eiga samherja 10 til 20 metra uppi í loftinu, þá er auðvitað rétt að spyrna til þeirra, en með tilliti til þess að samherjarnir eru allir jarð- bundnir, er óþarfi að vera með slíkar hæðarspyrnur og í sókn eiga þær ekki að sjást. því meðan knötturinn svífur um háloftin, hafa mótherjarnir nægan tíma til að skipa vörn- um sínum. Skallatækni er og næsta lítil og lægni á að stöðva knöttinn ,,drepa“ hann, er mjog takmörkuð. Innvörp voru og mjög oft ranglega framkvæmd. Þetta, sem nú hefir verið sagt, er hvorki af illgirni né yr- irlæti sagt. heldur sem vináttu- bragð og vinsamleg bending. Því þeir, sem þreyta kappleiki á knattspyrnusviðinu, en hafa ekki yfir að ráða þeirri leikni, að geta stöðvað knött þegar í stað, skilað honum samstund- is með nokkurri nákvæmni. þangað sem ætlað er, með stuttri eða langri sendingu, og haft fullkominn skilning á staðsetningu bæði í sókn og vörn, geta ekki vænst verulegs árangurs, einkum ef gengið er á hólm við lið, sem hefir í all- ríkum mæli, yfir slíkri knatt- tækni að ráða. Þó að fullkomlega sé til greina tekið aðstaða K.V. til þjálfunar sem er erfiðleikum bundin vegna atvinnuhátta og allrar aðstöðu, þá myndi lið, sem skipað er jafn myndarleg- um, áhugasömum og röskum piltum, hertum að sægarpa sið við hafrót, brimgný og trillta vinda, fljótlega, með öruggri handleiðslu góðs þjálfara, geta öðlast þá leiktækni, sem nauð- synleg er, til þess að koma, sjá og sigra. K. V. liðið með allan sinn áhuga, dugnað og þol, ör- uggt í leikni og samleik væri ekki lamb að leika sér við. Fyrri hálfleiknum lauk með 2:0 fyrir Val, en þeim síðari með 3:1, sigraði Valur því með 5:1. Þetta er fyrsti leikur hans í íslandsmótinu, en hann ver nú íslandsmeistaratign sína í knattspyrnu í 8. sinn. Útfram- herjarnir Ellert og Jóhann gerðu sitt markið hvor, vinstri innframherjinn, Albert, 2 og miðframherjinn, Björgúlfur, 1. Seint í seinni hálfleik skoraði K. V. sitt mark, og gerði það miðframherji þeirra, Ingi Guð- mundsson, með föstu og all- löngu skoti. En bezti maðurinn í liöi þeirra var miðfram- vörðurinn, Ingólfur Arnarson. Sýndi hann oft bæði skilning — lægni og öryggi. Dómari var Þráinn Sigurðs- son og dæmdi hann vel. Áhorf- endur voru allmargir. Ebé. HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN? Frh. af 4. síðu. er, kappkóstað að eyðileggja öll tundurdufl, sem sézt hafa á.sjó eða á landi. Hefir í því efni verið hin bezta samvinna við brezka setulið- ið hér, sem ætíð hefir verið boðið og búið til að veita hina mikilvæg ustu áðstoð í því efni. Síðan í byrj- un ársins 1941, ep. þá var hafizt handa um að eyðileggja tundur- dufl, og þar til í árslok 1942 hafa verið eyðilögð á sjó og landi 1278 tundurdufl, en 54 hafa sprungið við land, svo að vitað sé, en eins og ég gat um áðan, hefir mjög lítið borið á tundurduflum það sem af er þessu ári, og er vonandi, að hætta af þeim sé að mestu liðin hjá“. Gullbrúðkaup á morgun. Einar Jónsson og' Sigríður Pálsdóttir, Hólkoti, Miðnesi. GULLBRÚÐKAUP eiga á morgun, 17. júní, merkis- hjónin Sigríður Pálsdóttir og Einar Jónsson útvegsbóndi í Hólakoti á Miðnesi. Sigríður er ættuð úr sömu sveit, dóttir merkishjónanna Þórunnar Sveinsdóttur og Páls óðalsbónda Pálssonar á Bæjar- skerjum, en Einar er austan úr Skaftafellssýslu, kominn frá á- gætu fólki. Er Sigríður nýlega sjötug, en Einar verður átt- ræður á næsta ári, og bera þau aldurinn með mestu prýði. Þau hjónin hafa búið alla sína hjúskapartíð að Hólakoti. Hafa þau ræktað þá jörð vel og fært hana mikið út, og hef- ir þó Einar stundað sjóinn og búskapinn jöfnum höndum fram á síðustu ár, en þá lét hann sonum sínum sjóinn eftir. Hafa þau hjón eignazt 10 börn, sem öll eru á lífi og upp- komin. Eru þau þessi: Páll, há- seti á togaranum Belgaum, kvæntur Þóru Sigurðardóttur frá Vatnagarði í Garði og bú- settur hér í bæ. Theódór, bóndi að Bæjarskerjum, kvæntur Vigdísi Bjarnadóttur úr Rvík. Gísli, ekkjumaður, búsettur að Setbergi. Rósa, gift Magnúsi Sigurðssyni á Geirlandi. Gunn- laugur Ágúst, sjómaður í Sand- gerði, kvæntur Kristbjörgu Jónsdóttur, býr að Hólshúsi. Arnlaugur og Arnoddur, sjó- menn í Sandgerði,' búa hjá for eldrum sínum. Magnús, býr með foreldrum sínum. Ingveld ur, gift Guðjóni H. Wíum, í Hjarðarholti, og Sveinn í föð- urgarði. Allt - er þetta ágætis- fólk og er frá þeim komið margt mannvænlegra barna, svo að afkomendur þeirra Sigríðar og Einars munu nú alls vera milli 35 og 40. Einar var snauður að fé, er hann byrjaði búskap, og hefir oft verið þröngt í búi hjá þeim hjónum, einkum meðan ómegð- in var sem mest. En þau hafa samt alla tíð komizt af hjálp- arlaust, enda verið atorkusöm með afbrigðum. Hafa þau hjón in lagt mikið að sér við að koma börnunum upp, unnið nótt með degi og aldrei fallið verk úr hendi. Eins og við er að búast, hafa þau lengstum orðið að neita sér um flest gæði þessa heims, en þegar börnin voru öll komin upp og starfi þeirra að mestu lokið, — fóru þau fyrst að njóta ávaxt- anna af erfiði sínu. Og er ekki að efa að börn þeirra munu sjá svo um, að líf þeirra verði bjart og heiðríkt til leiðarenda. Þau hjón eru í miklum met- um í sveit sinni og eiga fjölda vina út um allar jarðir, sem ef laust munu senda þeim hug- heilar hamingju- og árnaðar- óskir í tilefni þessa merkilega dags í lífi þeirra. Vínur. * \ „Fjallfoss“ fer á hádegi á morgun (fimtudag) til Isafjarðar, Siglufjarðar og Akureyr- ar. — Vörumóttaka í dag. iStúlkor óskast 5 S til strauninga, eldhússtarfa, • í buffet, að S S HÓTEL ISLAND ' S S Fyrirspurnum ekki svarað S \ í sima. S Msanðir vita, að ævilöng gæfa fylgir hringunum frá SIGUKÞÓB Tólg og mör ) hefir ekki verið jafn ódýr og nú, síðan snemma á Mör kostar nú kr. 4,00 kg. Tólg „ „ 4,80 „ s Allt annað feitmeti hefir á sarna tíma stórhækkað $ S árinu 1940. s s s s Saroband ísl. samvinnafélaga, sáml 1©8®.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.