Alþýðublaðið - 16.06.1943, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 16.06.1943, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLAÐIÐ Miðvikudagur 16. júní 1943» - 17 Bonesteel kvaddi liðsfor^ ingja sína og kunningja í gær Fjðlmennf boð fi miistöð ameriska raaða krof)sifiis FJÖLDI HERFORINGJA úr liði bandamanna hér, er- lendra sendi'herra, íslenzkra embættismanna, stjórn- málamanna, fjármálamanna, verkalýðsleiðtoga og blaðamanna var í boði Bonesteels hershöfðingja í miðstöð ameríkska rauða krossins hér síðdegis í gær, þar sem hers- höfðinginn kvaddi liðsforingja sína og aðra vini; en hann er nú, sem kunnugt er, að fara héðan. Charles H. Bonesteel Bonesteel hershöfðingi hefir nýlokið hálfs mánaðar eftirlits- og kveðjuferð um herstöðvar víðs vegar á landinu. Hafa hon- um verið haldin fjöldamörg kveðjusamsæti, meðal annars af ríkisstjórninni í alþingishúsinu. 17. júní mótið: Hjög fiðlbreytt ípróttakeppii á jpróttavellinum á morsnn. Björn Þórðarson forsætisráðherra tal~ ar af svölum alþingishússins. ARMANN, K. R. og í. R. sjá um hátíðahöld íþróttamanna á morgun eins og í fyrra, og verður hátíðin mjög fjölbreytt og skemmti- leg sem vænta mátti. Hátíðin hefst með lúðra- blæstri á Austurvelli kl. 2. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur þar í hálftíma eð aþar til kl. 2,30 en þá flytur foráætisráðherra, Björn Þórðarson, ræðu af svöl- um Alþingishússins. Að henni lokinni, eða um kl. 2.45, ganga íþróttamenn bæjarins fylktu ■ liði sfuður á íþróttavöll með Lúðrasveit Reykjavíkur í fylkingarbrjósti. Við kirkju- garðinn verður staðnæmzt skamma stund, meðan forseti í. S. í., Benedikt G. Waage, leggur sveig á leiði Jóns Sig- urðssonar. Síðan verður haldið áfram suður á völl .en kl. 3 set- ur forseti í. S. í. mótið með stuttri ræðu. Því næst hefjast íþróttasýn- ingar. Tveir fimleikaflokkar munu sýna listir sínar. Fyrst kemur fram flobkur frá K. R. undir stjórn Jens Magnússonar, en því næst flokkur frá Ár- manni undir stjórn Jóns Þor- steinssonar. Má þarna búast við skemmtilegum sýningum, því flokkarnir hafa æft vél undir þessar sýningar. Þá hefst keppnin í frjálsum íþróttum. Koma þar fram sjö íþróttafélög: Ármann, í. R., K. R., fimleikafélög Hafnar- fjarðar Umf. Vaka, Knatt- spyrnufélagið Hörður frá ísa- firði og Knattspyrnufélag Vest- mannaeyja. Þátttakendur eru alls 45, auk 12 stúlkna úr K. R., Ármanni og í. R. Þátttaka í hinum ýmsu grein- um íþróttanna er sem hér segir: í 100 m hlaupi eru 18 kepp- endur. Meðal þeirra eru allir úrslitamennirnir úr E.O.P.-mót- inu, þeir Finnbjörn, Oliver, Brynjólfur og Sverrir en auk þeirra margir nýir menn, sum- ir mjög efnilegir. Vafalaust verður skemmtileg keppni milli þeirra Olivers og Finnbjörns. ,í 800 m. hlaupi eru 9 kepp- endur. þar á meðal íslands- meistararinn Sigurgeir Axels- son úr Ármanni. Skæðustu keppinautar hans munu verða félagar hans Hörður Hafliða- son og Eggert Magnússon og Brynjólfur Ingólfsson úr K. R. Þarna er meðal þátttakenda maður, se mhér er ókunnur. en vert er að veita athygli. Það er Þórður Þorgilsson úr Umf. Vöku. í langstökki eru 12 þátttakend ur. Fremsta þeirra má telja Oliver Stein og Sverri Emils. son, en Skúli Guðmundssoon, sem verið hefir í stúdentsprófi að undanförnu, keppir einnig og verður þeim eflaust skeinu- hættur. 500 m. hlaupi eru aðeins 5 keppendur. Þetta er mjög óviss grein, en líklegt að bardaginn standi milli ÍR-inganna Sigur- gísla Sigurðssonar og Jóhann- esar Jónssonar og Vigfúsar Ól- afssonar úr Vestmannaeyjum. í hástökki eru 8 keppendur. Má búast við skemmtilegu ein- vígí í þessari grein milli þeirra Olivers og Skúla, en Sigurður Norðdahl úr Ármanni og Ing- ólfur Steinsson úr Í.K eru þarna einnig meðal þáttakenda. í kringlukasti eru 8 - kepp- endur. Þarna eigast aðallega við Gunnar Huseby úr KR — meistarinn — og Ólafur Guð- mundsson úr ÍR — methafinn. — Meðal þátttakenda þarna er Erlingur Guðmundsson úr Knattspyrnufélaginu Herði á ísafirði. Verður gaman að sjá hvað^hann getur. í kúluvarpi eru aðeins 4 keppendur, sem er allt of lít- ið. Huseby sigrar þarna auð- veldlega. Erlingur reynir þar einnig. í 1000 m. boðhlaupi eru 7 sveitir á skrá, þrjár frá KR og Ármanni og ein frá ÍR. Þetta er óviss grein, en líklega stendur keppnin milli Ármanns og KR. 1 80 m. hlaupi keppa 12 stúlkur, 4 frá hverju félaganna ( KR, Ármanni og ÍR. Stúlkurn- ar úr KR og Ármanni eru gamlir kunningjar frá E. Ó. P. mótinu, en Í.R.-stúlkurnar hafa ekki komið fram fyrr og verður gaman að sjá til þeirra. Stúlk- urnar keppa einnig í 5x80 m. boðhlaupi. Verður gaman að sjá stúlkurnar spretta úr spori. Loks keppa nokkrar stúlkur í kassaboðhlaupi, sér og öðr- Fxh. á 7. sííSu. í samkvæminu í gær gekk hinn hávaxni, silfurhærði hers- höfðingi milli gesta sinna, þakk- aði Islendingum góða samvinnu við herinn, minntist vel unninna starfa við liðsforingja sína eða minntist skemmtilegra atvika við ýmsa kunningja sína. Á síðasta fundinum með her- foringjaráði sínu fyrir nokkru þakkaði Bonesteel þá hollustu og starfsemi, sem allir meðlimir hers hans hafa sýnt þann 21 mánuð, sem hann heíir verið við stjórn hér á landi. „Þrátt fyrir erfiðleika og þrautir, sem við hefir verið að etja,“ sagði Bonesteel, „sem Marshall hers- höfðingi kallaði eitt erfiðasta starf ameríkska hersins. hafa allir meðlimir íslands-hersins staðið sig hið bezta í hvívetna. Þrátt fyrir óhagstæð veður- skilyrði og miklar kröfur til tíma og þolgæði ameríksku her- sveitanna á íslandi, hafa þær byggt upp öfluga bækistöð,“ hélt Bonesteel hershöfðingi á- fram. „Tuttugu og fjórar stund- ir á sólarhring, sjö daga vikunn- ar hafa ameríksku hersveitirn- ar á íslandi unnið eftir einkunn- arorðum sínum: „Ávallt við- búinn.“ Kveðja mín til þeirra er þessi: Þið hafið lokið starfi ykkar hingað til. Vel gert.“ Bonesteel hershöfðingi fer innan skamms af landi burt og tekur þá við nýju starfi, en ekki hefir verið skýrt frá, hvert það er. Hann hefir verið 39 af 58 árum ævi sihnar í hernum og verið í þjónustu hans í Frakk- landi, í fyrra stríðinu, á Hawaii- eyjum og Filippseyjum. Faðir hans og afi voru báðir herfor- ingjar. útskrifaðir frá West Point herskólanum; sjálfur lauk Bonesteel þar námi 1908 og son- ur hans útskrifaðist fyrir nokkr- um árum. Er hann nú í hernum í Norður-Afríku. Bonesteel hershöfðingi hefir unnið sér vinsemd og virðingu allra, sem hafa kynnst honum síðan hann kom hingað fyrir tæpum tveimur árum. Gullbringu- og Kjósarsýsla höfðu áður lagt fram andvirði eins herbergis í Nýja Stúdenta- garðinum. Á nýafstöðnum sýslu- fundum hefir verið samþykkt að hvor sýsla fyrir sig eignist sitt herbergi og verður herbergi Gull- bringusýslu nefnt „Gullbringur" en herbergi Kjósarsýslu ,,Esja.“ Knattspyrnan: iknrejrringarnir konn í gœrkveldi. KNATTSPYRNUMENN- IRNIR frá Akureyri komu hingað til bæjarins í gærkveldi og keppa þeir fyrsta leik sinn í kvöld við Fram. Dómari verður Guðmundur Sigurðsson og vara- dómari Jóhannes Bergsteinsson. Kl. 7,15 í kvöld verður keppt í 3. flokks mótinu og keppa þá Valur og Fram. Dómari verður Þorlákur Þórðarson. Hver hreppti bílinn ? DREGIÐ var í happdrætt- inu um bíl frjálslynda safnaðarins hjá lögmanni kl. 11 í gærkveldi og kom upp númerið 18111. Ekki var kunnugt í gær- kveldi. hver það númer ætti Fjdlbreytt kvöldvaka Biaðanannafélagsins BLAÐAMANNA-KVÖLD- VAKAN í útvarpinu í fyrrakvöld þótti að ýmsu leyti nýstárleg. Hún gekk mjög fljótt og rösklega, engar þagnir eðó hlé komu fyrir í þessari fjöl- þættu dagskrá, og má það telj- ast sjaldgæft í útvarpi okkar. Tólf blaðamenn komu þarna fram og skemmtu. Vafalaust má þakka góðum undirbúningi það, hve dagskrá in gekk greiðlega. Hver þátt- takenda fékk í hendur fjölritað heildarhandrit, þar sem allt tal- að orð var skráð. Jón Þórarinsson, fréttamaður útvarpsins, var þulur. Kvöldvakan hófst á því, að Ragnar Jóhannesson flutti „Minni prentlistarinnar“, kvæði eftir Þorstein heitinn Gíslason. skáld og ritstjóra. Síðan söng Þorsteinn H. Hannesson sama kvæði undir lagi, sem Jón Þór- arinsson hefir samið. Þess skal getið, að söngvarinn, Þorsteinn Hannesson, hefir líka verið blaðamaður, á Siglufirði fyrir nokkrum árum. Skúli Skúlason, formaður Blaðamannafélags ís- lands, flutti ávarp. Hannes á Horninu flutti þátt um daginn og veginn. Jón Helgason sagði stuttan ferðasöguþátt: „Hvíta- Frh. á 7. síðu. Sex málverbasýa- iogar í haust og vetur. Um starfsemina í Sýninga- skálanum. Q EX MÁLVERKASÝNING- k_t AR verða í sýningarskálan- um næsta vetur, og standa ein- stakir málarar fyrir þeim ölliun. Hefjast þær ekki fyrr en í september, þar eð málarar vilja ekki halda sýningar yfir sum- artímann. Þegar ekki eru sýn- ingar í skálanum, verður hann notaður til skemmtana og alls konar fundarhalda. Hefir Skemmtifélag Góðtemplara sem kunnugt er leigt skálann til þess að halda þar skemmtanir. Skemmtifélagið og stjórn fé- lags myndlistarmanna boðuðu blaðamenn á sinn fund í gær og skýrðu þeim frá rekstri skálans og gerðu jafnframt grein fyrir afstöðu sinni til þeirrar gagn- rýni, sem skemmtistarfsemin í skálanum hefir mætt. Jón Þor- leifsson listmálari - sagði m. a.: „Byggingin hefir orðið dýr, sem vonlegt var, eins og allt er nú, og farið fram úr áætlunarverði. Við vissum fyrirfram, að ekki var hægt að standa straum af' húsinu eingöngu með sýning- um, enda ekki not fyrir húsið* allt árið til slíkra hluta. Það gengi líka glæpi næst að láta skálann standa ónotaðan einn einasta dag, þar sem jafn mik-/ il vöntun er á samkomuhúsi eins og nú er. Við höfum alltaf ætlað okkur að lána húsið, þeg- ar við þyrftum ekki að nota það. Eftir nána yfirvegun á- kváðum við að gera samning við S.G.T., Skemmtifélag góð- templara, um sameiginlegan rekstur skálans. Þeir höfðu góða reynslu fyrir skemmti- starfsemi, og við treystum þeim vel til að sjá um góða reglu á samkomum og góða um gengni um húsið. . . Við höfum alltaf ætlað okkur að sjá um, að Alþingi yrði ekki fyrir truflunum af okkur. Þessvegna völdum við það efni til innan- hússklæðningar, sem útilokar, að hljóðfærasláttur heyrist út úr því, þegar það er lokað.“ Svaraði Jón frekar ýmsum ásökunum, sem stjórnendur ^rh. á 7 *iðu. Samkomnlag milli verðlagsstjóra og kjóEaverkstæðanna. Talið er að þau muoi vera \ þann veginn að opna aftur. .. ♦ . t, SAUMAVERKSTÆÐIN, sem mynduðu félag með sér af tilefni hinna nýju verðlagsákvæða viðskiptaráðs fyrir tæpum mánuði — og lokuðu í mótmælaskyni, eru nú í þann veginn að opna aftur. Eins og kunnugt er, kærði verðlagsstjóri saumaverkstæða- eigendurna fyrir að neita að selja birgðir og taldi það brot á lögunum um verðlagsákvæði. Sakadómari tók mál þeirra fyr- ir, og er því ekki lokið enn. í auglýsingunni um sauma- laun kjólaverkstæðanna var gért ráð fyrir því, að 1. flokks saumastofur gætu samkvæmt sérstakri umsókn fengið vinnu sína metna sérstaklega, ef viss- um skilyrðum væri fullnægt, en engin saumastofa sótti um það, heldur lokuðu margar þeirra, svo sem kunnugt er. Nú nýlega hafa þó þær saumastofur, sem lokuðu, sent umsókn til verðlagsstjóra um mat á vinnu sinni og veitt hon- um þær upplýsingar, sem hann hafði beðið um. Verðlagsstjóri samdi þá reglur um það, hvern- ig þær skyldu haga verðlagn- ingu sinni. Telja má því víst, að kjóla- saumastofurnar opni nú aftur, og er deila þessi þar með úr sögunni að öðru leyti en því, að sakadómari á eftir að kveða upp dóm sinn um það, hvort þáð hafi verið löglegt að neita að selja birgðir.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.