Alþýðublaðið - 16.06.1943, Blaðsíða 7
r
Miðvikudagúr 16. júní 1943.
ALÞYÐUBLAÐIÐ
i
Bærinn í dagj
Næturlæknir er í Læknavarð-
stofunni í Austurbæjarskólanum,
sími 5030.
Næturvörður er í Ingólfs-Apó-
teki, sími 1330.
ÚTVARPIÐ:
12.10 Hádegisútvarp.
15.30 Miðdegisútvarp.
19.25 Lúðrasveit Vestmannaeyja
leikur.
20.00 Fréttir.
20.30 Sænskt kvöld: a) Érindi
(Ásgeir Ásgeirsson alþingis-
maður). b) Útvarpshljóm-
sveitin leikur sænsk lög. b)
Upplestur: Sænsk ljóð þýdd
(Lárus Pálsson leikari). d)
Sænsk tónlíst (af plötum).
21.50 Fréttir.
Dagskrárlok.
Úrval,
3. hefti 2. árgangs er nýkomið
út. Flytur (það m. a. þetat efni:
Leynileg sendiför til Norður-Af-
ríku, Bíll framtíðarinnar, Endalok
„Arnarins," Laxagöngur og ljósa-
dýrð, Fyrsta barnið, Hversu glögg
er tónvísi þín? eftir Hallgrím
Helgason, Leiðin til varanlegs
friðar, Prófsteinn á þróunina, Einn
dagur í aðalbækistöð Hitlers, —
Töfrasprotinn, Hvers vegna gefast
Rússar aldrei upp? Saga um
storm o. m. fl. Úrval er mjög
læsilegt að vanda og efni þess
prýðilega valið.
Trúlofun.
iSíðastliðinn laugardag opin-
beruðu trúlofun sína ungfrú Elsa
Guðlaugsdóttir og Birgir Helga-
son bílstjóri.
Trúlofun.
Nýlega hafa opinberað trúlofun
sína ungfrú AðalheiðUr Sigur-
jónsdóttir frá Vestmannaeyjum,
og Anton Jónsson frá Reykjavík.
Dánarfregn.
Gísli Magnússon ullarmatsmað-
ur andaðist á 2. í hvítasunnu að
heimili sínu í Garðarsstræti 21.
Hann var einn af stofnendum
Dagsbrúnar.
n Vélsmiður J
* s
$ eða mótorvélamaður óskast)
^ til að vinna á verkstæði. ^
^ Vélaverkstæði ^
\ Sigurðar Sveinbjörnssonar, s
^ Skúlatún 6. ^
S Sími 5753. $
S S
< V
Félagslíf —
1 tilefni af skrúðgöngu í-
þróttamanna 17. júní n. k. er
gönguæfing hjá öllum flokkum
félagsins kl. 9 í kvöld. Mætið
hjá íþróttahúsinu kl. 8,45.
Stjórnin.
1 tilefni af hópsýningunni
þann 14. þ. m. gangast 1. og 2.
fl. kvenna og 1. og 2. fl. karla
A og B fyrir sameiginlegu
skemmtikvöldi í Oddfellowhús-
inu (uppi) í kvöld kl. 10. Farið
verður beint úr gönguæfingc
unni. Mætið öll!
Flokksstjórarnir.
Kapprelðar Fáks
fépii fram i fyrralag
Margt ágæfra gasðiaga keppta
APPREIÐAR Hestamanna-
félagsins Fákur fóru fram
á annan í hvítasunnu. Tóku
mjög margir vænir gæðingar
þátt í kappreiðunum. ITelztu
úrslit urðu þau, að ,,Hörður“,
frá Melum á Kjalarnesi vann
350 metra stökkið á 26,3 sek.
í 300 m. stökki vann „Víking
ur“ úr Hafnarfirði á 23.5 sek.
Skeið, 250 metraj vann ,,Rauða
ver“ frá Varmadal á 24.7 sek.
Heildarúrslit urðu þessi:
1. flokkur (skeiðhestar):
1. Randver (eign Jóns Jóns-
sonar, Varmadal).
2. Þokki (eign Friðriks Hann-
essonar, Vífilsstöðum).
3. Kópur (eign Árelíusár Á-
mundasonar, Rvík.).
Sex hestar kepptu í þessum
flokki.
2. flokkur (stökkhestar,
300 m.).
1. Gráskjóni (eign Gunnars
Rokstad, Reykjavík).
2. Skjóni (eign Haralds' Stef-
ánssonar, Dalsmynni).
3. Elding (eign Jóns Magnús-
sonar, Háfnarfirði).
3. flokkur (stökkhestar, 300
m.).
1. Víkingur (Björns Bjarnason-
ar, Hafnarfirði).
2. Frosti (Karls Þorsteinsson-
ar, Reykjavík).
3. Sleipnir (Jóhönnu Jónsdótt-
ur* Blöndal, Reykjavík).
4. flokkur (stökkhestar, 3^0
m.).
1. Stígandi (Ölafs Þórarinsson
ar, Borgarnesi).
2. Hörður (Finnb. Einarssonar,
Melum á Kjalarnesi).
3. Háleggur (Libu Einarsdótt-
ur, frá Miðdal.).
Að flokkahlaupinu loknu
hófust úrslitahlaup, og fóru
þau þannig:
Á skeiði sigraði Randver, —
eins og að ofan getur. Næstur
Kópur og þriðji Þokki.
1 300 metra stökki sigraði
Víkingur (23,5 sekí), annar
varð Gráskjóni (23,5 sek.) og
þriðji Skjóní (23,8 sek.).
í 350 m. stökki vann Hörður
(26,3 sek.), annar varð Stígandi
(26,6 sek.) og þriðji Kolbakur
Jóhanns Guðmundssonar, Rvík
(26,9 sek.).
Veðbankinn starfaði af miklu
fjöri' og var óspart veðjað, og
hagnaðist Fákur vel á starfí
bankans til ágóða fyrir starf-
semi sína.
Ipréttakeppnin á morgun
Frh. af .2 .síðu.
um til skemmtunar. Aðgangur
að íþróttunum verður ókeypis
fyrir alla, en merki verða seld
á götunum allan daginn til
^ styrktar íþróttastarfseminni.
Um kvöldið verða svo
dansskemmtanir á Borginni í
Oddfellow og komast þar eflaust
færri inn en vilja, eða sú varð
reyndin í fyrra.
Eldri kvenmann
vantar ok'kur til flösku-
þvotta.
Chemia h f. Sími 1977.
ijföádrieg fimleika-
symng Araianns.
ÓPSÝNING ÁRMANNS
fór fram í fyrradag. 38
stúlkur og 36 piltar sýndu list-
ir sýnar og gerðu áhorfendur
góðán róm að. Veður var ekki
sem verst, en þó nokkuð hvass
og kaldur. Áhorfendur voru
margir, líklega um 1500—2000.
Lúðrasveitin Svanur lék á
Arnarhóli frá kl. 5, en kl. 5,30
var lagt af stað suður á völl
með lúðrasveitina í broddi
fylkíngar.
Stúlkurnar komu fram á
undan. Sýndu þær fyrst stað-
æfingar, sem tókust vel, en síð-
an léku þær listir sínar á hárri
slá. Margt tókst þar vel, en
sumt miður, og mun vindur-
inn og kuldinn hafa átt nokk-
urn þátt í því. Stúlkurnar
sýndu í liðlega 20 mínútur.
Þá komu piltarnir fram. —
Þeir sýndu fyrst staðæfingar,
síðan stökk á áhöldum og
dýnu. Það var eins og hjá
kvenfólkinu, að staðæfingarnar
tókust yfirleitt vel, en stökkin
miður. Stökk yfir hesta og
kistu mistókust nokkuð oft og
hið sama var að segja um
stökk á dýnu. Og áberandi var
hve 1. flokks mönnunum mis-
tókst, ér þeir komu niður úr
stökkum yfir hesta og þegar
þeir luku dýnustökkunum.
Yfirleitt skorti nokkuð á ör-
yggið hjá • piltunum. En vafa-
laust átti kuldinn og vindurinn
talsverðan þátt í þessu. Piltarn
ir sýndu í liðlega 30 mín.
Um sýningarnar í heild er
það að segja, að áhorfendum
féllu þær vel í geð og létu þeir
ánægju sína óspart í ljós, en ég
verð’að segja það, að ég hefi
oft séð Ármenninga betri en í
fyrradag.
S. Ó.
Kvöldvaka blaðamanna
I fyrradag.
Frh. a.f 2. síðu.
sunnustríðið í Álandshafi“. Sig-
urður Guðmundsson flutti er-
indi: „Hvers virði eru blöðin í
þjóðfélaginu?“ Jón H. Guð-
mundsson las smásögu eftir sig:
„Daginn eftir.“ Árni Jónsson
frá Múla söng einsöng, tvö lög.
Axel Thorsteinsson sagði end-
urminningar úr blaðamennsku
sinni síðustu tuttugu árin, en
20 ár eru nú síðan Axel kom
hingað heim, eftir að hafa
stundað blaðamennsku erlendis
um skeið, m. a. verið stríðs-
fréttaritari. Karl ísfeld flutti
kvæði eftir sig. .,Skipafréttir“.
Loks sagði Bjarni Guðmundsson
frá daglegu lífi blaðamanna og
voru ofnar inn í hljómplötur
með ýmsum hljóðum og hljóm-
um úr lífi blaðamanna, prent-
ara og blaðsöludrengja.
Blaðamennirnir hafa ákveð-
ið, að þóknun sú, er útvarpið
greiðir þeim fyrir kvöldvöku
þessa, senni til Móðurmálssjóðs
Björns Jónssonar, en Blaða-
mannafélagið varðveitir þann
sjóð.
Faðir minn,
GISLI MAGNUSSON
ullarmatsmaður, andaðist að heimili sínu, Garðastræti 21,
14. þ. m.
Fyrir hönd mína og annarra vandamanna.
Anna Gísladóttir.
Systir mín elskuleg,
MARÍA EINARSDÓTTIR,
andaðist í gær. j)
Steindór Einarsson.
Hafnarfjörður:
Hvennadeild Slysavarnaféligs fslaids
Hafnarfirði
efnir til 2 daga skemmtiferðar til Hjörleifshöfða og
Víkur fimmtudaginn 17. júní (á morgun.)
Áskriftarlisti liggur frammi í Verzlun Vald. Long.
STJÓRNIN.
StnngusfeóHur.
Heiidsölubirgðir fyrirliggjandi.
S. írnason & Go.
Langaveg 29.
s
$
I
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
s
>
s
s
s
s
Rejrkjavík - Stokkseyrl.
Okkar vinsælu kvöldferðir til Stokkseyrar eru
byrjaðar. L Ijavik klukkan* 7 siðdegis.
Einnig aukaferð laugard. og sunnudaga kl. 2 e.h.
Sími á sérleyfisstöðinni er 1595.
Farmiðar verða að kaupast með minnst eins tima
fyrirvara.
Bifreiðastöð Steindórs.
Sýningashðlinn.
Frh. af 2. síðu.
hússins hafa orðið fyrir og
neitaði að lokum harðlega
þeim aðdróttunum, að fjár-
aflamenn ættu húsið í raun og
veru, en sýningin hafi verið
höfð að yfirvarpi.
Skálinn kostaði alls uppkom
inn 205 000 kr. og hefir fé til
hans helzt aflast sem hér seg-
ir: Sérskuldabréfalán 60,000,
víxlar 65,000, sýningin 40,000,
happdrætti 25,000 og ágóði af
rekstri skálans 18,000.
Jónas Lárusson veitinga-
maður hefir tekið að sér veit-
ingarnar allar, lagt til borð og
stóla, og allt, sem þar að lýtur.
Hefir hann og skreytt lóðina
framan við skálann. Freymóð-
ur Jóhannesson málari hefir
gert teikningar að öllu innbúi
skálans.
SÝNINGAR.
Þær málverkasýningar, sem
þegar hefir verið ákveðið að
halda næsta haust og vetur,
eru þessar:
1. Þorvaldur Skúlason ásamt
- Gunnlaugi Scheving, 1. sept.
2. Gunnlaugur Blöndal, 15.
sept.
3. Freymóður Jóhannesson, 25.
sept.
4. Jón Engilberts/l. nóv.
5. Finnur Jónsson, 15. nóv.
6. Guðmundur Einarsson og
Jón Þorleifsson, sennil. í
febr,—marz næsta ár.
Aiglýsiogar,
sem birtast eiga í
Alþýðublaðinu,
verða að vera
komnar til Auglýs-
ingaskrifstofunnarí
Alþýðuhúsinu,
(gengið inn frá
Hverfisgötu)
fjfrir kl. 7 að kvölðl.
Simi 4906.