Alþýðublaðið - 29.06.1943, Page 4

Alþýðublaðið - 29.06.1943, Page 4
ALÞYÐUBLAÐIÐ Þriðjudagur 29. júní 1943. fU|)íj$ni>laðið Útffeiandl: AlþýBuflokknriim, Bitatjórl: Stefán Pétnrssoau Rltatjóm og afgreiBsla 1 Al- þýBuhúsinu við Hverfisgötu. Símar ritstjórnar: 4901 og 4MS. Slmar afgreiBslu: 4900 og 4*0*. Verð 1 lausaaölu 40 aura. AlþýBuprentsmiBjan h.f. Sér atvinnnmálaráð- herrasn sig nni hönd? Þ AÐ gerræSi Vilhjálms Þór, atvinnumálaráðherra, að fyrirskipa síldarverksmiðjum ríkisins að greiða bræðslusíld- ina í sumar lægra verði en í fyrrasumar og jafnframt lægra verði en einkaverksmiðjurnar, þvert ofan í tillögur meirihluta síldarverksmið j ust j órnarinnar, hefir fengið formælendur fáa. Enginn hefir treyst sér til þess að gera svo mikið sem tilraun til að afsaka slíka fyrirskipun atvinnumálaráðherrans. En harðorð mótmæli hafa borizt hvaðanæva af landinu bæði frá samtökum sjómanna og útgerð- armanna og nú síðast frá alls- herjarsamtökum verkalýðsins í landinu, Alþýðusambandinu. * Það var strax augljóst, að með ákvörðun atvinnumálaráð herrans var ekki aðeins verið að gera tilraun til þess, að þrýsta niður verði bræðslusíld arinnar á kostnað sjómanna og útgerðarmanna, enda þótt allur útgerðarkostnaður sé nú miklu meiri en í fyrrasumar og bræðslusíldarverðiðH þeghr af þeirri ástæðu sízt mætti lækka. Það var líka augljóst, að með ákvörðun hans var síldarverk- smiðjum ríkisins beinlínis stofn að í hættu þar eð að því var stefnt að gera þær ósamkeppn isfærar við einkaverksmiðjurn ar með því að fyrirskipa þeim að greiða lægra verð fyrir brœðslusíldina, og mun slík vit finúng vera algert einsdæmi síðan ríkið fór að reka síldar- verksmiðjur. * Það er nú líka komið á dag- inn síðan, að fá skip munu kæra sig um að selja síldarverksmiðj um ríkisins bræðslusíld fyrir lægra verð, en einkaverksmiðj unum, enda hafa sjómannafé- lögin beinlínis skorað á meðlimi sína, að ráða sig ekki á skip til síldveiða í sumar, nema þeim sé með samningi tryggt 18 kr. verð fyrir málið. Síðastliðinn laugardag var sá frestur út runn inn, sem stjórn ríkisverksmiðj anna veitti útgerðarmönnum til að senda 'henni umsóknir um viðskipti víð verksmiðjurnar í sumar. Og hvað kemur í ljós? Aðeins lítill hluti þeirra skipa, sem við var ibúizt, vilja selja ríkisverksmiðjunum bræðslusíld fyrir það verð, sem Vilhjálmur Þór hefir ákveðið. Hinsvegar er fjöldi skipa sagð- ur hafa boðizt til að selja þeim bræðslusíld, ef verðið verði á- kveðið 18 krónur fyrir málið, eins og hjá einkaverksmiðjun- um. Kemur nú aftur til kasta at- vinnumálaráðherrans, að taka ákvörðun um það, hvað gera skuli. Skyldi maður ætla, að bær undirtektir, sem gerræði hans hefir fengið, ekki aðeins meðal sjómanna og útgerðar- manna, heldur og meðal allra, sem af réttsýni og viti vilja ráða fram úr þessu máli, ættu Frh. á 6. síðu. Gunnlaugur Kristmundsson: EinangrDn Selvtgsins. TIL forna var Selvogshrepp ur blómleg sveit, og lifðu menn þar bæði af fiskiveiðum og landbúnaði. Fiskiveiðarnar ‘hafa fallið þar niður og er þar ekki lengur til sjófær fleyta. IFÓlkið lifir þar eingöngu af landbúnaði, mest af sauðfjár- rækt. Nú þrengir að bændum í iSelvogi, af tveim ástæðum: iSauðfjárveikisjúkdómar (mæði veiki) vofa yfir sauðfé bænd- anna og drepur það — en sand fokið herjar á landið og leggur það í auðn. Bændur í Selvogi eiga ekki hægt með að breyta búskapar- háttum t. d. með því að auka ræktun og framleiða mjólk og jarðepli o. s. frv. vegna þess að þeir eri^ innilokaðir sökum sam- gönguloysis. Flutningur verð- ur að vera á hestum — en ekk- ert land er til hesthaga. í Sel- vogi er til rekatimbur og fleira, sem þeir geta selt — en flutn- ingsörðugleikar eru þar svo miklir, að slík þekkjast ekki dæmi í nágrenni við Reykjavík og þó að víðar sé um landið leit að. Flutningar eru þar mjög erfiðir og afar dýrir . Nú á þessum tíma, þegar bíl fært er víða um fjöll og öræfi þessa lands, eru það undur mik il, að ekki sé hægt að fara með bíl í Selvog, án þess að eiga'"á hættu að eyðileggja hann. Það hafa margir bílar brotnað á þeirri leið. Má þó segja að það séu engar stórar ófærur á leið- inni úr Ölfusi í Selvog. Ekki þarf þar nema eina smá brú yfir ræsi — en hún hefir auð- vitað alldrei verið sett! Víða þarf þar að ryðja grjóti úr veg- inum og losna við klappahryggi svo að bílar taki ekki niðri á þeim, og svo auðvitað að bera ofan í, þar sem blautast er. Yf- irleitt er landið þurrt og jafnt þar sem vegurinn liggur og auð- gert að gera þar færan veg til bráðabirgða líkt og ólagðir bíl- vegir eru gerðir víða um land- ið yfir fjöll og heiðar. Sennilega veldur hér mestu framkvæmdaleysinu deytfð og áhugaleysi hlutaðeigandi aðila, sem um vegamál eiga að annast, á ég þar við hreppsvegi, sýslu- vegi og þjóðvegi. Vil ég því skora á þingmenn Árnessýslu, sem hafa látið búnaðarmál Sel- vogsmanna sér vera hugstæð, að beita sér fyrir að haíist verði handa og vegurinn bættur og gerður akfær í Selvog, svo að hreppsbúar þar geti breytt um búnaðarhætti, aukið ræktun og fækkað beitfénaði. Vegur ak- fær um Ölfus og Selvog er höf uð nauðsynjamál bænda í Sel- vogi, til þess að geta aukið rækt un, fjölgað kúm og framleitt jarðarávexti og komið þeim ó- skemmdum á sölustað, fyrir líkt flutningsgjald og annars staðar viðgengst, miðað við líka vegalengd sem flutt er, þarf bílveg. 2—3 duglegir Selvogur er góð sveit og merkileg byggð, sýnið bænd- um þar samúð og hjálpið þeim úr einangruninni, gerið þangað akfæran veg, léttið flutnings- örðugleika þeirra svo að þeir geti breytt búskaparháttum sín um, varist örtröð fénaðar og ágangi sandsins, og því að sveit in fari í auðn. Það er skaði og vansæmd, að einangra og inni- loka bændur í Selvogi. — Veg- urinn kemur seinna, en þá verð ur ef til vill byggðin eydd. Það má ekki draga það, að gera ak- færan veg í Selvog. , 26. júní 1943. Gunnl. Kristmundsson. Mótmaslin pp ger- ræöi atfinnnmála- ráðherra. TIL viðbótar við þau mót- mæli gegn lækkun bræðslusíldarverðsins, sem áð- ur hafa verið birt, hafa Alþýðu blaðinu borizt eftirfarandi mót- mæli: Frá Verkalýðsfélagi Akra- ness: „í tilefni af þeirri ákvörðun atvinnumálaráðuneytisins, að hafna tillögum meirihluta stjórnar síldarverksmiðja ríkis- ins um fast verð, 18 kr. fyrir mál af bræðslusíld, þá lýsir fundur í Verkalýðsfélagi Akra- ness, haldinn 21. júní 1943, því yfir, að hann mótmælir harð- lega þessari ákvörðun ríkis- stjórnarinnar af eftirgreindum ástæðum: í fyrsta lagi: Atvinnumála- ráðherra tekur ekki til greina tillögur meirihluta verksmiðju- stjórnar, þrátt fyrir að undan- gengin reynsla hafi sýnt, að verksmiðjustjórnin skilaði rekstri verksmiðjanna með fjárhagslega hagstæðum ár- angri ,svo að af þeirri ástæðu virðist ekki vera þörf að beita ráðherravaldi gegn tillögum hennar. í öðru lagi. Fundurinn lítur svo á, að í þessu efni staúdi ríkisstjórnin gegn hags- munum og atvinnuárangri sjó- mannastéttarinnar, á sama tíma, sem nokkrar afurðir ann- ara landsmanna eru verðbætt- ar úr ríkissjóði í fullt fram- leiðsluverð, meðal annars á kostnað sjómanna og verkalýðs við sjávarsíðuna, sem gjald- enda í ríkissjóð. Þar sem fund- urinn lítur svo á, að með þess- ari ákvörðun ríkisstjórnarinn- ar, sé eins og að framan grein- ir, beitt ríkisvaldinu gegn vissri stétt í þjóðfélaginu, og að slíkt sé ástæðulaust og ómögulegt að þola, þá samþykkir fundurinn að fela stjórn félagsins, í sam- ráði við stjórnir sjómanna og Kaldársel. Ef næg þátttaka fæst, er áformað að flokkur drengja dvelji í Kaldárseli fyrrihluta júlímánaðar. Mánarl rappl. veita Guðni Témasson ánstnrgotu 10 Mafnarfirði. Sími 9264 ©ag Jólnann Petersen, í verzl. Jóns Mathlesen sími 9102. Kaldæingar. lagtækir menn geta fengið framtíðaratvinnu. Meðmæli um fyrra starf nauðsynlegt. Tilboð sendist afgr. blaðsins fyrir miðvikudagskvöld n.k. merkt: lagtækur. V V s V s s V s V V vélamannadeilda, að gera ráð- stafanir til þess að sjómenn ráði sig ekki á skip til síldveiða er selja ætla ríkisverksmiðj- unum síld sína fyrr en tillaga meirihluta verksmiðjustjórnar hefir verið tekin til greina, eða að Alþýðusamband íslands f. h. sjómanna landsins, hefir sam- þykkt fast verð á bræðslusíld yfir komandi síldveiðitíma.“ Þá hefir stjórn Landssam- bands íslenzkra útvegsmanna samþykkt eftirfarandi mótmæli og áskorun til atvinnumála- ráðherrans: ,jStjórn Landssambands ísl. útvegsmanna leyfir sér hér með að átelja þá ákvörðun hæstv. atvinnumálaráðherra að ganga gegn tillögum meirihluta stjórn ar síldarverksmiðja ríkisins, að því er snertir verðlag á síld til bræðslu í sumar. Hingað til hefir sú venja jafnan ríkt, að atvinnumálaráð- herra hefur farið eftir tillögum síldarverksmiðjustj órnarinnar í þessu efni. Þá skal og á það bent, að öll dýrtíð hefur aukist og kaup- landverkamanna stórum hækk- að síðan í fyrra og er það í fyllsta máta óeðlilegt að ætlast til þess, að sjómenn og útgerð- armenn sætti sig við að þeirra. hlutur sé skertur á sama tíma. Viljum vér hérmeð skora á hæstv. ráðherra að breyta á- kvörðun sinni og fallast á til- lögur meirihluta stjórnar verk- smiðjanna og ákveða verðið samkvæmt þeim. Verði þetta ekki gert, er við- búið að mikil vandræði geti af hlotist, bæði fyrir verksmiðj- urnar og landið í heild.“ Þá hefir skipstjórafélag Norð' lendinga samþykkt eftirfarandi mótmasli: , , „Fundur í skipstjórafélagi Norðlendinga haldinn 27. júní 1943 mótmælir harðlega ákvörð un atvinnumálaráðherra um verðlag á síld í síldarverksmiðg um ríkisins á komandi sumri fundurinn krefst þess að farið verði að tillögum meirihluta stjórnar fyrnefndrar verk- smiðju í þessu efni“. ; JÍVCbð' //.x- EINHVER, sem kallar sig „ferðamann,“ skrifar langa grein um Þingvelli í síð- asta sunnudagsblað Vísis. Þar segir meðal margs annars: „Þingvellir eru heilagur staður í meðvitund hvers rétthugsandi íslendings. En þeir ættu einnig verðskuldaða heimsfrægð. Hérna, í blámanum frá Þingvallavatni og í geislum vorsólarinnar, sömdu og settu bændur íslands stiórn- skipun og lög þjóðveldisins, er geymzt hafa að mestu í Grágás. Þetta ,er hið merkasta þjóðfélags- og lagakerfi, sem til er frá fyrri tímum, svo aðeins Rómaréttur- , inn einn er sambærilegur við það. íslandi mun aldrei vegna vel, fyrr en hin forna stjórnarskipun þess og alþing er endurreist á þessum fornhelga stað.“ Minna mátti það ekki vera! Við eigum ekki aðeins að flytja alþingi frá Reykjavík til Þing- valla, heldur í viðbót að taka upp gömlu goðaskipunina! „Viltu ekki krækja þér í goð- orð, frændi?“ skrifaði Jón Sig- urðsson fyrir rúmum hundrað árum einum vini sínum og skólabróður, í tilefni af svip- uðum uppástungum, sem þá komu fram í sambandi við endurreisn alþingis og máske var hægt að skilja þá, en nú virðast hins vegar óneitanlega vera orðnar nokkuð gamaldags til þess að vera teknar alvar- lega. * Hermann Jónasson minnist í áframhaldi af greinaflokki sín- um í Tímanum fyrir helgina á samningaumleiíanirnar við kom múnista um myndun vinstri stjórnar. Hann segir: í „Sósíalistaflokkurinn hafði í tvennum þingkosningum og einatt síðan keppst við að lýsa yfir því, að hann væri ekki lengur bylt- ingaflokkur, heldur lýðræðissinn- aður umbótaflokkur. Kjósendur jafnaðarmanna og Framsóknar- manna yrðu að knýja þingmenn- ina til að vinna með Sósíalista- flokknum, hann væri reiðubúinn. Einn bezti ræðumaður sósíalista fór í langa fundaferð til að flytja þenna boðskap og færðu blöðin í frásögur, að á fundi á Húsavík hefði þessi sósíalisti talað þannig um væntanlegt samstarf vinstrl flokkanna, að einn aðalandstæð- ingur sósíalista á staðnum hefði þakkað ræðumanni og farizt orð á þá leið, að ef sósíalistar væru eins og þessi sósíalisti talaði, þá værs ekki nema gott að hugsa til sam- starfs við þá. \ Fjöldi af kjósendum Alþýðu- flokksins og eigi síður Framsókn- arflokksins álitu, að í þessum ræð- um sósíalista fælist ærleg meining, og þegar þeir litu til reynslunnar af Sjálfstæðisflokknum undanfariB starfstímabil, gerðu margir þeirra þær kröfur til samstarfsmanna sinna, að þeir reyndu þenna sam- starfsvilja sósíalista. Það var því sameiginlegt álit Framsóknar- flokksins, þegar Sósíalistaflokkur- inn óskaði eftir umræðum um þetta mál, að verða við þeirri ósk. .... En víst er það og augljóst; hverjum manni, er skilja vill staðreyndir, að jáðandi menú Sós- íalistaflokksins meintu ekkert með skrafinu um samstarf annað en nota það sem kosningaflesk. Það er ekki þýðingarlaust, að þetta er nú betur upplýst en nokkru sinni fyrr.“ 6 Maður skyldi að minnsta kosti ætla, að það þýddi lítið fyrir kommúnista að bjóða sig kjósendum sem forgöngumenn vinstri stjórnarmyndunar við næstu kosningar. Eiginkona útlagans heitir myndin, sem Nýja B: sýnir núna. Er það söguleg mynd eðlilegum litum með Gene Tie: ney og Randolph Scott í aðalhlu verkunum.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.