Alþýðublaðið - 09.07.1943, Side 7
Fösindsgi::- 9. iúlí 2943
AtÞVD.USJLAÐlÐ
|Bærinn í dagj
Næturlæknir: Læknavarðstofa
Eeykjavíkur, sími 5030.
Næturvörður er í Lyfjabúðinni
Iðunni. *
ÚTVARPIÐ:
12,10—13,00 Hádegisútvarp
15,30—16,00 Miðdegisútvarp.
19,25 Hljómplötur: Harmonikulög
20,00 Fréttir.
20,30 íþróttaþáttur Í.S.Í.
20,45 Strokkvartett útvarpsins:
Kaflar úr kvartett op. 77
nr. 1 í g-moll eftir Haydn.
21,00 ,,Úr handraðanum“ (Níels
Dungal prófessor).
21,20 Symfóníutónleikar (plötur)
Tónverk eftir Cesar Frank:
a) Symfónisk tilbrigði. b)
Symfónía nr. 2.
Happdrættið.
I dag er síðasti söludagur í 5.
flokki og allra síðustu forvöð að
kaupa miða og endurnýja. Á
morgun verða engir miðar af-
greiddir.
Pakkir.
Fyrir hönd bókasafns sjúklinga
á Vífilsstöðum færum við Glímu-
fél. Ármann beztu þakkir fyrir á-
góðann af skemmtun, sem þeir
færðu okkur að gjöf, að upphæð
kr. 2753,80. Einnig sömu þakkir
til húsráðenda Oddfellows, sem
lánuðu húsið endurgjaldslaust. —
Bókasafnsnefndin.
Nýlega
hafa þessi prestsembætti verið
veitt: Síra Eiríki Helgasyni veitt
Bjarnanesprestakall í Austur-
Skaftafellssýslu, cand. theol.
Gunnari Gíslasyni veitt Glaum-
bæjarprestakall í Skagafirði, sr.
Ingólfi Ástráðssyni veitt Staðar-
prestakall í Steingrímsfirði og síra
Þorgeiri Jónssyni veitt Hólma-
prestakall í Reyðarfirði.
Hjúskapur.
Nýlega voru gefin saman í
hjónaband af síra Friðrik Hall-
grímssyni ungfrú Helena G. Zoéga
og Ólafur Guttormsson stud .jur.,
Stýrimannastíg 3.
Níels Ðungal prófessor
er ekki aðalmaðurinn í hlutafé-
lagi því, sem ætlar að gefa út
heilsufræðibókina fyrir almenn-
ing, sem skýrt var frá hér í blað-
inu í gær. Hins vegar hefir hann
tekið að sér að sjá um útgáfuna.
Símanúmer Snorra Hallgrímsson-
ar læknis misprentaðist og í blað-
inu. Það er 5849.
Lúðrasveitin Svanur
leikur á Austurvelli í kvöld kl.
9. Stjórnandi: Árni Björnsson.
BÓH SUMABSlKSj
Meðal
MANM 00 DfEAl
Sex sögur eftir
STEINDÓR SIDURÐSSON
■
Síðasta sagan snertir
viðkvæmasta vandamál
okkar eftlr hernámið.
\ Mi| vantar íbðð i
^ nú þegar eða 1. september.S
Má vera fyrir utan bæinn.\
C s
3 Upplýsingar í síma 4900.^
S (
Barbaraí blússunni
Hún segir, að það sé eins gott
og dýrustu ballkjólar, en það
er hvít, bróderuð blússa og
sterkrósótt pils með breiðu
belti. Stúlkan heiiir Barbara
Britton.
Eldor á Skélavðrða-
E
LDUR kom upp í sölubúð
í kjallara á Skólavörðu-
stíg 17 seint í gærkveldi.
Slökkviliðið var kallað á vett-
vang og tókst því fljótlega að
slökkva eldinn. En skemmdir
urðu nokkrar í íbúðinni bæði
af eldi og vatni.
Álitið er, að kviknað hafi í út
frá rafmagnsofni.
Verðappbætnraar á
» *
a ÍL
Innanfélapsmót Ar-
maBQS fyrir drengi
fór fram i gærkveldi
INNANFÉLAGSMÓT ÁR-
MANNS fyrir drengi, 15—
19 ára, fór fram í gærkveldi og
var keppt í 80 m. hlaupi, þrí-
stökki og kúluvarpi.
Úrslit urðu þessi:
í hlaupinu varð Arnkell Guð-
mundsson fyrstur á 10,1 sek.
Annar Bragi Guðmundsson á
10,3 sek. Þriðji Ulrik Hansen
á 10,3 sek.
í þrístökki varð Ulrik Han-
sen efstur með 11,71 m. Annar
Magnús Þórarinsson með 11,60
m. Þriðji Halldór Sigurgeirsson
með 11,01 m.
í kúluvarpi varð Halldór Sig-
urgeirsson fyrstur með 11,13 m.
Annar Árni Kristjánsson með
10,65 m. Þriðji Einar Hjartar-
son með 9,85 m.
ðnnur lítgáfa:
Söpupættir landpóst
anoa ern komnir óí.
SÖGUÞÆTTIR LANDPÓST-
ANNA, önnur útgáfa er
J komin út. Eins og kunnugt er
| kom fyrri útgáfan út fyrir síð-
I ustu. jól og seldist hún upp á
skömmum tíma. Eftir að útgef-
endunum höfðu borizt margar
áskoranir um að gefa bókina út
í annarri útgáfu, réðust þeir í
það, og er hún nú komin út.
Frh: af 2. síðu.
bæta upp hvert kílógramm? Er
það ekki gert fyrir blessaða
neytendurna hans, svo að
„neytendastyrkurinn“ 'verði
þeim mun hærri?
Til þess að fá vitneskju um
þetta hringdi Alþýðublaðið inn
í mjólkurstöð og spurði hver
munur værj þar talinn á kg.
mjólkur og líter. Svarið var, að
100 kg. af mjólk samsvöruðu
96 lítrum. Hér kemur sem sé
eðlisþyngd mjólkurinnár til
greina. Með öðrum orðum, að
mjólkurbúin fá 35 krónur í
verðuppbætur fyrir hver 100
kg. af mjólk á meðan liið sama
magn, sem er 96 lítrar, lækkar
í verði til neytandans um kr.
33,60. Hér er ekki stór upphæð
á ferðinni á hver 100 kg., og
lætur ekki mikið yfir sér, en
safnast þegar saman kemur,
eins og rýrnunin.
^ Láta mun nærri að þetta
hvort tveggja, mismunurinn
milli kg. og líters og rýrnunin,
nemi um í0'/i-. Af 16 milljóna
kg. mjólkurmagni, sem ætla má
rnjólkurmagnið á þessu verð-
jöfnunarsvæði í ár, eru það 1,6
milljón kg. af mjólk, sem bætt
er upp að óþöríu og er það lið-
lega 560 þúsundir króna miðað
við~uppbót þá, sem búunum var
greidd fyrir maímánuð, eða
46,6 þúsund krónur hvern mán-
uð, sem uppbætur eru greidd-
ar.
Er þá ótalin upphæð sú, sem
reglugerðin hagræðir úr ríkis-
sjóðnum til uppbótar á smjör-
mjólkina, fái reglugerðin að
njóta sín, eítir að smjörið sjálft
hefir verið verðuppbætt í fullt
verð með annarri reglugerS. Er
þar að sjálfsögðu um enn
stærri upphæðir að ræða.
En það, sem einna mesta at-
hygli vekur í þessu sambandi,
svona eftir á a. m. k., eru fund-
arsamþykktirnar utan af landi
um að kalla styrkinn „neyt-
endastyrk“. Sér er það nú hver
neytendastyrkurinn. Hefði ekki
verið sæmra fyrir fundarmenn
að hinkra örlítið við og bíða
eftir reglugerð Vilhjálms Þórs
og athuga hverjir græða þar
mest, ef hægt er að nefna þess-
ar tilfærslur fjármunanna því
saklausa nafni.
Bóiíin um:
Dr.MyliogMr.Eyde
kemar á ísieszki.
I NNAN SKAMMS kemur á
bókamarkaðinn ný bók, sem
líklegt er að veki allmikla at
hygli. Það er skáldsaga Robert
Louis Stevenson, Dr. Jekyll og
mr. Hyde.
Kvikmynd eftir þessari sögu
hefir verið sýnd þrem sinnum
hér í bænum með fárra ára
millibili og vakið mikla eftir-
tekt og umtal. Efni bókarinnar
er mjög óvenjulegt og áhrifa-
mikið, eins og kvikmyndin gef-
ur glögga hugmynd um. Höf-
undurinn, R. L. Stevenson, er
víðkunnur brezkur skáldsagna-
höfundur, sem ritað hefir fjölda
bóka.
Jón Helgason blaðamaður
hefir þýtt bókina á íslenzku,
en Bókaútgáfa Guðjóns Ó. Guð-
jónssonar gefur hana út.
Hjúskapur.
Síðastl. laugardag voru gefin
saman í hjónaband af síra Friðrik
Hallgrímssyni ungfrú Kristín
Ágústsdóttir og Karl Gustav Gust-
avsson sjómaður, bæði til heimil-
is á Klapparstíg 13.
Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð og hluttekningu við
andlát og jarðarför mannsins míns
SIGURÐAR BJARNASONAR
Sigríður Sigurðardóttir.
Jarðarför dóttur minnar og systur okkar
KRISTÍNAR DAGBJARTAR SIGURÐARDÓTTUR
fer fram frá Lokastíg 11 laugardaginn 10. þ. m. kl. H f. h.
Halldóra Hjörleifsdóttir og systkini.
Innilega þakka ég öllum þeim mörgu, er sýndu mér og
fjölskyldu minni ógleymanlega samúð við fráfall og jarðar-
för systur minnar,
MARÍU EINARSDÓTTUR,
i.
Steindór Einarsson.
Sljfsavarnalélagið. Nýtt stéttarfélsg.
Frh af 2 síðu
orðið var við áhuga skipaeig-
enda fyrir þeim.“
— Hversu margar björgunar-
stöðvar hefir Slysavarnafélagið
nú?
„Þær eru 45 að tölu, en
margar eru svo smáar, að 35
ljóskastarar uppfylla alveg
þarfir Slysavarnafélagsins.“
— En væri Slysavarnafélagið
ekki albúið að útvega slíka
ljóskastara handa skipum?
„Jú, það tel ég alveg sjálf-
sagt, að við myndum veita alla
á aðstoð í því efni, sem í okkar
valdi stendur."
Heifflsœet Arne And-
erson I mílnhlsQpi.
|%/1T EÐAN augu íþróttamanna
mæna til Ameríku, þar
sem Gunder Hágg er að keppa
við beztu hlaupara Ameríku-
manna og búizt er við metum
og stórafrekum, berast óvænt
miklar fregnir heiman frá Sví-
þjóð. Þar geta fleiri hlaupið en
Hágg, því að Arne Anderson
hefir áett nýtt heimsmet í mílu-
hlaupi (1609 m.). Bætti hann
hið fyrra met Hággs um 2 heil-
ar sekúndur eða úr 4:04,6 í
4:02,6 mínútur. Annar í hlaup-
inu var Rune Gustavsson á
gamla mettímanum. Þetta mun
þó ekki hafa komið Hágg á ó-
vart, því að hann hafði lýst því
yfir vestra, að auk þessara
tveggja væru tveir hlaupagarp-
ár enn. sm gætu hreyft við
metinu hvenær sem er. Þeim,
sem kannast við Arne Ander-
son, eða „Arne med bröstet“,
eins og Svíar kalla hann stund-
um, kemur þetta ekki allsendis
á óvart, því að Arne hefir gert
„kraftaverk“ á hlaupabrautinni
áður.
Frh. af 2. síðu.
samningunum, að stúlkur, sem
hafa unnið að saumaskap í 2 ár
taki stykkjasaum, það er fái á-
kvæðisvinnu, en þá skulu þeim
þó tryggðar kr. 250,00 á mán-
uði. Hins vegar geta þær með
ákvæðisvinnunni fengið meira
en gert er ráð fyrir í mánaðar-
kaupinu, ef þær fara í ákvæðis-
vinnuna.
Það var mikil nauðsyn fyrir
stúlkur í þessum iðnaði að efna
til samtaka, því að þær hafa
aldrej haft nein samtök og kjör
þeirra hafa alla tíð verið mjög
slæm, sérstaklega þó hvað
námstímann snertir.
Silreiðar til sBIu.
Nýleg 5 manna bifreið,
keyrð 12000 mílur, og Ford,
4-manna, 1934, 5-manna,
1938, og 5-manna 1935.
Einnig fleiri tegundir.
Steján Jóhannsson.
Sími 2640.
Handknðttleihsmöí
fyrir stúlknr.
Frh. af 2. síðu.
á Akureyri og'vann „Ármann“
þá. Nú er talið ómögulegt að
spá neinu um úrslitin.
Meðan gestirriir utan af landi
dvelja hér, verða flokkar
,,Þórs“ og íþróttaráðs Vest-
fjarða gestir „Ármenninga“.
Glímufélagið „Ármann“ sér
um mótið.
Kvenvesti
(prjónasilki)
fyrirliggjandi í
mörgum litum.
i j.ys'iCHiLra
nnþi.-n
„Rifsnes
44
Tökum á móti flutningi til
Reyðarfjarðar og Eskifjarðar
fram til hádegis í dag, eftir
því sem rúm leyfir.
Vegna innanhússbreytinga í
Góðtemplarahúsinu, verða eng-
ir fundir eða dansjeikir í húsinu
fram að mánaðamátum júlí—
ágúst.
Hússtjórnin.