Alþýðublaðið - 17.07.1943, Page 6
b
AtÞYOUBLAOIÐ Laugardagur 17. júlí 1943.
Mibið nm ðlvsn ð
aimannafæri.
60-70 manns teknir úr um
ferð á einni vikn.
LVJJN á almannafæri hef-
ir verið með meira móti
undanfarið, og hefir lögreglan
oft orðið að skerast í leikinn
og stilla til friðar eða taka
menn úr umferð.
Síðastliðna viku voru milli
60 og 70 menn teknir úr um-
ferð, og er það talsvert meira
en venjulega.
Strið nm 3000 eyjar
Frh. af 5. síðu.
kvikindunum er eitthvert þý’ð-
ingarmesta atriðið í styrjöld-
inni í Kyrrahafi.
Lojksfns thöfum viðj lent á
ákvörðunarstað okkar. Ég hef
séð undraverðan fjölda af flug-
vélum hefja sig á á loft, — flutn
ingaflugvélar, hernaðarflugvél-
ar og farþegaflugvélar. Ein flug
vél hefir nýlega lent með nauð-
synlegan farm handa 'hernum.
sem stendur í eldinum.
Sprengjuflugvél, sem lenti næst
á eftir henni, er send til þess
að styrkja sveit sprengjuflug-
véla, sem hefir verið send til
árása Á hverri eyju, á hverju
smárifi um gjörvalt ' Kyrra-
hafið kveður jafnan við sama
spurningin:
„Er nú röðin komin að okk-
ur, — verður næst gerð árás
hér?“
HANNES Á HORNINU
Frh. af 5. síðu.
skemmtistaðinn. Þeir komust inn
samt á einhvern hátt. Þeir v.oru
reknir út, en alltaf komust þeir
inn. Síðast lenti í slagsmálum.
Þegar þessir náungar héldu heim,
óku þeir bifreið sinni út í skurð
við veginn og eyðilögðu hana ger-
samlega.
Mjólkuruppbæturnar;
Reglugerð, sem jarf að
„nmreikna“ sg endurbæta
------♦------ ^ •
Aumlegt yfirklór Framsóknarblaðsins.
A LÞÝÐUBLAÐINU hefir tekizt, með skrifum sínum um
mjólkuruppbæturnar, að opna augu landbúnaðarráðu-
neytisins fyrir hinum rúmu heimildum, sem reglur þess
veittu til verðuppbóta á mjólk. Eftir því sem Tíminn segir,
hefir ráðuneytið rokið til og skrifað búunum og tilkynnt
þeim, að ekki verði farið eftir þessum reglum, — og enn
fremur segir blaðið, að uppbótin verði „umreiknuð“ þannig,
að hún verði lægri pr. kg. en hún mundi hafa orðið, ef greitt
hefði verið á lítra. Þennan „umreikning“ hefir þó láðst að
framkvæma áður en Alþýðublaðið gerði málið opinbert, því
full uppbót var greidd fyrir maí.
Ég er einn með þér . . .
JÞetta er franska kvennagullið Charles Boyer, og hann er að
dansa við leikkonuna Janet Blair. Boyer er frægur fyrir að
byrja ástaratriði sín í kvikmyndunum oft á þessa leið: „Ég er
einn með þér. Þú ert ein með mér. Við erum ein saman.“
„SJÓMAÐUR“ skrifar: „Mig
langar til aS biðja þig fyrir nokkr-
ar línur um þvargið við strætis-
vagnana. Ég hefi aldrei séð annað
eins og lætin að komast í þá. Það
lítur út fyrir að það sé ekki nein
regla á neinu. Ég er sjómaður og
hefi komið víða. Ég var staddur í
erlendri höfn nýlega og voru um
hundrað manns að bíða eftir spor-
vagni.“
„ALLT í EINU kom maður
nokkur og tróð sér inn í hópinn.
Hann var kurteislega beðinn að
fara á sinn rétta stað. En því neit-
aði hann. Hann var þá tekinn fast-
ur og fékk 261 króna sekt fyrir
að neita að fara eftir settum regl-
um. Þá er sú regla einnig höfð
þegar í vagnana er komið, að ein-
ungis er tekið í sætin og svo eru
hinir reknir út, en hér lítur út
fyrir að allt sé stjórnlaust.“ ■
ÞAÐ ER SANNARLEGA á
fleiri sviðum en þessu, sem við
þurfum að taka upp nýjar og betri
samgengnisvenjur.
Hannes á horninu.
Það leynist engum, sem
les Tímann síðastliðinn þriðju-
dag, þar sem hann leitast við
að svara skrifum Alþýðublaðs-
ins, út af reglum þeim, er land-
búnaðarráðherra gaf út um
greiðslur verðuppbóta vegna
verðlækkunar á mjólk, að erf-
itt ætlar að verða að verja
þessar reglur ráðherrans. Hald-
bezta svarið er: að það verði
ékki farið eftir þeim.
Athugasemdir Alþýðublaðs-
ins voru þrennar:
1. Að greidd væri tvöföld
uppbót á mjólk þá, sem fer til
smjörvinnslu, ef farið yrði eft-
ir báðum reglugerðum ráðherr-
ans, en stjórnarráðið gaf blað-
inu þær ákveðnu upplýsingar,
að þær væru báðar í fullu glidi.
2. Að greiða ætti á hvert kg.
innveginnar mjólkur, en það
hefði tvenns konar afleiðingar:
a. greidd væri uppbót á alla
rýrnun mjólkurinnar frá því
hún væri afhent búunum og
b. uppbótin yrði í heildinni
hærri, ef greiða ætti á hvert kg.
eins og reglugerðin beinlínis
fyrirskipar, í stað líters, er
væri sú eining, er miðað var
við, er mjólkin var lækkuð.
Viðvíkjandi 1. lið segir Tím-
inn að búið sé að skrifa mjólk-
urbúunum og tilkynna þeim,
að það verði ekki farið eftir
reglugerðinni hvað þetta snerti,
heldur verði smjöruppbótin
lækkuð. Fer Tíminn síðan
mörgum háðulegum orðum um
asnaskap Alþýðublaðsins fyrir
að vita þetta ekki.
Alþýðublaðið verður að segja
það, að aumara gat svarið ekki
verið. Og fyrirfram var blað-
inu fullljóst, að um annað svar
gat ekki orðið að ræða. Aðrar
útgöngudyr voru varla fyrir
hendi. Hins vegar voru þær svo
ótrúlegar, að því varð vart trú-
að, fyrr en það sást svart á
hvítu, að slíkar neyðardyr yrðu
notaðar. Fyrst eru gefnar út
reglur um endurgreiðslur
vegna umræddra verðlækkana,
en síðan er skrifað bréf til
þeirra stofnana, er uppbót-
anna eiga að njóta og þeim til-
kynnt að það verði ekki farið
eftir þessum reglum. En meðal
annarra orða, hvenær er þetta
bréf skrifað? Er það ekki ein-
mitt eftir að Alþýðublaðið hefir
vakið athygli á þessu? Tíminn
forðast eins og heitan eldinn að
minnast á dagsetningu bréfsins
og er það þó venja er um áríð-
andi bréf er að ræða. Þessi
skyndilega og vægast sagt ó-
vanalega breyting á reglugerð-
inni sýnir það, að Alþýðublaðið
$ Innilega þakka ég hlýjar kveðjur, er mér bárust,
S og allan sóma, er mér var sýndur á áttræðisafmæli
$ mínu þ. 1. þ. m.
í Theodóra Thoroddsen.
hafði fullkomlega rétt fyrir sér,
eins og hún iíka sýnir það, að
reglugerðin hefir verið samin í
flaustri og af vanþekkingu.
En ekki verður hjá því kom-
izt, að ýmsar spurningar vakni
í sambandi við svona upplýs-
ingar. Hafa t. d. slík bréf sem
þessi lagagildi, eins og reglu-
gerðin sjálf? Ef svo er, væri þá
ekki rétt að birta bréfin í Lög-
birtingablaðinu? Má búast við
að þannig sé háttað um fleiri
reglugerðir, sem birtar hafa
verið almenningi til eftir-
breytni, að þeim hafi verið
breytt með bréfum eftir nokkra
daga?! Hefði ekki verið sæmra
að viðurkenna drengilega, að
hér hafi verið flaustursverk á
ferðinni og breyta reglugerð-
inni, alveg eins og síldarverðinu
og greiða uppbótina á seldar
vörur, en ekki innvegna mjólk,
og lítra en ekki kg., alveg eins
og ætlast var til með dýrtíðar-
lögunum?
I svari Tímans um 2. liðinn
skýrir hann ranglega frá því,
að Alþýðublaðið hafi reiknað
með 10% rýrnun. Vísir segir
aftur að Alþbl. hafi reiknað
mismuninn milli kg. og líters
með 10% og er þetta hvort-
tveggja rangt, eins og þeir vita,
sem lásu blaðið og geta lesið
hlutdrægnislaust. Alþýðublað-
ið sagði að þetta hvorttveggja
mundi nema um 10% og ekk-
ert hefir komið í ljós, sem
bendir til þess, að það sé ekki
rétt. Þessar rangfærslur sýna
greinilegar en nokkuð annað,
að Alþýðubl. hafði rétt fyrir
sér, enda er það siður þeirrá,
er glíma við að verja rangan
málstað, að gera andstæðingn-
um fyrst upp eitthvað, sem
hann hefir ekkj sagt, og leitazt
síðan við að hrekja það. Það,
sem Alþýðublaðið sagði, og rétt
er eftir haft, er óhrekjandi.
Sá bóndi, sem leggur inn í
Mjólkurstöðina hér 100 kg. af
mjólk, fær það greitt sem 96
lítra. Þessar upplýsingar fékk
Alþýðublaðið í Mjólkurstöð-
inni og eru þær alveg réttar,
enda nefnir Tíminn ekki aðrar
tölur, heldur segir bara „lygi,
lygi“, eins og götustrákarnir,
alverstu. Óbeint viðurkennir
hann þó að hér sé mismunur á
milli, en hann segir bara að
það sé ekkert hægara en að
„umreikna" hlutina, úr kg. í
lítra og uppbótina, hana má
líka ,,umreikna“ og hafa hana
þeim mun lægri, ef greiða á
miðað við kg. eins og reglu-
gerðin fyrirskipar. Þetta 6r
farin að verða nokkuð flókin
reglugerð eftir þessu að dæma!
Þungamiðjan í svari Tímans er
þó það, að ekki verði greidd
full uppbót, því ekki sé talað
um neina sérstaka upphæð í
reglugerðinni og því megi „um-
reikna uppbótina pr. kg. og
hafa hana þeim mun lægri. En
Alþýðublaðið getur upplýst
Tímann um það, að það var
greidd full wnvbót fyrir maí-
mánuð, 35 aurar pr. kg. og hef-
ir blaðið það ekki eftir lakari
heimildum en frá sjálfu stjórn-
arráðinu. Vísir segir, og þyk-
ist ekki hafa slakar heimildir
fyrir að kílóin verði umreikn-
uð í líter og svo „greitt sam-
kvæmt því“. Þannig stangast
þetta hvað á annað. Allt sýnir
þetta að gagnrýni Alþýðu-
blaðsins var réttmæt. Svo verð-
ur hver að eiga það við sjálfan
sig hvort hann trúir .því, að
slíkur umreikningur hafi verið
hugsaður fyrirfram, eða yfir-
leitt hvort hann verður fram-
kvæmdur, að reglugerðinni ó-
breyttri. Tíminn segir að önnur
leið en þessi hafi ekki verið
fær. Hefði samt ekki verið ólíkt
hampaminna að greiða uppbót
á selda mjólk og seldan rjóma
í stað innveginnar og lítra í
stað kg. og spara þannig alla
þessa „umreikninga“ og bréf.
Til einhvers hafa hrútarnir
verið skornir.
Um verðuppbætur á rýrnun
mjólkurinnar, sem Alþbl. á-
Kaupnm tasknr v.
t, hæsta verði. y
^Húsflagnavinnusíofa n >
) Baldnrsgotu 30. '
ætlaði 6% en ekki 10%, eins
og Tíminn rangfærir, er engu
tilsvarað. Þar á ekkert að laga
né umreikna. Það á með ráðn-
um hug að greiða mjólkurbú-
unum uppbót á þá mjólk, sem
fer í rýrnun eins og hún hefði
verið seld. Er þar með þeim
framleiðendum, sem leggja
mjólk sína inn í mjólkurbú,
gert ólíkt hærra undir höfði en
hinum, er selja hana beint til
neytenda. Því þeir verða að
sýna viðurkenningu kaupenda
fyrir því, sem hann hefir
keypt (sjá 4. grein reglugerðar-
innar), og er það vitanlegt, að
enginn kupandi telur sig hafa
keypt mjólk, sem fer í rýrnun
við útmælingu mjólkurinnar
og aðra meðferð bóndans á
henni. Við það að verðuppbæta
innvegna mjólk í stað seldrar,
fær mjólkurbúabóndinn einnig
verðuppbót á þá mjólk, er fer í
þær vörur, er hann notar sjálf-
ur. Er það vitanlegt að það er
mikið, sem bændur fá sent til
sín af vörum frá búum, rjóma,
smjör og fl. Aðrir bændur, sem
ekki skipta við mjólkurbú, fá
enga uppbót á þær mjólkur-
vörur, sem þeir nota sjálfir. Er
hér um mikið misrétti að ræða,
sem ekki verður varið.
Væri engin vanþörf á, að
taka reglugerðina alla til alls-
herjar umreiknings og endur-
skoðunar, en láta ekki við það
eitt sitja, sem Tíminn fellst á
að ,,umreikna“.
Það er ekki nýtt að heyra
talað um ofsókn á hendur
framleiðendum, ef fundið er
að gerðum Framsóknarmanna.
Hvað hefir Tíminn fyrir sér í
því, að bændur kæri sig um
um meiri uppbætur en þeim
ber? Þeir hafa vissulega ekki
útbúið þessa reglugerð og kæra
sig ekki um annað en það, sem
þeim er ælað og þeim réttilega
ber lögum samkvæmt. Þeir
hafa vissulega ekki neinar
kjósendaveiðar í huga og sízt
á vissum verðjöfnunarsvæð-
um. Og misrétti hafa þeir
aldrei viljað þola.
Þá fer Tíminn með þá stað-
lausu stafi, að verðlag á mjólk
og kjöti sé ákveðið af nefndum
sem „neytendur eigi fulltrúa í
til jafns við framleiðendur.“
Þetta er alrangt og sagt gegn
betri vitund. Framleiðendur
hafa hreinan meirihluta í báð-
um nefndunum og hafa Fram-
sóknarmenn jafnvel lífstíðará-
búð í Mjólkurverðlagsnefnd.
Þar hefir a. m. k. engin end-
urskipun farið fram og ákvæði
um það munu engin vera til.
„Vill Alþýðublaðið mæla með
því, að sams konar nefnd Verði
skipuð til að ákveða kaup
verkamanna,“ spyr svo hinn
aumi greinarhöfundur. Þar er
því til að svara, að þar eru
verkamenn ekki einráðir og
hafa aldrei verið. Þeir hafa allt
af átt undir högg að sækja til
vinnukaupenda og harðsvíruð
samtök þeirra.
Greinarhöfundur vill með
einhverjum ráðum koma. per-
sónulegheitum að í þessum
skrifum sínum og talar um ein-
hvern ,,mjólkurpóst“ í þessu
sambandi. Hér mun hugarvilla
eða misritun hafa átt sér stað
því „mjólkurpóst“ kannast eng
inn við, en hins vegar er
„mjólkurprestur" alþekkt fyr-
irbæri í þessum málum og er
hann að finna í herbúðum Tím
ans. Mun þessi misgáningur
stafa af því, að greinarhöfund-
ur mun einu sinni hafa starfað
í vindinum, en varð að víkja
þaðan og ætti hann allra hluta
vegna að skrifa sem minnst um
mál, sem hann ber ekki skyn á.