Alþýðublaðið - 17.07.1943, Blaðsíða 7
Laugardagur 17. júlí 1943.
ALÞYÐUBLAÐIÐ
S Bærinn í dag.j
•J
Næturlæknir er í Læknavarð-
stofunni í Austurbæjarskólanum,
sími 5030.
Næturvörðu,r er í Laugavegs-
Apóteki, sími 1618.
ÚTVARPIÐ:
12.10 Hádegisútvarp.
15.30 Miðdegisútvarp.
19.25 Hljómplötur: Samsöngur.
20.00 Fréttir.
20.30 Leikrit: „Blekkingar11 (Har.
Björnsson og Ævar Kvar-
an).
21.25 Fréttir.
22.00 Danslög. *
24.00 Dagskrárlok.
Konur.
Munið skemmtiferðina, sem
Kvenfélag Hallgrímskirkju fer á
þriðjudaginn kemur, 20. júlí. Til-
kynnið þátttöku í tíma. Allar nán-
ar upplýsingar í síma 2338, 4740
og 3169.
Dómirkjan.
Messað kl. 11 á morgun. Séra
Garðar Svavarsson.
Nesprestakall.
Messa í Mýrarhúsaskóla
morgun kl. 2,30.
á,
Leiðrétting.
Snorri læknir að Breiðabólstað f
var Halldórsson en ekki Hall-
grímsson, eins og misritaðist í
dánarfregn blaðsins í gær.
Veggfóður
JBimsmims
7T Laugavegi 4, simi 2113
Byltfrakkar,
Beonkápur.
Laugapegi 74.
VIKUR
HOLSTEINN
EINANGRUNAR-
PLÖTUR
Fyrirliggjandi.
PÉTDB PÉTURSSON
Glerslipun & speglagerð
Sími 1219. Hafnarstræti 7.
Rósótt
strigaefnt,
nýbomið
H. TOFT
Skóiavorðnstíg 5 Sími 1035
Msondir
vita, að ævilöng gæfa
fylgir hringunum frá
SIGURÞÓR
Tónlist í Amerikn.
Frh. af 2. sí&u
d. Stravinski, Toscanini, Hei-
fetz, Horowitz og fleiri.
Útvarpið hefir einnig haft
mikil áhrif í þá átt að bæta tón-
listarsmekk Ameríkumanna með
því að útvarpa miklu af klass-
iskri tónlist, miklu meira en
menn virðast halda hér. Flestar
útvarpsstöðvar vestra útvarpa
óperulist á laugardagseftirmið-
dögum og symfóníutónleikum á
sunnudögum. Auk þess eru t. d.
í New York borg einni tvær út-
varpsstöðvar, WQXR og WNYC
sem útvarpa eingöngu klassiskri
tónlist.11
— Hvaða ástæðu álítið þér
vera til þess, að eyrópskir tón-
snillingar leita til Ameríku?
„Ég get ekki séð aðrar en þær,
að þeim virðist vel tekið, hljóm-
sveitir og útvarpsstöðvar sækj-
ast eftir þeim, þeir geta haldið
tónleika fyrir 6000 áheyrendum
í einu og hljóta hinar beztu
aðstæður.
í heimaborg minni, Minnea-
polis, eru t. d. haldnir tónleik-
ar vikulega, og salarkynnin,
sem rúma 6000 manns, eru þétt
skipuð viku eftir viku. í New
York er um fjölda tónleika að
velja, hvenær sem menn vilja.
Þar hafa mörg stærri listasöfn-
in sali fyrir tónleika, þar sem
þekktir einleikarar og fámennir
hópar, kvarteitar eða slíkt,
koma fram.”
— Hvaða áhrif hafa þessir
evrópsku tónsnillingar haft á
tónlistarlíf Ameríku?
.„Ameríka hefir tekið þeim
opnum örmum og reynt að læra
af þeim, og þannig hafa þeir
haft mikil og örvandi áhrif.
Ameríkskt tónlistarlíf blómg-
ast nú meir en nokkru sinni
fyrr, en evrópsku áhrifin hafa
ekki breylt stefnu, og þróun
ameríksku tónlistarinnar og
fleiri og fleiri ný tónskáld hafa
komið fram á sjónarsviðið
vestra hin síðari ár, t. d. Roy
Harris og Howard Hanson, og
vinna sér auknar vinsældir og
viðurkenningu."
Kathryn Overstreet hafði
unnið sér frægð fyrir píanó-
leik, þegar stríðið brauzt út, og
framtíðin var hin glæsilegasta
fyrir hana. Samt lét hún af at-
vinnu sinni og eftirlætisstarfi,
píanóleiknum, og gekk í rauða
krossinn, þar sem hún ætlar sér
að vera til stríðsloka.
Nýi StMðentagsrðErinn:
MiBBÍBgartaerbeffli
séra Joiis Haildðrs-
sonar, Hítardal.
Magnús TORFASON
sýslumaður hefir gefið
andvirði eins herbergis, kr.
10.000 til minningar um
séra Jón lærða Halldórsson í
Hítardal. Skal herbergið nefnt
„Hítardalur“ og er forréttur
ætlaður reglusömum og efni-
legum stúdent, er stundar ísl.
fræði, og skal þar um leita til-
lagna dr. Páls E. Ólasonar
sagnameistara, meðan hans
nýtur.
Séra Árni Sigurðsson
verður fjarverandi í sumarleyfi
til miðs ágústsmánaðar. í fjar-
veru hans munu þeir prestar þæj-
arins, sem þá eru í bænum, vinna
þau prestsverk, sem safnaðar-
menn óska. Sr. Jón Thorarensen
afgreiðir vottorð úr kirkjuþókum
á meðan.
fiagnfræðaskóliiiD,
Frh. af 2. síðu.
í Reykjavík?
„Ekki aðrar en fullnaðarpróf
barnafræðslunnar. Ég hefi ekki
viljað taka upp sérstakt inn-
tökupróf, eða gera neinar meiri
kröfur, vegna þess, að þá er
skólinn hættur að vera alménn
ur framhaldsskóli og sköpuð
sérréttindi fyrir þá, sem geta
veitt börnum sínum auka-
kennslu utan barnaskólanna.“
— Að hverju hafa nemendur
snúið sér að afloknu námi í
skólanum?
„Sumir hafa farið í mennta-
skólann, kennaraskólann eða
aðra sérskóla. Aðrir hafa snúið
sér að ýmsum atvinnustörfum
og veit ég til, að margir þeirra
hafa haft góð not af námi sínu.
Yfirleitt höfum við sniðið nám
ið við það, að gera menn sjálf-
bjarga, eftir því sem hægt er á
ekki lengri. námstíma.
Mér hefir alltaf þótt mjög
leiðinlegt að þurfa að neita
fjölda manns skólavist á hverju
ari,“ segir Ingimar að lokum.
,,Eg hefi sannfærst um það
betur og betur, þessi fimmtán
ár, sem skólinn hefir starfað,
að æskulýð landsins er brýn
þörf á hagnýtri menntun. En
ég get ekki meira en ég hefi
gert. Þeir, er völdin hafa verða
að hjálpa til, skapa þær að-
stæður, að enginn, sem óskar
eftir menntun, þurfi að fara á
mis við hana.“
Síminn á vígstöðvunum.
I»rír happleikir í
handknattleiksneist
í sær.
Handknattleiks-
M'EISTARAMÓT íslands
hélt áfram í gærkveldi, og fóru
leikar þannig, að Þór, Ak. vann
í. R. með 7:2, Haukar unnu F.
H. með 5:1 og K. A. vann ís-
firðinga með 3:1.
Leikirnir voru allir fjörug-
Síminn er notaður afarmikið í her nútímans. Þessi maður á
myndinni er 10—12 km. fyrir framan fallbyssurnar, rétt við
óvinavíglínurnar, ,og hann hefir það starf að segja skyttunum
hvar skot þeirra lenda og leiðrétta miðanir þeirra. Slík störf
eru hin hættulegustu.
ir og skemmtilegir, og eru stúlk-
urnar sýnilega að sækja sig.
í kvöld verða leikirnir sem
hér segir: Ármann keppir við
F. H., Þór við ísfirðinga og
K. A. við ísfirðingana.
Laugarnesprestakall.
Messað í Laugarnesskólanum
kl. 2 á morgun. Séra Garðar
Svavarsson.
Handbnattieibsmeistaramót
ísiands
(kvenflokkar) heldur áfram á íþróttavellinum
kvöid kl. 8 síðd. Þá keppa:
Ármann — F. H.
Þór — í. R V.
K. A. -- í R.
Spennandi keppni! Fylgist með keppninni.
Allir út á völl í lcvöld!
Að gefnu tilefni viljum vér hér með aðvara bæði
verzlanir og einstaklinga um, að kaup á hvers konar
tóbaksvörum sem eru, eru óheimil, nema þær séu
fluttar inn af Tóbakseinkasölu ríkisins.
Brot varða þungum sektum eða annarri refsingu
og gildir einu hvort um smærri eða stærri kaup er að
ræða.
TÓBAKSEINKASALA RÍKISINS
Smargjöf færir át
kviarnar.
Stæbbar SrænBborg og Vestur-
borg og bætir við sig heiiu
húsi að aubi.
B
ARNAVINAFÉLAGIÐ
Sumargjöf hefir í hyggju
að auka húsnæði sitt bæði í
Grænuborg og Vesturborg.
Við húsnæðið í Grænuborg á
að bæta stofu, sem á að verða
6 sinnum 7 m. að stærð. Á það
að verða kennslustofa fyrir
forskóla ísaks Jónssonar, en
þar er kennt börnum frá aldr-
inum 5 til 8 ára.
Við Vesturborg hefir Sumar-
gjöf í hyggju að innrétta hús
handa starfsliði sínu.
Loks hefir bærinn keypt hús
Helgu Níelsdóttur, Eiríksgötu
27, handa Sumargjöf, og er
gert ráð fyrir, að húsið verði
rýmt í september og geti þá
Sumargjöf tekið við því.
Fram vinn sfðasta
kappleikini á Ak-
nreyri leð 3:2.
SIÐASTI kappleikur Fram
á Akureyri fór fram f
gærkveldi. Kepptu Framarar
við úrvalslið Akureyringa. —i
Leikar fóru þannig, að Fram
vann með 3 : 2. Akureyringar
skoruðu tvö mörk í fyrri hálf-
leik, en Framarar þrjú í seinni
hálfleik.
Framarar leggja af stað frá
Akureyri á sunnudagsmorgun
og kom hingað samdægurs.