Alþýðublaðið - 12.08.1943, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 12.08.1943, Qupperneq 4
4 Fimaatudagiaa 12- ágúst 1943. (Ujri)dni>Cðfóð Étgcfaudi: AlfrýSafUkkoriaa. Rttsfgóri: Stefáa Péturssea. Ritstjér* og afgreiðsJa í Al- gýSukáaúau Yið Hverfisgötu. Sí«ar ritstjóruar: 4901 og Sfmar afgreiðslu: 4980 og 498*. Ver9 í lausasöiu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjaa k.f. Verðlagseftirlitið. OÐRU HVERJU undanfarið hafa blöðin flutt fregnir af því, að ýmis verzlunarfyrir- tæki hafi verið dæmd í fjár- seiktir, sum allháar, fyrir að brjóta löggjöf þá, sem sett hef- ir verið um verðlag. Kaupsýslu menn, sem gerzt hafa brotlegir, hafa lagt meira á verzlunarvör- ur sínar, en áðurnefnd löggjöf ákveður, og eru því réttir og sléttir lögbrjótar gegn lands- lögum. Ef einhverjir lita svo á, að fara eigi mýkri höndum um þessi lögbrot en önnur, er það hin mesta fávizka, sem bendir á sljóleika gagnvart lögum og rétti. Lggjöf sú, sem þarna er verið að framfylgja, er mjög mikilsvarðandi. Hún er ein þýð- ingarmesta varnarráðstöfunin, sem sett hefir verið til þess að lækka risið á dýrtíðaröldinni. Ef verðlaginu hefði verið gef- inn laus taumur að öllu leyti, hefði ringulreiðin og öngþveitið vaxið stærri skrefum en verið hefir. Að vísu þykir Alþýðu- flokksmönnum engan veginn nógu mikið hert á verðlagsá- kvæðum og verðlagi, en þó verð ur að telja það verðlagseftirlit, sem nú er í gildi, stórum skárra en ef ekkert hefði verið aðhafzt, eins og sumir braskararnir og fjárglæframennirnir hefðu sjálfsagt helzt kosið. Alþýðuflokkurinn benti strax greinilega og fastlega á það, þégar um þessar tillögur var rætt á Alþirigi, að þarna skipti mestu máli, hvernig fram- kvæmdin yrði í verðlagsmálun- um. Allt væri undir því komið að ákæðum laganna yrði fram- fylgt röggsamlega. Énda hafa þessar bendingar Alþýðuflokks- ins borið nokkurn árangur, og verðlagsstjórinn virðist hafa fullan hug á að verðlagseftirlit- ið sé rækt vel. Alþýðuflokkurinn á þingi og Alþýðublaðið brýndu það enn- fremur rækilega fyrir mönn- um, hversu nauðsynlegt það væri, að almenningur, viðskipta mennirnir sjálfir, tækju sinn þáijt í þ^ssu eftirliti. Aðstoð almennings er ómissandi. Það er skylda hvers manns að kynna sér sem bezt verðlags- ákvæðin og láta það ekki liggja í þagnargildi, ef einhver verð- ur þess var, að þau séu brotin. Þá á tafarlaust að kæra til við- komandi yfirvalda. Þessi lög eru sett í þágu almennings og því rangt að hyhna yfir með lög- brjótum á þessu sviði. Þess- vegna verða allir að gera skyldu sína og aðstoða við þetta mikils- verða eftirlit. Vlllii. S. ¥Ílh|álBi»»OB i Gamla fólkið o g barátta þess þigurgeir higurjonsson -v^hcBStaréttarmálaflvtningsmaður Skrifstofutr'nl 10-12 og 1—6. Aðalstrœ.ti 8 . ’Simi '1043 E83öt3E8352l3EÍ) Xí* DAGURINN er stundum langur — og vegurinn oft erfiður. Fyrir mörgum árum sá ég gamlan mann, næstum því á hverjum degi, hvernig sem veðrið var, koma niður Ing- ólfsstræti og beygja inn í Hverfisgötu. Hann gekk fynr hornið og hvarf inn götuna. Hann var hár og herðabreiður, nokkuð lotinn með grátt efri- vararskegg og hafði skygni- húfu á höfðinu, alltaf sömu húfuna. Hann nam oft st'aðar á horn- inu og skimaði í kringum sig áður en hann hélt inn götuna. Hann gekk við staf, og er hann gekk, sá ég, að vinstri fótur hans dróst ofurlítið. Ég þekkti ekki þennan mann, en mér fór eins, og konunni í bók greifafrúarinnar af Warwich: Hún sat við eitt aðalumferða- horn Lundúnaborgar og sá fólkið streyma fram hjá, við- stöðulaust, eins og þungt fljót. Hún sat þarna í mörg ár og hún skapaði sér persónur úr mannhafinu, gaf þeim líf og sál og sögu. Ég hugsaði oft um það, hver þessi gamli maður væri: Þetta er gamall vinnu- jálkur, líkast til-sjómaður, mér finnst að ég sjái það á því, hvernig hann ber höfuðið! Hann hefir fengið aðkenn- ingu af slagi. Hann á heima í Miðbænum eða Vesturbænum. Hann á vini eða kunningja einhvers staðar við Hverfis- götu eða Lindargötu, að minnsta kosti nálægt Skugga- hverfinu, og hann heimsækir þá á hverjum degi. Einu sinni var ég að ganga niður Bankastræti. Þegar ég beygði inn í götuna, sá ég hvar gamli maðurinn sat á glugga- þóftunni hjá Jóni Björnssyni & Co. Glugginn var uppljóm- aður, silki var fyrir innan glerið í öllum regnbogans lit- um. Rigning var, en glerhálka á götunni, skugginn af gamla manninum lá í spegli malbiks- ins. Brekkan upp Bankastræti hafði víst reynzt honum erfið. Fyrir tveimur árum gekk ég niður Hverfisgötu. Ég mætti manni, sem dró fiskvagn og brekkan var erfið. Maður ýtti á eftir vagninum. Það var gamli maðurinn minn. Stafinn sinn hafði hann lagt upp í yagninn. Nokkru síðar gekk ég fram hjá skrifstofum bæjarins. í sama bili studdi gamli maður- inn sig niður tröppurnar ,•—- og gekk austur Austurstræti. Það var einn sólskinsdag í sumar, eftir að blómin byrjuðu að springa út í reitunum við Austurvöll. Ég gekk þangað, og þegar ég kom að einum bekknum, sá ég, hvar þessi kunningi minn í 10 ár, sem ég þekkti þó ekki, sat — með vett- ling á annarri hendinni. Hann studdist fram á stafinn sinn, en haldið á honum var farið að sveigjast upp. Ég settist hjá honum og fór að tala við hann. Og smátt og smátt sagði hann mér sögu sína. Hún er ekki löng og hún er ekki skáld- leg. En hún sýnir hvað dagur- inn getur oft orðið langur og vegurinn erfiður. Hann var bóndasonur og gerðist bóndi. Hann eignaðist konu og þrjú börn, tvær dæt- ur og einn son. Önnur dóttir hans dó ung. Hann fiuttist til Reykjavíkur fyrir 27 árum og gerðist togaraháseti. — „Vök- urnar drápu mig. Ég sofnaði ofan í diskinn minn, ég skar mig í fingurna sofandi. Það var VILHJ. S. VILHJÁLMS- SON blaðamaður flutti erindi um daginn og veginn síðastliðið mánudagskvöld. Hér nefnir hann erindi sitt: „Gamla fólkið og barátta þess,“ og birtir Alþýðublaðið erindið hér með. mikill munur þegar togara- vökulögin komu.“ — Hann byggði sér skúr uppi í holti á síðustu stríðsárilm. Dóttir hans giftist og stofnaði bú utan Reykjavíkur. Konu sína missti hann 1926. Sonur hans gerðist togaraháseti. Hann sjálfur fekk aðkenningu af slagi 1930. ,,Þá var ég raunverulega bú- inn að vera. Ég átti svolítið af- gangs, því að ég hefi alltaf verið sparsamur. Ég hafði lítið herbergi og borðaði hjá fólk- inu, sem leigði mér það. Sonur minn giftist og eignaðist fjögur börn. Hann var fátækur, en komst þó af. Hann átti heima í Austurbænum. Ég heimsótti þau á hverjum degi, þegar ég gat. Mér þykir svo gaman að börnum. Mér fannst að hlut- verki mínu væri lokið þegar ég veiktist, enda hafði ég ekki dregið af mér um æfina. En sonur minn fórst með einum togaranum. Heimili hans stóð uppi fyrirvinnulaust. Ég sat hjá börnunum öllum stundum. Þau horfðu á mig sömu augum og þau höfðu horft á pabba sinn. Þau áttu mig einan áð, auk móður sinnar. Mér fannst að hlutverk mitt byrjaði aftur. En hvað getur ræfill eins og ég gert? Ég fór að fara niður á eyri. Ég reyndi að krækja mér í handtak. Það var fátt um fína drætti! Ég ýtti á eftir fisk- vögnum og fékk í soðið fyrir. Ég var að hugsa um að reyna að selja blöð, en hafði mig ekki til þess. Ég hreinsaði svolítið til í kringum hús. Ég talaði við fátækrafulltrúana —- og það hefir í raun og veru verið að- alstarf mitt. Ég er ekki fær um að taka við nýju hlutverki! Það er biturt, en svona er það samt. Það, sem ónýtt er, er ekki á vetur setjandi! Það eina, sem ég get, er að koma til barnanna á kvöldin og hjálpa til að svæfa þau. Þeim þykir svo gaman að sögum — og ég reyni að segja þeim fal- legar sögur.“ — Þú þarft að hafa vettling á hendinni? ,,Já, hún er svo köld.“ — Búskapurinn hefir verið erfiður? ,,Já, en það er betra að stríða og strita í sveitinni, en að hrekjast hér í Reykjavík — og svelta á ellistyrk.“ — Sérðu eftir því að hafa íarið að austan? „Já, það er mesta vitleysan, sem ég hefi gert. Togararnir drápu mig! Reykjavíkurlífið streymir fram hjá mér! Ég er hér ókunnugur! Hér er hring- iða! Hér finnur maður aldrei ilm af grasi! Dómkirkjuklukkan slær tólf. Hann kveður mig og stendur upp. Þetta var dagurinn og vegurinn hans. Dagurinn var langur og vegur hans var erf- iður. í fyrra fékk ég boð frá konu, sem bað mig um að heftnsækja sig, því að hún þyrfti að tala við mig. Ég þekkti hana ekki og hafði aldrei heyrt hennar getið. Ég heimsótti hana einn sunnudagsmorgun. Hún átti heima í Vesturbænum í sæmi- legu herbergL Þegar ég barði opnaðist hurðin og beinaber vinnuhendi, með bláum stór- um æðum tók um hendi mína. Andlitið var stórt og beina- bert. Augun djúp, munnurinn herptur saman. „Þú skrifar stundum um ellistyrkina og okkur gamla fólkið. Það þarf að bæta kjör gamla fólksins! Ég býst varla við að njóta neinna umbóta héðan af, en það er sama.“ Ég fór að skoða útsaum, sem lá á Iitlu borði. Það sýndi sveitabæ, og litla tjörn — og á henni syntu tveir svanir. Hún sagði: „Mér var gefið efnið í þetta. Þegar ég var yngri þótti mér svo gaman að því að búa svona lagað til. Ég þótti listfeng, en mér er svo oft illt í höndunum, að þetta er orðið erfitt.“ Ég sá nokkrar bækur liggja á legubekknum. Hún sagði: Ég fékk þessar bækur í afmælisgjöf, þegar ég varð 65 ára. Ég á góða vini. Ég fékk líka sokka — og efrxi í kjól. . Svo fékk ég líka gaml- an kjól, sem ég hefi saumað upp. Það er þessi kjóll, sem ég er í. Finnst þér hann ekki fal- legur?“ Ég sá skrifað blað á borðinu og leit á það. „Þetta er reikningurinn minn fyrir jólamánuðinn. Ég skrifa allt niður, sem ég kaupi. Ef ég geri það ekki, þá fer allt í handaskolum fyrir mér. Ég gat ekki borgað fiskinn þann síðasta, en Jón gamli lánaði mér fiskinn. Það ei' verst með smjörið. Það er næstum því ó- íáanlegt og svo er það svo dýrt, en ég þjáist af ristilbólgu og verð því að borða íslenzkt smjör, en ekki smjörlíki. Rjóma get ég ekki keypt. Ég fæ 102 krónur á mánuði í ellilaun. Ég borga 45 krónur fyrir þetta herbergi með hita og það er ekki dýrt núna. Það er ágætis- fólk, sem leigir mér. Ég hefi 57 krónur eftir. Svo er rafmagnið og maturinn. Ég hélt á reikningnum henn- ar í hendinni: Það er furðuleg- asta plagg, sem ég hefi nokkurn tíma augum litið. Það væri verkefni fyrir menntamenn okkar að skrifa doktorsritgerð um það á hverju gamla fólkið lifir. Gamla fólkið hefir búið til listagrein. Þessi gamla kona var meiri listamaður en Kilj- an og Kjarval, Hagalín og Davíð, Gunnar, Tómas og Steinn Steinarr. En list hennar var líka sannarlega af þessum heimi. Hún og tugir annarra gamalmenna í þessari glæsi- legu borg lífsins unaðssemda hafa fundið það, sem við hin finnum ekki, kúnstina að geta bókstaflega lifað á engu. Það er list að kunna að lifa, segja menn. Það er rétt. En er það ekki enn meiri list að kunna að lifa á engu? (Frh. á 6. síðu.) MORGUNBLAÐIÐ gerir í gær að umtalsefni fyrir- komulag Þingvallaferðanna á sunnudaginn. Bendir blaðið réttilega á þá staðreynd, að fjölda marga Reykvíkinga fýsir að skreppa til Þingvalla um helgar, þegar veður er gott. En þetta ferðalag er engin skemmti ferð. Morgunblaðið segir: „Sá villimennskubragur verður á því ferðalagi að lokum, að fóllc, sem ætlaði að njóta dagsins á þess- um yndislega stað, kemur hrellt og hrjáð heim, fullt úlfúðar og vonzku til bílstöðvarinnar, sem annast flutning fólksins, og einnig til bílstjóranna, enda þótt þeir eigi hér engá sök.“ Morgunblaðið kennir fyrir- komulagi fólksflutninganna um þetta ófremdarástand. Það seg- ir: „Stjórnarvöldin hafa, sem kunn- ugt er, tekið að sér að skipuleggja fólksflutninga í almenningsbílum. En það einkennilega er, að þessi skipulagning nær ekki til Þing- vallaferða um helgar, þegar um- ferðin er mest og þ. a. 1. nauðsyn- legast, að góð regla sé á löllu. Þá kasta stjórnarvöldin öllu skipu- lagi frá sér, og er líkast því, sem þetta sé gert í þeim tilgangi, að leysa sérleyfishafa undan öllum skyldum gagnvart farþegum, sem sérleyfislöggj öfin leggur honum á herðar.“ Síðan skýrir blaðið frá því, að fars^ðlar í Mrðlunium frá Þingvöllum til Reykjavíkur séu ekki seldir fyrirfram, heldur selji bifreiðastjórarnir farseðl- ana um leið og þeir leggi á stað til Reykjavíkur. Blaðið lýsir því með eftirfarandi orðum, hvernig sú sala fer fram: „Fólk í hundraðatali hefir dreg- ið sig í r.ár.d viS Valhöll. Þegar það sér almenningsbíl koma, þyrp- ist það á „planið“ fyrir framan veitingahúsið. Þegar bíll svo kem- ur á staðinn, gerir mannfjöldinn snöggt áhlaup, öllum dyrum bíls- ins er hrundið upp í einu kaasti, menn ryðjast inn og notar nú hver handaflið sem bezt hann getur. Svo snöggt er áhlaupið á bílinn, að bílstjórinn fær ekkert róðrúm til þess að komast út; hann má gæta sin, að verða ekki undir þvögunni. Á augabragði er bíllinn yfirfullur., og verður að kippa þeim út aftur, sem fram yfir eru rétta tölu. For- mælingar, bölv og ragn heyrist frá fólki á ,,planinu“, sem undir varð í slagnum. En hinir, sem inn kom- ast, fara að athuga rifin föt og rispur, er þeir fengu, en fagna þó sigrinum. Þessi leikur endur- tekur sig til síðustu ferðar.“ Þeir, sem nokkuð þekkja til Þingvallaferðanna, vita vel, að hér er ekkert ofmælt. Þeir, sem ekki eiga sjálfir ráð á farkosti komast ekki til Þingvalla, hins fegursta og fo-rnhelgasta staðar í nágrenni höfuðborgarinnar, án þess að vera ofurseldir skríl- æði og villimennsku, sem hvergi á sinn líka á byggðu bóli. Gegnir hvorttveggja furðu: Að bifreiðastöð sú, sem þessa flutn- inga annast, skuli Ireysta sér til, sóma síns vegna, að við- halda því ófremdarástandi, sem hér er rætt um. Og svo hitt, að hið opinhera iskuli geífa sér- leyfishafanum frjálsar hendur til að haga þessum flutningum að vild sinni, einmitt þegar mest á ríður að fullkomin stjórnsemi sé viðhöfð, eins og Morgunblaðið bendir réttilega á. Ætti að mega vænta þess, að unnt yrði að kveða niður þenn- an ómenningarvott, ef blöðin legðust á eitt í því efnL Og visulega er þe6s ekki vanþörf.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.