Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 30.03.1935, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 30.03.1935, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Annars var ekki margt um lif- andi verur. á götunni núna. Gam- all karl sat fyrir utan blásinn og skældan húsgafl, gráskeggjaður og hörundsgulur, lygndi gláku- blindum augum í sólina og í- myndaði sér að hann sæi hana, vegna jþess, hve ylurinn endur- kallaði fyrir hans innri sjónum glögga og lifandi mynd af henni. Strákur á að gizka fimm ára, með stóran, bögglaðan karlmanns- hatt á höfði, var að eltia álíka gamla, dökkhærða, berhöfðaða telpu, sem hrein og æpti og bað- aði höndum, því að strákurinn reiddi barefli um öxl. Það var. harður steinbítskjammi, sem búið var að skera úr kinnfiskinn. Og strákurinn æpti forhertur: — Nú er ég fullur, — og nú skaltu hafa það. Það eru ekki aðrir skárri en ég! Gild og hvapholda kona, með hengikinnar og litlaust andlit, ó- greitt hár og bera handleggi, kom út úr gisnum og ómáluðum skúrgarmi — með eldiviðarkassa fyrir framan sig — og rigaðist með hann inn í gamlan og veggjasiginn torfbæ með sprungnu og gulnuðu þaki. Á miðri götunni stóð hani, velti vöngum, svo að daufrauður kamb- urinn slettist sitt á hvað--------og lygndi augunum fram og aftur í algerðu tilgangsleysi. Engin af pessum lifandi verum lét sig neinu skifta Pál Björnsson á hans háu tröppum. Manneskj- urnar voru vanar því, að hann færi sínu fram, hvort sem hann bölvaði eða brosti, og þær höfðu ekkert við því að segja eða gera. Og haninn óttaðist hann einungis því að eins, að honum fylgdi stór og loðinn mórauður hundur, með hangandi kjaftfyllur, hundur, sem hafði rétt til að elta allar Alþýðubrauðgerðin, Laugavegi 61. Simi 1606. Seljum okkar viðurkendu brauð og kökur með sama lága verðinu: Rúgbrauð á 40 aura, Normalbrauð á 40 aura, Franskbrauð heil á 40 aura, —,,— hálf á 20 aura, Súrbrauð heil á 30 aura, —„— hálf á 15 aura, Vínarbrauð á 10 aura. Kökur alls konar, rjómi og ís. Sendum um allan bæ. Pantið í síma 1606. Brauðgerðarhús: t Reykjavík, Hafnar- firði, Keflavík. lifandi skepnur í Brimnesvík — svona nokkurn veginn eftir vild. Jú, Páll Björnsson var í vondu skapi. Fiskurinn beið í fjörunni í steikjandi sólarbrunanum, fiskur af níu bátum — og ekki kom saltið, sem hann hafði orðið að senda eftir inn í Tangakaupstað. Skyldu helvítin hafa drukkið sig fulla — eða hvað? Hann skyldi svei því taka honum Jónatan tak, þegar hann loksins kæmi. ... En hana nú! Þar kom hann fyrir Forvaðann. Kann ske hann sendi hann þá Eirík til að vigta saltið. Hann opnaði dyrnar og kallaði: — Vigga, Vigga! Skreptu yfir á kontór og segðu honum Eiríld, að hann eigi að fara ú!t í pakkhús og vigta saltið. Ekkert svar. — Hver djöfullinn. ... Vigga, Vigga! Fram í ganginn kom grönn og fölleit kona, með dökk, þung- lyndisleg augu. — Hún Vigga er ekki heima,- — Ekki heima? Hvert hefir hún nú stokkið ? — Steina er heima. — O, ég fer sjálfur. Ætli hún sitji ekki við að sauma einn dúk- inn og þurfi svo sem hálftíma að búa sig í þessa langferð hérna yfir á kontórinn! Og Páll Björnsson skelti aftur hurðinni, sneri sér við og fálm- aði með hægri fæti niður af efstu tröppunni. Hann hélt handleggj- unum út frá bolnum og blánaði í framan, og svona hikfótaði hann sig niður á götuna. Svo blés hann og tifaði af stað, rauður, breiður og vaggandi, með grá, heiftarleg augu undir hnykluðum, loðnum brúnum. ... Þvílíkar hel- vítis tröppur! Hann skaut hörðum hattinum aftur á hnakkann, svo að toppur af gráu, en grófu hár- inu dinglaði niður á ennið. Svo baðaði hann höndunum og eins og reri sig áfram, másaði, humm- aði og ræskti sig. Þrátt fyrir hina örlögum skyldu afsíööu, sem manneskjurnar þarna í þorpinu höfðu til Páls kaup- manns, myndu þær nú flestar hafa kosið að víkja úr vegi fyrir honum, ekki með sömu tilfinn- ingu eins og vikið er fyrir' bíl, sem fullur maður ekur, heldur eins og menn flýja hamfarir höf- uðskepnanna, sem þeir hafa á tilfinningunni að æðri máttar- völd standi á bak við. Gamli mað- urinn undir húsgaflinum heyrði másið og dró sig saman' í herðun- um. Og hann ímyndaði sér, að það væri að kólna, og hann á- kvað að fara bráðum inn — og þetta bráðum var sama og þegar Páll kaupmaður væri vel úr vegí.„ Krakkarnir, sem voru uppteknir af..sínum hjónabandsleik, urðu alt. í einu hrædd og hikandi börn, þutu á bak við eldiviðarskúrinn og stóðu þar á öndinni, horfandi undrunar- og skelfingar-augum út í veröld, sem var svo óhuggu- lega stór og óþekt og gjörn á að koma þeim sem mest á óvart, einmitt þegar þeim fanst þau standa báðum fótum| í velþektum veruleika. Kvapholda konan í torfbænum þreif úr gluggakist- unni tveggja ára drenghnokka, sem hafði unað sér sérlega vel við að fletja út á sér nefið við svala rúðuna. Konan henti nú krakkanum upp’. í húm, og þar sat hann stóreigur með opinn munn, kreisti síðan aftur á sér augun, sýndi niður í kok á sér og belj- aði af öllum lífs og sálar kröft- um. ... Og hinn reisti og myndar- legi hani teygði hausinn beint fram, skimaði flóttalega og þaut af stað inn á tún, svíkjandi sitt Fálkariddaraeðli, án þess þó að sjá sinn mórauða höfuðóvin með hinar hangandi, rauðu kjaftfyllur. ... En áður en Páll kaupmaður kæmist nú þennan tiltölulega stutta spotta inn og yfir á kontór- inn, sem var í sama húsi og búðin, kom á móti honum ein alkunn lífvera þessa þorps. Hún tifaði rólega og festulega, kink- aði kolli við hvert fótmál, svo að nennar virðulega og stríða hökuskegg hrisíist með víssu af- mældu millibili — og hún góflaði hægt og gætilega og svo sem í- hugandi. En á augun sló eins og rauðleitum bjarma, og augnaráðið var árvakurt og ekki laust við þrjóskukenda lítilsvirðingu, svip- að og hjá mönnum, sem finst þeir vegna óbætts og óverðskuldaðs ó- réttar vera í hefniaðstöðu við um- hverfið. Þessi lífsvera var grá- flekkótt, strýhærð, fjórfætt og svo frámunalega stórhyrnd, að það var í rauninni ekkert undarlegt, þó að hún mætti með sjálfstil- finningu og ró vondum og refsi- verðuni heimi. Þær stönzuðu alveg hnífjafnt, þessar tvær stórhyrndustu skepn- ur skaparans á þessum punkti jarðkringlunnar, snarstönzuðu svona góða faðmslengd hvor frá annari og horfðus't í augu — en ekki nema svo sem augnablik, því brátt fór hin tvífætta að skima út undan sér. ... Og sjá: Það voru þarna engar dyr, sem lægju vel við- til bjargar. Það fór titr- ingur um andlitið á Páli kaup- manni og hann hallaðist áfram, ráðþrota og öldungslegur. Hann hafði bara flanaðl í flasið á einu skepnunni, sem hann ottaðist í allri Brimnesvík, þrevetrum, þræl- manneygum, helvízkum geithafri, soni Jónas í Árbæ á.tti, ogi alls ckki mátti ganga laus. .... Qg svo var Hektor, hinn mórauði hjálpar- andi, hvergi nærstaddur. Hafurinn stóð grafkyr og þef- aði, bretti eyrun og starði rauð- gulum fyrirlitningar- og heiftar- augum á þennan fyrirferðarmikla: og espandi fulltrúa hans verstu fénda, þeirra fénda, er bundu hann inni við jötu í hálfdimmu hreysi', þegar veröldin íjómaði úti og heit angan gróandi grasa barst inn um hverja smugu og kveikti snarkandi voreld í blóði og aug- um. Hafurinn beið ekki lengi. Hann var sloppinn úr prísundinni — og hann hafði engum mætt á leið sinni út á vígvöll tilverunnar nema einni lítilli tík, sem strax hafði lagt á flótta og stokkið í ofboði inn um opinn glugga, þar sem sterka matarlykt lagði út. Hafurinn hafði horft á eftir tík- inni, sogað að sér matarþefinn og •svo hrist höfuðið með fyrirlitn- ingu. Síðan hafði hann haldið á- fram út á götuna — enn þá meira þurfandi svölunar en nokkru sinni áður. ... Og svo stóð þarna alt í einu fyrir framan hann ... ! Hann hoppaði áfram og skók hvassydd hornin, svo það gljáði á þau i síðdegissólskininu. Hann kom léttilega niður, reis til hálfs upp á afturfæturna, setti undir sig hausinn og hentist á markið. Páll kaupmaður Björnsson skaut sár til hliðar, stirðlegur og þungur í vöfum, en höggið lenti á mjööm- inni á honum, og' hann snerist við til hálfs, rak upp vonzkulegt ösk- ur, baðaði út höndunum og féli aftur á bak út af götubrúninni. Það var talsvert lægra utan við götuna, og fæturnir á Páli ^tóðu í loft upp, en hnakkinn skall nið- ur. Hatturinn hrökk af höfðinu og hringsnérist á kollinum, eins Liósmyndastofa Sigurðar Guðmundssonar Lækjargötu2, sími 1980, heima 4980. Nú í kreppunni verða menn að hafa það hugfast, að fá sem mest verðmæti fyrir sem minsta peninga. VerðmætL myndarinnar er ekk» ert sé hún ekki góð. Atelier-ljósmyndin er hin eina fullkomna, hvað sem ölluskrumi líður.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.