Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 30.03.1935, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 30.03.1935, Blaðsíða 3
ALÞÝÖUBLAÐIÐ 3 og hann væri skopparakringla — -og sólargeislarnir iðuðu og kvik- uðu á hvítu og heföarlegu silki- fóðiinu. En á götubrúninni stóð hafurinn og horfði á sigur sinn, sleikti út um og japlaði í friði ög spekt. Og þegar fæturnir á óvininum komu til jarðar og skó- færnar voru þarna rétt fyrir frítm- an ásjónuna á hafrinum, þá snas- aði hann með hægð af skónum á vinstri fætinum, hóf upp höfuðið, teygði fram snoppuna og fýldi grön með frámunalegri' rósemi og jafnaðargeði. En nú setti hinn fallni óvinur hins margbundna og undirokaða geithafurs hendurnar aftur fyrir sig og reyndi að rísa upp. Og á ný horfðust þeir í augu, þessir mektarbokkar, sá fjórfætti rólegur ■eins og sá, sem trúlega hefir fylgt sterkri og krefjandi eðlisþörf og er að engu leyti sjálfum sér sund- urþykkur, hinn eins og sú per- sóna, sem séð hefir löghelgaðar manneskjur vera sína þolinmóðu og hundbeittu hjörð — og verður :svo sviplega að lúta einu ófrið- helgu geitkvikindi. Enginn var á götunni, sem gæti skakkað þarna leikinn, erí konan í torfbænum stóð við gluggann — afmynduð af jarðskjálftatilfinn- ingum. Og gamli maðurinn við skælda húsgaflinn skalf og nötr- aði af geðshræringu, án þess að hann þó eiginlega vissi, hvað fram fór. En alt í einu kom fölleita kon- an út á tröppurnar á kaupmianns- húsinu. Ogdiún hallaði sér svolít- ið áfram og stóð svo grafkyr. Loks áttaði hún sig, konan, sem vigð var Páli kaupmanni fyrir framan heilagt altari og búin að iæða honum í óflekkaðri hjóna- sæng þá tölu barna/ sem henni KAFFI var ásköpuð. Hún áttaöi sig og rak up'p hljóð — og svo þaut hún að dyrunum, stakk höfðinu inn og kallaði með hárri og ang- istarspentri röddu: — Hektor, Hektor! Og út úr dyrunum hentist mó- rauður hundur, flenti út nasirnar og glenti upp augun — og sveif eíðan í boga ofan af tröppunum. Steinþegjandi þeyttist hann síðan inn veginn. En hafurinn frá Árbæ heyrði vel. Hann vék sér skyndilega við — og þegar hann sá hina mó- rauðu ófreskju, sem teygði á hlaupunum fram hausinn og lét skína í hvítar, biturlegar tennur undir rauðum og drjúpandi kjaft- fyllum, hóf hann sig á loft og og gerði nýja árás umsvifalaust, eins og þarna væri ekki um ann- að að ræða en nýtt, kærkomið tækifæri til að jafna sínar sakir við veröldina. En hundurinn hafði á annan hátt lagt rækt við líkama sinn en húsbóndi hans — og nú fleygÖist hann léttilega til hliðar og kastaði sér síðan á hafurinn, sem lent hafði á hnén við að missa marksins. ... En hafurinn var of léttur fyrir — svona hálf- risinn upp. Hann hnoðaðist niður — og hundurinn stakkst kollhnís yfir hann. Og eldsnöggt — með áfergju þess, sem aðeins hugsar um sem versta útreið andstæð- ingsins það augnablikið, sem er að líða, vék hafurinn til hausnum og lagði hornunum af því afli, er hann fékk við komið í þessari stellingu, í bakhlutann á sínum mórauða fjanda. Svo kvað við hljóð, þrungið heift og kvöl, og hundurinn Hektor nísti tönnunum niður í harðan leirinn á götunni. En nú vofði ný hætta yfir sig- urvegaranum. Þegar hann var rétt í þann veginn að koma fótum undir sig, klenundu örlögin hon- um að hálsi meö 220 punda þunga. Hann gat ekki hreyft legg eða lið. Og Páll Björnsson, sem hafði nú þetta Belíasafkvæmi milli þrýstinna læra, greip sinni hendi hvort horn hins fallna ög lei't rykugur og rauður, sveittur, en sigrandi, á eiginkonu sína og dóttur, sem stóðu fö.lar og teknar í guðs sólskini á tröppunum. — Steina, Steina, farðu strax og sæktu hreppstjórann! Og Steina hljóp af stað á hvít- um, þunnum kjól, sem hafgolan lagði þétt að hennar ungu, heitu limum — og brátt hvarf hún, þar sem bugur var á götunni. Svo var þá alt kyrt og athafna- laust á vígvellinum. Sá mórauði húkti upp á endann með opið ginið og klagaði sína nauð eins og hvert annað veikt og vesalt kvikindi — og kaupmaðurinn, húsbóndi hans, sat óþreyjufullur og ábyrgðarlegur og neytti sinn- ar þyngdar og síns handafls. En frúin stóð á tröppunni með enn þá hálffórnandi hendur — eins og hún byggist við, að hafurinn svifi af stað með sína byrði — og hún sæi hana aldrei framar. En innan skamms kom Steinunn hlaupandi — og á eftir henni lág- vaximi eldri maður í gráu vesti og röndóttri skyrtu — og mefc einkennishúfu á höfði. Par var á ferðinni Kristinn trésmiður og , hreppstjóri í Brimnesvík. Steinunn hafði undið sér móð og heit inn í stofu, þar sem hann sat að kaffi- drykkju — og á stangli höfðu orðin komið: — Hann ... hann pa-pabbi ... biður þig að ... að koma fljó- hótt! Og svo var hún horfin. Hreppstjóri komst algerlega út úr sínu daglega sinnuleysi sem yfirvald. 1 tilfinningunni um geðs- hræringu sendiboðans og ægivald þess, sem boðin voru frá, greip hann einkennishúfu, sem hann áður hafði einungis sýnt norsk- um sjómönnum, og fleygðist af stað með ótugginn brauðbita öðr- um- megln í munninum. Eftir svo sem tvær mínútur var hann kom- inn á vettvang — en þar stanz- aði hann eins og hann hefði rekið sig á vegg — og skimaði sínum gráu augum með skilningsleysi undan skygninu á kóngsins húfu. En hann var brátt vakinn af sínum undrunardvala. — Hvað ertu að standa? kall- aði Páll Björnsson í sinum hvat- legasta rómi. — Komdu og taktu við helvítis hafrinum og reyndu að stinga honum einhvers staðar inn! Og yfirvaldið á skyrtunni brá við og gekk að mektarbokkunum, þeim bugaða og þeim, sem sigur- pálmanum veifaði — greip haf- urshornin sínurn sterku trésmiðs- höndum og sagði drengilega, en með hiki þó: — Svona ... nú! Ætli þú ... þú reynir ekki að slepp-sleppa hónum! Og Páll Björnsson létti sér af hafrinum og þerraði af sér svit- ann á erminni — gefandi hafrin- um hornauga. En það hefði ekiterc nik þurft 'að vera í rödd hreppstjóra. Haf- urinn var svo dasaður, að hann þurfti hvatningu til að rísa. Og svo skjögraði hann af stað við hlið hreppstjóra, eins og hvert ánnað þægðarskinn. Pað var auð- séð, að það þoldi ekld alt Ufandi í Brimnesvík þungann hans Páls Björnssonar, án þess að láta í eiín- hverju á sjá. . . . Og svo lofaði þá konan á tröppunum sinn guð. En þegar fólkið, sem hafði ver- ið að lysta sig inni í Tangakaup- stað þennan alvörunnar dag, kom upp bryggjuna í Brimnesvík, þá leiddi fáklæddur maður með eirí- kennishúfu gráflekkóttan, skjögr- andi geithafur út götuna — og gat sá illa valdið sínum stóru hornum. Það stönzuðu allir og störðu — og Sigga gamla á fartinni fann ángur í hjarta yfir sinni fjarvist, þrátt fyrir ýmislegt frásagnarhæft, sem borið hafði við í ferðinni. Lítilfjörlegur drengsnáði, sem elt hafði hreppstjórann og hafur- inn, verið sá eini lukkulegi allra drengja í þorpinu, sá undrun fólksins — og hann skildi sína köllun á þessari stund. Hann benti á hafurinn með al- vöru og í hóf stiltri sjálfstilfinn- •ing og sagði: — Hann reis upp á afturfæt- urna og stangaði hann Pál — og nú á líka að setja hann inn! Það var sama þögnin yfir hópn- um, en sumum varð á að líta eins og aðvörunar og jafnvel ásökunar, augum til ókunnugs og óvenju- legs manns, sem verið hafði far- þegi á bátnum. En ókunni maðurinn stóð þög- ull um hríð. Svo benti hann á eftir þeim, hafrinum og kóngsins þjóni, og þó hann brosti svolítið, þá var samt svipurinn þungur og röddin alvarleg, eins og hann meinti fyllilega það, sem hann sagði. - — Þeir afneituðu sínu eðli og tileinkuðu sér haftið og klafann — og þá upphóf skepnan sig á tvo fætur og gerði þeirra köllún að sinni. Gudjnundur Gíslason Hagalín. Auglýsingar í Sunnudagsblaðinu eru lesnar mest allra auglýsinga. Allir veita þeim athygli. Alislenzkt félag. Sjóvátryggingar, Brunatryggingar, Rekstursstöðvun- artryggingar, Húsaleigutrygg- ingar. Líftryggingar.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.