Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 30.03.1935, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 30.03.1935, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Espelund sulu^l. Saga eftir Pipperup. EG GEKK ut að fallega kirkju- garðinum í Króksfjarðar- þorpi, og ficgar ég gekk fram- hjá gröf einni, kom ég auga á mann, sem sat brosandi á bekk og hailaði sér upp að stórum leg- steini. Við fórum að tala saman, og f>ó að mér virtist ánægjubros hans ekki viðeigandi á pessum stað, setti ég upp sorgarandlit og spuröi hvort pað væri ná- kominn ættingi hans, sem ætti hér hvílustað. — Pvi er ekki að neita, sagði hann. — Það er í raun og veru ég sjálfur, sem hvíli hér. Pað er að segja, reyndar er það bróðir minn, Hans P. Espelund, sem fór til útlanda, en í augum heimsins er þaö ég. Ég sagði honum, að ég skildi ekkert orð í þessu. — Þér vekið traust á yður, sagði hann. — Þér líkist manni, sem er nýháttaður. Setjist þér hérna hjá mér, og ég skal segja yður alla söguna. Sem stendur eruð þér í þorpi, sem heiíir Króksfjarðarþorp. Og þetta þorp finnið þér ekki á neinu Evrópukorti. Stórveldin taka ekk- ert tillit tii þessa þorps og flug- urnar skríða yfir þann stað á kortinu, sem þorpið ætti að Iiggja. Skiftar eru skoðanir um það á hverju þorpsbúar lifi, og það, sem skeður þar, kemst sjaldan lengra en í dagblað Króksfjarðar- þorps. I þessu þorpi bjuggu tveir bræður, skósmíðameistararnir Es- pelund. Annar þeirra, nefnilega ég, var hár maður, kynhreinn aríi, hneigður til söngs, Pétur H. Es- pelund að nafni, og hinn, nefni- Iega bróðir minn, var lítil og ó- tútleg persóna og hét Hans P. Espelund. Hugsið yður nú herra minn, að tveir menn með nafninu Espelund búi í svona litlu þorpi. Hugsið yður Napoleon tvöfaldan í roð- inu, og annar skygði stöðugt á hinn. Þegar annar sigraði í or- ustunni við Egyptaland, fengi hinn allan heiðurinn af því, og þegar annar kvæntist Jósefínu, yrði hinn að borga brúsann. Þetta gætu orðið alvarlegar á- stæður. Þanpig lifðum við, tveir menn með nafninu Espelund, í skugga hvor annars. Þá bar svo við, að ég var i kjöri við bæjarstjórnar- kosningar, og féll auðvitað. Þorpsbúar gátu ekki hugsað sér annað eins afstyrmi í bæjiairstjórn og Hans P. Espelund. Þeir tóku okkur alt af í misgripum, og það var ógæfan. Sunnudag nokkurn sat ég og horfði út um gluggann minn. Þá sá ég Hans P. Espelund koma yfir götuna. Hann trítlar :að hús- inu mínu, tindilfættur, hjólbein- óttur og snúinlappa. Við vorum báðir ekkjumenn og barnlausir og ég segi svona við sjálfan mig: — Þarna kemur nú Hans P. Hann hefir gleymt einhverju, þegar hann var hérna seinast fyrir 17 árum síðan. Skömmu síðar situr Hans P. í stofunni minni og gónir á hattinn sinn, eins og hann sæi hann nú í fyrsta skifti, þó að hann væri frá þeim tíma, þegar hann kvænt- ist í fyrsta sinni árið 1895. — Heyrðu mig, Pétur H. Espe- lund, segir hann. Þú sérð það foá’fur, að þorpið er of þröngt fyrir tvo menn, sem báðir heita Espelund. — Því játa ég, sagði ég. — Og þar sem ég hefi ekki gert neinar uppfinningar ennþá, þá er það vegna þess, að ég veit að þú færð allan heeiðurinn af því. — Ég neita því ekki, sagði ég, — að ég hefi hingað til neitað að leysa þau verkefni, sem bæjar- félagið hefir viljað leggja mér á herðar, vegna þess, að ég hefði orðið að deila ágóðanum með þér, Hans P. Espelund. — Pétur H. Espelund, segir hann þá. — Eins og málin standa sé ég ekki annað en við gerum félag með okkur. Hvað segir þú um það? — Ég segi bara, að þessi uppá- stunga sé þér samboðin, Hans' P. Espelund. Þú reynir að sníkja allan heiðurinn af mínum verk- um. — Þá er aðeins ein leið opin, Pétur H. Espelund, segir hann, — hún er sú, að annarhvor okkar fari burtu úr þorpinu og hverfi eitthvað út í buskann. Við vörp- um hlutkesti. Minn hlutur kom upp. Daginn eftir tók ég saman pjönkur mín- ar og fór burtu. Ég bjó eins og landflótta maður á herkastala nokkrum og þjáðist af heimþrá. Á hverjum degi las ég dagblað Króksfjarðarþorps, og einn morg- un las ég eftirfarandi: Bæjarfélagið hefir í nótt orðið fyrir sárri sorg. Herra Pétur H. Espelund lézt um þrjúleytið. Eins og menn muna fór hinn bróðir- inn, herra Hans P. Espelund, fyr- ir 8 dögum síðan til útlanda. Aftur höfðu verið tekin misgrip á okkur. Það var ekki verra en við var að búast. Ég hefði orðið meira undrandi, ef það hefði ekki skeð. Auðvitað átti að grafa mig, þar sem Hans P. Espelund var farinn til útlanda. Þetta var glettni örlaganna. — Hlustið nú á, herra ininn. Ef þér hafið nokkurn tíma óskað þess að komast hærra í mannfé- lagsstiganum og öðlast einhverja þýðingu í þjóðfélaginu, þá skuluð þér láta jarðsyngja yður með pomp og prakt á sunnudaginn kemur. Ég tala af reynslu. Daginn eftir greip ég blaðið og las eftirfarandi: Eins og skýrt var frá í blaðinu í gær er herra Pétur H. Espelund horfinn yfir hið mikla haf dauð- ans, og það eru engar ýkjur að segja, að þorpsbúar séu sem lam- aðir af harmi vegna andláts þessa stórmerka manns. Pétur H. Es~ pelund var helzta prýði þessa þorps. Hann var borgari, sem því miður fékk aldrei þá aðstöðu, að hann gæti neytt hæfileika sinna í þágu bæjarfélagsins. Hann var meðal fremstu borgara þessa bæj- ar, en sakir hæversku sinnar og hlédrægni hliðraði hann sér hjá því að takast á hendur ábyrgðar- mestu embætti bæjarfélagsins. Hann var fluggáfaður maður og hámentaður, og hefði öllum þótt sómi að því að fylgja slíkum forystumanni. Þegar ég hafði lesið þetta varð ég ýmist svartur sem sót eða bleikur sem bast. Svo kallaði ég. á þernuna. — Viljið þér koma með ferða- töskurnar mínar, ungfrú. Eins og þér vitið, heiti ég Pétur H. Espe- lund. Það vissi hún. Ég flýtti mér á járnbrautarstöð- ina og fór með fyrstu ferð heim í Króksfjarðarþorp. Hugsið þér yður, herra minn. Þegar ég fór úr þorpinu var ég einskis nýt- ur, þýðingarlaus manneskja. Og nú var ég „einn af helztu borgur- um bæjarins", og nú átti að reisa mér líkneski. Mér hafa aldrei fall- íð í geð þessi líknesk;i á fæti. Ég vil hafa ríðandi líkneski. En á sama augnabliki mundi ég eftir því, að ég var dauður og grafinn. Við því var ekkert að segja, en ég undi því vel, að lifa sem dauður maður og njótaj virðingar þorpsbúa sem mjög þýðingarmikill borgari og kærðí Kaffibætir Það er vandi að gera kaffir vinum til hæf- is, svo að hinni rétti kaffi- keimur haldii sér. Þetta hefir G. S. kaffibætir tekist. Reynið sjúlfc. Reynslan er. ólýgnust. Munið að biðjanæstum G. S. kaffi- bæti. Hann svikur engan. E Verð viðtækja er lægra hér á landi, en í öðrum löndum álf- unnar. Viðlækjaverzlanin veitir kaupendum viðtækja meiritryggingu um hagkvæm viðskifti ennokkur önnur verzlun mundi gera, þegar bilanir koma fram í tækjunum eða óhöpp bera að höndum. Ágóða Viðtækjaverzlunarinnar er lögum samkv. eingöngu varið til reksturs útvarpsins, almennrar útbreiðslu þess ogtil hagsböta útvarpsnotendum. Takmarkið er: Viðtæki inn á hvert heimili. liðtækiaverzinn rikisins, Lækjargötu 10 B. Sími 3823.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.