Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 30.03.1935, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 30.03.1935, Blaðsíða 5
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 mig ekkert um að leiðrétta mis- gripin. Það hefði verið ófyrirgef» anleg heimska af mér. Svo fór ég heim, pví að hús Hans P. Espelunds var eins og hann skildi við pað. Ég gladdist í hjarta mínu, því að allir porpsbúar og menn par í grendinni höfðu lesið eftirmælin mín, sem ekki voru neitt slorleg. Nokkrum dögum síðar frétti ég, að Samband hænsnakaupmanna og Kristilegt félag ungra kvenna hefðu aurað isaman í legstein handa mér. Það er pessi hnullungur þarna. Á steininum stóð letrað: Pétur H. Espelund elskaður og virtur. Velgerðamaður porpsfélagsins, verndari fuglanna og vinur allra dýra. Reist af þakklátum borgurum. Sjáið nú til, herra minn. Eftir petta fór ég að bera mig borgin- mannlega. Ég sá að mér hafði mistekist að lifa. Ef til vill var dauðinn mér hliðhollari. Það var sakir pess, að umhverfið var mér of pröngt. Ég hefði átt að vera Cæsar Nekodemus. Ég keypti mér Napóleonshatt í laumi og ein- kennisbúning lífvarðar og sat heima á legubekknum. En dag nokkurn fór ég af forvitm út að legsteininum. Síðkvöld nokkurt sat ég hér í einkennisbúningnum minum ásamt tilheyrandi heið- ursmerkjum. Þá sá ég alt í einu Prestsfrúna koma. Hún nemur staðar og horfir á mig. — Jesúspétur, segir hún. — Er Þetta ekki: Pétur H. Espelund sjálfur? — Jú, frú mín, sagði ég. — Vona að frúin hafi lesið eftir- uiælin mín. Hún gekk ekki. Hún flaug í burtu. Það er bezt að leggja spilin ú borðið, hugsaði ég. Sama kvöld fór ég á kvenfé- lagsfund. Ég stóð í dyrunum í öllum skrúða. Frúrnar féllu allar á kné. Þær eru nú allar að gutla í andatrú. Skiljið pér mannlífið, herra ttúnn? Oft ber svo við, að ég skil Það ekki sjálfur. Einn góðan veð- urdag kom spítalalæknir heim til bdn. Hann skoðaði mig í krók og bring og skipaði mér á spítala. Það eru sex mánuðir síðan, og ég befi það á tilfinningunni, að ég nÝt ekki eins mikillar virðingar ^ins og meðan ég var dauður. En steinninn er enn pá á sama stað. Hann er eina tákn þeirra tímai, Þegar ég var „einn af helztu borgurum þessa bæjar“. Stöku stnnum gægist ég inn i kirkju- Snrðshornið til Hans P. Espe- 'nnds og segi: — Hans P. Espelund! Þú varst alt af skuggamegin í lífinu. Það var ekki rúm fyrir meira en einn Espelund í Króksfjarðarþorpi. Scotland Yard leitar og finnur ekki. Það hefir borið töluvert á því undanfarið U/2 ár, að menn hafi verið myrtir í Englandi og limir hinna myrtu hafi fund- ist í töskum, skápum og kistum á ýmsum stöðum, í geymslum fyiir óskilamuni á járnbrautar- stöðvum og þess háttar stg,ðum. Nýlega fanst í einum sporvagni í London pakki, sem einhver hafði skilið eftir, og er gætt var í pakkann komu afhöggnir hand- leggir og fætur í ljós. Reyndist þetta vera af ungum manni. Scotland Yard hefir gengið mjög il]a að komast fyrir glæpi, sem framdir eru með þessum hætti, og eru nú þrír slikir glæp- ir, sem ekkert hefir upplýst um. Nú leitar Scotland Yard þess manns, sem framið hefir hinn síð- asta þessara glæpa, og er talið líklegast, að sá, sem hefir fram- ið hann, sé kominn í útlendinga- hersveit Frakka í Afríku. Reisti bálköst fyrir sjálfa sig I Brest bar það nýlega við, að gömul kona hlóð mikinn köst við húsdyr sínar. Komu nábúarnir að úr öllum nærliggjanndi húsum og spurðu undrandi konuna, hvað hún ætlaði með köstinn. Gamla konan svaraði þeim engu, en er hún hafði hlaðið köstinn háan 0g breiðan helti hún olíu og benzíni í hann og kveikti í honum, og er eldurinn var orð- tan mjög magnaður, stökk hún inn í bálið og var brunnin til bana, áður en áhorfendumir gátu nokkuð að gert. Björnsson „treðurupp‘ í Aabenraa. Ef trúa má fregnum frá Aaben- raa, þá er Björnstjerne Björnson nýlega tekinn upp á því að „troða upp“ á andafundum í Suður-Jót- landi. Er það einhver frú Christ- ensen frá Dalborg, sem er miðill- inn. Á einum slíkra funda „dekla- meraði" andi Björnsons fyrir munn frúarinnar „Löft ditt hode, du raske gutt“ og síðan las hann upp formfagurt kvæði í 12 er- indum, sem enginn kannaðist við. Að lokum gaf hann fundarmönn- um ýms heilræði og fór síðan. Hraustur maður. Englendingur nokkur að nafni Samson Bessford hefir boðið hverjum sem vill að þreyta við sig aflraunir. Hingað til hefir hann að eins skemt fjölskyldu sinni og vinum með aflraunum sínum, en nú ætlar hann að týna almenn- ingi hvað hann getur. Leikhús- stjóri nokkur hefir tekið hann í þjónustu sina og ætlar að láta hann sýna á leiksviði. Samson getur látið Fordbíl skip- aðan farþegum aka yfir brjóstið á sér; hann getur bundið reipi um hálsinn á sér og látið 16 filhrausta menn toga sinn í hvorn enda, beygt stuttan og gildan járnbit með tönnunum, tuggið rafmagns- peru eins og togleðurstuggu og staðið uppréttur þó að múrsteinn falli í höfuð honum úr nokkurra metra hæð. Hann hefir gaman af því að strá glerbrotum í rúm sitt áður en hann hattar. Erfitt ferðalag. Fimtán ára gamall drenghnokki var nýlega færður á lögreglustöð- ina í Genf. Hann var banhungr- aður, dauðkaldur og staurblankur. Hann hafði tekið sér ferð á hendur með járnbrautarlestinni frá Varsjá til Genf og falið sig undir einum vagninum. Vegalengdin er 1700 kílómetrar og ferðin stóð yf- ir í 48 klukkutíma. Lagið, sem konan hans hafði samið, gaf hon- um minnið aftur. Gamall og þreyttur maður kom nýlega inn á heimili fyrir flæk- inga í New York. Hann settist þar á bekk, hungraður, rifinn og skítugur, og hallaði sér upp að bríkinni. Alt í ednu var byrjað að leika lag, sem er vinsælt og heitir Washington. Spratt gamli maður- inn þá á fætur, strauk með hend- inni yfir augun og hrópaði þvi næst: „Nú veit ég hver ég er. Konan mín hefir samið þetta lag. Ég heiti Gulerian." Kom nú í ljós, að gamli maður- inn var Moses Gulerian. Hafði hann tapað minninu og horfið af heimili sínu og lögreglan leitað hans, þar sem talið var að hon- um hefði verið rænt, þvi hann er auðugur. Það var líka einkennilegt í sambandi við þetta, að hann lenti þarna á sama flækingaheimilinu, sem hann hafði komið á fyrir 50 árum, er hann kom fyrsta sinni vinalaus og allslaus til Ameríku. Fyrirmyndar fangelsL í Póllandi er lítill bær, sem heitir Bocki. Þar er fangelsi eins og í öðrum bæjum. En það er sérkennilegt við þetta fangelsi, að þar hefir föngunum verið leyft að vera „inni“ þegar þeir hafa vdljað og „úti“ þegar þeir hafai óskað þess. Og ef einhver óskaði þess, gat hann keypt dómarana til að sýkna sig. Nú hafa yfirvöldin tekið í taum- ana og bannað þessar fyrirmynd- ar fangelsisreglur og jafnframt látið taka lögreglustjórann, borg- arstjórann og dómarann fasta og (setja þá í fangelsi, en ekki þó í fangelsið í Bocki. Ný uppfinning með grammófónplötur. Fyrir nokkrum árum spáðu menn því, að grammófónninn myndi svo að segja hverfa; út- varpið myndi algerlega útrýma honum. En útkoman hefir orðið alt önnur. Sala grammófóna hefir aukist jafnhliða aukinni útbreiðslu útvarpsins. — Nýlega hefir verið ger ný uppfinning með grammó- fóna og grammófónplötur. Er hún í því fólgin, að hægt er að spila á hvora hlið plötunnar í heila klukkustund. Þolgóður bílstjórL Nýlega kom maður nokkur til St. Louis og bauð sig fram til einkennilegrar atvinnu. Hann ætlaði að auglýsa bílategund eina fyrir firma nokkurt og bauð að láta hlekkja sig við stýri bílsins og ætlaði síðan að aka um alla Ameríku og auglýsa bílinn. Hann fékk bílinn, benzín, olíu og nesti tdl margra vikna, ogjí staðinn átti hann að auglýsa fyrir firmað. — Síðan lagði hann af stað, og eftir því, sem bezt verður vitað, stend- ur bíltúrinn enn þá yfir. Það hefir enginn séð bílinn, bílstjórann eða handjárnin síðan. Það hefir verið auglýst eftir manninum í útvarp, og ef einhver hefir séð bílstjóra, sem er „lágmæltur og fljótmæltur, rauðhærður, með skakkar tennur, sem standa út úr munninum," þá er það hann.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.