Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 30.03.1935, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 30.03.1935, Blaðsíða 6
ALÞÝÐUBLAÐIÐ Eiturbyrlaraþorpið. Fyrir hálfu öðru ári síðan fékk lögreglan í Debreczen, sem er ungversk borg, nafnlaust bréf, skrifað með slæmri rithönd og fult af ritvillum. I þessu bréfi, var yfirvöldunum tilkynt, að kona Eliume Papp, ríks bónda í Csolk- mol, þorpi nálægt D., hefði fyrir 10 árum byrlað manni sínum eit- ur, með aðstoð tveggja sonarsona sinna. Kerling hefði brátt farið að kvíða fyrir pví, að drengirnir ljóstuðu upp glæpnum af fljót- færni, og hefði pví álitið réttara að hindra paö með pví að koma peim fyrir kattarnef. Þessi uppljóstrun varð til pess, að hafin var rannsókn, sem leiddi í ljós mörg skrítin atvik. Nafn- lausa bréfið var frá manni nokkr- um, að nafni Imré Papp, iná- frænda ekkju E. Papp. Hann hafði fyrir nokkru dregið á tálar Juliette frænku sína og átt með henni barn. Foreldrar stúlkunnar höfðu kært Imré og heimtað að hann væri skyldaður til að gefa með barninu. Hann póttist viss um að ekkjan, sem áður var nefnd og sem var höfuð ættar- innar, hefði verið parna í ráðum með foreldrum Juliette, og ákvað að hefna sin á henni með pví a'ð koma upp um verknað kerling- arinnar. Lögreglan rakst brátt á miklar hindranir við rannsókn málsins, par sem ekki tókst með neinum brögðum að fá íbús Csolkmol, sem eru einbeittir og tortryggnir bændur, til að leysa frá skjóðunni. Þrátt fyrir pag- mælsku pessara vitna tókst pó lögreglunni að lokum að fá upp- lýst, að meðlimir Nagy- og Papp- fjölskydnanna, sem voru pær rík- lustu í porpinu, hefðu á nokkrum árum sálgað ekki færri en 22 manns. Þeir notuðu eina sniðuga a.ðferð og alt af pá sömu. Þegar búið var að „dæma einhvern til dauða“, fóru peir í næsta porp, keyptu par flugnaveiðara og náðu úr peim arzeniki. Eitrinu komu peir svo annaðhvort 1 brenni- vínsglas fórnardýrsins eða uppc,- haldsrétt. Til pess að forðast allan grun, biðu peir pess oftast, að fórnardýrið veiktist, og pað var ekki fyr en læknir hafði verið sóttur og fólk vissi að maðurinn var veikur, að peir komu glæpn- um í framkvæmd. Enda pótt hvert mannsbarn í porpinu vissi um pessa samfeldu röð af hræði- legum glæpum, pá porði enginn árum saman að ljósta peim upp, enda voru allir porpsbúar í tengd- um hver við annan. Það viröist svo, sem upphafs- maðurinn að pessum myrkraverk- um hafi verið Ijósmóðir nokkur, ekkja Jean Nagy. Hún hafði á samvizkunni a. m. k. 5 morð. Hún hafði m. a. myrt ríkan bónda parna í porpinu, sem bjó einn í elli sinni og átti engan erfingja. Ljósmóðirin fékk hann svo algerlega á sitt vald, að hann gaf henni allar eigur sínar með pví einu skilyrði, að hún sæi hon- um fyrir hfsviðurværi pað sem hann ætti órifað. Þetta pótti henni of mikil heimtufrekja og byrlaði gamla manninum eitur með köldu blóði’. Þótt undarlegt megi virðast, pá var pað einkum kvenfólkið, sem skaraði fram úr í pessum hermd- arverkum. Eitt vitnið sagði frá pví, að hann hefði einu sinni horft á dauðastríð bónda nokkurs, en móðir hans hafði byrlað honum eitur í brennivíni. Þegar maður- inn engdist sundur og saman af kvölum, pá voru petta huggun- arorðin, sem móðir hans sagði við hann: „Þér var nær. Þetta ætti að verða til pess, að þú hættir að drekka brennivínið.“ — Annað vitnið sagði frá atviki, sem ekki er síður átakanlegt: Kona ein hafði byrlað bónda sínum eit- ur. Þegar hún sá að eitrið fór að verka, kastaði hún hon im út úr húsinu og lét hann liggja i hræði- legum kvölum á þrepskildi húss- ins. DómstóIIinn í D. dæmdi Ijós- móðurina til dauða, og hinar kon- urnar frá 15 ára fangelsi og upp í iífstíðar. Grammöf ón plðtur. Lifgið upp frístundirnar með rnúsik. Hjá okk- ur fáið þér uppáhaldsmúsik yðar. Úrvalið mun fullnægja yður. Almennar plöturfrá 3,50. ®JLU®i Ósjálfrátt. Ég veit þú ert töpuð og von mín er dáin. Stjarna er hröpuð og stöðnuð er þráin. — Ég hyl mig| í skugga við hélaðan glugga og hugsa út í bláinn: — Já, pað e?mú svona, og pví er nú miður, að pú ert hans kona, en slíkt er víst siður, að einn skuli hljóta, sem annar að njóta sarnt óskar og biður. En heimska er að kvarta og kveljast af harmi. Og vef pú að hjarta þér vinarins armi á sorglausum beði með syndlausa gleði í saklausum barmi. En ástþráin mín er svo örðug, í taumi — hún leitar til pín , eins og lax móti straumi. <► — — Hún læðist urn húmið | við hjónabandsrúmið og háttar — — — í draumi. Stefán Jónsson. »»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»» »»»»»»»»»■»?»»»»»»»< Austurríki og stórveldin. Stórveldin, England, Frakkiand, og ítalia, haía rnikinn hug á pví „að vernda sjálfslæði Austurrikis“, sem pau kalla, en pað er að varna pví, að Austurriki samein- ist Þýzkalandi. Þetta hafa Austurrikismenp lika kunnað að nota sér, þvi að svo má segja, að fjármál landsins séu öll í höndum Frakna og Englend- inga. Þessi riki hafa hvað eftir annað veitt Austurriki „lán“, sem pau vita vel að pað getur aldrei gieitt aftur. Nú hefir Austurríkí, eftir að Þjóðverjar liafa rofið Versalasa'mn- ingana og boðað almenna her- gkyldu, óskað eftir pví, að mega lögleiða almenna herskyldu og auka herinn, ogl eru allar likur taldar til pess, að peim verði leyft pað undir eins og sýnt er, að engu samkomulagi er hægt að ná við pýzku nazistana, Myndin hér að ofan er tekin er austurrísku ráðherrarnir Schusch- nigg og Valdenegg komu til London um daginn, Á myndir.ni sjást Jobn Limon (með hattinn í hendinni vera að heilsa Schusch- nigg) en bak við hann stendur Valdenegg.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.