Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 17.05.1936, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 17.05.1936, Blaðsíða 4
AliÞÝÐUBLAÐIB F. Glaflkow: Barnaheimi ÞEGAR Gljeb var sofnaður, virtist honum í draumi Siem herbergið væri horfið og hanin væri sjálfur staddur á eyði- mörku. Honum fainst frjó- magnað vorloftið titra eins og tíbrá. Þegar hann lauk upp aug- unum streymdi sólskinið inn um glugganin. Dascha stóð við borðið og var að hnýta á sig rauðu skýl- luna. Hún leit á hann og brosti og augu hennar tindruðu eins og demantar. — Við höfum ekki tíma til að sofa fram yfir hádegi, þegar sólin vekur mann með geislum sínum. 1 morgun hefi ég samið skýrslu til kvennadeildarinnar um barna- heimilið og samið skrá yfir alt, sem vantar, bæði húsgögn og fatnað. Ég hefi athugað það alt. En hvar eigum við að afla fjár? Við erum bláfátæk. Við verðum að knýja á dyr hjá flokksstjórn- inni, þar til hún getur náð sér niðri á borgurunum. Nú verð ég framvegis að leggja alla áherzlu á að gagnkynna mér þessi mál- efni. . Þú hefir ekki enn þá séð Njúrku. Farðu nú á fætur. Við getum orðið samferða til barnaheimilisins; það er hér rétt hjá. — Það er bezt að við heimsækj- um Njúrku. É'g er bráðum tilbú- inn. . • • Dascha, komdu snöggv- ast til mín. Hún brosti og gekk til hans með spurn í morguinþrungnum augunum. — Ég toem. Hvað viltu? — Réttu mér höndina. Svona. Annars æski ég ekki; . . . taktu í höndina á mér. . . . Þú ert ekki sú sama og áður. . . . Ef til vill er ég ekki framiar járnsmiður eins og áður, heldur alt annar maður. Nú jæja, við verðum að byrja á nýjan leik. . - . Jafnvel skín sólin öðru vísi nú en áður. — Já, Gljeb; sólskinið og viður- væri okkar er orðið breytt. Ég bíð; flýttu þér. Dascha gekk á undan áleiðis til barnaheimilis.'ns. Vegurinn lá milli skógarrunna og þyrnigerða, þar sem Dascha hvarf stundum algerlega og kom svo aftur í JJös með rauðu skýluna á höfðinu. Gljeb fann að hún hraðaði sér á undan honum af ásettu ráði. Var :hún að erta hann eða var hún ótiaslegin. Hún var orðin hon- um gáta. Kona verður alt af kona, en sál hennar getur birzt í ýmsum myndum. Barnaheimilið „Krupskaia'" stóð uppi í dalverpinu, um- kiingt blómgörðum. Rauða þakið og reykháfarnir blöstu við í fjarska. Veggirnir voru hlaðnir úr óhöggnu grjóti, sem var límt saman með sementi. Gluggarnir voru stórir iog nú standa þeir opnir, og frá skuggalegu gím- aldinu heyrist hávaði eins og úr fuglabjargi. Úr grænu skógar- lunduinum berst einnig há- vaði. Húsið er tvær hæðir, og ieru veggsvalir á báðum, upp á svalirnar liggja klunnalegar tröppur. í sólbyrginu eru blóma- pottar, og þar sólbaka sig litlir barnakollar, líkir þnoskuðum melónum. Andlitin eru svo mögur og bieinaber, að það sést jafnveí í dálitlum fjarska. Ógreinilega sést hvort það eru drengir eða stúlkur. Þau eru öll í gráum, síðum kjólum; barnfóstrurinar eru líka gráklæddiar með hvítar skylur í sólskininu, sem var þeim fullheitt. Hægra megin við bygginguna glampar á dimmbláan sjóinn. Borgin og fjöllin úti við sjón- deildarhringinn sjást greinilega og virðast nær ien þau eru ímaun og veru. Strandferðiabáturiinn sést eins og svört rönd milli nessins og strandarinnar. Það suðar og hljómar í loftinu ieins og leikið væri á gullna strengi. Það eru býflugurnar og flugunniar á sveimi í himinblámanum; það er engu líkara en að, þær séu að leika undir fótatak barnanna. * Ösjálfrátt tók hugur hans að sveima út yfir hversdagsveru- leikann. Fjöllin, sjórinn, verk- smiðjan, borgin og sléttan hverfa sjónum hans. . . . Alt Rússland ... við . . . allar þessar hetjur, fjöllin, sléttan, verksmiðjan og f jarskinn,, syngja Ijóðið um starf- ið mikla. ... Titra ekki hendur okkar við tilhugsunina um mikið og voldugt verk? . . . Ætlar hjartað ekki að bresta við þrýsting blóðsins? . . . Þetta er Rússland verkalýðsins. . . . Það erum við, það er nýr heimur, sem mannkynið hefir dreymt um í toiargar aldir, það er byrjunin, það er þyturinn af fyrsta hamiars- högginu, það er, það verður. Það titrar eins og þrumugnýr í fjarska. Dascha stóð á tröppunum, sem voru skreyttar blómpottum, og beið hans. Andardráttur hennar var djúpur. — En hvað löftið er heilinæmt hér, Gljeb. . . . Það er eins og úti á reginhafi. . . - Njúrka býr á amnBri hæð. Hún gekk nokkrum þrepum á undan honum. Hreyfingar henn- ar voru aðlaðandi. Hér átti hún líka heima. Gljeb horfði ofan út sólbyrginu á runinana og trén, sem voru vot af dögg. Hér voru lika börn og hér læddust þau um í Sítnáhóp- um eins og geitumar i vierksmiðj- umni og rótuðu áfergjulega upp jarðveginum og litu hálf flóttö- lega kringum sig eins og þjófar. Þau grófu og grófu upp hálfétnar hnútur. Sá sterkasti og djarfasti stökk til hliðar með feng sinn og hámaði svo áfergjulega í sig, að honum lá við köfnun. . . . Niðri við trégirðinguna rótuðu börnim í skítnum. sGljeb beit á jaxlinn og sló hnef- anum niður í handriðið. — Þessir vesahngs aumingjaT vierða allir hungrinu að bráð. . . Þið ættuð skilið að vera drepin fyrir þessa starfsemi. Dascha leit undrandi á hann og því næst niður til barnanna og brosti. Þessir litlu yrðlingar, þeim líður ekki svo illa, þeim hefir stundum liðið ver. Ef við hjúkr- uðum þeim ekki, mundu þau falla eins og flugur. Nú höfum við eignast barnaheimili, en við höf- um ekkert handa þeim að borða. Ef starfsfólkið fengi vilja sin- um framgengt, mundi það lofa þeim að deyja drottni sínum. Sumt af því skilur hlutverk sitt mætavel . . • það. eru þieir, sem við höfum vanið við starfið. — Njúrka — hefir hún það eins og hin börnin . . . líður benni ekkert skár? Dascha mætti augnatilliti Gljebs róleg. — Hvers vegna ætti Njúrku að líða betur en hinum börnun- um? Hún hefir fengið sinn skerf af eymdinni engu síður en hin börnin. Ef við konurnar hefðum ekki verið til staðar; hefðu drep- sóttir og óþrif ráðið niðurlögum þeirra, og hungrið lagt þau í gröfina fyrir löngu. — Dettur þér í hug að þú hafir bjargað Njúrku með kenjum þín- um eða með öðrum þvílíkum hé- góma? — Já, félagi Gljeb, með því og engu öðru. Á leiðinni niður fjallshlíðinia höfðu þau séð börnin í sólbyrg- inu, ien þegár þau komu beim að barniaheimilinu,. votu börnin og fóstrur þeirra horfin, líklega hafa þau farið inn að tilkynna gestakomuna. Það er sólskin í stofunni, en loftið ier heitt og þungt eins og í svefnherbergi. Rúmin standa í tveim röðum og yfir þeim eru stoppaöar ábieiður hvítar eðft róSr- óttar. Börnin eru i gráum kyrtl- um, sem á sumum þeirra era mjög tötralegir. Andlitin eru lítil og mæðuleg með bláum bauguui undir augunum. Barnfóstrurnar ganga út og inn um stofuna. Á veggjunum eru smámyndir. Barnfóstrurnar koma inn í sttof" una og raema tígulega staðar á gólfinu. — Góðan daginn, félagi TschU- malowa. Forstöðukonain bemur bráðum. Hér er Daschia ekki eins þögul og áður. . . . Hér er hún eins og húsmóðir. — Njúrka, ég ier hérna. Telpuhuokki í stuttum kjól (húao er minst af börnunum) ýtir hin- um krökkunum til hliðar og hleypur tirþeirra með hlátri og hávaða. Berfætt börnin hlaup© eða skríða á eftir henni, og augu þieirra tindra af fögnuði. — Dascha frænka er komin. . . . Dascha frænka er komin. . • — Njúrka, þetta er hún, litli grislingurinn. I einni svipan er hún komin til hennar. Hún baðar út öllum öng- um leins og ófleygur ungi . . • æpir, hlær og hoppar. Dascha hlær líka, tekur hana í faðm sér og hringsnýst með hana um gólfið, hún kyssir hana og æpir eins og litla stúlkan. — Njúrka litla, litla stelpar* mín. , . Nú er Dascha eins og hún átti að sér, þegar hún sat með Njúrku og beið eftir honum frá smiðj- unmi. Sama viðkvæmnin, sama blíða viðmótið, tárin glitruðu í augum hennar eins og áður, sami óstyrkurinn í syngjandi röddinni. —- Hér^ er hann pabbi þinn, Njúrka litla. Þetta er hann. • • - Manstu ekki eftir honum? Njúrka leit undrandi upp og skifti litum. Hún horfði á hann hrædd og feimin. Hann brosti og rétti fram hend- urnar á móti henni og fanst eins- og kökkur stæði í hálsinum. — Kystu mig, Njúrka litla. En hvað þú ert orðin stór . . .' nærri eins stór og mamma. Hún hörfaði undan, grúfði sig upp að móður sinni, en hvarfl^ aði augunum til hans. — Þetta ei pabbi þinn, Njúrka litla. —• Nei, það er ekki pabbi, það er hermaður úr rauða hernum. — Jú, ég ier pabbi þinn, en ég er líka bermaður í rauða bernum. — Þessi maður ier ekki pabbi. Pabbi minn er eins og pabbi, en< ekki eins og frændi. Dascha brosti gegn um tárin, og við bros hennar losnaði un* kökkinn, sem verið hafði í hálsi Gljebs.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.