Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 01.11.1936, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 01.11.1936, Blaðsíða 8
A L Þ Ý Ð @ BLAðí d Teodór Friðriksson: Ýmsar hákarlasögur. 8 sennilega með aldrinum. Að minsta kosti skuluð þið nú fá að sjá hann, hvort sem þið vilj- ið eða ekki. Hann stendur á nátt- borðinu; það er stór mynd, ég hefi ekki farið í launkofa með hana. Konstansa er þotin út. Snar- legt fótatak hennar heyrist í stiganum. Frú Gabrielson og Andrés horfa r.áðþrota hvort á annað. Svo kémur Konstansa aft- ur og setur stóra mynd á borð- ið. — Skoðið hann nú, svo að þið þekkið hann, þegar hann kem- ur; hann kemur með næstu ferð. Maðurinn er ljóshærður. Það er þaö fyrsta, sem frú Gabrielson veitir eftirtekt. Hann er ljóshærð- ur og slétthærður og með ljósa.r augnabryr. Hún starir á myndina og svo fer hún skyndilega að finna til þreytu og máttleysis. Eftir myndinni að dæma virðist þetta mjög áreiðanlegur maður og frú Gabrielson hefir aldrei séð hann. Það hefir þá ekkert óhap() skeð og máske þetta verði ein- mitt til hamingju. Það er bara svo einkennilega tómlegt í kring um hana. Hv'að var það, sem Konstansa sagði: „Hefi ég ekki reynt að halda þetta út þegjandi fram á þennan dag.“ Við borðið standa Andrés og Konstansa og tala um myndina. Frammi á ganginum eru dreng- irnir að koma heim til miðdeg- isverðar. Hún heyrir, að þeir eru að berjast út af snögunum úti á ganginum. Og þarna situr frú Gabrielson og finst hún ekki eiga neitt í þessum börnum lengur. Það á þau enginn, þau eiga sig sjálf, þannig er það, svona var f)að í hennar ungdæmi, og svona yerður það altaf. Þau eru ekki orðin fullorðin fyr en þau fá vitneskju um það sjálf. Þá fara pau að verða út undir. sig, sterk og hyggin. Konstansa hafði á réttu að standa; það eru þau gömlu, sem eru orðin börn. í Berlínarblaðinu „B. Z. am Mittag" stendur eftirfarandi klausa: / Lögtaksmaður einn í Varsjá hafði orðið að taka Jögtak hjá manni nokkrum. Meðal mun- anna var eftirmynd af hinu fræga málverki: „Leda og svanurinn“. 1 skýrslu sinni lýsir lögtaksmaðurinn myndinni á eftir farandi hátt: „Mynd, 75x42 centimetrar á stærð, í feyltum ramma, glerlaus- um, sýnir uuga, nakta konu, um 25 ára, ljóshærða, í fangbrögðum við gæs.“ Krítarnúllin. INU SINNI var uppi gamalt hákarlaskip við Eyjafjörð, sem hét „Árskógsströndin." Var lengi með hana maður nokkur, Sigurður að nafni Snorrason. — Hann var sagður drykkfeldur mjög, eins og títt var um marga \ þá daga. En sjómaður þótti Sig- Urður góður, og slarkaði hann fram úr öllu, hvernig sem veður var. Gengu af honum margar ein- kennilegar sögur, meðan hann var í hákarlalegum. Einhverju sinni var Sigurður staddur á gömlu „Ströndinni" í hákarlalegu langt vestur á Strandagrunni. Gekk þá að með iðulausan stórhríðargarð, svo að ekki glórði út fyrir borðstokk- Ínn. Sigurður hafði með sér stórt hrennivínskvartel, og geymdi hann það í káetunni. Þótti "háset- um hans hann vera alveg óþarf- lega spar á að gefa þeim hress- ingu, þegar kalt var. Og vissu þeir, að hann mundi sitja að þessu sjálfur. Nú þegar þeir voru búnir að velkjast úti í garðinum nokkurn tíma, þóttist stýrimaður fara var- hluta af hressingunni. — Hann ‘nét líka Sigurður og var Guð- ‘jónsson, mesti listasjómaður, en drykkfeldur í meira lagi. Veit nú Sigurður Guðjónsson af nafna sínum niðri í káetunni hjá kvartelinu og þykir honum all Íllt að geta ekki fengið sér bragð lika. Hann hugsar nú sitt ráð og gengur að lokum frá stýrinu i ðu r í káetu. Situr þá Sigurður Snorrason j)ar með kútinn, hafði hann krít- armola mikinn í hendi og rissar út allan botninn á kútnum með tölustöfum og læst vera að reikna út „bestik" eins og hann orðaði það. Verður það nú úr, að Siguröur stýrimaður fær sér vænan teyg úr kútnum, tekur síðan við krít- inni af nafna sínum og skrifar nú hvern tölustafinn á fætur öðr- um, og rissar út allan botninn. Var þá Sigurður Snorrason orð- tnn út úr fullur, og treysti nafna sínum til að reikna út „Bestikk- íð." „Eitt núll enn, nafni, eitt núll enn nafni,“ tautaði karlinn í sí- fellu — og sáust þá ekkert annað en krítarnúllin á brennivínskútn- um, þar var allur útreikningur þeirra nafna í garöinum. Sagan segir, að þeir á „Ár- skógsströndinni" hafi eftir mikla hrakninga komið inn á Dýrafjörð, og verið þá mjög illa til reika. Voru þeir nafnar þá orðnir al- veg vita brennivínslausir. Á „Flateyjardallinum“. XT OKKRU fyrir mitt minni eign uðust Flateyingar opið há- karlaskip, sem þeir nefndu „Dal- mar,“ en í venjulegu tali var skip ið kallað „Dallurinn“ eða „Flat- eyjardallurinn." Skipi þessu var lengi haldið út í hákarlalegur, og gengu ýmsar sögur af slarki og hákarlamennsku og fylliríi á „Dallinum." Einhverju sinni bar svo við að vetrarlagi, að menn fóru frá Flat- ey í hákarlalegu. Getur nú ekki úm ferðir þeirra, fyr en þeir eru komnir langt út á Grímseyjar- sund, gerir þá á þá þoku tals- verða og austan gráð. Hákarlamenn voru í góðu skapi og þjóruðu við stóran brennivíns- kút. Vita þeir nú ekki fyrri til- en þeir sjá eitt stórt og hrikalegt skip koma frajn úr þokunni, og tekur það stefnu beint á „Dall- inn“ og hvernig, sem þeir reyna að snúa skipinu frá þessu fer- líki, veitir j)að þeim einatt eftir- för. Verður nú hákarlamönnum ekki um sel, og þóttust |>eir vita að þarna muni „Tyrkir" vera komn- ir, og báru þeir ráð sin saman um hvernig þeir bezt mættu bú- ast til einhverrar varnar. Maður er nefndur Sigurður, kallaður „kollubakur" eða „kolli". Hann var heljarmenni að burðum, hafði miklar og kúptar herðar, og að öllu leyti var hann mikill fyrir sér — skapharður og lét sér ekki alt fyrir brjósti brenna. Þá er talinn annar Sigurður, tröll að vexti, ramur að afli og misindismaður, ef því var að skipta; hann átti sér líka kenn- ingarnafn og var kallaður „Hvammkotsgapi“. — Þriðji mað- ur er nefndur til sögunnar, hét hann Jón Ingjaldsson, bóndi í Krosshólum. Var hann yfir þrjár álnir á hæð, karlmenni mesta að burðum og áræðinn, var það mælt, að hann vissi ekki hvað það væri að verða hræddur. Þá kemur fjórði jnaður til sögu, hét sá Páll Örnólfsson. — Hann var þeirra minnstur fyrir- ferðar að vallarsýn, en annálað hörkutól og mesti greindarkarl. Fleiri menn eru ekki nafngreindir, og voru þeir 10 saman. Verður það nú að ráði hjá þeim, að þeir nafnar fá sér góð- an sopa úr brennivínskútnum, og búast þeir (síðan um til þess að taka drengilega á móti „Tyrkjun- um.“ Búast nú allir til varnar, ineð þeim gögnum, er fyrir hendi voru, bæði drepum og hákarla- skálmum og eggjax nú hver ann- an að duga sem bezt. Klifra þeir nafnar fyrstir upp á pallinn á rúffinu fram í barka, höfðu þeir sinn drepinn hvor að vopni, voru allófrýnilegir, með sjóhatta á höfði og klæddir helj- armiklum skinnstökkum. Næstur þeim nöfnum gekk Jón Ingjalds- son, þá Páll Örnólfsson, og svo hver á fætur öðrum. Voru „Tyrk- ir“ nú líka komnir fast að borð- stokknum á „Dallinum", og sáu þeir að engrar undankomu varð auðið. Sigurður kolli gekk fyrstur. Hristi hann drepinn, kallar til nafna síns og segir: „Ef þú ekki fylgir mér vel, nafni minn, upp á skipið, skal ég reka drepinn í helvítis skrókkinn "á þér.“ Með þessum og öðrum eggjunarorðum hraustlegri ætluðu nú Flateyingar að taka á móti „Tyiikjum“ á Grímseyjarsundi. En sagan segir að Hviammkotsgapi hafi orðið æði svipþungur við orð nafna síns. Nú urðu viðtökumar hjá „Tyrkjanum" ekki eins voðalegar og þeir nafnar höfðu búist við. Létu aðkomumenn friðlega, drógu upp flagg og beiddust griða. og lögðu þeir nafnar þá niður vopn- in. Aðkomuskipið var danskt kaup- far, búið að vera lengj' í hafi, og báðu skipsmenn þá FLateyinga að vísa sér á Jeið til Eyjafjarðar. Varð mikill hlátur út af þessu á eftir og bollaLeggingar um, ef þeir hefðu nú ráðist á mennina og drepið þá. Og bentu margir lengi garnan að þessu uppátæki þeirra nafna og annara Diallverja. (Hákarlalegur og hákarlamann.) Á réttu að standa. Kaupmaðurinn við búðarþjón- inn: — Ég heyrði yður þræta við viðskiftamanninn. Ég ætla að minna yður á það, að viðskifta- mennirnir hafa æfinlega rétt fyrir sér. En hvað sagði hann annars? Búðarþjónninn: — Hann sagði, að þér væruð sá svívirðilegasti okrari, sem hann hefði þekt. F. R. VALDEMARSSON Rit*tjóri: Aiþýðupnen tsmið jan.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.