Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 15.11.1936, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 15.11.1936, Blaðsíða 8
8 A L í> Ý Ð U B L A Ð f Ð 400 ára afmœli siðasklftanna i Danmörku. ‘■aiYiai'fsafnau, sást ti) fjögurra ka- jakmanna, sem nálguöust hægt og heegt. Ennþá voru þeir óskýr- ir deplar, svo fjarri voru {>eir, en þeir skýrðust með hverri mín- útu, sem leið, og hvíti depillinn, sem þeir ráku á undan sér, var ísbjörn á sundi.. — Hann yrði skotinn, þegar hann væri kóm- inn á Ijind, neðan við hæðina, sem fólkið stóð á. — Börnin áttu nú eftir að verða sjónarvottar að þvi stórkostlegasta í þessum leik, og börðust hjörtu þeirra á- kaft af tilhugsuninni um það. I fyrstu reyndist erfitt að láta bjöminn halda rétta leið; hann gerði margar tilraunir til að snúa sig af þeim, en þá særðu ræðar- amir hann, og gerðist hann þá hugdeigari. Stundum var hann lengi undir yfirborði vatnsins. Þá skiftu ræðararnir snögglega um stöðu og athuguðu vel vatnsflöt- inn þar sein hans var von. Og þegar björninn loks kom í Ijós aftur, langt frá þeim stöðum sem hann hafði áður verið, varð han.n þess vísari, sér til mikillar undr- unar, að hann var umkringdur; það var aðeins ein leið opin: — til lands. ------ Bömin voru eins og á gióðum I hvert sinn er björninn hvarf. Hver veit nema hann kæmi upp næst undir einhverjum kajakan- um, og þá þurfti nú ekki aö sökum að spyrja. — Þau litu stundum á konur veiðimannanna til að sjá hvaða áhrif þessar kúnstir bjamarins hefði á þær, en þær skellihlógu hinar hreykn- ustu og virtust síður en svo á- hyggjufullar um afdrif manna sinna. — Nú vár kallað til áhorf- endanna að leggjast niður, því björninn hefði orði.ð mannfjöld- ans var og þorði ekki á land. Fólkið lagðist endilangt í snjóínn í 10 stiga frosti, aðeins höfuðin sáust upp úr fönninni. i hvert sinn sem björninn rak upp reiði- öskur, fór hrifningaralda um mannfjöldann. Enn reyndi bangsi ýmsar bnellur til undankomu, snéri móti ræðurunum, lét ófrið- lega og hvarf svo af skyndingu. í flýti færðu ræðararnir sig aft- ur á bak, til að forðast árás að neðan, en þegar bjöminn kom „upp úr kafinu", hafði hann breytt stefnu. En þegar [>eir komu á leið hans aftur, . snérist liann móti þeim í ofsabræði. Þá námu þeir staðar og létu gusurn- ar dynja á bangsa með áraspöð- unum; vissi hann þá ekki hvað- an á sig stóð veðrið og hélt á- fram til lands. — Nú mynda ka- jakræðararnir beina Iínu með bát- um sínum, þá fallegan boga, loks þríhymu; alt af með björninn í miöið framundan. Fyrir hann er aðeius ein leið — til skyttanna, í mánuðinum sem leið, voru fjögur hundruð ár liðin frá því, að siðaskiftin eða siðabótin, 'eins og {>au ýoru kölluð í gamla daga, vtoru fyrirskipuð í Danmörku í kirkjuskipun Kristjáns konungs III. í tdlefni af þessu afmæli fóru fram mákil hátíðahöld í Dan- sem bíða á landi til að veita hon- um inóttöku. — Það var stór- fenglegt að sjá hin snörpu, hár- vissu viðbrögð veiðimannanna — misheppnað handbragð þýddi dauða eins eða fleiri af þeim, er (þátt tóku í leiknum; en þeir vom ekkert að hugsa um slíkt. Þetta em yndislegustu augnablikin í lífi þeirra — reiðiöskur bjarnar- ins fylti sál þeirra unaði. AuðséÖ var að örðugt yrði að flæma bangsa á land. Hann hafði nú séð skytturnar á landi og þorði ekki nær. Én nú skiftu ræð- aramir um aðferð. Hlé varð á sókninni og þeir draga sig til baka úr skotfæri. Alt í einu rign- ir kúlunum yfir ísbjörninn frá skyttunum, í landi, margar féllu í vatnið umhverfis hann, en þegar einhver þeirra hæfði, rak hann upp sársaukaöskur. — Blóð var á hvíta ■ feldinum hans, þegar hann kafaði næst. Þegar hann kom upj) aftur, var hann á leið mörku á vegum kirkjunnar og voru mættir þar biskupar víðs- vegar að á Norðurlöndum. Mynd- in hér að ofan er frá há íða- höldunum i Kaupmannahöfn og sýnir leiksvið, þar sem skólasvein- ar Leika kórdnengi í miðalda-leik- riti. að leiðast þófið org Jagði alla sína orku í sundtökin. Þótt hann væri ekkert árennilegur, þegar hann geystist á móti kajakmönnunum, viku þeir ekki hið minsta. Eins og veggur vom .þeir í vegi fyrir honum, og enn hikaði bapgsi og gerði tilraun til að sleppa á hlið við þá. Það heppnaðist, en þeir eltu hann, og skömmu seinna var hann innan skotlínu; enn var hann lifandi skotspónn mann- anna í fjallskarðinu á landi. — Blóðbunan stóð úr biminum; áð- ur en hann fékk ráðrúin til að kafa, fékk hann banaskotið. Það sendi presturinn. — Með snörum handtökum var veiðinni dröslað á land. Að því loknu drógu átta menn hann að einum kofanum og þar var veiðinni skift. Um kvöldið var bjarnarkjöt á borðum hjá öllum Eskimóunum í nýlendunni.. . H. G. þýddi- Mark Twain og tengd^jnóðir hans Þegar hinn frægi ameríkanski rithöfundur Mark Twain ætlaði að fara að gifta sig, ákvað hann að setjast að í Buffalo ásamt konu sinni. Unnustan hans bað hann að lpfá sér að sjá fyri'r því, að útvega húsnæðið og búa út íbúöina, því að karlmenn hefðu ekfcert vit á slíku. Hann lét það gjarnan eftir benni, því að hann hafði nóg annað að gera. Nú var oft ferðast milli BuffaLo og borg- ,arinnar Elmira í New York ríkinu, þ,ar sem faðir brúðurinnar átti heima. Mark Twain furðaði isig á því, að unnusta hans spurði hann aldrei ráða viðvíkjandi húsnæð- inu eða útbúnaði íbúðarinnar. En hann lét hana sjálfráða um alt. Svo kom brúðkaupsdagurinn og um kvöldið ferðuðust ungu hjón- in til Buffalo. Á járnbrautanstöð- inni fengu þau sér .vagn og unga frúin sagði ökumanninum hús- númerið. Sv-o síanzaði vagninn og ungu hjónin stigu út. Þau voru stödd fyrir framan stórt og fal- legt hús, sem var alt uppljóihað af Ijósadýrð. Og þegar dyrnar opnuðust stóðu tengdaforeldrar hans þar og fjöldi brúðkaups- gesta. Mark Twain raík upp stór augu og sagði við konu sí ra; — Það er þó ómögulegt, að við eigum að búa í öliu þiessu húsi? — Jú, góði minn, svaraði hún. — En hvernig í ósköpunum á ég áð geta borgað húsaleigu fyr- ir svona stórt hús ? — Það er enginn að tala um húsaleigu, svaraði konan hans. — Þetta hús er brúðargjöfin okkar frá foeldrum mínum. Þá vaknaði háðfuglinn í Mark Twain. Hann snéri sér að tengda- móður sinni og sagði: — Góða tengdamamma! Hve- nær, sem þú ferð hérna framhjá, jafnvel þó að það verði tvisvar á ári, þá gerðu svo vel og líttu hérna inn. Þér er meir að segja vel komið að gista hér eina nótt eða svo, án þess að þurfa að borga fyrir það. Fyrir rétíi. Dómarinn: Voruð þér einsamall á ránsferðum yðar? — Ákærði: Nei, óg hafði félága minna með mér fyrst i stað, en hann var svo óráðvandur, að ég rak hann frá mér. . í, F. R. VALDEMARSSON Ritstjóri: Alþýðuprentsmiðjan. út; var honum auðsjáanlega farið

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.