Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 05.12.1936, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 05.12.1936, Blaðsíða 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Alexander Kielland: ié Skipin á höfninni. EINU SINNI lágfu mörg skip í höfn nokkurri. Þau höfðu letgið parna lengi, ekki vegna storms, heldur vegna logns. Loks höfðu þau legið þarna svo lengi, að skipshafnirnar voru hættar að gá til veðurs. Allir skipstjórarnir höfðu með tímanum orðið góðir vinir. Þeir réru milli skipanna í heimsókn hver til annars og kölluðu hver annan „frænda“. Og þeim lá ekkert á að komast á stað. Stundum kom pað fyrir, að einn eða annar ungur stýri- maður hafði orð á því, að nú væri góður byr og sæmilegt í sjóinn. En það fxildi skipstjórinn ekki. Alt varð að vera í röð og reglu á skipinu. Þess vegna voru jpeir, sem ekki gátu haldið sér saman, settir á land. En þannig gat það ekki gengið íil eilífðar. Það eru ekki allir menn eins góðir og þeir eiga að vera, og það eru ekki allir, sem geta þolað frið og aga. Skipshafnirnar fóru með tím- anum að mögla: Hásetarnir voru orðnir leiðir á því að hafa ekki annað fyrir stafni en að mála ká- «tuna, þvo þilfarið og róa skip- stjóranum í toddyveizlumar og frá þeim. Á sumum skipunum voru sett upp seglin, eitt aföðm, með mestu kyrð. Akkerinu var iétt, án söngs, og skipið leið út iúr höfninni fyrir léttum andvara, meðan skipstjórinn svaf. Einnig heyrðist talað um að uppreisn og bardagi hefði orðið á sumum skipunum. En þá komu hinir skipstjórarnir til hjálpar og svo var óróaseggjunum hegnt og þeir settir á land og aftur voru skipin Sbundin við festar og gengið sem itraustast frá öllum lengufærum. En samt sem áður lögðu öll skipin úr höfn að lokum, að einu lundanteknu. Þau voru ekki öll jafnheppiu, sum komu inn aftur <og hafði hlekst áj og af öðrum Sbárust engar fregnir. Á einu skip- inu hafði, að þvi er fregnir hermdu, orðið Uppreisn og skip- stjóranum var hent fyrir bórð og á öðru skipi var hálf skipshöfnin I hlekkjum, og skipið sigldi eitt- (hvað út í hafsaugá, enginn vissi hvert. En öll voru þau á siglingu, ýmist í stormi eða logni, óg öll stcfndu að éinhverju takmarki. Aðeins eitt' skip : varð eftir á liöfhinni. Og það lá víð tvö akk- eri og engin hætta var á því, að það slitnaði upp. Þetta var lítill, skrítinn kugg- ur. Það var gamalt skip, en hafði nýlega verið gert við það. Skipstjórinn var einkennilegur náungi. Hann hafði sjálfur málað mynd af skipinu, og þetta mál- verk hékk í kjáetunni. Og svo gat skipstjórinn sungið, bæði sálma og önnur kvæði. Og til voru þeir, sem álitu, að hann byggi sjálfur til þessar vísur. En það hefir nú sjálfsagt verið lygi. Og það hefir sjálfsagt líka verið lygi, sem há- setarnir voru að hvísla sin á milli, að skipstjórinn væri dálítið sjóveikur. Svoleiðis sögur hafa hásetarnir gaman af að segja léttadrengnum, til þess að sýnast mannalegir. Og auk þess var til stýrimaður á þessu skipi, sem gat gefið strikið, ef með þurfti. Hann hafði siglt sem stýrimað- !ur í mörg herrans ár, alt frá því á dögum föður hans sáluga. Hann var orðinn nærri því gróinn við stýrið, og hásetarnir gátu varla hugsað til þess, ef þeir þyrftu að fá annan stýrimann. Að vísu hafði þessi stýrimaður aldrei siglt til framandi stranda, en af því að alt af höfðu verið fleiri menn á skipinu en hann, þá hafði aldrei hlekst neitt á. ' Þess vegna voru þeir stýrimað- urinn og skipstjórinn sannfærðir um það, að engir væru betri far- menn en þeir og þess vegna skiftu þeir sér ekkert af því, hvað aðrir gerðu. Þeir bara horfðu upp í loftið og hristu höfuðin. Skipshöfninni leið vel, því að hún var ekki betra vön. Flestir hásetarnir gátu hreint ekki skilið það, hvers vegna hinum skips- höfnúnum lá svona mikið á að komast af stað. Þeir voru vanir því, að mánuðurinn liði, hvort sem þeir lágu í höfn eða voru úti að sigla, og þegar þeir lágu ,í höfn, þá þurftu þeir þó ekki að vinna. Svo lengi sem skipstjórinn eirði kyrsetunum, var skipshöfn- in ánægð, því honum hlaut þó að vera mest áhugamál að komast af stað, Og auk þess vissu allir, hversu mikill sjómaður stýrimað- urinn var, og þegar jafnreyndur sjómaður og hann áleit ekki fært í sjó, þá gat maður verið sann- færður um, að hann hafði sínar ástæður fyrir því. En þeir yngstu af skipshöfninni voru'dálítið órólegir. Þeim fanst skömm að því að liggja við land- festar, þegar allir aðrir leystu og iétu í haf. Að lokum varð þeim aðgerðaleysið svo óbærilegt, að tþeir sendu léttadrenginn aftur i til skipstjórans og báðu hann að ákveða brottfarardaginn. Hinir skynsamari af skipshöfn- inni krossuðu sig og báðu létta- drenginn að gera svo vel og hafa sig hægan. En hann var framhleypinn grænjaxl, hafði siglt á öðrum skipum og þóttist vera dálítið yf- ir meðaílagið. Hann gekk aftur á skipið og fór ofan í káetuna. Þar sat skipstjórinn og stýrimað- Urinn yfir viský og spilum. ' — Ég átti að spyrja, hvort skipstjórinn vildi ekki láta setja tapp segj í næstu viku, því að nú erum við orðnir svo leiðir á að- gerðaleysinu, sagði léttadrengur- inn og horfði óhikað í augun á skipstjóranum. Skipstjórinn varð fyrst blár sem hel, svo rauður sem blóð og að lokum bleikur sem bast. En svo náði hann sér og sagði eins og hann var vanur að segja: — Hvað finst þér, stýrimaður? — Hm, sagði stýrimaður með hægð. Og hann var ekki vanur að segja meira, því að hann vildi aldrei svara, þegar hann var spurður. En þegar hann var ein- samall og enginn truflaði hann, þá gat hann þulið langar setning- ar og óskiljanleg ofð. Og þá var skipstjórinn hreykinn af honum. En þó að svar stýrimannsins væri svona stutt, þá skildi skip- stjórinn hvað hann átti við. Hann snéri sér að léttadrengnum mjög alvarlegúr í bragði og sagði: — Bölvaður grænjáxlirms= ! Heldurðu að ég hafi ekki betra vit á þessu en þú? Ég sem hefi verlð skipstjóri frá því ég komst á sjóinn. En ég veit hvað þú og þínir likar eru að hugsa um. Þlð hugsið ekkert um skipið og ef þið bara gætuð hrifsað völdin til ykkar, þá siglduð þið beina leið á næsta hólma, til þess að geta náð á ykkar vald viskýinu. En það verður nú ekkert af því, góðurinn minn, og hér verðum við svo lengi sem mér sýnist. Þegar þetta svar barst fram í hásetaklefann, urðu yngri háset- arnir óðir og uppvægir sem von var. Og jafnvel þeir, sem voru hrifnir af skipstjöranum, hristu höfuðin og sögðu, að þetta væri slæmt svar. Þeir höfðu aðeins ispurt, og enginn hefir á spurn- inni. Og nú óx óánægjan meðal þessara friðsamlegu háseta. Jafn- vel skipstjórinn, sem ekki steig í vitið, las óánægjuna í andlitum manna, þegar hann kom upp á þilfarið og ávarpaði hásetana: „Góðan daginn, þrjótarnir ykk- ar!“ En stýrimaðurinn vissi hvaðan á sig stóð veðrið, því að hann var svo þefvís. Og nokkrum kvöldum eftir heimsókn létta- drengsins í skipstjórakáetuna urðu skipverjar þess varir, að eitthvað óvenjulegt var á seyði aftur í. Káetudrengurinn hafði þrisvar sinnum orðið að snúa við með toddyketilinn, og fregnirnar, sem hann flutti eftir síðustu ferðina, voru ekki sem friðvænlegastar. Stýrimaður hafði talað stanz- laust í tvo klukkutíma. Á borðinu fyrir framan sig höfðu þeir barö- meter, krónómeter, kompás og Frh. á 6. síðu. VEKÐ VEÐTÆKJA ER LÆGRA HÉR A LANDI, EN I ÖÐRUM LÖNDUM ALF- UNNAR. Viðtækjaverzlunln veitir kaupendum viðtækja meiri tryggingu um hagkvæm viðskifti en nokkur önnur verzlun mundi gera, þegar bilanir koma fram í tækjunum eða óhöpp bera að höndum. Ágóða Viðtækjaverzlunarinnar er lögum samkv. eingöngu varið til rekstur útvarpsins, almennrar útbreiðslu þess og til hagsbóta útvarpsnotendum. Takmarkið er: Viðtælú inn & hvert heimili. Viðtækiaverzlna rikisins. Lækjargötu 10 B. Sími 3823.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.