Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Tölublað
Aðalrit:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 05.12.1936, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 05.12.1936, Blaðsíða 5
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 ypti mið prem ráðnneytum af stað byltingu. húsgestimir hylltu danskonuna, sem hafði pora'ö að bjóða harð- stjóranum byrginn. Fólksfjöldi-nn fylgdi Lolu heim og hrópaði húrra fyrir henni alla leiðina. Aðj lokum var samansíafnaður fjöldi manns, og hringur var sleginn mu hús hennar. Allt lögreglulið Varsjáborgar kom á vettvaing og borgin var í uppreisnarástandi. Allt hið innibyrgða hatur borg- arbúa á harðstjóranum, féklk nú framrás og að 24 kíukkustundum liðmum leit ekki út fyrir annacf en bylting væri yfirvofandi. Lola Montez fékk skipun um að hverfa úr landi. Þegar hún fékk tilkymningu um að hún yrði tekin föst, ef hún hlýddi lekki og færi tafarlaust úr landi, greip hún skiammbyssu og hleypti iengum i;nn í herbergi sitt. Þegar lögregl- am kom skömmu seinna á vett- vamg, tilkynnti hún með hárri rödd, að sá, sem fýrstur brytist imn til hennar yrði skotinn. eins og hundur. Og par sem enginn af I ögreglupjónunum póttist und- ir pað búiinn að deyja, skýrðu peir yfirvöldunum frá pví, að paðl væri ekki við lambið að Ieika sér, par sem 'pessi danskona væri. Þá kom franski ræðismaðíurinn til Iriálpar, og lýsti pví yfir, að húm væri franskur pegn. Þannig slaop hún við fangelsi, en vard að hverfa burt frá Varsjá. Fregnirnar um viðburðina í -Varsjá bárust meira og miinna ýktar út um höfuðborgir Ev- rópulaindanna og gerðist Lola mjög fræg af pessum atburðum. Og ekki miinkaði frægð hennar við pað, að hún skömmu seinna gerðist ástmær hins fræga tón- skálds Frainz Lizt. Þau höfðu hitzt; orðið ástfang- in hvort af öðru og ákváðiu að búa saman. Menn vita ekki, hve lengi pau hafa búið saman, en pað hefir varla viarað lengur en fáeina mánuði. Veturinn 1843 dvöldu pau í Dresden. Vorið 1844 fóru pau til Parísar og vegna Lolu skildi Liszt við konu sína, en ást peirra kóHnaði fljótt og pau skildu eftir skamrna sambúð. FTIR ÞETTA lenti Lola í ýmsum æfiintýrum á nætur- kmæpunum í París. Þar kynntist hún blaðamanni, sem skömmu seinma féll í einvígi fyrir henn- ar sakir. Hjá honum haföi hún femgið allmikið af peningum og nú yfirgaf hún París og fór í ferðalag um Þýzkalamd. Henni leið ekki sem bezt um pessar mundir. Hún var orðin 27 ára og tók nú að óttast um sinn hag. Ef heppnin yrði ekki með, pá hlaut hún að verða bara venju- leg daðurdrós. Hún ferðaðist um Þýzkaland; sumsstaðar var henni vel tekið, en sumsstaðar var henni vísað burt úr smáríkjunum. En svo fór að vænkast ha,"ur hemnar. Hún komst í samband við Ludvig I. konung af Baysm. Hann var pá 61 árs gamall, hámennt- aður maður, hafði liðið skipbrot í lífinu, en kunni aö taka pví. 1 æsku hafði hann, eins og Lolu, dreymt glæsilega framtíðar- drauma og byggt sér loftkastala. Hamn vildi gera pjóð sína ham- ingjusama, menntaða og auðuga. Lola sótti um stöðu við hirðleik- húsið í Munchen, en leikhússtjór- inn vildi ekkert með hana hafa. £á komst hún í mjúkinn hjá ein- um hirðmanni koniungsins, og út- vegaði hann henni áheym hjá konungi. Ludvig var í slæmu sJkaDÍ. besar hún toom inn og hróoaði upp yfir sig; „Þarf ég emdilega að taka á móti öllum -íansKonum, sem flækjast hér um!“ En Lola lét pað ekki á sig fá. Hún jgékk hiklaust inn í mót- tökusal fconungsins. Þau stóðu pögul og undrandi og horfðu hvort á annað. Þau purftu efcki ap við hafa nein orð, pau skildu hvort annað, án Jjess. „Ég veit ekki, hvað hefir kom- ið hefir fyrir,“ sagði konungurinn við ráðherrana. „En pað er eins og ég hafi orðið fyrir töfrum." OG HANN hafði á réttu að ■itanda. Brátt varð mjög náið samband milii konungs og dans- konunnar, og hún studdi fconumg- inn með ráðum og dáð og vann að framgangi pólitískra áhuga- mála hans. Afturhaldið í Bayem var hrakið af hólmi og kirkjunnar menn urðu að láta undan síga fyrir konungi. En pá voru búnar til ýmsar slúðursögur um Lolu og peim dreift út, Ein sagan var sú, að Loia Montez væri gerð út af örk- inni af hinum pekta, frjáiklynda Englendingi, Palmer'ston, og að bak við hann stæði alpjóðlegt samband frjálslyndra manna. 'Jafnvel hinn mikli, austurriski ’stjórnmálamaður, Metternich, 'skalf á beinunum. Hann bauð Lolu 15 000 daíi, ef hún vildi fara burtu úr Bayern, en hún afpakkaði boðið, pví að í raun og veru elskaði hún konunginn og fiafði samúð með hinni frjáls- lyndu stjórnmála stefnu hans. Um alla Evrópu var athygli 'stjórnmálamannanna beint að at- burðunum í Bayern. En aftur- flaldið og klerkastéttin voru ekki * pví að gefast upp fyr en í fulla hnefana og tóku upp harð- vítuga baráttu gegn Lolu og Lud. vig konungi. óhróðurssögur voru bornar út um danzkonuna og fjöldamörgum 'skopmyndum af fienni var dreift út um alla Ev- rópu. Bayern var um pcssar mundir aðalbaráttusvæðið milli afturhaldsins og frjálslyndisins, og flxald allra landa óttaðist íojög áhrif Lolu á hinn aldraða konung í Bayern. EGAR konungurinn gaf út fyrirskipun um pað, 15. dez. 1846, að eftirliti prestastéttarinnar með kenslumálum skyldi vera fokið, svaraði Abel forsætisráð- herra pví pannig, að hann skor- aði á konunginn að segja af sér, eða reka Lolu Montez úr landi. Konungurinn neitaði pví, en gerði Lolu að greifinnu af Lands- feld, og fékk hún 40 000 króna árstekjur. Áhrif hennar á stjórn- mál Evrópu voru mikið rædd meðal allra frjálslyndra manna, og jafnvel Times flutti lofgrein- um hana. Sterkasta andstaðan gegn Lolu kom frá stúdentunumj í Múnchen, sem voru mestu íhaldspeð. í hvert skifti sem Lola sýndi sig á götu, reyndu peir að æsa hana upp ,svo að hún fremdi eitthvert hneykslanlegt athæfi í bræði sinni. Hún svaraði peim hvað eftir annað með pví að berja pá í andlitið með písk sínum. En pó kastaði fyrst tólfunum, pegar hún rak háskólarektorinn í Múnchen frá embætti. Fólkið pyrptist heim að höll hennar og hrópaði hana niður. Hún stóð röleg á svölum hallarinnar og tæmdi kampavínsglas, meðan fólksfjöldinn kastaði í hana grjóti. Kenungurinn var utan við sig af ást til heninar og gekk út meðal mannfjöldans, til pess að fá að horfa á Lolu sína. En hún megnaði að eins að bera fána frelsisiins til ársins 1848. Þá urðu aftur miklar óeirðir í Múnchen og stúdentarnir um- kringdu höll danzkonunnar. — Kvöld nokkurt, pegar hún var úti, varð pað henni til lífs, að prestur einm opnaði kirkjudyr fyrir henmi; ammars hefðu stú- clentarnir drepið hana á götunni. Nú fór konungi ekki að verða um sel. Hann lokaði að vísu há- skólanum, en opnaði hann bráð- lega aftur. Mótstöðumenn kon- ungsins komust að pví, að hann var að bogna og hertu nú róður- inn af öllum mætti. Þannig lauk, að konungur rak hana úr landL Þá var henni boðið griðland i Sviss, og fór hún pan-gað. SIGURFÖR hennar var nú lok- ið. Hún ferðaðist mikið og giftist um stundarsakir varðliðs- manni o.g fór til New York árið 1851. Þar starfaði hún um skeið við leikhús, og lýðurinn hylti hana sem gyðju frelsisins. En pað stóð skamma stund. Svo greip hana gullæðið og hún fór til Kalifomíu. Enskur blaðamaður, sem hitti hana á pessu ferðalagi, lýsir henni pann- ig, að hún hafi verið í karl- mannsfötum og á reiðstígvélum með hinn fræga písk sinn i hend- inni. Svo tóku að berast út fregnir um velgengni hennar og heppni i gullleitinni. En pær sögur munu vera tilbúningur, pvi að ár- íð 1854 bjó hún einsömul I bjálkahúsi við rætur Sierra Ne- vada. Blöð Evxópu vom pá enn pá að flytja greinar um hana, og enskur blaðamaður fór og heimsótti hana að vetrarlagi, pegar allra veðra var von, til pess að fá viðtal við hana. Skömmu seinna kemur hún aft- ur fram á sjónarsviðið, pá í Ástralíu, par sem hún ætlar að leita að gulli. En yfirvöldin senda hana paðan aftur og heim til Ir- lands. Seinna kemst hún aftur til Ameríku, en pá er heilsa henn- ar á protum, og siðustu árum æfinnar ver hún til pess að hjálpa stúlkum, sem orðiÖ hafa hart úti í lífinu. Árið 1861 dó Lola Montez 143 ára gömul.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.