Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 11.09.1938, Qupperneq 4

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 11.09.1938, Qupperneq 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Jón Ólafsson Indiafari: Lífið í Kaupmannahöfn á dögum Kristjáns fjórða. SKÖMMUM tíma þar eftir er ég var innskrifaður í kóngs ins bók og að unnum eiði, bar svo við einn snemma morgun að eg gekk yfir þá járnrist, sem gengin er inn á kirkjugarðinn dómkirkjunnar, sem kallast Vor Frue kirkja (það er Maríu kirkja), að leita eftir Þorláki Þorkelssyni studioso, þá gekk karlmaður og kvensnift undan mér að þeim brunni, er þar stóð, vatn að sækja. Og er þau litu í brunninn, gáfu þau mikið hljóð af sér, og sögðu þar flyti eitt dautt meybarn 1 brunninum. Þangað gekk eg skyndilega og leit hvað skeð var. Slíkt frábært tilfelli barst skyndilega um borgina og rannsökun gjörð með ýmsum hætti, og úr þeirri sókn straks að morgni 500 þjón- ustumeyjar upp á ráðhúsið hafðar, og þar til reynt hvort mjólk væri í þeirra brjóstum, hvað ei fanst vera hjá nokkurri þeirra. Og af slíku tilfelli gekk kveinan og grátur í borginni, og í kirkjunni bæn gjörð til Guðs, að auglýsast mætti, hvað þó ei skeði augljóslega, utan hvað til- gátur voru, að komið væri af húsi einnar hálærðrar persónu M. Hr. m. Var þá við lokið skömmum tíma þar eftir þar meir um að tala, til þess að 3 ár voru liðin, bar svo við að tvö börn vansköpuð fæddust í borg- inni 1 því stræti, sem kallast Vagnmannsstræti, en í þeirra líkprédikun var af prestinum Hr. Menelao áminst um margs- konar ósiði, sem honum virtist tíðkast og í vöxt fara í borginni og á meðal annars varð honum áminst um þetta barn, og talaði harðlega til þeim andlega sel- skap um vandlætingarleysi, bæði um fyrirboðna hoffrakt og yngismeyjanna ljótlega klæða- drakt, því þessi áður nefndu 2 meybörn báru þvílíka van- sköpun, eftir meyjanna hár- fléttum, topphúfum, axlasaums- hæðum, pilsrykkingapípum og afsettum skóm með öðru því- líku dreisslegu teikni, hverjar afskaplegar fæðingar að tíðar skeðu bæði þar og víðar annars- síað'ar, hvar til Guð verður þrátt neyddur með ýmislegri ó- hófs athöfn og Guðs gáfna van- brúkun. En með því H. Menelaus, sem var kapellan til St. Nikulás kirkju, var næsta harðmæltur til prestanna um þeirra alvöru- leysi að aftaka fyrst af sér og sínu húsi alla vansemd, og fyr- irboðið klæðasnið sinna þjón- ustukvenna létu viðgangast — og íbland mintist þessa áður- nefnda dauða barns, sem í brunninum fanst með kvenna bandi um hálsinn, segjandi ei skyldi það komið af húsi þeirra hálærðu og etc. — Sóknar-herr- ann M. Andrés bar það helzt úr hans prédikun fyrir erkibiskup- inn Hans Resen, hvarfyrir hann komst í hans og allra hálærðra reiði og ógunst, afsögðu hann frá embætti og þeirri kirkju. Einatt gekk hann einmana um Nikulásar kirkjugarð. Síðan gjörði hann þar sína síðustu prédikun, undir hverri eg ó- verðugur var ásamt öðru frómu fólki, hvert hann með miklum gráti kvaddi og yfir því auð- mjúka blessan gjörði, söfnuður- inn honum það aftur auðsýn- andi, því allir untu.honum hug- ástum. Síðan gekk erkibiskupinn á- samt þeim hálærðu fyrir kóng, framtöldu hans sakir, er þeir gáfu honum, og óskuðu kóngs úrskurðar, að hann armaðhvort útrækist eður aftækist. Enn með því að þeir fyrir fáum ár- um höfðu einn merkilegan mann útrekið, að nafni M. Olaf Kock, hvað kónginn stórum angraði, fengu þeir því ekki meira aðgjört né ráðið. Lét kóngur strax senda eftir hon- um, og befalaði préaikun fyrir sér strax á slotinu, ásamt þeim hálærðu. Geðjaðist kónginum vel hans ræða, og sagði hann sér velkominn upp á slotið, og varð þar svo slotsprestur síðan. Eitt mannsmorð skeði að skömmum tíma þar eftir er eg kom í Kaupinhafn, um nótt í því stræti, er Leirstræti kallast. Vegandinn flúði og höndlaðist ekki. Margir misgjörðamenn urðu þar með ýmsum hætti refstir og réttaðir í gálga og steglum EIN af þeim fáu sjálfsævisögum í íslenzkum bókmennt- um og ein af okkar fáu reglulegu ferðabókum er Ævi- saga Jóns Ólafssonar Indiafara, eða Ostindifar, eins og hann kallaði sig sjálfur. Þá eru þar ennfremur fróðlegar og merki- legar lýsingar á lífinu í Kaupmannahöfn á dögum Kristjáns IV. Þá er bókin ekki hvað sízt merkileg sem sýnishorn af stíl og rithætti á 17. öld. Jón Ólafsson var fæddur 4. nóv. 1593, var um skeið fallbyssuskytta Danakonungs og fór víða um höf. Kaflinn, sem hér fer á eftir, segir frá fyrstu dvöl hans í Kaupmannahöfn. og vippu þar til að kóngur sá að ei að heldur vildu misgjörðir í minkun fara; gjörðist sú sam- þykt á herradegi, að enginn í -12 ár skyldi réttast, hverskyns glæpamaður sem væri, utan eitthvert frábært illvirki að- hafst eða gjört hefði. Þar fyrir var stiftað eitt fangelsi á Brem- erhólmi Truncen, þar inn voru settir þeir menn, sem stærst og smærst ávirðing hafði tilfallið. Þeirra fangelsi var á þann veg, að þeir um lífið höfðu eina járn- gjörð svo rúma, að klæðaskifti gjört fengu, og fyrir neðan hægra hnéð aðra, og lágu digrir hlekkir utanlærs þeirra á milli. 4 menn voru settir yfir þá, sem til daglegs erfiðis og þrælkunar skyldu fram drífa með kaðal- svipum og bera mat fyrir þá og þeirra nauðsynjar að athuga, fangelsishúsinu að læsa, og aft- ur upp að ljúka, eftir venju og tilsettum tíma kvölds og morg- uns. Allrahanda embættisfólk, sem brotlegir urðu í hvern máta, sem vera kunni voru þar innlátnir, og með dómi tími skamtaður þar að vera, eftir málavexti sérhverrar persónu. Sumir skyldu þar vera 1 mán- uð, 2, 3, 4, ár heilt,, 2, 10, 20. Item stórglæpamenn alla sína æfi. Vaktmeistarinn, Söfren Trafn, var þar innsettur fyrir það misferli, að hann með sinni skarvakt um nóttina hafði yfir- fallið einn herramann á Kaup- inhafnar strætum, barið og sýnt stórt ofríki. Item tveir aldraðir menn og fógetar, sem hér kall- ast sýslumenn, komu þangað úr Lálandi, af drotningunni Sophíu til sama fangelsis sendir, og skikkaðir þar að ganga í nokk ur ár fyrir ranga dóma og mis- jafna lögsögn. Item einn stúd- ent, Pétur að nafni, ættaður úr Kárseyri, var þar innsettur og eftir dómi 18 ára tími tilsettur, sá eð knífsting lítinn með pennaknífi hafði veitt sínum stjúpföður. Við höfðum báðir einn heilan vetur saman haft sæng og herbergi, og var kom- inn fram undir vígslu. Þessi Pétur með öðrum sjö af nefnd- um föngurum komst úr fangels- ishúsinu, þeir eð skriðu aftur á bak, gegnum saurindarennuna alt út í sjóinn, og vörpuðu sér ofan fyrir múrinn, nærri tvo faðma að hæð, en djúp vatns- ins var 3 eða 4 faðmar, og svömluðu svo úti með múrnum á leirana, brutu af sér járnin, og rýmdu síðan upp til Svíarík- is. Einn af þeim náðist og varð uppheingdur. Þessi Pétur, stu diosus, varð til Svíaríkis herra- mannabarna skólameistari eitt ár. Síðan fór hann að finna stjúpföður sinn, að krefja síns föðurarfs. Hinn krafðist hans, vitnisburðar, að hann væri ær- lega kominn frá sínu fangelsi, og að honum auglýstum hét HiBBist merkis- sfap s líli yiai með pví að láta taká af yður ofp llisipd á Sjósmyndastoíu Lækjargötu 2. Sími 1980 Heimasimi 4980.

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.