Alþýðublaðið Sunnudagsblað


Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 05.03.1939, Qupperneq 4

Alþýðublaðið Sunnudagsblað - 05.03.1939, Qupperneq 4
4 ALÞÝBWBLAÐI© Snæbjörn í Hergilsey; Perlan í dysinni ♦------------------------------------—t SJÁLFSÆFISAGA Snæbjarnar Kristjánssonar í Hergils- ey er bæði fróðleg og skemmtileg. Er getið þar margra atgerfismanna, sem heima áttu í Breiðafjarðareyjum og á Barðaströnd samtíða Snæbirni, og einnig fyrir hans daga. Þar er sagt frá miklum sægörpum, kraftamönnum, og spek- ingum, sem fátt kom á óvart, og mó hiklaust telja Snæbjörn sjálfan þar lang-fremstan. Það verður öllum ljóst við lestur bókarinnar, að þar hefir verið maður, sem gæddur var andlegri og líkamlegri atgjörfi svo að af bar, og má í mörgum greinum líkja honum við söguhetjur vorar, og sögu hans má telja með ágætustu ís- lendingasögum vorra tíma. Birtast hér tveir kaflar úr sögu Snæbjarnar. Heyra þeir meira til almenns fróðleiks en flest annað í bókinni, og því eru þeir birtir hér þeim af Iesendum Alþýðublaðsins til fróðleiks og skemtunar, sem ekki hafa lesið sögu Snæbjarnar í Hergilsey. M. ÞEGAR á unga aldri langaði mig til að grafa í forn- mannahauga og dysjar og átti oft tal um það við ömmu mína. Kvað hún torvelt að finna leg- staði fornmanna, „en ekki er fráleitt/1 sagði hún, „að við nákvæma eftirtekt, kunni að sjást fyrir dysjum, þar sem að hálfu leyti er uppblásið.“ Nú leið og beið, þar til um 1885—87. Þá fór ég úr Svefn- eyjum til Svínaness í Múlasveit með pilta Hafliða tengdaföður míns; áttu þeir að smala þar geldfé til rúnings. Leiddist mér þá og gekk víðs vegar, en á grund einni við lendinguna sýndist mér móta fyrir nokkr- um dysjum, einum 6 eða 7. Ég sagði Þórunni húsfreyju frá þessu og bað um járnreku, því að mig langaði til að rannsaka þetta, en þeirri beiðni þverneit- aði hún; kvað hún munnmæli segja, að tóftarmyndin yzt á grundinni eigi að vera gömul búðartóft írskra manna. Þetta hvatti mig frekar en latti; tók ég járnreku úr fjósinu og valdi til rannsóknar fallegustu dys- ina, en ekki þá stærstu. því að mér virtist hafa verið hreyft við henni. Hér um bil 6 þumlunga und- ir grassverðinum kom ég niður á hleðslu; undir þessu jarðlagi var hellulag niðursigið, þar undir árefti, fúið. Nú fór ég sem allra varlegast að ná moldinni upp úr dysinni, en er á botn- inn kom, fann ég aðeins jaxla; alt annað var fúið og að engu orðið. Þessi dys var að stærð sem hæfði heldur litlum kven- manni. Þar næst fann ég margar dysjar í Reykhólasveit. Byrjaði ég á að grafa upp þrjár þeirra í austanverðri Barmahlíð, og voru þær allar af fullorðnum karlmönnum, sem svaraði með- almönnum nú, og allar voru þær hér um bil jafnlangar. Þær eru allar á lítilli grund vestan við háan grjóthól, er sýnist vera gott vígi, og því líkur til að þar hafi menn fallið. Ég byrjaði á fallegustu dys- inni, og var þar eins og áður, að þakið hafði verið með hellum og svo moldinni mokað yfir; en alt var niðursigið. Hægra meg- in. til höfðalags, hafði verið lát- inn lítill kistill, sem svarar 12 —15 þuml. á lengd; gat ég handsamað brot úr hornum hans í moldinni; skrána fann ég einnig. í honum, eða réttara sagt moldinni, fann ég brýnis- kubb, nokkrar eirpjötlur og 9 járnbúta, sem voru frekur þumlungur á lengd og hér um bil hálfur þuml. að þvermáli; voru þeir sívalir og eins og rendir ávalir fyrir báða enda. Gat ég ekki skilið til hvers þeir hefðu verið notaðir. Þar fann ég einnig perlu úr jaspis, var hún 3A þuml. á lengd og rúm- lega 14 þuml. á breidd og þykt, hál sem gler á að taka og með örmjóu gati að endilöngu. Þessi perla ætla ég að hafi verið úr hálsfesti (steinasörvi). Annað fann ég ekki í dysinni, nema bleika beinamoldina og bláa himnu eftir kjötleifarnar, sem var Vs þuml. þar sem hún var þykkust. í næstu dys, sem var eins að öllum frágangi, hafði verið lát ið sverð vinstra megin við lík- ið, en það var ryðfrakki einn og datt alt í sundur nema hjöltun; þau héldu sér nokkurn veginn, þótt ryðguð væru. Þar var fast- ur í hvítur eldtinnumoli að stærð sem Vz þumalfingur. Þriðja dysin hafði verið grafin upp áður; grjótlagið lá óreglu- lega til og frá, nema heilt var til beggja enda. Gæti verið að leitað hefði verið þar vopna á Sturlungatíð eða fyr. Austan við Barmahlíð er hóll við sjóinn og heitir Smokkhóll. Þar fann ég 6 dysjar, en þær voru eyðilagðar, því að þar er slæmur legstaður, grjót og aur. En á melsléttu þar skamt frá, við Berufjarðarbotninn, fann ég 7 dysjar. Stærsta dysin var fyrir löngu upp rifin og var lík- ust gryfju í sandmelinn; en af því hvað dysjarnar voru mis- jafnlega stórar, kallaði ég þessa dys húsbóndadysina, enda hugði ég þar vera heimilisgraf- reit frá fornöld. Húsbóndadysin var á jaðri og syðst, en 2—3 faðma frá henni var lítil dys, falleg á að líta, og gróf ég hana upp. Kom ég þar niður á hellulag og var sú hellan stærst, er yfir brjóst- inu lá. Ég tók upp smáhellurn- ar til höfða og fóta, og fann ekki annað en leifar af beinum og járnhring og keng, sem lágu hægra megin við ösku hins dána. Grunaði mig þegar að einhver vopn kynnu nú að vera undir hellunni. Mér fanst eitt- hvað hátíðlegt við að ráðast að hellunni, enda varð mér að því; hún fylti út í báðar hleðslur og undir henni voru öll beinin ó- fúin. Á milli hægra handleggs og rifja var axarblað, furðan- lega heillegt að öðru en því, að naumustu hyrnurnar voru ryðgaðar af og blaðið því tæpir 4 þuml. fyrir eggina. Skaftið var ófúið í axarauganu og þar í járnfleygur til tryggingar, að ekki færi blaðið fram af. — Fornmenn höfðu ætíð hring í skafti á öxum sínum og létu þær til varhyggðar hanga á þili heima. Bilið á milli axarblaðsins og hringsins var um alin, og það á- kvað ég skaftlengdina; mun þetta því hafa verið handöxi, sem fornmenn báru heima við, þegar þeir voru úti. En þar sem öxin var í dysinni, sýnir það, að þar hefir karlmaður legið um 15—17 ára, og hefir öxin verið látin þar honum til heið- urs. Um beinin undir hellunni er það að segja, að þau voru öll ófúin. Ég reyndi á eitt rifið og þoldi það talsvert áður en það brotnaði. Ég gróf upp þriðju dysina, sem var um 2 faðma frá hinni, og má þar fljótt yfir sögu fara; komu upp hestbein og voru stærstu beinin öll ófúin. Fleiri dysjar gróf ég þar ekki upp, en skamt þar frá, á svokölluðum Hríshólsmelum, fann ég 8 dysj- ar og hefi ekki grafið þær upp. En nú verð ég að segja dá- lítið meira um perluna fögru og axarblaðið. Ég gaf báða þessa muni Forngripasafninu á síð- ustu árum Sigurðar Vigfússon- ar; nokkuð oft kom ég á safnið síðar, og var perlan geymd þar undir glerhurð. En 1918 dvaldi ég meiri hluta vetrar í Reykja- vík og kom þá eitt sinn á safn- ið; ég man hvað ég gekk þang- að glaður í huga, því að mér hefir frá fyrstu tíð þótt vænt um það, og svo var ég dálítið stærilátur í huga yfir því að hafa gefið perluna þangað, þenna fáséða grip, er gullsmið- ir í Reykjavík kváðu vera úr jaspis og margra peninga virði;: ég geymi mér að nefna upp- hæðina í krónutali. En gleði mín varð skammvinn, því miður. Ég var ætíð vanur að líta fyrst á perluna fögru undir glerhurðinni, en nú var hún horfin. — Hún var horfin! Ég sný mér óðara að umsjónar- manninum og spyr hann, hvers vegna perlan sé horfin úr þeim stað, þar sem hún áður hafi verið og hvar hún sé geymd nú. Hann gat engar upplýsingar gefið mér, en segir að forn- gripavörður sé nálægur, ef ég vilji spyrja hann; það var ég þakklátur fyrir og kom þá Matthías Þórðarson að vörmu spori. Ég spurði hann um perl- una fögru og greini honum af- stöðu mína til málsins; en hann vissi þá ekkert um hana né heldur um axarblaðið, sem ég hafði gefið um leið. Leitaði ég um stund í safninu með um- sj ónarmanninum, en það kom fyrir ekki. Þótti mér þetta leitt og hugði um tíma að hirðusemi safnsins væri í meira lagi á- bótavant, en síðar hefi ég sann- frétt að perlan hafi fundist og sé vel geymd. AÐ var eiitt slnin um alda~ mótin, að ég ko m aö Brjáns- læk sem oftar og tenti í Þræla- viogi, siem liggur aiuistau við- FJókagnundiina. Sá ég þá á öiiitlu n»si á milii vogsinis ®g gnujnd«tr-

x

Alþýðublaðið Sunnudagsblað

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið Sunnudagsblað
https://timarit.is/publication/53

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.