Alþýðublaðið - 07.10.1943, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 07.10.1943, Blaðsíða 2
 ttö ?*• 'XrxK'^ 4 2 SantBinttB nm hernámiS svatað: Sjötíu púsund manna brezkur her hernam Maud 1940. ■ •»"------ EIN af þeitn spurningum, sem oftast hafa verið á vörum okkar íslendinga síðan landið var hernumið er sú, hve margt erlendra hermanna væri í landinu. En þessari spurningu hefir ekki verið hægt að svara vegna þess, að þetta er eitt af hernaðarleyndarmálum styrj- aldarþjóðanna. Miklar og margvíslegar ágizkanir voru uppi um það 1940, hve fjölmennt það lið hefði verið, sem Bretar sendu hingað til að hernema landið, en svörin voru að sjálf- sögðu alltaf eintómar ágizkanir. En nú er komin út bók í Bretlandi, sem upplýsir þetta. Heitir hún: „New Modern Encyclopædia“ og er þar skýrt frá því, að 10. maí 1940 hafi 70 þúsund manna brezkur her hernumið ísland. Að sjálfsögðu mun hér ekki átt við það lið eitt, sem gekk hér á land þennan eina dag, heldur mun vera átt við það lið, sem falið var að hernema landið — og gekk hér á land 10. maí 1940 og tók hér setu þá — og síðar. Vegamál Vestfjarða: Nauðsynlegt að ísafjorður og V-ísfjarðarsýsla komist í sam band við vegakerfi landsins. Bæjarstfórl ísaffarðar sendir al- plngi rðkstndda áskorun. • • ♦.... VEGAMÁL VESTFJARÐA hafa löngum verið erfið, enda hefir þessi staður allt af verið mjög afskiptur um samgönguhætur á landi. Bæjarstjóm ísafjarðar tók Farmannaftingið: Heimséktt !i hina hálfreista Sampfkktir um skyldur skipa^ viðgerðarstððva og skipaefttrlits I þetta mál til umræðu nýlega, en þar horfir nú til stórkost- legra vandræða vegna mjólkur- skorts, en hann stafar af erfið- um heyskaparháttum í sumar, en hins vegar ekki hægt vegna vegleysa að ná til mjólkurbúa. sem fjær liggja en þau, sem vegleysa að ná til mjólkurbúa, til ísafjarðar. Einn af bæjarfulltrúum Al- þýðuflokksins, Grímur Krist- geirsson bar fram eftirfarandi tillögu: „Bæjarstjórn telur brýna þörf á því að ísafjarðarbær og Vestur-ísafjarðarsýsla verði tengd við vegakerfi landsins, og telur það hægt með því að leggja veg frá Isafjarðarbæ um Álftafjörð og fyrir botn Seyðis- fjarðar, Hestfjarðar, Skötufjarð ar, Mjóafjarðar og ísafjarðar til Arnagerðareyrar eða á Þor- skafjaðarheiði. Skorar bæjarstjórn á Alþingi það, er nú situr að láta þegar í stað athuga vegarstæði á þess- ari leið, eða öðrum stöðum, er heppilegri kunna að þykja, og taka í þjóðvega tölu veg frá Súðavík í Sáðavíkurhreppi að Múla í Nauteyrarhreppi. Athug un á vegastæðinu verði fram- kvæmt hið fyrsta, svo að hægt verði að hefja vegagerð frá Arngerðareyri strax, þegar lok- ið hefir verið við veginn um Þorskafjarðarheiði. — Telur bæjarstjórnin sjálfsagt, að vega vélar verði notaðar við lagn- ingu Þorskafjarðarheiðarveg- ar.“ Hér er í fyrsta lagi farið fram á að athugað verði vegastæði á þessari leið, og í öðru lagi verði framkvæmdir hafnar, þeg ar lokið hefir verið við veginn um Þorskafjarðarheiði. Slíkur vegur mundi verða allt að því helmingi lengri en veg- urinn frá ísafirði til Gemlufalls, en ómetanlegt væri að komast þannig í beint samband við ak- vegakerfi landsins. Á það skal bent í þessu sam- bandi að nýbyggingar á vegum á þessum slóðum, myndu að dómi manna vestra hafa þau áhrif að nýræktunarleg lönd yrðu lögð undir plóginn — og geta menn séð hversu þýðing- armikið það eitt út af fyrir sig er. Aðaifnndnr Leikfé- lagg Reykjafíknr. Hagnr félagsins aldrel eins gððnr og nú. Framhaldsadal FUNDUR Leikfélags Rvík ur var haldinn 3. þ. m. Lagðir voru fram endurskoð- aðir reikningar fyrir síðastliðið starfsár. — Fjárhagsafkoma leilcársins var mjög góð. Nettó hagnaður á rekstrarreikningi var kr. 17.368,40. Félagið er alveg skuldlaust, og hefir af- skrifað að fullu allar gamlar eignir (svo sem búninga, tjöld, handrit o.fl.) og hefir eignazt álitlegan varasjóð. — Eins og áður hefir verið getið hafði fé- lagið 95 sýningar á síðastliðn- um vetri og sýndi alls 5 leikrit. Á fundinum var Þjóðleik- Frh. á 7. síðu. ÍÐASTLIÐINN SUNNU- DAG fóru fulltrúar 7. þings F.F.S.I. upp á Rauðar- árhæðina til þess að skoða hið dásamlega útsýni þar. Fóru menn um byggingu Sjómanna- skólans eða það af henni, sem þegar er komið upp og komu að lokum saman uppi í hygg- ingunni, talaði Ásgeir Sigurðs- son forseti sambandsins þar nokkur hvatningarorð til full- trúanna um að styðja og styrkja þessa stofnun í nútíð og fram- tíð hver á sínu sviði og eftir fremsta mfegni, og vera ávallt á verði um vfelferð stofnunarinn- ar. Unnu fulltrúarnir heit einum rómi að þessu, og skoruðu á al- þingi og ríkisstjórn í þessu sambandi um áframhald og fullkomnun byggingarinnar. Þessar þingsályktunartillög- ur hafa verið samþykktar á þingi F.F.S..: Um skyldur skipaviðgerðar- stöðva. „7. þing F.F.S.Í. samþykkir að vinna að því, að skipavið- gerðarstöðvum verði gert að skyldu að tilkynna „Skipaskoð- un ríkisins" tafarlaust, ef þær í viðgerðastarfi sínu verða varar við leynda galla á skipum. 7. þing F.F.SÍ.. skorar á rík- isstjórn og alþingi að lögfesta að skipaskoðunarstjóri gegni ekki öðrum störfum en beim, sem standa í beinu sambandi við skipaskoðun og skipaeftirlit ríkisins. 7. þing F.F.S.Í. skorar á rík- isstjórnina nú þegar að setja reglugerðarákvæði, sem skylda sérhverja skipaviðgerðastöð, sem hefir skip til viðgerðar og yrði vör við einhverja þá galla, sem gætu orðið öryggi þess hættulegir, að tilkynna það tafarlaust skipaskoðunarmanni á hverjum stað.“ í greinargerð fyrir tillögunni segir: „Til eru lög, sem skvlda skipverja að tilkynna galla á skipum þeirra, sem gætu orðið öryggi þeirra hættulegir. En þar sem skipaviðgerðastöðvar öðrum fremur hafa aðstöðu til þess að kynnast ásigkomulagi skipanna, og þar sem nú á seinni tímum hefir orðið vart við að slaklega hefir verið hald- ið á þessum málum hjá skipa- viðgerðastöðvum, og þær ekki talið sér skylt að tilkynna slíka galla skipaskoðunarmanni, við ist nauðsynlegt að þeim verði settar sömu skyldur." Um fiskikaup við Faxaflóa. „Sjöunda þing Farmanna- og fiskimannasambandsins skorar á ríkisstjórn slands og við- skiptanefnd, að vinna að því eftir beztu getu, að frá næstu áramótum verði Faxaflói opinn öllum íslenzkum fiskikaupa- skipum, er sigla vilja með ís- aðan fisk til Englands, og legg- ur það fyrir stjórn sambands- ins, að hún beiti áhrifum sínum þar að lútandi við ríkisstjórn íslands.“ í greinargerðinni segir: „Það er vitanlegt, að undan- famar vertíðir hafa þau ís- ‘lenzku skip, sem hafa viljað kaupa fisk hér við land, orðið að bíða á hinum leyfðu Frh. á 7. síðu. Minkavinir sigr- nðn ð alRingi. RÖKSTUDDA dagskráin gegn frumvarpi Péturs Ottesens mn minkaeldi var samiþykkt í neðri deild al- þingis í fyrradag. 17 þingmenn greiddu at- kvæði með dagskránni um að vísa frumvarpinu frá, en aS- eins 8 greiddu atkvæði á móti henni. Minkavinimir unnu því glæsilegan sigur á alþingi. Verða Áfengisverzi nnin og Tóbaks- einkasalan sam- einaðar ? Stiórnarfromvarp um gað er fram kemið RÍKISSTJÓRNIN lagði í fyrra dag fram á alþingi frumvarp til laga um samein- ing Áfengisverzlunar ríkisins og Tóbakseinkasölu ríkisins. Frumvarpið er svo hljóð- andi: 1. gr. Eftir árslok 1943 er fjármálaráðherra heimilað að sameina rekstur Áfengisverzl- unar ríkisins og Tóbakseinka- sölu ríkisins, þegar er hann telur það hagkvæmt. Eftir sam eininguna skal nafn reksirar- ins vera „Áfengis- og tóbaks- verzlun ríkisins“. 2. Fjármálaráðherra ræður framkvæmdastjóra og ákveður laun starfsmanna Áfengis- og tóbaksverzlunar ríkisins, ef þau eru ekki ákveðin í launalögum. 3. gr. Reikningum hvorrar tegundar rekstrarins, áfengis- verzlunarinnar og tóbaksverzl- unarinnar, skal haldið aðskild- um í bókhaldi, og lög nr. 58 8. sept. 1931, um einkasölu ríkis- ins á tóbaki, ásamt breytingum á þeim lögum, og áfengislög, nr. 33 -99 janúar 1935, gilda áfram, eftir því sem þau eiga við, með þeirri breytingu, sem þessi lög ákveða.“ í athugasemdum við laga- frumvarpið segir: „Það er vafasamt, að laga- heimildar þurfi til að fram- kvæma sameinigu á rekstri Á- fengisverzlunar ríkisins og Tó- bakseinkasölu ríkisins, en með því að hvort þessara fyrirtækja er stofnað samkvæmt sérstök- um lögum og þau hafa í mörg ár verið sérstök fyrirtæki, þykir formlegra að leita lagaheimild- ar fyrir sameiningunni, enda þyrfti lagabreytingu til að breyta verzlunarheiti þeirra.“ Bj.I— »—sS Leikfélag Reykjavíkur sýnir Lénharð fógeta annaS kvöld. ABgö 'gumiðasalan er opin í r’a". Fimmtudagur 7. október 1943. . Þorsteinn H. Hannesson. Islenzknr sðngvari á fðrnm tiS Bretiands. Þorsteinn H. Hanesson efnir til fyrsta hljómleifea sínna hér í Mi ■ «.' 1 , ■ orsteinn H. Hannessou söngvari er á förum H Englands til framhaldsnáms í söng. Hann efnir til fyrstu opin- beru hljómleika sinna hér í Reykjavík i kvöld. Þorsteinn H. Hannesson er fyrir alllöngu þjóðkunnur fyrir hina fögru, dramatísku tenorrödd sína. Hann kom hingað til Reykjavíkur 1939 og hóf söngnám hjá Sigurði Birk- is. Síðan hefir hann stundað námið af kappi. Fyrsta sinn kom hann opinberlega fram í útvarpinu í febrúar 1940, og vakti þegar á sér mikla athygli fyrir hina fögru og þjálfuðu rödd sína. Síðan hefir hann sungið oft í útvarp — og við vaxandi vinsældir. Á s.l. vori fór hann í söng- ferðalag til Vestur- og Norður- landsins og hélt hann hljóm- leika á 5 stöðum, alls staðar við húsfylli og ágætar undirtektir. Hljómleikar hans annað kvöld eru fyrstu opinberu hljómleika hans hér í Reykja- vík. Þeir verða í Gamla Bíó og hefjast kl. 11.30 um kvöldið. Dr. Victor Urbantschitsch verð ur við hljóðfærið. Þorsteinn ætl ar að syngja 12 lög eftir inn- lend og erlend tónskáld. Eins og áður segir, fer Þor- steinn H. Hannesson innan skamms til Englands til fram- haldsnáms í söng. Sezt hann í elzta músikskóla Bretlands: — Royal Academy of Music, sem er í London. Þorsteinn er á- hugasamur um list sína og tal- inn hafa mjög mikla hæfileika. Gera menn sér miklar vonir um hann sem söngvara. Tímarit iðnaðarmanna. er nýkomið út og flytur þetta efni: Jón Halldórsson látinn, Nokkur orð um húsgagnaiðnina, Félagslíf húsgagnasmiða, Þróun húsgagnaiðnaðarinnar á íslandi, 25 ára húsgagnavinnustofa o. fl. Þakkir. Við viljum hér með biðja Al- þýðublaðið að færa Mæðrastyrks- nefndinni innilegustu hjartans þakkir okkar fyrir yndislega hvíldardaga í heilan mánuð, sem við nutum í Mæðraheimili nefnd- arinnar að Reykholti í Biskups- tungum í sumar. — Nokkrar konur Læknablaðið er nýkomið úr. Efni þess er: Um ilsig, eftir Bjarna Jónsson, Árni B. P. Helgason (dánarminning), Tökum við berklasjúklingana snemma til hælismeðferðar? eftir Björn Guðbrandsson og Óiaf Geirsson o. m. fl.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.