Alþýðublaðið - 07.10.1943, Blaðsíða 7
S.'S^Í&Íí Éft • V $#‘3 ^ l,‘-
f|i £| v4: J |||j ííJÝ’wt J: J|;:
BáuuMtudagur 7. október 1143.
AU.ÝÐUBIAÐIP
, 4
: Bœrinn í dag.i
5&é<K*ÍKý3&<><><><><3K><3><><><2><3K*á<><3><-*í
Næturlæknir er í Læknavarð-
»stofunni, sími 503Ö.
NæturvorðUr er í Ingálfsapó-
teki.
ÚTVARPIÐ:
19.25 úingférttir.
19.40 Lesin dagskrá næstu viku.
20.00 Fréttir.
20.20 ÚtvaHpshljómsveitin (Þór-
arinn Guðmundsson stjórn-
ar). a) Forleikur að óper-
unni „Undine“ eftir Lorzing
b) Lagaflokkur eftir Bizet.
20.50 Minnisverð tíðindi (Axel
Thorsteinsson).
21.10 Hljómplötur: Cello-sónata
eftir Debussy.
21.30 „Landið okkar.“
21.50 Fréttir.
Upplýsingarstöð
Þingstúku Reýkjavíkur er opin
í kvöld kl. 6—8 í Góðtemplarahús
ihu.
Féiagslíf.
Sálarrannsóknarfélag íslands
heldur fyrsta vetrarfund
sinn í Guðspekifélagshúsinu
fimmtudaginn 7. október kl.
£.30 e. h. — ísleifur Jónsson
flytur erindi.
XJpplýsingastöð þingstúku'nnar
um bindindismál verður opin
í dag í Góðtemplarahúsinu
kl. 6—8 e. h. — Þeir, sem
óska aðstoðar eða ráðlegg-
inga vegna drykkjuskapar
sjálfra sín eða sinna, geta
komið þangað og verður
þeim liðsinnt eftir föngum.
Með mál þessi verður farið
sem trúnaðar- og einkamál.
IBazarinn verður í G.T.-húsinu
á morgun kl. 4 síðdegis. —
Tekið verður á móti munum
í G.T.-húsinu í dag kl. 3—6
síðd. og eftir kl. 10 á morgun.
£ >Freiau-fiskfars I
\ daglega glænýtt.
Yinnuföl,
flestar stærðir.
fyrirliggjandi.
VERZL.C?
r, JhiM
-r,—■rt1"1
Grettisgötu 57.
Úr íþróttakvikmynd Ármanns.
Vetrarstarf Armanns
EINS og undanfarin ár er
glæsilegt að líta yfir æf-
ingatöflu Glímufélagsins Ár-
man, sem félagið hefir nýlega
birt félagsmönnum til hægðar-
auka.
Alls eru flokkarnir, sem fé-
lagið hefir innan sinna vébanda
15 að tölu, og taka til allra
þeirra íþróttagreina, eða all-
flestra, að minnsta kosti, sem
hægt er hér að stunda, utan
húss sem innan, að vetrarlagi.
Hér verða stuttlega taldir
helztu flokkar félagsins svo og
íþróttagreinar: I leikfimi eru 8
flokkar, þar af 3 kvenflokkar,
1. og 2. fl. svo og telpnaflokkur
(13—15 ára). Þá verður æft í
5 karlflokkum, 1. flokki, 2. fl.
bæði A og B, (byrjendur og
þeir, sem lengra eru komnir),
drengjaflokkur (13—15 ára) og
loks flokkar fyrir eldri menn
og þá, sem léttleiki líkamans
er býrjaður að yfirgefa, enda
neft „öldungaleikfimi."
Kennslu hjá félaginu í leik-
fimi (1. og 2. fl. kvenna, 1. fl.
karla og 2. fl. karla A og B)
hefir eins og undanfarin ár, á
hendi aðalkennari félagsins,
Jón Þorsteinsson
Þá kennir Stefán Kristjáns-
son drengjunum Jeikfimi svo
og „öldungunum“. Einnig kenn
ir Stefán sérstaka tegund leik-
fimi, eða réttara sagt þjálfun-,
aræfingu fyrir þá, sem úti-
íþrótt stunda að sumrinu svo
og skíðaferðir að vetrum.
Selma Kristjánsson kennir
telpunum leikfimi.
Mikla áherzlu hefir félagið
lagt á góða æfingu í íslenzkri
glímu, enda hefir hún til þessa
verið eftirlætis-íþrótt fjöl-
margra félaganna. Glímuna
kennir, eins og undanfarin ár,
Jón Þorsteinsson og taka þátt
í kennslunni flokkar manna af
öllum þyngdum, byrjendur og
fullnema.
Hnefaleika fá félagarnir og
tækifæri til að stunda, hvfeð
mörg kíló, sem þeir nú kunna
að vera. Kennari verður Guðm.
Arason.
Sund og sundknattleikur
verður æft og kennt bæði í
Sundhöllinni og Sundlaugun-
um. Er sú kennsla bæði fyrir
aldna og því nær óborna, hvors
kynsins sem vera skal. Sundið
kennir Þorsteinn Hjálmarsson.
Handknattleikur verður æfð-
ur og í honum fer einnig
kennsla fram, jafnt fyrir karla
sem konur. Kennari karla-
flokka verður Sig; G. Norðdahl
en kvennaflokka Baldur Krist-
jónsson.
Þjóðfræg skemmtisaga:
Valdimar munkur
Fæst enn hjá bóksölum.
Verð aðeins kr. 17,00.
. Þá mun félagið halda uppi
skíðaferðum að staðaldri, í
Jósefsdal, þegar snjó festir á
jörðu og veður leyfir. —
Skemmtana mun félagið efna
til mánaðarlega í allan vetur,
fyrsta miðvikudag hvers mán-
aðar, og verða þeir fyrir félaga
og gesti þeirra.
íþróttaæfingar (leikfimi,
handknattleikúr, hnefaleikur,
glíma, þjálfunaræfingar) fara
fram í leikfimishúsi Jóns
Þorsteinssonar, sem er, eins og
állir vita, mjög vel fallið til
slíkra æfiríga.
Farmanna- og fiski-
mannapingið.
Frh. af 2. síðu.
fiskkaupahöfnum í langan tíma
eftir afgreiðslu, vegna þess:
hvað skipin eru mörg bæði is-
lenzk og erlend, sem þessa aí-
vinnu hafg stundað, og eins og
vitanlegt er, eru það aðeins
tvær hafnir, sem komið hafa
aðallega til greina fyrir þessi
áðurnefndu skip, það eru Vest-
mannaeyjar og Hornafjörður.
Nú er einnig kunnugt að fiski-
menn hér við Faxaflóa og í
öðrum veiðistöðvum landsins
hafa beðið mikið tjón vegna
þess að þeir hafa ekki getað
selt afla sinn strax, og oft orðið
að bíða í langan tíma til þess
að afsetja hann. Það virðist
því vera orðið meir en mál til
komið að hafist verði handa
með að kippa þessu í !ag.“
Um beitumál.
„7. þing F.F.S.Í. telur það
eigi vansalaust, hversu illa hef-
ir verið séð fyrir beitumálum
Islendinga á umliðnum árum.
Það skorar því á alþingi og rík-
isstjórn að tryggja með lögum,
að í sambandi við síldarverk-
smiðjur ríkisins á Siglufirði
verði þegar á næsta ári reist ís-
hús, sem sé nægjanlega stórt
til þess að tryggja nægan vara-
beituforða fyrir landið, enda sé
jafnhliða tryggt að beitu-
geymslur (forðabúr) séu nægar
í hverjum landsfjórðungi.
Þingið lítur svo á, að með
því að varabeitubirgðir lands-
manna séu geymdar á þeim
stað, sem að framan getur, sé
trygging fengin fyrir því, að
það, sem afgangs verður frá ári
til árs, geti orðið einhvers virði,
þar sem miklar líkur benda til
þess að hægt sé að bræða, án
verulegs tilkostnaðar, það sem
eftir yrði af beitusíld frá fyrra
ári, en vinnsla bræðslusíldar
byrjaði ár hvert. *
Þingið lítur svo á, að tryggia
beri með reglugerð, er atvinnu-
málaráðherra setur, að beita
sú, er verksmiðjurnar selja út-
vegsmönnum, sé fyrsta flokks
vara, seld með kostnaðarverði,
þó þannig, að fjárhagslegt ör-
yggi íshússrekstrar síldarverk-
smiðju ríkisins sé jafnan tryggt.
Jarðarför mágkonu minnar,
Katrínar Vigfúsdóttur,
fer fram frá Stokkseyrarkirkju föstudaginn 8. þ. m. kl. 2. Hús-
kveðja fer fram að heirnili hennar, Marargötu 2. kl. 10 fyrir hád.
Fyrir hönd ættingja og vina.
Jóhanna M. Jónsdóttir.
pökkum hjartanlega auðsýnda samúð við, fráfall og jarðarför
Páls Bárðarsonar, Ytri-Skógum.
Fyrir hönda vandamanna.
Margrét Oddsdóttir.
B. Óli Pálsson. Gustaf E. Pálsson.
Innilegt þakklæti færi ég öllum þeim, er heiðruðu
mig í tilefni af 75 ára afmæli mínu 5. þ. m. með gjöfum,
blómum, heillaskeytum og nærveru sinni.
Jón E. Jónsson, prentari.
AMERÍSI KIR F r a k k a r loðnir og snöggir. * ENSK kjólföf og smokingföf
VICT 01, Laugaveoi 33.
Bezt að auglýsa í Álþýðublaðinu.
7. þing F.F.S.Í. beinir þeirri
áskorun til ríkisstjórnarinnar,
að verðlagseftirlit verði nú
þegar látið ná til kolkrabba og
síldar, sem seld er til beitu.“
Um framtíðarstærð fiskiskipa.
1. Landróðrabátar,
það eru bátar, er róa frá
landi og koma að á kvöldin,
þeir séu allt að 30 tonn að
stærð.
2. Útilegubátar,
það eru bátar, er róa með
línu og hafa beitningu um
borð, þeir séu frá 80—160
tonna.
3. Togarar,
. er aðeins ætla að fiska fyrir
innanlandsmarkað, séu að
stærð frá 50—160 tonna.
4. Togarar
fyrir utanlandssiglingar séu
að stærQÉrék^OO—600 tonna.
í greinargeromni segir:
„Það, sem við viljum bei:da
á með þessari tillögu okkar er
það, að þæru eru gerðar eftir
því sjónarmiði, sem við nú lif-
um eftir og eins og viðhorfið var
fyrir stríðið. Hvernig haganleg-
ast verður að skipa bessum
málum í framtíðinni, er mjög
mikið komið undir því, hvernig
viðskiptum okkar verður hátt-
að eftir heimsstyrjöld þá, er nú
geisar. Verður okkar aðal út-
flutningsavara saltfiskur, eða
frystur fiskur, eða jafnvel nýr
fiskur kældur og þá fluttur út
með flugvélum? Um þetta get-
ur enginn sagt, en stærð skipa
okkar er mjög háð því hvað
þar verður efst á- baugi.
LEIKFÉLAGIÐ
Frh. af 2. síðu.
hússmálið rætt allmikið og
voru samþykktar tvær eftirfar-
andi tillögur í sambandi við
það mál: t
„Aðalfundur Leikfélags
Reykjavíkur lýsir ánægju sinni
yfir því að horfur eru nú á því,
að Þjóðleikhússbyggingin verði
rýmd. Skorar fundurinn á al-
þingi, ríkisstjórn og þjóðlejk-
hússnefnd að láta nú þegar
hefja undirbúning að fulliiaðar-
smíði hússins.“
„Þar sem Leikfélag Reykja-
víkur hefir í hartnær hálfa öld
haldið uppi leiksýningum og
haft forystu í leiklistarmálum
höfuðstaðarins, telur aðalfund-
ur félagsins, haldinn 3. október
1943, sjálfsagt og eðlilegt, að
félagið hafi íhlutun um þessi
mál áfram, og eigi fulltrúa í
nefnd, er væntanlega verður
skipuð til að gera tillögur um
framtíðarskipulag leikistarmál-
efna í sambandi við rekstur
þjóðleikhúss í Reykjavík.“
Félagið hefir þegar hafið
starfið á þessu leikári, eins og
kunnugt er, og hefir hugsað sér
að bjóða Reykvíkingum mörg
og góð leikrit á leikárinu.
Stjórn félagsins skipa nú:
Valur Gíslason, Brynjólfur Jó-
hannesson og Þóra Borg Einars-
son. Til þess að vera með
stjórninni í ráðum um leikrita-
val voru kosnir: Gestur Páls-
son og Ævar R. Kvaran. End-
urskoðendur: Sigurður Guðna-
son alþingismaður og Sigurður
Jónsson (Endurskoðunarskrif-
stofa N. Manscher & Co.).