Alþýðublaðið - 07.10.1943, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 07.10.1943, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 7. október 1943. ALÞÝÐUBLADIÐ 5 Af öllum ferðum mín- UM var ein miklum mun . skemmtilegust og fróðlegust: ferð mín til hins nýja Rúss- lands. Árið 1914, rétt fyrir ó- friðinn, er ég vann að bók minni um Dostóévskí, hafði ég búið mig undir að fara þessa ferð. Þá hafði hin blóðuga sigð styrjaldarinnar lagzt þvert í leið mína, og síðan hafði jafnan eitthvað haldið aftur af mér. Fyrir hina lærdómsríku tilraun bolsévíka hafði Rússland og málefni þess náð meiri tökum á öllum hugsandi mönnum en nokkurt annað land eftir heims styrjöldina. Með því að alla á- reiðanlega fræðslu skorti, var það jafnákaft dáð og það var miskunnarlaust fordæmt. Fyrir áróðurinn og hinn jafntaum- lausa gagnáróður vissi enginn, hvað í-raun og veru var að ger- ast. Það eitt vissu menn, að eitt hvað gersamlega nýtt var þar í deiglunni, eitthvað, sem ■— til ills eða góðs — gat haft úrslita- áhrif á framtíðarhag og háttu Veraldarinnar. Shaw, Wells, Barbusse, Istrati, Gide og r ir aðrir höfðu farið þangað, og sumir komið aftur fullir aðdá- unar, en aðrir að sáma skapi vonsviknir. Og mig hefði illa skort framfaraáhuga, ef ég hefði ekki girnzt að sjá með eigin augum það, sem hér var að gerast. Bækur mínar höfðu náð óvenjulegri útbreiðslu í Rússlandi, ekki einungis heild- arútgáfa verka minna með for- mála eftir Maxím Gorkí, heldur einnig litlar og ódýrar útgáfur, sem kostuðu fáeina kópeka, og voru á hvers manns borði. Ég gat því vænzt þess að mér yrði tekið opnum örmum. En það, sem gerði mig hikandi, var með vitundin um, að hver sá, er ferð aðist til Rússlands, yrði neydd- ur til að taka afstöðu og skipa sér annaðhvort í flokk þeirra, er veittu hiklausa viðurkenn- ingu eða fordæmdu. En ég, sem hefi megna andúð á pólitík og hvers konar rétttrúnaði, hafði enga tilhneigingu til að kveða upp skyldudóm um endalaust landflæmi og algerlega óleyst málefni, eftir að hafa átt kost á að svipast þar um garða í nokkr ar vikur. Þrátt fyrir brennandi forvitni gat ég því aldrei tekið þá ákvörðun að ferðast til Rúss lands. En árla vors 1928 var mér boðið að taka þátt í hátíðahöld um í Moskvu á aldarafmæli Leós Tolstoj. Skyldi ég vera full trúi rithöfunda Austurríkis og halda ræðu Tolstoj til heiðurs að kvöldi aðalhátíðardagsins. Það var ástæðulaust að víkjast undan slíku tækifæri, með því að tilefni ferðarinnar var alger lega ópólitískt. Tolstoj, friðar- postula og andstæðing hvers konar ofbeldis, var ekki unnt að telja bolsévíka, en bók mín um hann, sem mjög var lesin í Rússlandi, gaf mér augljósan rétt til að fjalla um hann ein- ungis sem skapandi rithöfund. Auk þess virtist mér það kjör- in auglýsing bræðralagshyggju Norðurálfumanna, að rithöf- undar h^ajðanæva úr álfunni heiðruðu minningu hins mesta á meðal þeirra. Fyrir því tók ég boðinu, og ég hafði enga ástæðu til að láta mig iðra þess. Förin í gegnum Pólland var í sjálfu sér mikill viðburður. Mér gafst að líta, hve fljótt vorir tímar ■græða þær undir, sem þeir sjálfir hafa sært sig. Sömu borg irnar í Galisíu, sem ég hafði séð í rústum 1915, stóðu nú hér nýjar og bjartar. Mér varð ljóst, að einn áratugur, sem er æðimikill hluti einnar manns- ævi, er einungis augabragð í ævi heillar þjóðar. í Varsjá var ekkert, sem minnti á, að tvisv- ar, þrisvar og fjórum sinnum hafði sigrandi og sigraður her ætt þar um stræti. Kaffihúsin iðuðu af skrautklæddum kon- um. Snyrtilegir og spengilegir herforingjar spankúleruðu Ungur konungur Á mynd þessari sést .hinn sex ára gamli konung.ur Búlgaríu, Símon II., ásamt föður sín- um, Boris heitnum konungi, og móðir sinni Giovanna prinsessu af Ítalíu. Þegar Stefan Zweig \ fór til Rússlands. EFTIRFARANDI kafli er úr nýútkominni sjálfsævisögu rithöfundarins Stefáns Zveig, og segir þar frá ferð hans til Rússlands 1928. Margir rithöfundar, sem til Rússlands hafa farið, hafa sætt ómildum dómum fyrir það, hve erfitt þeim hefir veizt að halda fullum sönsum og dómgreind um það, sem þeim hefir borið þar fyrir augu. Mun mörgum verða fyrir að dæma þá vægilegra eftir að þeir hafa kynnzt því í þessari frásögn, hve nauðlega önnur eins höfuðkempa og Stefán Zveig slapp undan því í Rússlandi að gera sjálf- an sig að fífli. um göturnar og voru líkari leik- urum í hermannagerfi en raun- verulegum stríðsmönnum. Alls staðar gaf aö ííta athafnir, sjálfstraust og réttmætt stolt hins nýja pólska lýðveldis, sem svo djarflcga hafði reist sig upp úr öskusto aldanna. Frá Varsjá bar okkur ao landamærum Rússlands. Landið varð æ i'lat- ara og jarðvegurinn sendnari. Á hverjum viðkornustað byrpt- ust á stöðina allir íbúar þorps- ins í litríkum bændabúningum, því að á þeim timum fór ein- ungis ein farþegalest á dag inn í hið forboðna lokaða land. Það var því mikill viðburður að fá að virða íyrir sér skínandi vagna þessarar einu hraðlestar, sem var tengiliður hinna tveggja heima, Austur- og Vestur-Evrópu. Loksins kom- um við á landamanrastöðina, Negareloe. Yfir brautina var strengdur blóðrauður fáni með sýrilliskri áletrun, sem ég gat ekki lesið. Hún var þýdd fyrir mig og hljóðaði þá: „Öreigar allra landa, sameinist!“ Þegar gengið hafði verið undir þetta eldrauða men, var komið inn í veldi öreiganna, Sovétlýðveld- in, nýjan heim. Lestin, sem við ferðuðumst í, bar þó engan öreigasvip. Það reyndist svefnlest frá zar-tím- unum, miklu stásslegri og þægi- legri en Vestur-Evrópulestirnar, með því að hún var bæði rýmri og fór sér hægar. í fyrsta skipti á ævinni bar mig yíir rússneskt land, og þó að undarlegt sé, kom það mér engan veginn ókunnuglega fyrir sjónir. Allt var mér furðulega heimalegt: hinar víðáttumiklu, eyðilegu gresjur, þunglyndisleg- ir kofar og þ°rP> næputurnar, síðskeggjaðir karlar, að hálfu leyti bændur og að hálfu leyti spámenn, vingjarnlega brosandi út undir eyru, og konur með rósótta skýluklúta og hvítar ermalínur bjóðandi kvass, egg, grasker til sölu. Hvaðan þekkti ég allt þetta svo náið! Auðvitað úr bókum hinna rússnesku meist ara: Tolstoj, Dostóévskí, Aksa- kovs og Gorkí, sem af svo trúrri og mikilfenglegri raunsæi höfðu málað líf þjóðar sinnar. Þó að ég kynni ekki rússnesku, virtist mér ég skilja fólkið, er það tal- aði, þessa átakanlega óbrotnu menn í hvítum strigablússum, riðvaxna og luralega, eða ungu verkamennina í lestinni, sem tefldu skák, lásu eða skegg- ræddu, þessar óviðráðanlegu eirðarleysisbollaleggingar æsk- unnar, sem kynnt hafði verið undir með áskorunum um að leggja sig alla fram. Var það endurminningin um ást Tolstoj og Dostóévskí á alþýðunni, sem orkaði á mig. Hvernig svo sem því hefir verið varið, var ég þeg ar í lestinni gagntekinn innilegri samúð með öllu því, sem var barnslegt og hjartnæmt, vizku og vanþekkingu, í fari þessa al- múgafólks. Ég li'fði þenna hálfa mánuð í Rússlandi í stöðugum spenn- ingi. Maður sá, maður heyrði, maður hrærðist til aðdáunar eða kenni andúðar, hrifningar, leiða — straumarnir flæddu að manni ýmist heitir eða kaldir. Moskva sjálf var tvíveðrungsleg — hið fagra Rauðatorg með veggjum sínum og næputurn- um, um sumt hrífandi tataraleg, austurlenzk, býzantínsk og þann ig rússnesk inn í merg og bein, en til annarrar handar framandi hjarðir amerískra risa: nýjustu tízku skýjakljúfar. Hvergi var samræmi. í kirkjunum sótugar dýrlingamyndir og gimsteinum greypt ölturu, en í stekkjarfjar- lægð lá lík Leníns í glerskríni sínu með nýrjóðaðar varir og vanga (ég veit ekki, hvort það var okkur til heiðurs) og dökk- klætt. Við hlið gljáandi bif- reiða voru skeggjaðir, óhreinir ísvostsjíki sveiflandi svipum og hottandi á drógar sínar. Söng- leikahöllin, þar sem hátíðahöld- in fóru fram ljómaði í mikil- fenglegri, keisaralegri dýrð fyrir öreigunum, sem fylltu áheyr- endasætin. Og í úthverfunum stóðu gömul, hrörleg hús í þyrp- ingum og minntu á farlama gamalmenni, sem hallast hvert upp að öðru til þess að velta ekki um koll. Allt hafði verið svo lengi gamalt, aðgerðarlaust og ryðgað, að það krafðist þess að komast í einni svipan í horf nýrrar tízku, nýjustu tækni- tízku. Vegna þessa óðagots virt- ist Moskva ofsetin og ofskipuð fólki og allt á ringulreið. Hvar- vetna voru kasir fólks, í verzl- unarbúðunum, fyrir framan leik húsin, og alls staðar varð það að bíða — allt var um of skipu- lagt og gat því ekki gengið, eins og því var ætlað að ganga. Hið nýja embættismannalið, . sem hafði verið fyrir sett að koma öllu í röð og reglu, kepptist við að semja og gefa út tilskipanir, reglugerðir, auglýsingar, leyfi o. s. frv., og árangurinn af því öllu varð enn meiri töf og ringul reið. Aðalhátíðin, sem auglýst hafði verið kl. 6, hófst ekki fyrr en kl. 9Vi, og þegar ég slapp út úr sönghöllinni útgerður á sál og líkama kl. 3 á óttu, stóðu ræðuhöld enn sem hæst. Stund- ■ vís Vestur-Evrópumaður kom ætíð á allar samkomur og stefnumót heilli klukkustundu of snemma. Tímanum var því eytt æði samhengislaust, en á hverri sekúndu var engu síður meira en nóg verkefhi fyrir hendi: eftirgrennslanir, athug- anir, skeggræður. Allir voru haldnir eins konar sótthita, og þessi dularfulli eldmóður Rúss- anna og hin óviðráðanlega þörf þeirra að láta í ljós tilfinningar sínar og hugmyndir af heitum ákafa, orkaði miklu meira á mann en maður gerði sér ljóst. Það var auðgert að verða hrif- inn, án þess að vita áf hverju eða hvers vegna. Þetta lá í loftinu, sem var þrungið óeirð og hrannað nýstárleik. Ef til vill hefir það og verið kennd þess, að rússnesk sál væri að þróast innra með manni. Hver veit? Frh. af 6. síðu. Athyglisverðar greinar. Þegar forystumanni norskra sjómanna var rænt. Hvenær kemur annað hindi af bók- inni „Úr álögum“? G REINAB ÞÆR, sem Alþýðu- blaðið hefir birt við og’ við unðanfarið um verkalýðshreyfing- una í Noregi undir oki nazismans hafa verið ákaflega lærðómsríkar. Hafa greinarnar verið þýddar úr riti, sem nýlega er komið út á veg- um norska Alþýðusambandsins, og Konrad Nordahl forseti þess lét Alþýðublaðið í té er hann var hér. EN ATHYGLISVERÐUST þótti mér síðasta greinin, um baráttu sjómannanna strax eftir að naz- istar réðust á landið. Norska ríkis- stjórnin og forystumenn sjó- mannasambandsins reyndu að ná til sjómannanna ,sem voru á höf- um úti til þess að * varna því að skipin lentu í höndum nazista, en kommúnistar unnu allt, sem þeir máttu, til þess að eyðileggja starf þeirra. Þeir prédikuðu fyrir sjó- mönnum að taka enga afstöðu 1 styrjöldinni — og svo rammt kvað að þessu, að einum af helztu baráttumönnum samtakanna er- lendis var rænt, er hann var á leið til eins stórfundar norskra sjó- manna og stóðu kommúnistar að því verki. FYRIR NOKKRUM ÁRUM kom út hér á vegum MFA fyrra bindi stórrar bókar eftir fyrrverandi þýzkan kommúnista Richard Krebs. Var bókin rituð í Aráeríku og notaði höfundurinn dulnefnið Jan Valtin. Ég las þessa bók á ensku áður en hún kom út hér, og fann strax að hún var í meginat- riðum sönn, enda er hægt að finna sannanir fyrir helztu atrið- uA hennar í blöðum íslenzkra kommúnista sömu árin og atburð- Frh. af 6. síðu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.