Alþýðublaðið - 07.10.1943, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 07.10.1943, Blaðsíða 8
8 ALÞÝÐUBLAÐIÐ Fimmtudagur 7. október 1943. ■ITJARNARBÍÚBB „Storm skiln peir uppsbera“ &,Reap the Wild Wind“) John Wayne Ray Milland Paulette Goddard Sýning kí. 6,30 — 9. Bönnuð fyrir börn innan 14 ára. i refilstignm. (A Gentleman After Dark) Brian Donlevy, Miriam Hopkins Preston Foster. Sýnd kl. 5. Bönnuð fyrir börn innan 16 ára. ÓTRÚLEGT EN SATT! AMERÍSKUR LIÐSFOR- INGI, J. H. Hedley frá Chicago, varð fyrir því slysi að falla út úr flugvél yfir þýzku vígstöðv- •unum 6. janúar 1918. — Þetta er auðvitað ekkert ótrúlegt. Hitt er undarlegra, að Hedley kom niður á flugvélina, sem hann datt úr. Þetta orsakaðist þannig: Flugvélin átti í loftorustu í 15 000 feta hæð. Skyndilega tók hún krappa dýfu og steypti sér þráðbeint niður. Um leið og flugvélin tók dýfuna, féll Hed- ley útbyrðis. Hann kom niður á stél flugvélarinnar í 10 000 feta hæð og bjargaðist þannig frá bráðum, bana. * * * TOGGI GAMLI er góðglað- ur — og rúmlega það. Hann horfir á brennivínsflöskuna og tautar fyrir munni sér: „Á ég að fá mér einn til? Maginn segir já en höfuðið nei. Höfuðið er auðvitað vitrara en maginn. Og sá verður að vægja, sem vitið hefir meira stendur þar. Ég ætla þá að fá mér einn ó- mældan enn.“ ❖ * * GÖNGUSKÖRÐ. BALDVIN SKÁLDI kvað um Gönguskörð í Skagafirði á þessa leið: í dölum þröngum drífa stíf dynur á svöngum hjörðum, það verður engum of gott líf upp í Gönguskörðum. legt, að ég nærri því stóð á öndinni. Fyrst var vandamálið í sam- bandi við peningana. Ég hafði ofurlítið af vasapeningunum mínum í handtöskunni minni — ellefu krónur og fáeina aura, svo að ég sé nú nákvæm, Auk þess átti ég tvö hundruð og tuttugu krónur í bankabók. Svo mikið vissi ég. En í hvaða banka, og hvernig ég ætti að ná þessum peningum, hafði ég ekki hugmynd um, því að fað- ir minn hafði séð um öll fjár- mál fyrir mig. En það skipti engu. Ég var sannfærð um að ég gæti alltaf beðið Charles um peninga. í mínum augum var Charles auðugur maður. Hann gekk með silkihatt og' var í Al- bert prins-frakka á hverjum degi, en slík voru einkenni allra auðmanna í Vínarborg á þeim árum. Og þegar við fórum í ökuferð, tókum við alltaf stóran vagn með fjórum hestum fyrir, en ekki lítinn og gamlan tví- eykisvagn eins og nóttina góðu, þegar við fórum fyrstu ökuferð ina saman. Hann gaf mér marg- ar gjafir -— bækur, blóm og því um líkt. Hann brá sér til .Parísar eins og þegar aðrir bregða sér inn í kaffihús. Og hann talaði aldrei um peninga. Hinsvegar töluðu foreldrar mín ir aldrei um annað. Þrátt fyrir aðvaranir Vefi fór ég beina leið til vinnustofu Charles. Ég gerði mér ekki ljóst, hvers ég vænti, en það var eitthvað rómantískt, eitt- hvað á þessa leið: Hér er ég, ég er þín, ég er frjáls, taktu mig og hafðu mig hjá þér — alltaf. Þegar við komum að húsinu sagði ég ökumanninum að taka farangur minn úr vagn- inum. Sjálf bar ég fiðlukassann minn, eins og alltaf. Dyr vinnu- stofunnar voru opnar, og Sús- anna, fyrirsætan, kom út, þeg- ar hún heyrði vagn nema stað- ar úti fyrir. — Ó, eruð það þér, ungfrú Sommer? sagði hún. — Herr- ann er hér ekki. Hún hafði þann kjánalega sið að kalla Charles herra. Aldrei vissi ég hvernig á því stóð. Ég hafði aðeins séð hana nakta, þegar Charles var að mála hana, en nú var hún alklædd, með svuntu og klút um hárið, og hún var eins og grá og líflaus herbergisþerna. — Ég ætla að bíða eftir hon- um sagði ég um leið og ég gekk inn í vinnustofuna og ökumað- urinn á eftir mér. Ég borgaði honum. Ökugjaldið var þrjár krónur, og hann rétti fram lóf- ann eftir meiru. — Hversu mik- ið á hann að fá í þjórfé? spurði ég Súsönnu. Hún leit snöggvast á farangur minn og ráðlagði mér að borga þrjátíu aura. Það fannst mér nánasarlegt, og ég borgaði honum fimmtíu aura. OViaðurinn þakkaði mér stutt- aralega og sagði ekki „fagra ungfrú“, eins og ökumenn voru þó vanir, og fór. Ég var ein eft- ir hjá stúlkunni, sem rannsak- aði niig með nærsýnum, sting- andi augum. — Eruð þér að fara í ferða- lag? spurði hún. 1 — Nei — það er að segja, jú — á vissan hátt, sagði ég. Hvenær haldið þér, að Dupont komi? — Það get ég ekkert sagt um. Þér vitið, hversu óáreið- anlegur hann er. Það getur ver- ið, að hann komi heim seint í kvöld, og það getur verið, að hann verði úti alla nóttina. Hann sagði mér að taka til, og sín væri ekki von strax. Viljið þér skilja eftir bréf til hans? — Nei, ég býst við að betra sé að bíða, sagði ég, og nú voru farnar að renna á mig tvær grímur. Ég settist á gamlan, fornfálegan stól, og Súsanna hélt áfram starfi sínu, að taka til í vinnustofunni. — Vindlingar eru þarna á litla borðinu, sagði hún. — Og ef yður langar í te, gæti ég hitað það handa yður. —Þökk fyrir, nei, sagði ég. — Ég hélt, að Dupont væri heima. Hann sagðist ætla að vinna í dag. — Já, sagði Súsanna, sem stóð nú fyrir aftan málaratrön- urnar. — Þetta sagði hann yður. Hún sagði þetta í mein- legum tón, og ég ákvað að anza því ekki. Hún kom nú fram fyrir málverkaíronurnar og krosslagði henuurnar á brjósti s-r. — Mig ii-jiu.- oft langað til þess að ta’ia vjö yður, sagði hún — í einrúmi. — Jæja, sagði ég. — Ég fann að eitthvað óþægilegt var á seyði, en gat ekki komið í veg fyrir það. — Og látið yður ekki detta í hug, að ég sé afbrýðisöm. Því að það er ég vissulega ekki, sagði Súsanna. Mér hafði aldrei til hugar komið, að Súsanna væri gædd nokkrum tilfinning- um. Hún virtist vera eins og eitt af húsgögnunum í þessari vinnustofu. Skyndilega áttaði ég mig á því, sem hún hafði sagt, og ég blóðroðnaði. — Hvers vegna ætti ég að vera afbrýðisöm? spurði ég. — Og hversvegna ætti ég þá að vera það? Ég er gift kona. Ég á eiginmann og barn, ög ég vinn fyrir mér hér. Jæja, ég er að segja yður, að ég er ekki afbrýðisöm. En ég hef oft verið að hugleiða það, hvers vegna ung stúlka, eins og þér, skuli ganga blindandi út í slíkt og þvílíkt. Þér eruð alltof ung til þessara hluta, sjáið þér til. Takið mark á orðum mínum. Þér komizt að fullkeyptu, ef ,8ðtir voro karlar* (Pardon My Sarong) Söngvamynd með skop- leikurunum Bud Abbott og Lou Costello Sýnd kl 5, 7 og 9. þér látið ekki af ferðum yðar hingað. , — Kærar þakkir fyrir ráð- legginguna, sagði ég drembi- lega. — En ég held, að ég þurfi hennar ekki með. Súsanna brosti við. — Þér hugsið sem svo, að yður séu all- ir vegir færir, er ekki svo,? sagði hún. — Jæja, ungfrú, ég hefi verið jafn hrifin af honum, jafn viti mínu fjær. Hún gekk að fataskápnum og opnaði hann. Hrúga af ó- hreinum nærfötum vallt fram úr skápnum. Ég sneri mér und- an. Einhvern vegin gat ég aldrei hugsað mér, að nærföt Charles óhreinkuðust eins og nærföt annarra manna, eða að hann gengi yfirleitt í nærföt- um. Ég herti upp hugann og svaraði, eins og^söguhetja í bók, sem ég hafði lesið, myndi hafa svarað í mínum sporum. — Sjáið nú til, Súsanna, sagði ég. — Ef þér ætlið að gefa í skyn, að þér — að þér hafið verið — að Dupont hafi ■ GAMLA BfÖ ESB Króknr i móti brapðl „The Chocolate Soldier“ M.G.M. söngvamynd. Nelson Eddy Rice Stevens. Sýnd kl. 7 og 9. ÓALDARFLOKKUR í 44. GÖTU. „Mayor of 44th Street.” Anne Shirley, George Murphy, Freddy Martin og hljómsveit hans. Bannað fyrir hörn. átt vingott við yður, áður en hann kynntist mér, þá hefur það engin áhrif á mig. Raunar sagði hann mér frá því sjalfur. — Jæja, gerði hann það? spurði hún og laut yfir plögg- in. — Og þér með yðar miklu ást. Þér fáið víst ekki sparkið, þegar gamanið er úti — og tvær krónur, af meðaumkun, fyrir að sitja fyrir. Ást yðar er víst hin eilífa ást, er ekki svo? — Um mig gegnir allt öðru máli, sagði ég. Súsanna fór að hlæja. Ekki af meinfýsi, að því er virtist. Þetta virtist vera góðlátlegur hlátur. — Þetta segjum við allar, allar — allar ungar stúlk ur, sem falla fyrir karlmanni. Þér haldið, að öðru vísi sé farið um yður. Ég hefi engri stúlku kynnst enn þá, sem ekki áleit, að hún væri undantekning að þessu leyti. Jæja, ungfrú, lofið mér að tala við yður: lírukass- inn spilar alltaf sama lagið. Það er stutt, og því er alltof snemma lokið. NÝJA bíö STEINI SLEGGJA — Ó, hó, sagði Stóri Tom grimmdarlega. — Svo aá þú ætlar að vera fyndinn, er það svo? Jæja, hafðu þetta til þess að byrja með. Með leifturhraða hljóp stýrimaðurinn að Steina sleggju og rak honum högg, sem miðað var á kjammann. En Steiní sleggja var snarari í snúningum en stýrimaðurinn. Hann beygði sig snarlega, högg Stóra Toms varð Vindhögg, en svo rétti Steini sleggja úr sér og barði frá sér með vinstri hendi. Hnefinn á Steina sleggju lenti beint á nefinu á þorp- aranum og litaði það blóðrautt. Stóri Tom æpti af reiði og sársauka. — Ég skal flytja þig út, ég skal merja þig, ég skal kremja þig fyrir þetta, hreytti hann út úr sér og þaut á Steina sleggju. Öllum áhorfendum til mikillar undrunar, hörfaði Steini sleggja ekki undan, heldur stóð hann grafkyr og hörfaði hvergi. Hann beygði sig undan höggum Stóra Toms. en stöku sinnum sló hann og æsti andstæðing sinn um allan helming. — Þessi náungi kann hnefaleik, sagði einn af skips- höfninni. — Loksins hefir Stóri Tom hitt jafningja sinn. r CHAMBER’S EMPTV/ öROUND„.WEREX COME, (SOT TO SET HIM OUT OF THAT COCKPIT,,, aND WITHOUT A DERRICK, ----TOO/ m Örn: Geymirinn tómur — hann verður þá bundinn við jörðina og mér tekst að ná honum úr vélinni! Mér verður að takast að ná honum lifandi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.