Alþýðublaðið - 17.10.1943, Page 4

Alþýðublaðið - 17.10.1943, Page 4
4 ALÞYÐOBLA-Ðie Sunnudagur 17. október 1943. Siðari greim Jóas Blondals: Hvað segir þjóðarétturinn um rétt okkar til einhliða sambandsslita ? ■©tgefandi: Alþýðuflobkurinn. Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu. Símar ritstjórnar: 4901 og 4902. Símar afgreiðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan h.f. Sveinbjörn og mjölkarsUpnlagið. MORGUNBLAÐIÐ segir í leiðara sínum í gær um mjólkurmálið: „Alþýðublaðið, sem gerist nú illskætið undan- farna daga á sviði þessara mála, mætti minnast þess, að það var flokkur þess, Alþýðuflokkur- inn, sem hjálpaði Framsóknar- flokknum til þess að hreiðra um Sveinbjörn Högnason í valdastóli mjólkurmálanna, það an sem hann hefir síðan útung- að illdeilum og ófremd.“ Það er þung ásökun sem Al- þýðuflokknum er hér borin á brýn, og ekki er því að neita, að illrísandi væri undir slíkri sök sem þessari, hefði hún við nokkuð að styðjast. Á hvern hátt hefir Alþýðu- flokkurinn hjálpað til að hreiðra um Sveinbjörn ( í valdastóli •mjólkurmálanna? Það er rétt, að Alþýðuflokkurinn átti mann í þeirri ríkisstjórn er fyrst skipaði hann sem formann mjólkursölunefndar, eftir til- nefningu landbúnaðarráðherra, en skipunin gilti aðeins í eitt ár í senn. Síðar þegar Alþýðu- flokkurinn átti ekki mann í rík- isstjórninni, en þangað voru komnir tveir Sjálfstæðisflokks- menn, þeir Ólafur Thors og Jákob Möller, var hann enn skipaður í valdahreiðrið og ber því Sjálfstæðisflokkurinn eftir það, samkvæmt kenningu Morgunblaðsins, ábyrgð á út- ungun þeirri á illdeilum og ó- fremd, er blaðið segir, að frá Sveinbirni streymí nú. Eigi Al- þýðuflokkurinn ámæli skilið fyrir það, að hafa verið þátt- takandi með einum manni í þeirri ríkisstjórn er skipaði Svenbjörn í þetta formanns- sæti fyrst, áður en séð varð hverju hann ungaði þar út, hversu miklu fremur ætti Sjálf stæðisflokkurinn þá ekki ámæli skilið, er með þátttöku tveggja manna hefir átt samskonar ó- beinan þátt í skipuninni eftir að Morgunblaðið og öðrum varð ljóst um hverskonar útungun var þarna að ræða? Þannig er bezt að hver bæti að sér og sínum, áður en hann kastar steini að öðrum. Og hvernig er það, eru ekki tveir Sjálfstæðisflokksmenn einmitt alveg nýskriðnir upp í valdahreiðrið til Sveinbjarnar? Þeir Ólafur í Brautarholti og Einar í Lækjarhvammi hjálp- uðu Sveinbirni til að mynda stjórn mjólkursamsölunnar og reka fulltrúa neytenda frá allri þáttöku þessara mála, og þess verður sannarlega ekki vart, að neytendum lítist neitt betur á útungunarframleiðsluna eftir það. Þvert á móti hefir óánægja manna nú blossað upp meir en nokkru sinni fyr, segir Gunnar Thoroddsen í greinargerð fyrir tillögu sinni um rannsókn mjólkurmálanna. Það átti þó eldci að væsa um Sveinbjörn í hreiðrinu, eftir að Sjálfstæðis- flokkurinn fór að leggja honum til dúninn. Fleiri blöð hafa minnt á það í svipuðum tón og Morgunblað- I. IFYftRI gre-in minni rakti ég kenningar Oppenheims prófessors, — en Bjarni Bene- diktsson telur hann viðurkennd astan höfund í þjóðarétti meðal enskumælandi manna, — um brottfall og ógildingu samninga að svo miklu leyti, sem þær reglur mátti heimfæra upp á sambandslagasamninginn í sem stytstu máli er niður- staða Oppenheims sú, að þegar um er að ræða tímabundinn ómöguleik á framkvæmd samn- ings, þá falli samningurinn ekki úr gildi, heldur sé honum ein- ungis frestað, að þegar er um að ræða þýðingarmiklar breyt- ingar á aðstæðum, geti samn- ingsaðili riftað samningi, en þó því aðeins að hann hafi áður farið fram á það við mótaðilann að samningurinn sé upphafinn, en hann neitað því og því aðeins að mótaðilinn ennfremur neiti að láta gerðardóm skera úr um málið. Þetta itvent gæti átti við í okkar tilfelli, en ekki regla svi, sem Bjarni Benediktsson tilfær ir eftir Oppenheim, og fjallar um brot á samningi, eða samn- ingsrof, en þar er um að ræða saknæman verknað eða van- rækslu af hálfu samningsaðil- ans, sem við getum með engu móti ásakað Dani um að hafa gert sig seka í. Það virðist því meira en lítið vafasamt eftir kenningum Opp- enheims að við höfum rétt til einhliða riftingar á sambands- lögunum vegna „vanefnda" af hálfu Dana eins og haldið hefur verið fram. Og hver nauðsyn ber okkur til að nota okkur þennan vanefndarétt, þó svo við hefðum hann? H. -Skulu nú athugaðar nokkuð tilvitnanir Bjarna Benedikts- sonar í aðra þjóðréttarfræð- inga og sönnunargildi þeirra fyrir ,,vanefndakenningunni1 ‘. Bjarni vitnar í ítalska pró- fessorinn Anzilotti og gefur honum þann vitnisburð að 'hann sé „einn af kunnustu þjóðrétt- arfræðingum þessarar aldar“. Var Anzilotti m. a. forseti fasta milliríkjadómstólsins í Haag, samkvæmt sömu heimild. Bjarni tilfærir eftir Anzilotti það, sem hann segir um það ef annar aðili fullnægir ekki samn ingi (Nichterfullung); af sam- bandinu sést greinilega að hér er um að ræða þau tilfelli þegar samningur er rofinn eða brot- inn, þrátt fyrir það, þótt aðilinn geti (objektivt séð) fullnægt honum; eins og greinin, sem Bjarni birtir (sjá hér að ofan), jsýnir, talari Anzilotfti einmitt um ekki-uppfyllingu samnings af þessu tagi (ef svo mætti að orði komast) sem „samnings- brot“ eða samningsrof eins og Bjarni þýðir það (Vertragsver- ið að Alþýðuflokkurinn og Al- þýðublaðið hafi stutt mjólkur- skipulagið í byrjun, og hefir það verið játað í Alþýðublað- inu, en á það bent jafnframt, að öll heit Framsóknarmanna í sambandi við framkvæmd þess hafi verið svikin. Engin tillaga hefur komið fram um það, að leggja skipulagið niður heldur eru uppi sterkar raddir um að endurbæta það, enda var beinlínis fyrirskipað í mjólkurlögunum, að það skyldi gert innan ákveðins tíma, þó það hafi verið svikið eins og letzung). Áður er hann búinn að tala um það tilfelli þegar ekki er hægt að uppfylla eða fullnægja samningi, en fram hjá því, sem einmitt gæti átt við í þessu tilfelli, gengur Bjarni algerlega, eins og hjá Oppenheim. Orðrétt segir Anzilotti (Lehr- buch des Völkerrechts, Berlin und Leipzig 1929) bls. 343: „Ómöguleiki á fullnægingu. (Die Umöglichkeit der Er- fullung). Það er almennt viður- kennt, að ómöguleiki á full- nægingu, er ber að höndum óviðbúið slítur samningnum; svo mundi t. d. vera um samn ing er ætti við land, sem kynni af völdum ófriðar að hafa gengið undan ríki, því, er hlut á að máli. Lögfræði- lega séð er fullnæging þá ómöguleg, ef aðilum kemur saman um að svo sé eða færðar hafa verið sönnur á það á þann hátt, sem heim- ill er að alþjóðalögum; um allar deilur því viðvíkjandi má nota reglur þær, er lúta að jöfnun deilna þjóða á milli. Það er skýringaratriði að sjá, hvort ómgöguleiki á fullnægingu um stundar sak- ir valdi samningslokum eða aðeins fresti framkvæmd samningsins; leiki efi á verð- ur að ætla hið síðartalda“. Enda þótt Anzilotti sé ekki eins ákveðinn óg Oppenheim í því að ómöguleiki um stundar sakir fresti aðeins framkvæmd samnings en ógildi hann ekki, þá er þó greinilegt að hann telur það aðalregluna. Hér virð- ist því síður en svo traustur grundvöllur að standa á. III. Þá ræðir Anzilotti á sama hátt og Oppenheim regluna um breyttar aðstæður. Eins og Oppenheim viðurkennir hann regluna í meginatriðum, en leggur ríka áherzlu á að hún skapi ekki einhliða riftunarrétt, eins og sjá má af eftirfarandi tilvitnun (bls. 356). „Ef dregið er saman í eina heild má segja, að nákvæm prófun á framkvæmdarvenj- um leiði að eftirfarandi nið- urstöðum: 1. Ríkin hafa, enda þótt þau margsinnis hafi játað sig undir meginreglur, er gætu sýnst ósamrýman- legar clausula rebus sic stantibus (þ. e. að kringum stæður séu óbreyttar), ekki neitað því, að þessi regla gildi almennt, heldur þvert á móti aðeins véfengt að það mætti heimfæra hana upp á það einstaka tilfelli, þar sem menn vildu bera hana fyrir sig; 2. Samkvæmt þjóðrétt- arvenjum er ekki heimilt að uppsögn á samningi hyggð á clausula rebus sic stantihus, allt annað. Það verður engan vegin talin sök upphafsmann- anna né skipulagsins, þó fram- kvæmdin hafi komizt í óráð- vandra manna hendur og árang urinn því orðið útungun á „ill- deilum og ófremd“, heldur var það vegna þess að tilgangur- inn gleymdist og skipulagið var afvegaleitt á alla lund með einræði Framsóknarflokksins, eða þess óhappamanns fyrir hans hönd, sem fáir vilja nú viðurkenna ‘að hafa stutt til síns starfa. sé þvinguð fram einhliða af ríki því, sem vill beita henni; vert á móti þarf að hafa við- urkenningu hinna ríkjanna, er undirrituðu“. Anzilotti ræðir það sérstak- lega þegar í hlut á samningur, sem segja má upp á tilsettum t’íma l(sbr. sambandslögin)) og segir þar um: „Ef um er að ræða samn- ing, sem segja má upp á til- teknum tíma, er að jafnaði ekki heimilt að bera fyrir sig regluna (þ. e. rebus sic stan- tihus), vegna þess, að ef sam- ið hefur verið um uppsagn- arrétt, merkir það að jafn- aði, að aðilar hafa sjálf- ir séð fyrir og sett reglur um þær aðferðir og leiðir, sem hver þeirra eigi að nota til þess að losa sig undan samn- ipgsskyldunum vegna breyttra kringumstæðna; hið mótsetta hlýtur að eiga við um samning, sem gerður hef- ir verið til langs eða ótak- markaðs tíma og án þess að komið hafi verið sér niður á uppsagnarfrest“. Enda þótt Anzilotti, eins og fyrr segir, viðurkenni regluna um að þýðingarmikil breyting á kringumstæðum geti valdið brottfalli samnings, þá er nið- urstaða hans, alveg eins og hjá Oppenheim, að það veiti hlut- aðeigandi ríki ekki einhliða rift- ingarrétt, heldur verði fyrst annað hvort að fá samþykki mótaðilans til þess að samning urinn falli úr gildi, eða ef því er neitað þá úrskurð gerðar- dóms áður en til riftunai; á samningnum kemur. Orðrétt segir Anzilotti: „Svo sem rannsókn á til- fellum þeim, sem komið hafa fyrir í reyndinni, leiðir í ljós, lúta vandkvæði þau og mót- staða, sem kveðið hefir verið upp úr með, þegar hingað til hefir verið borið við clausula rebus sic stantibus, ekki svo mjög að gildi reglunnar í sjálfu sér, heldur þvert á móti að kröfum þeim, sem stundum hafa verið gerðar, til þess með einhliða athöfn að ákveða að og hvenær henni verði beitt. Áð svo sé er líka fullkomlega eðlilegt, því enda þótt víst sé, að breyt ing á raunverulegum kring- umstæðum geti valdið ógild- ingu samnings, þá er þó ekki hægt að setja aðilum í sjálfs vald að úrskurða einhliða, hvort slík breyting hafi orð- ið eða ekki, og hvort og með hvaða hætti samningum skuli slitið. Það er aðeins hægt að greiða úr þessari spurningu, eins og sérhverri spurningu, sem rís út af skýringu samn- inga, svo að bindandi sé þjóð réttarlega, með samkomu- lagi, sem gert er beint milli aðila, eða ef slíkt samkomu- lag ekki tekst, með gerningi er þjóðarrétturinn veitir jafnt gildi, t. d. gerðardóms- úrskurði“. Og síðar, sem hefir sérstaka þýðingu í okkar tilfelli: „En af þessu leiðir mjög þýðingarmikla ályktun um framkvæmdir. Ef samningur hefir að geyma gerðardóms- ákvæði, eða ef aðilar á ein- hvern hátt hafa skuldbundið sig til að leggja deiluatriði um skýringu þess samnings í gerð eða fyrir hinn fasta al- þjóðadómstól (og það á alltaf við um þau ríki, sem sam- kvæmt 36. gr. reglugerðarinn ar um hinn fasta alþjóðadóm stól hafa fallizt á kjörfrelsis- ákvæðið um skyldudómsvald dómstólsins) þá verður að fela jöfnun deilunnar um það, hvort clausula rebus sic stantibus geti átt við í þessu tilfelli eða ekki, ann- aðhvort gerðardómstóli þeim, sem gert er ráð fyrir, eða hin- um fasta alþjóðadómstóli“. Nú innihalda sambandslögin einmitt ákvæði um gerðardóm, ef ágreiningur rís út af sam- bandslögunum, og auk þess höf- um við skuldbundið okkur með samningi við Dani frá 1930 til að bera deilumál undir fasta alþjóðadómstólinn í Haag. Hér fyrir aftan birti. ég svo ítarlegri útdrátt úr bók Anzi- lottis, þar sem þær tilvitnanir, sem hér eru að framan, eru í samhengi og auk þess kaflann um þegar annar aðilinn fullnæg ir ekki samningi, það sem Bjarni kallar vanefndir. Eins og ég gat um áður ber tilvitnunin það sjálf með sér í þýðingu Bjarna, að þar er um að ræða brot eða rof á samningum (Vertragsverletzung). Geta lík- lega flestir gert sér grein fyrir hver af þeim réttarreglum, sem hér er um að ræða, á bezt við í okkar tilfelli. Auk þessara tveggja höf- unda, sem nú hafa verið nefnd- ir, tilfærir Bjarni Benediktsson, ummæli tveggja danskra lög- fræðinga, Knud Berlins og Aksel Möllers. Knud Berlin vís ar aðeins til hinna almennu brottfallsástæðna, sem gildi að alþjóðalögum, svo ummæli hans hafá enga þýðingu í þessu sam- bandi, hinisvegar er vitað að Knud Berlin hefir nýlega ritað Frh. á 6. síðu. Unglingar éskasl til að bera blaðið til kaupenda í eftirtöld hverfi: Sóivelli, Framnesveg, MiÓbæinn og hluta af Norðurmýri. ALÞYÐUBLAÐIÐ, sími 4900.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.