Alþýðublaðið - 17.10.1943, Qupperneq 8
Sunnudagur 17. október 1943»
ALÞYÐUBLAÐIP
i
HTJARNARBI6B
Takið undir!
(PRIORITIES ON PARADE)
Amerísk söngva- og gaman-
mynd.
Ann Miller,
Betty Rhodes,
Jerry Colonna
Johnny Johnston.
Aukamynd:
NORSKUR HER Á ÍSLANDI
(Arctic Patrol)
Sýning kl. 3, 5, 7 og 9.
Sala aðgöngumiða hefst
klukkan 11.
SKYNSAMLEG TILLAGA.
Þau eru bæði komin til ára
sinna, Jón og Gunna. Og nú
eru þau að ræða um allar breyt-
ingarnar og byltingamar, sem
nútíminn hefur leitt af sér.
„Og nú er bæjarstjórnin far-
in að breyta götunöfnunum,
Gunna mín,“ segir Jón.
„Ojú, ég held nú það, svarar
Gunnq, gamla. „Og það er fleira
sem þeir breyta blessaðir. Ég
er nú ekki lengur farin að
þekkja mig á mínum fæðingar-
stað. Sýnist þér ekki, Jakob
minn, að það hefði þó ekki ver-
ið til of mikils mælzt, að svo
mikið tillit væri tekið til okk-
ar gamla fólksins, að öllum þess
um breytingum væri frestað,
þangað til við erum komin í
gröfina?“
. * :!: *
SKILYRÐI
Húsbóndinn er í afleitu skapi
og hreytir út úr sér: „Farðu til
fjandans, strákur, ég vil ekkert
með þig hafa!“
„Ég fer ekki eitt fet nema
hún mamma mín fari með mér,“
svaraði strákur hálfskælandi.
* * *
ILLT í EFNI.
Gísli Jóhannsson á Bíldudal
fylgdist með gamalli konu í bíl
milli ísafjarðar og Dýrafjarðar,
og taldi konan að þjóðarskútan
væri að strandi komin. Gísli
svaraði:
„Þjóðarskútan gekk á grunn,
gapir sundur öll að framan;
stjórnin virðist vera þunn.
Varla’ er nú á ferðum gaman.
engan biðja hjálpar. Ég varð
að standast þessa raun af eigin
ramleik,, eða sjálfstraust miit
myndi brotið á bak aftur fyrir
fullt og allt.
Ein leið var augljós. Ég átti
auðvitað kost þess hlutskiptis,
sem títt var að ungar stúlkur af
góðum ættum, er neyddust til
að vinna fyrir sér, völdu jafnan.
Ég gat lagt fyrir mig heimilis-
kennslu eða gerzt lagskona
aldraðrar hefðarfrúar. Ég sá
mig í anda sniglast um híbýli
bráðókunnugs fólks, líkt eins
og ég væri afturganga Karolinu
frænku. Ég fylltist óhugnan við
þá tilhugsun. Ég hætti þessum
bollaleggingum og ákvað að
velja mér sama hlutskipti og
þær stúlkur, er ekki gátu stuðzt
við ættgöfgi sína. Ég afréð að
nema hraðritun og læra að
skrifa á ritvél. Til þess þurfti
að ganga á sex mánaða nám-
skeið, sem kostaði sextíu krón-
ur. Þá mundi ég eiga eftir
fjárhæð, sem_ svaraði einni
krónu á dag. Á því yrði ég að
lifa þennan tíma. Nú öðlaðist
ég kyrrð og frið í sál minni.
Það voru engar hljómhviður
leiknar framar inni í höfðinu á
mér. Það hafði vel borgað sig
að ienda í járnbrautarslysi til
þess að losna við Konserto í
A-dúr eftir Mozart, og jafnvel
þó að maður yrði að bæta ofan
á það sex mánaða sárustu fá-
tækt og undirbúningi undir það
að ganga í milljónaher hraðrit-
aranna. Ég dró djúpt. andann,
bretti upp ermarnar og sann-
færðist um, að ég var glöð og
ánægð og gædd innri frið, sem
ég hafði aldrei haft neitt af að
segja til þessa.
Vorið kom snemma. Hesli-
hnetutrén laufguðust og sýr-
ingarnir stóðu í blóma.
Ég tók mér bólfestu í bak-
húsi sem leigjandi hjá Mataus-
chek skósmið. Ég bjó í herbergi
með tveimur öðrum stúlkum.
En þar að önnur þeirra vann
við kabarett og kom heim á
morgnana til að ganga til sæng-
ur, komu þrengslin ekki að sök.
við snæddum saman morgun-
verð og að því búnu fóru tvær
okkar til vinnu sinnar. Minna
réð þá ein yfir herberginu og
snaraði sér í rúmið. Hún hafði
mkiinn áhuga fyrir klæðaburði
kvennanna í kabarettinum og
sagði okkur margar skrítnar
sögur um þá hluti. Hin stúlkan,
sem bar hið fátíða nafn Maja,
var sýningarstúlka. Hún hafði
mjög glæsilegan vöxt, ef miðað
er við smekk manna fyrir
stríð. En ég er hrædd um, að
hún þætti heldur gildvaxin nú.
Þettá var virðulegt og heið-
arlegt hús, sem ég hafði tekið
mér bólfestu í. Það var þéttset-
ið af þessú hversdagslega fólki
og andrúmsloft þess mettað
hversdagslegum viðfangsefnum
þess. Þar var slátrari, bakari og
eldspítnagerðarmaður. Þetta
var eins og lítið, sjálfstætt
þjóðfélag, sem var sjálfu sér
nóg og allir vissu allt um alla.
Það var að vísu ekki laust við,
að söguburður og smávegis öf-
undsýki væri á kreiki. En það
skorti heldur ekkert á hjálp-
semi og samhug í garð náung-
ans. Þetta andrúmsloft hjálp-
seminnar var mér alveg nýtt.
Það voru stöðugir flutningar
milli eldhúsanna á sykri, mjöli
og svínafeiti, sem hafði verið
fengið að láni. Það var talin
sjálfsögð skylda allra að gefa
auga börnunum, sem voru að
leikjum sínum í húsagarðinum
eða á götunni, líkt eins og all-
ir ættu þau í sameiningu.
Þeirra, sem veikir voru, var
vitjað af nábýlisfólkinu og bætt
úr þörfum þeirra. Þeir, sem
voru í vanda staddir, þágu ráð-
leggingar og stuðning hjá hin-
um. Ef ættingi manns lézt, tóku
nágrannarnir þátt í sorg manns
og voru síðan viðstaddir jarð-
arförina, klæddir í dökku spari
fötin sín. Ef kona fæddi barn,
voru allar konur úr húsinu
reiðubúnar til hjálpar. Þær
hituðu vatn böðuðu hvít-
voðunginn, hituðu kaffi og hug-
hreystu hinn kvíðandi eigin-
mann meðan á fæðingunni stóð.
Ef einhver gekk í hjónaband,
sýndu allir íbúar hússins hinn
mesta áhuga og fögnuð í því
sambandi og voru viðstaddir
vígsluna. Ef unnustinn yfirgaf
mann, tóku allir afstöðu með
manni og kölluðu reiði drottins
yfir höfuð hins svikula elsk-
huga.
Ég var sterk og hreykin af
sjálfri mér og næstum því ham-
ingjusöm. Ég var búin að
losa mig við allar grillur og
hafði nú loks fasta jörð undir
fótum. Ég deildi kjörum með
þessum hversdagsmanneskjum,
sem voru nábýlisfólk mitt, og
mér hlýnaði við það um hjarta-
rætur. Það tekur sárasta brodd-
inn úr einmanakenndinni að
skipa sér í hóp með öðrum.
Ég var hreinasta gáfnaljós á
verzlunarnámskeiðinu. Eftir að
hafa hlotið þá ströngu þjálfun,
sem þarf til þess að verða fiðlu-
leikari, reyndust mér þessi við-
fangsefni næsta auðveld. Sá,
sem hefir hlotið þjálfun í að
læra eitthvað til fullrar hlítar,
á næsta auðvelt með að læra
allt annað. í fyrsta sinn á æf-
inni hafði ég yfir kappnógum
frístundum að ræða, er ég gat
varið mér til skemmtunar. í
fremstu röð þeirrar ánægju,
I NÝJA BÍÚ !
MðBfnn líðnr.
GAMLA BlÓ |
VdrnlB frækm.
(The Moon is Dow»)
Stórmynd eftir söfu JoBn
Steinbeek.
Bönnuð börnum innan 16 ára
Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9.
Sala aðgm. hefst kl. 11 f.h.
Á morgun kl. 5:
DÁÐADRENGUR
(A Gentleman at Heart)
Cesar Romero,
Carole Landis.
„WAKE ISLAND“
Paramountmynd um hina
frækilegu vörn ameríska
setuliðsins á Wake-eyju
gegn ofurefli liðs Japana.
Brian Donlevy,
Robert Preston,
MacDonald Carey,
Albert Dekker.
Sýnd klukkan 3, 5, 7 og 9.
Bannað fyrir böm innan
16 ára.
Aðgöngumiðasala frá kl.
11 f. h.
sem mér veittist, var að snæða.
Ég var alltaf svöng. Ég gat al-
drei leyft mér að neyta matar
nema eftir nákvæma íhugun.
Og hver einasta máltíð, sem ég
neytti, var eins og hátíð. Fyrstu
hugsanir mínar á morgnana
snerust um mat. I síðdegishlé-
inu í skólanum fór ég á mark-
aðinn. Ég gekk meðfram sölu-
borðunum, sem stóðu í röðum,
og leitaði að beztu og ódýrustu
matvælunum, sem á boðstóln-
um vöru. Sölukonurnar kölluðu
upp vörur sínar og hældu þeim
á hvert reipi og köstuðu
fram gamanyrðum og skjalli í
því skyni að lokka mann til
að kaupa fremur af sér en a£
keppinautunum. Það þurfti
ekki annað en líta yfir öll þessi
býsn af kirsúberjum, nýjum
STEINI SLEG6JA
Hann réðst á mótstöðumann sinn af grimmd tígrisdýrs-
ins. Meðal áhorfendanna ríkti grafarþögn. Höggin dundu á
Grogan, sem hörfaði smátt og smátt undan 1 áttina út að
reipunum .
Jock linaði ekki sóknina. Grogan hraktist nú víðsvegar
um sviðið og hvað lítt að honum. En allt í einu þóttist hann
eygja það tækifæri, sem hann hafði beðið eftir allt kvöldið.
Hann lyfti vinstri handleggnum og bjóst til að koma á and-
stæðing sinn einu af þessum nafntoguðu vinstri handar högg-
um sínum, er gert höfðu hann víðfrægan.
En Steini sleggja sá hvað verða vildi og var vandanum
fyllilega vaxinn. Hann reiddi líka vinstri hnefann til höggs.
Krass!
Höggið hitti Grogan með heljarafli, svo að kvað við.
Hann hné til jarðar og heyrðist hvorki frá honum hósti né
stuna. Tímavörðurinn lauk við að telja. Grogan bærði ekki
á sér. Sigur Steina sleggju var ótvíræður.
Fagnarlæti áhorfendanna brutust út með hvílíkum helj-
arhávaða, að slíks voru engin dæmi. Ef þau lægði andartak,
uxu þau bara um allan helming aftur.
— Hvað sagði ég þér ekki, lagsi, sagði sigurvegarinn
við ráðsmann sinn, heldur en ekki kampakátur. — Har^
hafði lítið að gera í hendumar á mér! Ég lagði hann á hans
eigin bragði! Þú getur séð, að ég muni hafa náð í rétta ná-
unga til að æfa mig á!
Sjómennimir af Mary Jane höfðu nú safnazt saman
umhverfis grindurnar. eftir að þeir voru búnir að öskra sig
hása. ,
— Herra minn trúr! stundi Nippy upp og lét sig fall-
ast niður í stól. — Þessu hefði ég aldei búizt við! Þetta
er stærsti sigurinn, sem þú hefir unnið!
— Já, og hann gefur peninga í aðra hönd, kunningi?
sagði Jock. — En helmingnum af þeim ætla ég að verja tii
að halda skipshöfninni á Mary Jone ærlega veizlu!
ENDIR.
A-
A
j TWAT'íi TW0 5ECONP-
TIME VOU’VE 5AVEU
ME,FREO\/ I WONT-
r foroet/^
I'LL ALWAV‘7 PE WHEfe’E VOU
NEEPME.P’ARLINS' PUTWÉ
ML)5T HURRV' 15 THE FLANE
-----r IZBAPy? ,---------
TOOT: Þetta er öðru sinni,
sem þú kemur alveg á síðustu
stundu til að bjarga lífi mínu,
Frieda. Því mun ég aldrei
gleyma.
FFRIEDA: Eg mun alltaf
verða þar, sem þú þarft á mér.
að halda, vinur minn. En nú
verðum við að flýta okkur! Er
flugvélin ferðafær?
\
ALWAyg 15 A LONST<ME,FJ?EPA
FEAl?..MUCHTOO LONS/ VOUIS .
KE5CUE OFME HA5 FILLEPMV
NEEP FOE V0U...5O...FROM HERE
IN.VOUK PRE5ENCE 15....
TOOT: „Allt af“ er stór orð
Frieda. — Allt of stórt. Þegar
þú hefir nú bjargað lífi mínu,
fínn ég hversu mjög ég þarfnast
þín (slægðin skín í
auga hans) — Og
návíst ■ þín — er
nauðsynleg úr þc
fanturinn slær hai