Alþýðublaðið - 04.11.1943, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 4. nóv. 1943.
Hljóta þeir sömu örlög?
^ ' |p||> §
:: -ý '
88883888SS£8S883 888»:
I
1 tuttugu og eitt ár fylgdust Viktor Emanuel og Beneto Mussolini
að um stjórn Ítalíu. Nú eru hins vegar valdadagar Mussolinis
raunverulega taldir, oig vináttan milli hans og Emanuels konungs
úr sögu. Viktor Emanuel gerði hins vegar tilraun tii að bjarga
sér og konungdóminum með aðstoð Badoglios. En síðustu fréttir
írá ítalíu hafa greint frá því, að Badoglio hafi tjáð konungi, að
ekki myndi auðið að koma á stjórn allra flokka nema hann
legði niður völd.
Verður Viktor Emanuel að
leggja niður konungdóm!
Þjóðverjar hraktir suður úr Massicofjöllum.
— - ....-
FRÉTTIR FRÁ LONDON í 'gær gréindu frá því, að
Badoglio marskálkur hefði ávarpað þjóð sína í út-
varp og beðið menn að vera þolinmóða, meðan þess væri
freistað að mygida stjórn, er allir flokkar ættu fulltrúa í.
Hefir Badoglio tjáð Viktor Emanuel að sex róttækir flokk-
ar hefðu neitað að tilnefna fulltrúa í ríkisstjórn, nema hann
legði niður konungdóm. — Þjóðin verður að fá lýðveldi, ef
hún æskir þess, komst Badoglio að orði.
Framsókn bandamanna á Ítalíuvígstöðvunum miðar örugg-
lega áfram. 5. herinn hefir brotizt gegnum varnarlínu Þjóðverja
í Massicofjöllunum og sér nú yfir Gariglianodalinn, en Þjóð-
verjar húast til varnar að nýju á norðurbakka Gariglianoárinnar.
5. herinn hefir og náð á vald sitt bæjunum Garo austur af
Venafro og Fratella á leiðinni til Isemia, sem hann stefnir að
samtímis 8. hernum. Loftsókn bandamanna heldur einnig áfram.
Af fregnum í gær er greini-
legt, að Badoglio marskálki
reynist örðugt að mynda stjórn
sem fulltrúar allra flokka taki
sæti í. Sex róttækir flokkar
gera það að skilyrði fyrir stuðn-
ingi sínum við stjómina, að
Oroce og Sforza eiga sæti í
henni, en þeir munu ekki gefá
kost á sér, nema Viktor Eman-
uel leggi niður konungsdóm, og
hefir Badoglio tjáð konungi
þau tíðindi. Komst Badoglio
þannig að orði, að ef það væri
vilji þjóðarinnar, að lýðveldi
yrði stofnað á ítalíu, yrði hún
að fá þeim vilja sínum fram-
gengt. Badoglio lét og svo um
mælt að allt yrði gert sem unt
væri til þess að hægt yrði að
koma á stjórn allra flokka og
bað menn að hafa biðlund, með-
an á samkomulagsumleitunum
stæði. Er þess því greinilega
skammt að bíða, að örlög kon-
ungsdómsins á Ítalíu verði ráð-
in.
Af fréttum frá vígstöðvun-
um á Ítalíu í gær dylst eigi, að
5. hernum hefir tekizt að brjóta
varnir Þjóðverja á Massicofjöll
unum og hefir það orðið vonum
fyrr. Framsveitir 5. hersins sjá
nú yfir GarigíLianodalinn, en
þangað láta Þjóðverjar undan
síga og munu hyggjast koma
sér upp nýrri varnarlínu á
norðurbakka Gariglianoárinn-
ALÞÝÐUBLAÐU>
Þjóðverjar veita enn líft
viðnám á Krímskaganum.
Rússar sækja hrati fram vestur að Kherson.
RÚSSNESKU HERSVEITIRNAR sækja hratt fram suð-
ur Krímskagann og hafa náð á vald sitt bænum
Skadovsk á strönd Svartahafsins um 60 km. vestur af
Perikop.
Meginþungi framsóknar Rússa vestur til Dniepr bein-
ist gegn Kherson og varð rússnesku hersveitunum mjög
vel ágengt í sókn sinni þangað í gær. Þær hafa náð á vald
sitt borginni Khakova, sem er mikilvæg samgöngumiðstöð
á austurbakka Dniepr. Eru framsveitir Rússa nú komnar
vestur yfir Dniepr gegnt Borislav. Rússar halda uppi mik-
illi ioftsókn og hafa einkum beint henni gegn borginni
Nikolaev við ána Bug síðustu dægur.
Rússar sækja hratt fram eftir
strönd Svartahafsins suður
Krímskagann og hafa þar náð
á vald sitt bænum Skadovsk,
er stendur um 60 km vestur af
Perekop. Miðar Rússum mjög
vel áfram í þessari framsókn
sinni og mæta lítt teljandi við-
námi af hálfu þýzkra hersveita
á þessum slóðum.
Framsókn rússnesku hersveit
anna frá Melitopol vestur að
Dniepr miðar einnig vel áfram.
Hafa þær náð borginni Khak-
ovka á ‘austurbakka fljótsins á
vald sitt, og í fréttum í gær-
kvöldi var þess getið, 'að fram
'sveitir Rússa á þessum slóðum
hefðu brotizt vestur yfir Dniepr
gegnt Borislav. Virðast Rússar
leggja ofurkapp á sókn sína í
áttina til Kherson og miðar vel
áfram, enda er viðnám Þjóð-
verja gersamlega brotið. Einn-
ig stefna rússneskar hersveitir
fram til suð-vestur á austur-
bakka Dniepr nokkru norðar,
og er borgin Nikopol takmark
þeirra. Var í gær báizt við, að
falls Kherson og Nikopol myndi
skammt að bíða, og var þv-í
meira að segja spáð, að Kher-
son myndi verða tekin á hverri
stundu, svo mjög er framsókn
Rússa hröð í áttinia til hennar.
Þess verður glögglega vart,
af fréttum í gær, að Rússar
hyggjast sækja sem fastast á-
fram eftir að hafa treyst að-
stöðu sína á vesturbakka Dniepr
og tekið Kherson og Nikopol.
Mun þá borgin Nikolaev, —
mikilvæg samgöngumiðstöð við
ána Bug, verða næsti áfangi
þeirra, ef að líkum lætur. Halda
Rússar uppi mikilli loftsókn
gegn henni og vinna Þjóðverj-
um þaí mikil spjöll.
í Dnieprbugðunni er nú að-
eins barizt við Krivoirog, en
Þjóðverjar halda þar uppi harð
fengilegum gagnárásum án þess
að þeim takist að hrekja rúss-
nesku hersveitimar til undan-
halds. Hins vegar greina Rúss-
ar ekki frá nýjum sigrum af
sinni hálfu í átökum þeim, sem
þar eru háð, í fréttum sínum í
gær.
Engin staðfesting hefir enn
borizt frá Rússum um það, að
þeir bafi freistað þess að setja
lið á land á Krímskaganum yfir
Kerschsund, en Þjóðverjar hafa
látið þess getið í ,fréttum sín-
um og telja sér sigra í bardög-
um við landgöngulið þetta
Einnig láta þjóðverjar þess get
ið í fréttum sínum, að þeir hafi
öflugum her á að skipa suður
á Krím og muni berjast þar til
þrautar.
Chrisfmas Möller um
Moskvaráðsfefnuna.
ING DANSKA RÁÐSINS
hófst í London í gær. Áður
en gengið var til dagskrár
kvaddi Christmas Möller sér
hljóðs. Lét hann í ljós ánægju
sína yfir árangrinum, sem náð-
ist á þríveldaráðstefnunni í
Moskva. Kvað hann samkomu-
lag það, er þar hefði náðst
mjög mikilvægt — og eigi hvað
sízt fyrir smáþjóðirnar, því að
samvinna stórþjóðanna á þeim
grundvelli, sem lagður hefði
verið í Moskva myndi reynast.
þeim til mikilla heilla og ör-
yggis. Lét Christm. Möller orð
um það falla, að hann mælti
fyrir munn allra Dana heima
og heiman, er hann fagnaði ár-
angri þeim, sem náðst hefði á
Moskvaráðstefnunná.
ari, sem -rennur eftir dalnum, og
eru varnarskilyrði talin þar
hagfelld. Einnig heldux hægri
fylkingaríarmur 5. hersins ör-
ugglega áfram framsókn sinni á
miðvígstöðvunum og hefir þar
náð á vald sitt bæjunum Garo,
um 16 km austur af Venafro og
Fratella. skammt frá Isemia.
Miðar sókn 5. og 8. hersins til
Isernia vel. Einnig hefir 8. her-
inn treyst aðstöðu sína á aust-
urströndinni síðasta sólarhring-
inn.
Loftsókn bandamanna á
Ítalíu og við Miðjarðarhaf held-
ur áfram, enda hefir veður
breytzt heldur til batnaðar síð-
asta sólarhringinn. Meginþunga
loftsóknarinnar á Ítalíu var
beint gegn hafnarborginni
Civita Vecchia í gær, auk þess
sem flugherinn lét mjög til.sín
taka í átökunum á vígstöðvun-
um. Fregnir hafa og borizt af
því, að tjón hafi orðið feiki-
legt af völdum loftárásar banda
manna á verksmiðjuborgina
Wiener Neustadt í Austurríki
í fyrradag.
Irygve Lie um þrí-
veldaráðsfefnuna
í Moskva.
'T’ RYGVE LIE, utanríkis-
málaráðh. norsku stjórar-
innar í Lundúnum hefir kom-
izt þannig að orði í tilefni þrí-
veldaráðstefnunnar í Moskva,
segir í frétt frá skrifstofu
norska blaðafulltrúans í Reykja
vík: — Norðmenn heima og
heiman munu fagna samkomu-
lagi því, sem tilkynnt hefir
verið að náðst hafi á ráðstefn-
unni. Yfirlýsing Stóra-Bret-
lands, Bandaríkjanna og Sovét
ríkjanna um það að lögð verði
öll áherzla á það að ljúka styrj-
öldinni hið fyrsta og fyrirheitið
um það, að stríðsglæpamönn-
um skuli verða hegnt mun
vekja fögnuð meðal allra Norð,-
manna. Ásetningurinn um það,
að samvinnunni skuli haldið á-
fram eftir stríðið og lýðræðis-
skipulagið í heiminum tryggt
og treyst mun styrkja Norð-
menn í viðleitni þeirra til þess
að möndulveldin verði sigruð
og nýr og betri heimur skapað-
ur.
Bandaríkjamenn vílja
leggja harl að sér til
hjálpar hernumdu
þjóðunum.
TWT ASHINGTONFRÉTTIR
■® greina frá því, að níu-
tíu af hundraði íbúa Banda-
ríkjanna séu því fylgjandi, að
haldið verði áfram skömmtun
matvæla þar í landi að lokinni
styrjöldinni „ef nauðsyn þykir
til þess bera að sjá bágstöddu
fólki í hernumdu löndunum
fyrir matvælum.“ Álit þetta er
birt af National Planning As-
sociation, óháðum félagsskap,
sem tekizt hefir á hendur að
gera tillögur um almenna skipu-
lagningu þessara mála, og er
álitsgerðina að finna í skýrslu,
sem félagið hefir gefið út, um
niðurstöður skoðanakönnunar á
vegum þess.
í skýrslunni segir, að 86%
þeirra, er atkvæði greiddu, séu
því fylgjandi, að hermenn, sem
vilja stunda nám eftir stríð, —
verði styrktir til þess, ef þörf
gerist, en 75% vilja, að verð-
lagseftirlitið verði ekki lagt
niður, þegar styrjöldinni lýkur.
Skýrslan ber það með sér, að
menn í öllum stéttum þjóðfé-
lagsins æskja þess, að tekin
verði upp skipulögð samvinna
verzlunar og iðnaðar, landbún-
aðar, verkamanna og stjórnar-
innar, — til þess að koma
í veg fyrir atvinnuleysi. Meira
en helmingur allra, sem létu á-
lit sitt í ljós, eru þeirrar skoð-
unar, að hægt sé að koma í veg
fyrir atvinnuleysi eftir stríðið.
FREGNIR frá Lundúnum
láta þess getið, að dr.
Benes, hinn útlægi forseti Tékkó
slóvakíu sé á förum til Moskva
og muni ræða þar við Stalin. —
Einnig hefir verið tilkynnt, að
hin útlæga stjórn Júgóslava
muni brátt flytjast frá Kairo til
Moskva.
/