Alþýðublaðið - 04.11.1943, Blaðsíða 6
/
■ ___________ALÞYPUSLAPIB
Ný dansmær í Hollywood.
Rita Lupino heitir hún, systir leikkonunnar Ida Lupino, og
er ekki nema 20 ára gömul. Maðurinn, sem er með benni á
myndinni, er Xavier Cugat, meistari rhumbadansins.
Skólasðogur og
Ævisðfliiritun og refsidómar
HANNES Á HORNINU
Frh. af 5. síðu.
EINS ER með herveldi í litlu
landi hjá ókunnri þjóð. Mér
finnst það allt af kátbroslegt,
þegar menn eru að tala um það
að við þurfum aðeins að vera á
yerði gagnvart þeim herveldum,
sem hér hafa setulið, vegna þess
að þessir menn gleyma aðalatrið-
inu. Þeir gleyma hættulegasta
setuliðinu, setuliðinu, sem gert er
bandalag við um ýms mál og
gleyma rússunum, með litlum staf,
sem „berjast fyrir útbreiðslu
sósíalismans“, með alveg sérstök-
um hætti!
ÞAÐ VAR EINKENNANDI fyr-
ir þetta, á sunnudaginn var, þegar
Sjálfstæðismenn og rússar stóðu á
senunni í Gamla Bíó í íslenskri
fánaborg og börðu bumbur og
hrópuðu um sjálfstæði landsins.
Það er einhver kyndugasti og
skoplegasti atburður, ef hann
hefði ekki verið svo hörmulegur
um leið, sem um getur í sögunni!
Það var alveg eins og skrattinn
færi að messa hérna í dómkirkj-
unni, fólkið hlýddi á og tryði
hverju orði, sem út gengi af hans
munni og prestarnir okkar væru
meðhjálparar!
Hannes á horninu.
HVAÐ SEGJA HEM BLÖÐIN?
Frh. af 4. síðu.
Öll líkindi eru til þess, að okk-
ur verði boðið að ganga í frjálst
samband við einhverja þjóð, eða
þjóðir að fengnum sigri banda-
manna. Hér í blaðinu hefir því
verið haldið fram, að við ættum
hiklaust að segjast í fyigd með
nánustu frændþjóðum okkar. En
eins og sagt hefir verið, hafa aðrir
auga á vesturleiðinni. Kjósendur
landsins verða að fá tækifæri til
að skoða hug sinn í þessum efnum
og láta uppi álit sitt.
Þeir, sem vilja ekki hrapa að
meinu í sambandsmálinu, munu
undantekningarlaust telja það illa
farið, ef við verðum viðskila viö
Norðurlönd.
Hraðskilnaðarmennirnir kom-
ast ekki hjá að svara spurningunni
Hvert er ferðinni heitið?“
Nei, enda hafa sumir þeirra
þegar svarað og ekkert verið
myrkir í máli. Allir vita, hvert
ferðinni er heitið hjá forsprökk
um kommúnista. Og sagði ekki
Vísir hinsvegar í sumar, að
við værum „á vesturleið“?
alþjðntónlist.
(Frh. af 4. síðu.)
mati á uppeldisgildi tónlistar,
sem mjög oft kemur fram í hé-
gómlegri fordild; og víðs fjarri
fer því, að tilganginum verði
þannig náð. Það er ekki mögu-
legt að byggja hús, sem lengi á
að standa, nema fyrst og fremst
sé vandlega hugað að traust-
um grunni þess, sem á að standa
undir yfirbyggingunni og bera
hana uppi. Það er aðeins hægt
að veita þjóðinni allsherjarað-
gang að tónlistinni með því að
gera tónlistaruppeldi að veiga-
miklum lið í almennu uppeldi
æskunnar. En tónlistaruppeldið
hvílir í höndum skólanna, æsku
lýðsfélaganna og síðast en ekki
sízt í höndum þeirra kennara,
sem veita einkatíma í hljóð-
færaleik og almennum frum-
atriðum tónlistarinnar. Ef skól-
arnir eru raunverulega í þann
veginn að missa föðurlegt hald
á nemendum sínum vegna
of einhæfs fyrirkomulags í
fræðsluaðferðum, væri reyn-
andi að þreifa fyrir sér um aðr-
ar leiðir, heppiíegri til aðhalds
og eiginsýslunar. Ástundun tón-
iðkunar agar mannlega eftir-
tekt og beinir dreifðum kröft-
um að brennidepli kostgæfilegr
ar samvinnu og samleiks. Upp-
eldisgildi hennar er ótvírætt,
því að hún smýgur um gervalla
sjálfshugð mannsins og leyfir
engin undanbrögð; og á meðan
kemst þar ekkert annað að.
Starfið er þá fyrst hollt, að það
upptaki manninn allan. Spuna-
konan kveður gjarna við rokk-
inn, tilhvött af hinu reglu-
bundna hljóðfalli vinnu sinnar;
söngur hennar er vakinn af
ytri orsökum og dreifir kröft-
unum ' — þráðurinn tognar
seint; og á hinn bóginn getur
söngkonan heldur ekki spunnið
gott band á meðan hún er að
syngja. Tónlistaruppeldi leyfir
ekki tvískiptingu hugans; það
safnar ollum kröftum mannsins
saman í hin miðmögnuðu vé
sálarinnar og mótar þá þar, svo
að ekki er undankomu auðið, án
allrar þvingunar. Þetta mætti
nefna mannúðlegan menntunar-
hátt listarinnar, — eða mennt
hjartans.
Ótbreiðiö Alþvðublaðið.
MIKIL eru verk mannanna!
í fábreytileik hins opinbera
lífs hér úti á hala veraldar, þar
sem helzt er talað um mjólkur-
blöndun, ketuppbótarsvindl,
verzlun með mannréttindamál,
eiðrof og meinsæri, svo fátt eitt
sé nefnt hinna smærri mála, er
þó svo fyrir að þakka, að ein-
staka sinnum örlar á — í löggjöf
og dómsmálum þjóðarinnar —
-— upplyftandi glömpum af
gamansemi og kómík.
Þannig er það t.d. um hið svo
kallaða strigakjaftsmál, sem ný-
lega hefir fallið með ofurþunga
Sektarinnar á Theódór Friðriks-
son rithöfund.
Sést nú svart á hvítu, að for-
boðið er með lögum — að við-
lögðu tukthúsi — að nefna í æfi-
sögum eða sagnfræði viðurnefni
manna, þótt svo séu föst og
gróin, að dæmi séu til um kunn-
uga menn, að þeir vissu ekki um
neitt annað heiti á hlutaðeig-
andi persónu.
Ekki veit ég, hve þessi ágæta
löggjöf, sem hér um fjallar,
verkar langt aftur í tímann.
Hitt er alkunnugt, að nær öll
sagrifræðirit og æfisögur íslend-
inga, allt frá Landnámu og ís-
lendingabók til æfi- og samtíð-
arsögu Theódórs Friðrikssonar,
eru krök af viðurnefnum og auk
nefnum.
Landnáms- og Sögualdar-
menn hefir sýnilega skort vits-
muni til þess að setja lög gegn
þvílíkum ósóma. Má hér sjá af
skýrum dæmum, hvernig þing-
menn vorir skjóta þeim ref fyr-
. ir rass.
Ætli okkur fyndist það nota-
legt t. d., að fá stefnu frá kon-
ungi eins stórveldisins fyrir að
nefna í heyranda hljóði nafn
ættföður hans, Auðuns skö . . .
(Ég þori ekki að rita orðið af
ótta við æfilangt tukthús).
Hann bjó á Auðunarstöðum,
segir Landnáma.
En það er ekki nóg með það,
að okkar ágætu löggjafar séu
hér að minna okkur á, hve var-
hugavert sé að hafa um hönd
sagnfræði þjóðarinnar, gamla
sem nýja. Hitt þykir dómsvald-
inu og stórra víta vert, ef tekið
er fram um mann, að hann hafi
fallið og verið „endurreistur11.
„Sjö sinnum falla réttlátir og
rísa upp aftur“, er haft eftir
Sírak heitnum.
En hinir gömlu menn biblí-
unnar bjóða flest linara en lag-
anna þjónar og fullmektugir nú
til dags.
Þá er það og hárefsivert at-
hæfi að kalla mann „illa krist-
inn í skoðunum“, án þess að
við fáum þó að vita, hverja
meining löggjafi og dómsvald
leggja í orðin út af fyrir sig.
Hvað mun þá við því liggja að
vera ókristinn með öllu, svona
bara hundheiðinn — í skoðun-
um? Líklega æfilangur Leti-
garður.
Jafnvel svo yfirlætislaust orð
og „strigi“ getur nú naumast
framar notast af munni heið-
arlegra manna.
„— — — Ráðlegg ég þér
rangkjaftur, að þú snúir heim
aftur“, segir í gamalli vísu.
Sæll má höfundur hennar
vera að hvíla nú undir grænni
torfu, svo fingri kærandans
þýði ekki á hann að benda, og
armur réttvísinnar fái ekki til
| hans náð.
Þess vegna er þó alltaf ein-
um fantinum færra í tukthús-
inu en ella myndi.
Gamlir Sauðkræklingar og
þeir aðrir, sem þekktu vel allar
persónur í leiknum, finna að
vísu ljóst, að t. d. orð eins og
„silkimunnur“ er miklu mýkra
á tungu. En fyrst almannaróm-
ur heldur fast við ákveðna nafn
gift og hún festist svo að annað
heiti er naumast notað, er alltaf
hæpið hver .árangur verður af
tilraun til endurskímar, jafnvel
þótt kostur sé á hinu ágætasta
heiti.
Theódór Friðriksson hefir í
seinustu bók sinni „í Verum“
farið mildum orðum um sam-
ferðamenn sína á lífsleiðinni,
ekki síður Sauðkræklinga en
aðra, svo mildum, að hæpið má
teljast, hvort mannlýsingar
hans séu í öllu trúar oft og
tíðum.
Bók hans mun að mestu upp
seld, og bannlýstu setningarnar
fljúga á vængjum blaðanna um
land allt.
En auk ánægjunnar, sem
margir höfðu af lestri bókar
hans, hefir hinn ekki allt of al-
vöruþrungni eftirleikur aukið
þar drjúgum við.
í daglegum fýlusudda nöld-
urs og nauðs, sem leggur af fá-
breyttu blaðarifrildi og bragð-
litlum þingmannaskömmum,
hefdr Theódór orðið valdur —
þótt óbeint sé —- að mörgum
léttu mbrosum og gamansömum
spaugsyrðum, er fallið hafa
manna á milli í tilefni af mála-
ferlum þessum og sektardómi.
Og í því gamni tekur hann
fullan þátt sjálfur.
*En allt þetta sýnir mönnum
svo glöggt sem verða má, hve
forfeður okkar stóðu •— með
viðurnefni sín öll og auknefni
— langt að baki nútíma þjóðar-
fulltrúum í lagasetningu og
dómskipan og ekki síður í réttu
mati á refsingum fyrir hinar
ýmsi tiltektir „í siðferði borgar-
anna“.
Sauðkræklingur.
Unsðtrið nm
Leningrad.
(Frh. af 5. síðu.)
járnsteypunum, og hamra rauð-
glóandi járnið. ’Þetta fólk er
ekki glaðlegt. Svipur þess ber
vott um taugaóstyrk. Hatrið
skín út úr þreytulegum augum
riess, — hatrið á Húnunum. Og
uetta hatur heldur uppi þreki
yess, og það er ákveðið í því að
vinna áfram í Putilov-verk-
smiðjunum. en leita ekki fyrir
sér um hættuminni atvinnu.
Dag nokkurn heimsótti ég
hvíldarheimili fyrir unga verka
rnenn. á Kamenny -;ey j u. Þeir,
sem gefast upp, eru sendir þang
að í hálfan mánuð, eru látnir
hafa nóg að borða, iðka íþróttir,
og halda dansleiki og aðrar
skemmtanir.
En burtséð frá sprengjuvarp-
inu er líf Leningradbúa næst-
um eins og á eðlilegum tímum.
Síðan umsátrin var rofin í fe-
brúar síðastliðnum, hefir allt
orðið margfallt auðveldara. Ný-
lega tók Popkov á móti mér í
hinni frægu Smolnystofnun,
sem er æðri skóli fyrir stúlkur,
og var eitt sinn aðalbækistöð
Lenins árið 1(917. Popkov
skýrði mér frá því, að eftir að
umsátrin var rofin', hefði verið
byggð járnbraut frá Shlussel-
burg á tuttugu og tveimur dög-
um, og eftir þessari járnbraut
væru nú fluttar allar nauðsynj-
ar til Leningrad, matvæli. vopn
og eldsneyti. Oll hús borgarinn-
ar hafa nú fengið upphitun og
ljós, en Leningrad reynir stöð-
ugt að vera sjáífri sér nóg á
sem flestum sviðum. Tíu þús-
undir kvenna höggva nú í skóg
hinum megin við Ladogavatn-
ið, til þess að ekki verði kallt í
borginrri næsta vetur, og borg-
arbúar framleiiða igjrænmleti
ekki aðeins henda sjálfum sér,
heldur einnig handa öllum hem
um á Leningradvígstöðvunum.
Gífurlegir örðugleikar fylgja
Í)ví a ðkoma vatnsleiðslum og
jósakerfum í samt lag. Gert
er við húsin jafnskjótt og
sprengjur hafa hæft þau. Kross
viður ©r settur í staðinn fyrir
bpo(fcna(r ^luggarúður. Börjridn,;
sem allar fómix voru faemar
Fimmtudagur 4. nóv. 1943.
Prjóna-silkiblússufr
með löngum ermum,
nýkomnar.
H.TOFT
SkölavðrðDStío 5 Simi 1035
Sandcrépe og Silkiefni,
í mörgum litum.
Unnur
(horni Grettisgötu og
Barónsstígs).
Lífið húsr
rétt við bæjarmörkin ásamt
hálfum hektara erfðafestu-
lands er til sölu nú þegar. í
húsinu er raflýsing, mið-
stöðvarupphitun og innleitt
vatn. — Uppl. í síma 2007
frá klukkan 7—9 í kvöld.
fyrir hungurmánuðina, fá nú
sérlega góða fæðu, og nær öll
böm vofu send út um sveit-
irnir í sumar. En þótt aðeins
hluti af hinum upprunalegu
íbúum Léningrad séu í borginni
núna, er þar samt mikið líf í
öllu Á sunnud. er hinn frægi
Nevsky útsýnisturn þéttskipao-
ur fólki og kvenfólkið í Len-
ingrad er miklu smekklegar.
klætt en í Moskva. Leikhúsin
eru troðfull og allir leikir, sem
ég sá, voru léttir og fjörugir.
Og það er rétt að hafa þá svo.
Fólk þarf hressingar við á stöð-
um eins og Leningrad.
Gunder Haegg.
Mynd þessi er af hinum heims-
fræga sænska hlaupagarpi
Gunder Hágg, sem í sumar
dvaldist í Bandaríkjunum og
vann þar glæsilega sigra. Hágg
er nú aftur horfinn heim til
Svíþjóðar. Hann er slökkvi-
liðsmaður að atvinnu og búsett-
ur í borginn Gávle í Norður-
Svíþjóð.
Kaupnm tuskur |
| hæsta verði. í
BósoagnaviHnnstofaD \
Balðnrsgötn 30. <