Alþýðublaðið - 04.11.1943, Blaðsíða 8
8
ALÞYÐUBLAfHÐ
Fimmtudagur 4. nóv. 1943.
TJARNARBfÓ
Á Pálmasfrönd.
(The Palm Beach Story).
Amerískur gamanleikur
Claudette Colbert, Joel
McCrea.
Sýning kl. 5, 7 og 9.
í blaði einu í Reykjavík stóð
eftirfarandi fréttaklausa árið
1899:
„Tvær rosknar heiðurskonur
urðu fyrir skömmu að sögn
saupsáttar á Barðaströndinni.
Loks létu þær hendur skipta,
og lauk svo þeirra viðskiptum
að sú, sem hafði yfirhöndina
viðbeinsbraut hina. Sú, sem
fyrir meiðslunum varð , var
um áttrætt“.
* * *
BOÐORÐ JEFFERSONS.
Jefferson, forseti Bandaríkj-
anna er höfundur að þessum
10 lífsreglum:
1. Frestaðu því aldrei til
morguns, sem þú getur gert í
dag.
2. Fel þú aldrei öðrum á
hendur það , sem þú getur gert
sjálfur.
3. Eyddu aldrei fé þínu áður
en þú hefur það handa á milli.
Kauptu aldrei ónytsama hluti
af því að þeir eru ódýrir.
5. Drambsemin kostar oss
meira en hungur, þorsti og
kuldi.
6. Vér iðrumst þess aldrei
að vér höfum borðað oflítið.
7. Ekkert er erfitt, ef vér
gerum það með fúsum vilja.
8. Oft hefir sú ógæfa, sem
aldrei bar að höndum, orðið
oss hrygðarefni.
9. Skoðaðu allt frá hinni
björtu hlið.
10. Ef þú ert reiður, áttu að
telju til tíu áður en þú talar,
sértu fokreiður, þá teldu hundr
að.
ímyndað sér. Það var ekki auð-
velt að komast á réttan kjöl
aftur. En fljótlega komst ég á
slóðina og rataði veg jafnaðar-
stefnunnar. Ég komst að raun
um, að það var hægri armur og
vinstri á jafnaðarstefnunni og
að ýmsar greinir gerðust með
þeim. Ég öðlaðist þekkingu um
hinar ýmsu sérskoðanir. Það var
gerður greinarmunur á róttæk-
um, syndikalistum, anarkistum,
kommúnis tum, á ensku verka-
ilý'dshreyfinguninii,: * rússnesku
bolsevikunum og þýzku sósial-
demókrötunum. Eg komst að
raun um, að Brandt átti ekki
fullkomlega salmleið' ' rnetð
flokknum og fylgdi að noikkru
leyti sinni eigin stefnu. Að öðru
ieyti þótti honum flokkurinn
ganga of langt og leiða með því
óþægindi yfir verkamennina.
En hvað sem öðru leið, þá féll
honum ekki sem bezt við við
leiðtoga floksins og bar litla
virðingu fyrir þeim.
Mér voru fengin í hendur rit
Karls Marx sem einskonar
biblía. Af þeim átti ég að læra
undirstöðuatriði jafnaðarstefn-
unnar. Líkt og ritningin voru
þau bráðskemmtileg á köflum
en þrautleiðinlag á stundum.
Líkt og í ritningunni var margt
í þeim myrkt og, torskilið. Líkt
og í ritningunni voru mótsagnir
í þeim. Og þau áttu óskilið mál
við biblíuna í því, að það var
nálega óhugsandi að lesa hvert
einasta orð í þeim. Oft hefi ég
hugleitt það, hversu margir af
öllum aðdáendum Karls Marx
hafi lesið hvert einasta orð. er
hann skrifaði, hugleitt þau og
brotið til mergjar merkingu
þeirra. Þannig fór mér. Því
meira, sem ég las, því
ringlaðri varð ég. Mér er alls
varnað að því, er kenningar
snertir. Eg get aðeins skilið það.
sem ég sé, get þreifað á eða
finn. Eg sá að margt var öðru-
vísi í Giessheim en vera átti.
Og ég var óðfús að leggja allt
mitt lið til að bæta úr þyí. Það
var ekki aðeins fátæktin. íbú-
arnir í Kandlstræti höfðu verið
fátækari, en þó hamingjusam-
ari en þeir voru nú. Það var
ekki heldur það, að þeir legðu
svo hart að sér .við vinnu
BænJdurnir umhverfis Giesjs-
heim lögðu mikið á sig, og þeir
voru miklu hamingjusamarii.
Vera mátti, að verkamennirnir
öc^luðust líka hamingjuna, ef
þeir eignuðust verksmiðjurnar,
vélarnar og áhöldin. Ef til vill
væri fyrirheitið um byltingu
eim eins mikilsvirði og fyrir
eit annarra trúarbragða 'um
guðsríki. Þeim skyldi gefin sál
og von, fáni til að fylkja sér
undir, Ijós til að bera og fyrir-
heit, er þeir gætu skyggnzt eftir
fram á veginn.
Engin sú krafa varðandi
vinnuskilyrði og launagreiðsl-
ur, er Brandt barðist fyrir, náði
til þeirra, er unnu fyrir hann;
ekkert hámark vinnutíma, eng-
in lájgmiajrkslaun, engin nær-i
gætni af neinu tagi. Þegar
Brandt var að starfi, var hann
miskunnarlaus eins og náttúru-
öflin. En í hinum fáu frístund-
um sínum var hann kurteis,
nærgætinn — og feiminn.
Tvennt var það, sem hann lét
aldrei undir höfuð leggjast að
koma að í ritstjórnargreinum
sínum. Annað tilheyrði um-
hverfinu og laut að Fabersverk-
smiðjunni. Það voru hin óheil-
næmu vinnuskilyrði í verk-
smiðjunni, er stríddu á móti lög
um, og ádeilur út af blýeitrun
þar. I hverju einasta tölublaði
af Vekjaranum var krafizt
rannsóknar, heimtuð fullkomn-
ari loftræsting í verksmiðjunni
og krafizt betri vinnuskilyrða
fyrir verkafólkið, sem vann þar
Hitt atriðið var alþjóðlegt.
A |h eimsb r æðir aljag. Bróðerni
allra manna. Utréttar hendur
yfir landamæri. Bandalag allra
vinnandi manna, hvar sem væri
í heiminum.
Þrátt fyrir alla hrifningu
mína á málstað verkamann-
anna, býst ég ekki við. að ég
hafi nokkurn tíma orðið veru-
legur jafnaðarmaður. Eg er
ekki tii þess borin að vera fél-
agi eða fylgjandi, né heldur
að segjast í skipulagða sveit.
Eg verð að fá að fara mínar
eigin leiðir. Og vafalaust hefir
Johnriie alvög rétt fyrir sér,
þegar hann segir, að ég sé harð-
|rþ;ía1uð eih'aftak^inigshyggju-
mannerkja Stundum efaðist ég
jafnvel um það. hvort Walter
Brandt væri raunverulega jafn
aðarmaður. H'ann, sem aldrei
hafði unnið almenna vinnu.
Hann, sem hafði svo fínlegar
hendur. Hann, sem ávallt var
feiminn og fór allur hjá sér
þegar hann talaði við verka-
menn auglits til auglits og var
aldrei í essinu sínu nema þegar
hann talaði úr ræðustól á fundi.
Eg veit ekki gerla, hvað jafn-
aðarstefnan sjálf orkaði á huga
minn. En ég hreifzt með Walter
Brandt í hinni stormandi þrá
hans til að gera heiminn að
betri verustað. Og ef ekki heim-
inn, þá að minnsta kosti Giess-
heim og Fabersverksmiðjurnár.
Það var eitt af skyldustörfum
mínum að lesa blöð og rit fran-
skra og enskra jafnaðarmanna
og lykja í rauðar umgerðir þær
greinar. er ég áleit þýðingar-
miklar. Stundum þýddi ég þær
í útdrætti. Eg var mjög sæmi- i
leg í frönsku og glímdi við Her- '
BS NÝJA BfiÓ 9
„Tigris" Elugsveilin
Stórmynd með:
John Carroll
John Wayne
Sýnd klukkan 7 og 9.
Börn fá ekki aðgang.
Á oi'lasfasiimdu
(efore I Hang).
Boris Karloff
Evelyn Keyes
Sýnd kl. 5.
Bönnuð börunm innan 16 ára
vé og Jaurés með góðum ár-
angri. En enskukunnáttunni
var það áfátt, að ég náði ekki
stíl Ramsey McDonalds. Einu
sinni tók eg eina grein heim
með mér og bað Howard að
þýða hana fyrir mig. Um hana
stóð fyrsta deila oítkar.
— Hvaða óþvera slúður er
þetta! sagði hann. þegar hann
hafði lesið fáeinar líriur. — Á
svona skarni er ekki einu sinni
hægt að snerta með vettlingum'
Þetta hleypti mér upp og ég
dembdi yfir hann talsverðum
slatta af hagskýrluvísdóminum,
sem Brandt hafði frætt mig á.
— Hvílíkur viðbjóður að
fylla fallega höfuð á þér af
S GAIVSLA BfiÓ SS
Á hverfanda hveli
(Gone With The Wind)
Sýnd í dag kl. 8.
kl. 13.30—6.30:
MANNAVEIÐAR
(Come On Danger).
Með TIM HOLT.
Bannað fyrir börn
innan 12 ára.
þessum bansetta óþvera! sagði
hann. — Ef þú ættir til nokkra
nærgætni í minn garð, myndir
þú hætta þessu starfi strax á
morgun.
— Hvað kemur það því við.
hvar ég vinn? spurði ég
gremjulega.,
— Skilurðu það ekki væna
mín. Það snertir mig, ef það
verður á orði haft. að þú sért
jafnaðarmaður, eða þó að þú
aldrei nema hafir samstarf við
slíka menn. Það er mjög óþægi-
leg aðstaða fyrir mig.
— Nú farast þér orð alveg
eins og Hermanni frænda, sagði
ég og skildi við hann, þar sem
við stóðum úti á götu.
Það bar ekki oft við, að Bassi léti leika á sig í viðskipt-
um en hann varð þó að játa það, að í þetta sinn hafði dýra-
kaupmaðurinn ginnt hann eins og þurs. Honum hafði alls
ekki hugkvæmzt að athuga hvenær viðurkenningin væri
dagsett fyrr en nú. Hann sá það í hendi sér, að yrði ein-
hver málarekstur hafinn að tilhlutun skógarvarðarins, yrði
hann að svara til saka, en Börkur væri þar laus allra mála.
Bassi starði á blaðið um stund sem höggdofa væri, en
brátt færðist þó glott yfir varir hans.
— Þetta gerir ekkert til, mælti hann hóglátlega1. —
Ég má svo sem vera ánægður yfir viðskiptunum. Þér hafið
selt mér hund, herra Börkur, sem mun reynast mörg hundr-
uð sterlingspunda virði áður en langt um líður.
Það hummaði í dýrakaupmanninum.
— Hundurinn að tarna!
Já, eftir að ég hefi þjálfað hann eins og með þarf,
anzaði Bassi. — Verið þér sælir, herra Börkur!
Bassi skyldi við hinn fyrrverandi húsbónda sinn skelli-
hlægjandi. Herra Börkur trúði því statt og stöðugt að hon-
um hefði tekizt að komast hjá klandri, sem hefði getað
kostað hann dálaglegan skilding.
Bassi lagði leið sínaeftir strætinu með fálka skoppandi
við 'hlið sér en Mick sitjandi á öxl sér. Því meira, sem
honum varð hugsað um það, hvers mætti af Fálka vænta
í framtíðinni, því ánægðari varð hann yfir viðskiptum sín-
um við Börk.
AP Features
WELL, OUR PASSENGER’S )
SAPE/ NOW TO 5EE WHETHER
WE CAN Dl<5 UP HELP FOR THE
0THER9 ANO ANOTHER PILOT
FOR. HIM/ 6IVE ME THAT
RUSSIAN PHRASE-BOOK,,,.^
/ YA„.
AMERIKANSKI
PILOT/ EZ...
PRIVYET VAM!
... AH...ER.../WUI...
ÞKUZHVA RANYENE/
NAM NUZ-HNO..-
DAGUR: Jæja, farþeginn okk
ar er úr allri hættu! Nú er eftir
að sjá hvort hægt er að hjálpa
hinum, og að fá annan flug-
stjóra. Réttu mér rússneska
túlkinn þarna. — Dagur fer út
úr flugvélinni og byrjar að tala
við Rússana: YA — Amerí-
kanski — Flugstjóra — hm.
pyvyst vam ....
ÖRN: Halló, kunningi, ég
líka!
DAGUR: Æ — E — mui —
pruzhya ranyene! Nam nuzho.
— Drottinn minn dýr!