Alþýðublaðið - 05.11.1943, Síða 3
Fösíudagur 5. nóvember 1943.
ALÞYÐUBLAÐIÐ
8
Á mynd þessari af hinni fornfrægu borg, Köln, sést annar turn hinnar frægu dómkirkju,
sem Þjóðverjar tilkynna að hafi tvisvar sinnum orðið fyrir skemmdum í loftárásum
bandamanna. Einnig sést á myndinni jEfohenzollernbrúin, sem liggur yfir ána Rín, en Köln
stendur á bökkum hennar. Myndin vár tekin úr þeim turni dómkirkjunnar, sem ekki sést
á myndinni.'
8* herinn
Nesfa dagárás
á Þýzkaland
hefir tekið Isernia.
i*lÞjóðverjar hðrfa norður Garig-
lianodalinn.
P RÉTTIR FRÁ ÍTALÍUVÍGSTÖÐVUNUM í gær, greina
frá nýjum sigrum beggja herja bandamanna síðasta
sólarhringinn. 8. herinn hefir tékið Isernia, hina mikilvægu
samgöngumiðsíöð. 5. herinn hefir og sótt fram og eru Þjóð-
verjar nú á braut úr Massicofjallgarðinum og af St. Croce-
fjalli. Hörfa hersveitir þeirra norður Garaglianodalinn, en
bandamenn reka flótta þeirra og halda uppi ákafri stór-
skotahríð. Einnig sækir hægri fylkingararmur 5. hersins
fast fram í áttina til Venafro á miðvígstöðvunum,
— segir Stimseíí.
OFTSÓKN Bandamanna
gegn Þýzkalandi og stöðv-
um Þjóðv. í hernumdu lönd-
unum á meginlandinu fer sí-
fellt harnandi. Megiriþunga loft
sóknarinnar í fyrradag var
beint gegn Wilhelmshafen og
komst Stimson, hermálaráð-
herra Bandaríkjanna þann-
ig að orði í gær, — að það
hefði verið mesta dagárás, sem
gerð hefði verið á Þýzkalandi
til þessa, enda hefðu meira en
þúsund flugvélar lagt þá til at-
lögu við Þýzkaland.
Mestar árásir í gær vbru gerð
ar á Dússeldorf og Köln, svo og
á Ruhr og Rínarbyggðir. Urðu
miklar skemmdir af völdum á-
rása þessara,-eink. í Dusseldorf
og Köln. Létu Þjóðverjar þess
getið að skemmdir hefðu orðið
á dómkirkjunni í Köln. Einnig
lögðu flugvélar bandamanna til
atlögu við stöðvar Þjóðverja í
Frakklandi og Niðurlöndum
með miklum árangri. Alls voru
4000 smálestum af sprengjuefni
varpað yfir Þýzkaland í árás-
um bandamanna í gær.
H. H. Arnold, hershöfðingi,
yfirmaður flughers Banda-
ríkjanna hefir skýrt frá því, að
Bandamenn hafi hafizt handa
um smíði nýrrar tegundar
flugvéla. Munu flugvélar þess-
ar verða hinum amerísku
fljúgandi virkjum. mun full-
komnari, og er yfirburður
þeirra einkum í því fólginn að
þær geta flutt meira sprengju-
magn.
Bandamenn hafa mjög bætt
aðstöðu sína á upplandinu með
töku Isernía, sem er mikilvæg
samgöngumiðstöð. Jafnframt
því, sem 8. herinn hefir náð
henni á vald sitt, sækir hægri
fylkingararmur 5. hersins hratt
fram í áttina til Venafro. — Er
ætlun bandamanna greinilega
sú að brjóta varnir Þjóðverja á
miðvígstöðvunum og halda
þannig uppi öflugri sókn á gerv
allri víglínunni frá Massico-
fjallgarði um Venafro og
Isernía til Trignoárinnar. Jafn-
framt sókninni á miðvígstöðv,-
unum heldur framsókn vinstra
fylkingararms 5. hersins örugg-
lega áfram. Hafa Þjóðverjár nú
verið hraktir á braut úr Massi-
cofjallgarðinum og af St. Croce
fjalli. Láta hersveitir þeirra
undan isíga norður Garagliano-
dalinn, og befir þýzkur hem-
aðarfræðingur komizt þannig
að orði, að Þjóðverjar muni
koma sér upp vetrarvörnum á
norðurbakka Gariglianoárinri-
ar. Stórskotalið 5. hersins held-
ur uppi áköfum árásum á þýzku
hersveitirnar á undanhaldi
þeirra. Hins vegar draga hern-
aðarfræðingar bandamanna
eigi dul á það, að vænta megi
harðnandi viðnáms af hálfu
Þjóðverja á Ítalíuvígstöðvun-
um, enda séu varnarskilyrði
norðan Gariglianoárinnar goð.
Eftir hina vasklegu framsókn
herja bandamanna síðustu
dægrin er fyllsta ástæða til þess
að ætla, að þeir muni leggja
mikla áherzlu á sókn sína norð-
ur til Rómaborgar, sem greini-
lega er takmark þeirra. Hafa
þeir lagt allt kapp á að treysta
aðstöðu sína sem bezt og er taka
Isernia mikilvægur áfangi í
undirbúningi þeirra undir á-
framhaldandi sóknaraðgerðir á
upplandinu. Eins mun mega
vænta þess að Venafro. falli
þeim brátt í hendur, og eru
miðvarnir Þjóðverja þá brotn-
ar. Eftír það er líklegt, að efnt
verði til úrslitaátaka af hálfu
5. hersins í Gariglianodalnum,
en trúlegt er að 8. herinn muni
hins vegar beina meginþunga
sóknar sinnar gegn Vasto.
Hernaðarfræðingar og blaða-
menn telja að aðstaða Þjóð-
verja á Italíu gerist nú alvar-
legri með degi hverjum og
minna á það, að þegar þýzku
hersveitirnar hörfuðu brott úr
Napoli létu Þjóðverjar orð um
það falla, að þeir myndu taka
hana aftur fyrir jól. Nu séu
hins vegar sigurvonir þeirra
allar úr sögu og líklegt, að við-
nám reynist þeim harla örðugt.
Rðssar komnlr að Khersoo.
Halda uppi grimmilegum loftárásum
á Nikolajev.
O ÚSSNESKU HERSVEITIRNAR, sem sækja fram í
áttina til Kherson, áttu aðeins nokkra km ófama til
borgarinnar síðla í gærkvöldi. Einnig miðar Rússum vel
áfram í sókn sinni til Nikopol og halda uppi grimmilegum
loftárásum á Nikolaev. Eru varnir Þjóðverja austan Dniepr
nú gersamlega brotnar.
Miklir bardagar geisuðu í gær við Krivoirog. Fram-
sókn Rússa suður Kímskagann miðar ömgglega áfram og
greina Þjóðverjar frá miklum liðflutningum þeirra yfir
Kerchsund.
Fréttir frá austurvígstöðvun-*
um í gær greindu frá því, að
viðnám þýzka hersins austan
Dniepr væri nú gersamlega
brotið á bak aftur og streymdu
hersveitir Rússa vestur yfir
fljótið. Hafa Rússar náð bæn-
um Alyeskhi á vesturbakkanum
á vald sitt og voru síðla í gær
kvöldi á næsta leiti við Kher-
son en til hennar beina þeir
meginþunga framsóknar sinnar
á þessum slóðum. Einnig sækja
rússneskar hersveitir hratt
fram í áttina til Nikopoí, en
grimmilegri loftsókn er haldið
uppi gegn Nikolaev. Tefla Rúss
ar mjög fram skriðdrekum,
stórskotaliði og Kósakkaher-
sveitum á vesturbakka Dniepr.
Rússar hafa tekið bæinn
Krasnoyansk í Dnieprbugðunni
um 45 km frá Krivoirog, en
harðfengilegir bardagar geis-
uðu umhverfis hana 1 í gær.
Þjóðverjar gera hvert gagná-
hlaupið af öðru, en Rússar
hrinda þeim jafnbarðan fræki-
ega. Er ætlun Þjóðverja greini
lega sú að freista þess að rjúfa
hinn mikla hring, sem Rússar
hafa slegið um Krivoirog.
Rússnesku hersveitirnar suð-
úr á Krímskaganum sóttu hratt
fram í gær og treystu mjög að-
stöðu sína, en Þjóðverjar veita
þeim lítt viðnám enn sem kom-
ið er. Þjóðverjar greina og frá
miklum liðflutningum Rússa
yfir Kerschsund og skýra frá
miklum bardögum milli land-
gönguliðs þessa og þýzka hers-
ins á skaganum sunnanverðum.
Þessa hefir þó eigi verið getið
enn í fréttum bandamanna.
i Fréttir í gærkvöldi greindu
einnig frá aukinni sókn Rússa
norður við Kiev og Velikie
Luki.
Eden og Hull farnir
frá Moskva.
Memenjoglu kom-
inn til Kairo.
UNDÚNAFRÉTTIR í gær-
kveldi létu þess getið sam
kvæmt fregn frá Kairo, að M.
Memenjoglu, utanríkismála-
ráðherra Tyrkja væri nú kom-
inn til Kairo til samræðna við
Anthony Eden, sem lagði af
stað frá Moskva í fyrrakvöld á-
samt Cordell Hull. Stokkhólms
útvarpið lét þess og getið í gær,
að óstaðfestar fréttir, sem þó
hefði ekki verið mótmælt í
Ankara hermdu, að líkur
væru fyrir því, að Tyrkir létu
Ný gerð skipa í U.S.A.
TUriÐ NÝJA „Victory“-skip,
•■■■*• sem siglingamálanefnd
Bandaríkjanna hafði ákvarðað
að verða skyldi endurbót á
„Liberty“ skipunum, mun
verða hraðskreiðara og fallegra
en hin síðarnefndu skip. Hið
nýja skip mun verða búið gufu
vél, sem muri hafa meira en
helmingi fleiri hestöfl en vél-
arnar í „Liberty“-skipunum,
eða 6,000 hestöfl á móti 2,500
hestöflum „Liberty“-skipanna.
Helzti yfirburður nýja skips-
ins mun verða hinn aukni
hraði, því að hann mun valda
því, að unnt verði að auka
siglingahraða skipalesta. Hraði
skipsins mun verða 15 sjómíl-
ur á klukkustund, en hraði
„Liberty“-skipanna er 11 sjó-
mílur á klukkustund. „Victory“
skipið mun verða 455 fet, eða
þrettán og hálfu feti lengra en
„Liberty“-skipið. Smálestatala
beggja skipanna mun verða
hin sama, 10.800. Samningar
hafa þegar verið gerðir um
smíði 411 „Victory“-skipa. —
Búizt er við, að skip þessi
verði fullgerð vorið éða sum-
arið 1944.
Ný rússnesk fónsmíð
leikin í U.S.A.
|LT ÝJASTA tónsmíð rúss-
■A-™ neska tónskáldsins Dmi-
tri Shostokovich, sónata 2 fyr-
ir slaghörpu, Op. 64, var í fyrsta
sinni leikin í New York hinn
29. sept. Flutning tónverks
ins annaðist hinn frægi tón- .
snillingur, Vera Brodsky, og
var leik hennar útvarpað um
gervöll Bandaríkin, sem lið í
sérstakri hljómlistardagskrá.
Handritið af tónsmíð þessari
var sent loftleiðis til Banda-
ríkjanna frá Rússlandi. — £
Bandaríkjunum tóku félagar
Ameríska-rússneska hljómlist-
arfélagsins, útgefendur og þeir
— sem vinna að útbreiðslu
rússneskrar hljómlistar í
Bandaríkjunum, á móti hand-
ritinu.
bandamönnum í té flota- og
flugstöðvar við Dardanella-
sund og myndi mál þetta m a.
verða tekið fyrir á ráðstefnu
þeirra Edens og Memenjoglu.