Alþýðublaðið - 05.11.1943, Síða 6
0
Sandcrépe og Silkiefni,
í mörgum litum.
Unnur
(homi Grettisgötu og
Barónsstígs).
HANNES Á HORNINU
Frh. af 5. síðu.
ekki rétt að setja hámarksverð á
þessa matvöru?
í GÆK var varla um annað
talað meira hér í bænum en hina
nýfundnu saltkjötsnámu í hraun-
inu fyrir sunnan Hafnarfjörð.
Menn standa undrandi yfir þessu,
sem eðlilegt er. Menn spyrja fyrst
og fremst að því hvaðan þetta kjöt
er komið og hver hafi urðað það
þarna í hrauninu, og nú hefir skýr-
ingin verið gefin. Við höfum lengi
talið að það væri glæpúr að henda
mat — og það er glæpur, þó að
ef til vill sé það ekki brot á lands-
lögum. Og það er ljótt til þess að
vita, að hér skuli mat vera fleygt
í stórum stíl á sama tíma sem fólk
í öðrum löndum hrynur niður úr
úr hungri.
Hannes á horninu.
HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐEN?
(Frh. af 4. síðu.)
skorun leyndri fyrir þjóðinni og
þó sérstaklega nöfnum þeirra,
mætu og þjóðkunnu manna,
sem undir hana rituðu. Alþýðu-
maðurinn segir um þetta meðal
annars:
„Fastistahöfðingjarnir þykjast
um þessar mundir eiga víða í höggi
við „óaldarflokka“, en það kalla
þeir þá hópa manna, sem berjast
fyrir frelsi og friði meðal undir-
okuðu þjóðanna.
Ef taka ætti mark á skrifum
blaða Sjálfstæðisflokksins, Komm-
úmstaflokksins og Framsóknar-
flokksins undanfarið, mætti ætla
að að forystumenn þessara há-
göfugu málgagna þættust eiga í
höggi við nýjan ,,óaldarflokk“ hér
á landi, þar sem eru þeir 270
mlenntamenn og áhrifamenn, úr
öllum stjórnmálaflokkum, sem
hafa sent alþingi áskorun um að
fresta fullnaðar sambandsslitum
við Dani þar til báðar þjóðirnar
geta frjálsar og óháðar ráðið þess-
um málum til lykta í bróðerni og
af þeirri vinsemd og kurteisi, sem
norrænum menntaþjóðum sæinir.
Og svo varkárir eru foringjar
h inna áðumefndu flokku um sinn
hag, að þeir leyfa biöðum sínum
ekki að birta nöfn þessara voða
manna. Og blöðin eru alveg
grallaralaus yfir framferði þeirra.
Kommúnistaforingjunum svellur
móður við að sjá framan í þessa
27(^. Nú segist flokkurinn taka
forustuna í sjálfstæðismálinu — í
ahda Jóns Sigurðssonar------ef
Stalin lofar. Og forysta Sjálfstæð-
isflokksins lætur prenta ra;ðu,
sem Bjarni Benediktsson hélt á
hallelújasamkomunni á Þingvöllum
og hlýtur að hafa ,,geysileg“ áhrif
með þjóðinni af því hún var hald-
in á þessum stað. Og þessi ræða á
að fara „inn á hvert einasta heim-
ili í landinu" samferða auknu
dýrtiðinni og tilmælum um að al-
menningur skuli nú vera dugleg-
ur að drekka áfengi, reykja, taka
f nefið og tryggja „skraa“ fyrir
bænduma.
Já, mikið má sauösvaríur almúg
inn vera þakklátur íyrir allar þess
ar gjafir og sendingar, sem auð-
vitað eiga að vera grundvöllurinn
að hinu „sanna sjál£stæði“, þegar
„kúgunarböndin" við Daní eru
aundur höggin, og „kúrsinn" í
vestur hefir verið tekinn.“
Eða í austur, ef kommúnistar
fá að ráða!
_____________■M.ÞYÐWZUkÐW______
Fjárlögin fyrir árið 1944.
Fih. af 4. síðu.
varpinu. Er lagt til, að fjár-
veiting til þeirra verði 2 miilj.
133 þús. kr.
Þá er lagt til, að fjárveiting
til flugmála verði hækkuð um
50 þús. kr. ,
14. gr. Helztu breytingartil-
lögur nefndarinnar við þessa
grein eru:
Framlag til húsabóta á
prestssetrum verðj hækkað um
20 þú. krónur.
Námsstyrkur samkvæmt á-
kvörðun menntamálaráðs
hækki um 25 þús. kr. Mennta-
málaráð hefur gert nefndinni
grein fyrir hækkunarþörfinni.
Til viðgerða á leikfimishúsi
menntaskólans í Reykjavík
ætlar nefndin 125 þús. kr.
Virðist ekki hjá því verða
komizt, samkvæmt upplýsing-
um, sem nefndin hefur fengið.
í fjárlagafrumvarpinu er
gert ráð fyrir framlögum til
iðnskólahalds á nokkrum stöð-
um, og er styrknum, eins og
í núgildandi fjárlögum, skipt
á milli skólanna. Nefndin legg-
ur til, að veittar verði í einu
lagi 100 þús. kr. til þessarar
fræðslu, og er það rúmlega
helmingi hærri fjárhæð en er
í frv. Er til þess ætlazt, að rík-
isstjórnin úthluti styrknum að
fengnum tillögum fræðslumála
stjóra og Landsambands iðnað-
armanna. Þá er lagt til, að
framlag til verklegs framhalds-
náms iðnaðarmanna erlendis
hækki um 20 þús.‘ krónur.
Framlag til bygginga barna-
skóla utan kaupstaða verði
hækkað um 50 þús. kr. Sam-
kvæmt upplýsingum, sem
nefndin fékk hjá fræðslumála-
stjóra, nægir þetta til að ljúka
áföllnum greiðslum og fram-
lagi til þeirra bygginga, sem
vitað er um, að reistar verði á
árinu.
Framlög til stofnkostnaðar
héraðsskóla hækki um 360 þús.
kr. og verði alls 500 þús. Fjár-
veiting til bygginga húsmæðra-
skóla í kaupstöðum hækki um
40 þús. og verði alls 340 þús.
krónur, og framlög til bygg-
ingar húsmæðraskóla í sveitum
hækki um 190 þús. kr., þannig
að þau vrði einnig 340 þús. kr.
Lagt er til, að tekin verði í
frv. 150 þús. kr. fjárveiting til
byggingar leikfimishúss fyrir
íþróttakennaraskólann á Laug-
arvatni. Enn fremur, að fram-
lag til íþróttasjóðs hækki um
150 þús. kr.
Nefndin leggur til, að sérstök
fjárveiting til sjóvinnunám-
skeiðs verði felld niður, en fram
lagið til Fiskifélags íslands auk
ið um 10 þús. kr., þar sem Fiski
félagið annast þessi námskeið.
15. gr. Nokkrar breytingar-
tillögur flytur nefndin við þessa
grein frv., og eru þessar helzt-
ar:
Styrkir til bókasafna verði
hækkaðir um samtals kr.
28.250.00. Eru yfirleitt lögð til
grundvallar framlög til þeirra
á þessu ári, að viðbættri verð-
lagsuppbót.
Til listasafns Einars Jónsson
ar verði veittur 100 þús. kr.
byggingarstyrkur, þar sem
nauðsynlegt er að auka við hús
rúm fyrir safnið.
Fallið hafði niiður að telja
tekjur af rannsóknum til frá-
dráttar gjöldum hjá Rannsókn-
arstofu háskólans, og er gerð
leiðrétting á því.
16. gr. Nefndin leggur til, að
jarðræktarstyrkurinn verði
hækkaður um 200 þús. kr. Er
það m. a. með tilliti til þess, að
felldar hafa verið niður sérstak-
ar fjárveitingar til landþurrk-
unar, sem nú er ætlazt til, að
verði færðar á þennan lið, og
leiðir það af breytingum á jarð
ræktarlögunum, sem gerðar
voru á síðasta þingi. Framlag
til vélasjóðs er einnnig tekið
með í tillögum nefndarinnar,
samkvæmt ákvæðum fyrr-
nefndra laga.
í 22. gr. fjárlaga 1943 er
heimild til fjárveitingar til
stofnunar sauðfjárræktarbús á
mæðiveikisvæðinu. Búinu hefir
verið valinn staður á Hesti í
Borgarfirði, og er lagt til, að
til þess verði veittar 40 þús.
kr. á næsta ári, til viðbótar áð-
ur nefndri fjárveitingu.
Verkfæranefnd hefur gert
tillögur um, að teknar verði í
fjárlögin 500 þús. kr. til kaupa
á ræktunarvélum, og leggur
fjárveitinganefnd til, að sú upp
hæð verði lögð til vélasjóðs.
Þá er lagt til, að framlag til
sandgræðslu verði hækkað um
50 þús. kr.
Eftir upplýsingum frá sauð-
fjársjúkdómanefnd þykir fært
að leggja til, að framlög til ráð-
stafana vegna veikinnar verði
lækkuð um 450 þús. kr. frá því,
sem er í frv.
Eins og áður er að vikið, á
allt útflutningsgjaldið nú að
ganga til fiskveiðasjóðs. Er það
áætlað 1 millj. 500 þús. kr. og
talið með tekjum í 2. gr., en til
gjalda í 16 gr. í tillögum nefnd-
arinnar.
Loks er lagt til, að fjárveit-
ing til Landssambands iðnað-
armanna verði hækkuð tun
helming og veittar verði 100
þús. kr. til byggingar iðnskóla
í Reykjavík, þó ekki yfir 1/3
kostnaðar.
17. gr. Auk nokkurra smá-
breytinga, sam lagt er til, að
gerðar' verði á þessari grein
(hækkun á framlagi til slysa-
varna o. fl.), flytur nefndin til-
lögu um, að í greinina verði
| tekinn hluti sveitarfélaganna
af stríðsgróðaskattinum, sem
er áætlaður 6 millj. króna, en
skatturinn er allur talinn með
tekjum í 2. gr.
18. gr. Eins og venjulega eru
nokkrar breytingar og leiðrétt-
ingar gerðar á þessari grein.
20. gr. Lagt er til, að fjárveit
ing til vitabygginga verði hækk
uð um 100 þús. kr. og framlag
til byggingar sjómannaskóla
um 1 millj. króna.
22. gr. Nefndin flytur tillög-
ur um nokkrar breytingar á
þessari grein.
Hér er að lokum heildaryfir-
lit um þær .breytingar, sem
nefndin leggur til, að gerðar
verði á frv.
Hækkun tekna á:
2. gr kr. 18.650.000
3. — . — 1.493.412
Tekjuh alls kr. Hækkun gjalda á: 20.143.412
11. gr kr. 116.893
13. — . 7.579.500
14. — , 1.322.041
15. — , 96.250
16. — , 2.042.400
17. — , 6.040.300
18. — Kr. 1.838 17.199.222
Frá dregst:
Lækkun gjalda á:
10. gr.....-.. kr. 5.000
Gjaldah. alls kr. 17.194.222
EIGNABREYTINGAR.
Hækkun útborgana skv. 20.
gr. kr. 1.380.000. Ef breyting-
artillögur nefndarinnar verða
samþykktar, munu niðurstöðu-
tölur fjárlagafrumvarpsins
verða á þessa leið.
REKSTRARYFIRLIT.
Tekjur ......kr. 87.107.997
Gjöld .......— 79.713.480
Rekstrarafg. kr. 7.394.517
S J ÓÐSYFIRLIT.
Innborgandr .. kr. 88.393.878
Útborganir .... — 85.748.676
Greiðslujöfnuður kr. 2.645.202
Þegar gerður er samanburð-
ur á heildarupphæðum tekna
og gjalda í frumvarpinu og
niðurstöðutölum í gildandi
fjárlögum, þarf að hafa í huga,
að eins og áður er um getið, eru
nú, vegna færslubreytinga á
I frv., taldar með tekjum og
gjöldum 7 millj. 700 þús. kr.
hvorum megin, en samsvarandi
upphæðir voru ekki teknar í
fjárlög þessa árs.
Einn nefndarmaður, Finnur
Jónsson, hefir sérstöðu gagn-
vart nokkrum tekju- og út-
gjaldaliðum, einkum tekur
hann fram, að hann telur svig-
rúm vera til að mæta nokkrum
hækkunum vegna væntanlegra
launalaga og hækkuðu fram-
lagi til alþýðutrygginga. Mun
F. J. gera nánari grein fyrir
þessu undi^ umræðum og á-
skilur sér rétt til að flytja eða
bera fram brtt. við þá liði, er
hann hefir gert athugasemdir
við á fundum nefndarinnar.
Jónas Jónsson tekur fram, að
hann hafi óbundið atkvæði við-
víkjandi fyrirkomulagi á styrk
veitingum til skálda og lista-
manna.
Tveir nefndarmanna, L. Jós.
og Þ. G., lýstu yfir, þegar nál.
þetta var lagt fram til undir-
skriftar, að þeir mundu skila
sérstöku nefndaráliti“.
Útrýming atvinnn-
lejsisiDS.
(Frh. áf 5. síðu.)
um, en margir lifðu þar við
slíka fátækt, að hún á sér engan
líka. í ár eru þeir í stríði. Það
er ekki víst, að þeir séu ham-
ingjusamir, en atvinnuleysið
má kallast horfið. Og þetta á
sér ekki aðeins stað á stríðstím-
um. Nazistum tókst að ráða bót
á miklum hluta af atvinnuleysi
hjá sér, er stríðsundirbúningur-
inn stóð yfir 1933—1939. Sovét-
stjórninni tókst þetta með iðn-
biltingu sinni, sem hefur komið
þeim og öðrum bandamönnum
að svo miklu liði í þessu stríði.
En þegar um þessi tilfelli er
að ræða, og spurt er, hvernig
þarna hafi verið ráðin bót á at-
vinnuleysinu, er grundvallar-
ástæðan sú, að stjórnir land-
I anna hafa lagt fyrir eitthvert
ákveðið verkefni, sem átti að
framkvæma og krafðist alls
mannafla landsins, og eyddi síð-
an fé, eða sá um að eytt væri
fé, til þess að fá menn og annað,
sem til verksins þurfti. Auð-
vitað er ég ekki að leggja til,
að teknar verði upp á friðar-
/tímum allar aðgerðir, sem nauð-
synlegar eru 'á stríðstímum.
Skömmtun á matvælum, fötum
og öðrum nauðsynjum, á rót
sína að rekja til þess, að það
þarf að eyða svo miklu vinnu-
afli í að framleiða tæki gegn
óvinunum, í stað þess að fram-
leiða nauðsynjar handa þjóðinni
sjálfri. Þetta þarf ekki að hald-
ast eftir stríð, þegar gnægð
kemur í stað skorts. Og takmark
anir á frelsi til þess að skipta
um atvinnu, myrkvanir, upp-
lausn fjölskyldna, samsöfnun
fólks í loftvarnabyrgi og biðin
eftir því að eitthvað gerist í
stríðinu, heíir engin áhrif á
þetta viðfangsefni og þarf ekki
að halda áfraih eftir að friður
hefir verið saminn. Menn lang-
ar heldur ekki til þess að fást
við sömu hluti á friðartímum
og í stríði, af því að þarfirnar
eru ólíkar. Á stríðstímum eru
lagðir á háir skattar óg almenn-
ingur er hvattur til þess að
spara, af því þá er aðaleyðslan
framkvæmd af ríkinu, en á frið-
artímum getur hver einstakl-
ingur eytt meiru, en útgjöld
ríkisins verða minni. Það, sem
einstaklingar og ríki eyða í
sameiningu, þarf að nota til
Föstudagur 5. nóvember 1943.
Sjálfblekungur
hefir tapast. — Skilist
í afgreiðslu Alþýðu-
blaðsins gegn fundar-
launum.
þess að skapa öllum atvinnu.
Og loks vilja menn ekki aðeins
vinna eitthvað, þeir vilja vinna
við raunhæf störf. Það skapar
ekki aukin útgjöld, heldur skyn
samlegri útgjöld. Það skapar
mörg vandasöm viðfangsefni í
meðferð peninga og því, að
halda meðalveginum milli
hruns og verðbólgu, og hvað
snertir skattaálagningar og
skiptingu teknanna. Það verður
að leysa öll þessi vandamál á-
samt mörgum fleiri. En hvers
vegna skyljdi það ekki verða
gert? Menn óska eftir friði, sem
er líkur stríði að því leyti, að
ekkert fjöldaatvinnuleysi er til,
og í því sambandi er nauðsyn-
legt að minnast eins, sem stríð-
ið hefir kennt, að almenn at-
vinna fæst með því að gera yfir-
lit yfir allar nauðsynjar, og sjá
um, að kaupgetan sé alltaf nóg
til þess að kaupa þær. Þetta
kemur málinu við, því að þörf-
in á friðartímum, þótt hún sé
önnur en á stríðstímum, er ó-
takmörkuð.
Stríðið hefir kennt annað,
sem vart er minna áríðandi. Á
stríðstímum hefir okkur tekizt
að vinna gífurleg afrek á fram-
leiðslusviðinu ekki síður en í
hernaðaraðgerðum, vegna þess,
að áhugamál einstaklinganna
hafa blandazt saman við alþjóð-
leg áhugamál. Menn hafa ekki
krafizt þess að vinna við störf,
sem þá langaði sérlega til að
vinna eða þeir voru vanir.. Það
hafa verið lagðar niður margar
venjur, sem hefðu getað hindr-
að fullkomin not af vinnuaflinu
Menn hafa verið reiðubúnir til
þess að vinna þau störf, sem
óskað var eftir af þeim, hvort
sem þeir hafa verið vanir þeim
eða ekki. Og menn hafa verið
reiðubúnir til þess að ráða fólk
til starfa, með sömu skilmálum,
hvort sem það hafði unnið slík
verk áður eða ekki. Allt þetta
hefir verið mögulegt af því að
menn óttuðust ekki atvinnu-
leysi. Það er líka eitt af því,
sem hefir gert almenna atvinnu
mögulega. Þarfirnar á friðar-
tímum eru eins ótakmarkaðar
og á stríðstímum en þær eru
ólíkar. Við erum enn ekki kom-
in í augsýn við alla þá góðu
hluti, Sem við óskum til handa
hverjum einstakling, og ef og
þegar við fáum allt það, sem við
nú óskum eftir, munum við
óska eftir meiri tómstundum til
upplyftingar, fyrir nám, ferða-
lög og skemmtanir. Ef við ætl-
um að fullnægja þörfum okkar
og nota vinnuafl okkar til þess,
í stað þess að láta það fara for-
görðum í atvinnuleysi, verðum
við að vera búin undir ævintýra
lega breytingu. En eins og allir
aðrir verðmætir hlutir, hefir
almenn atvinna líka sitt gildi.
Við erum öll í stríði núna í
einu augnamiði, sem sé að halda
Bretlandi frjálsu og losa heim-
inn við Hi'tler. Á friðartímum
legg ég til, að markmið okkar
verði að losa Bretland, að svo
miklu leyti, sem í mannlegu
valdi stendur, við hina fimm
ægilegu risa: skort, sjúkleika,
fákunnáttu, sóðaskap og at-
vinnuleysi. Ég er sánnfærður
um það, að ef við snúum geiri
okkar fyrst af alefli gegn fyrstu
fjórum risunum, ef við beitum
okkur skynsamlega og eyðum
peningum okkar af viti gegn
skorti, sjúkleika, fákunnáttu og
sóðaskap, þá munum við finna,
áður en langt um líður, að við
höfum einnig ráðið niðurlögum
fimmta risans, atvinnuleysisins.