Alþýðublaðið - 14.11.1943, Blaðsíða 2
ALÞYÐUBLAÐIÐ
Snnnudagur 14. nóvember 194$
Aðalfundur Sfúdenta-
félags Alþýðu-
flokksins
Ragnar ióhannesson kosinn
formaður þess
STÚDENTAFÉLAG Alþýðu
flokksins hélt aðalfund
sinn í Verzlunarmannahúsinu
við Vonarstæti á föstudags-
kvöldið.
í stjórn félagsins fyrir næsta
ár voru kosnir: Ragnar .íó-
kannesson, formaður, Gunnar
Vagnsson og Sigurður Einars-
son.
í varstjórn voru - kosnir:
Andrés Davíðsson, Gylfi Þ.
Gíslason og Sveinbjörn Sigur-
jónsson_
Barði Guðmundsson, sem
verið hefir formaður félagsins
frá upphafi, baðst í þetta sinn
eindregið undan endurkosn-
ingu.
Sigurður Einarsson flutti á
fundinum snjallt erindi um
sjálfstæði íslands og framtíð
þess og spunnust út af því
Jangar og fjörugar umræður.
Stefán Jóhann eftir Englandsförinn
Brezka þjóðin berst ekki að*
eins gegn nazisma, hún undir
hýr líka betri heim ef tir stríðið
Brezki Alþýðuflokkurinn hefir stórkost
iegar umhætur í undirMningi.
M©rlimeæii i L®mdOBs fasliwissir mia
al komast Meissi á iiæsta ári.
AÐ, sem mér þótti eftirtektarverðast meðan ég dvaldi
á Englandi var það, hversu mikið brezka þjóðin hugs-
ar um framtíðina og friðinn mitt í gný sjálfrar styrjaldar-
innar. Hún berst ekki aðeins gegn nazismanum, — hún und-
irbýr líka nýjan og betri heim að stríðinu loknu.
Þetta sagði Stefán Jóh. Stefánsson, sem er nýkominn
heim frá Englandi af alþjóða fiskimálaráðstefnu þar, í við-
tali við Alþýðublaðið í gær:
Fiskiveiðaráðsteffnan
„Fiskiveiðaráðstefnan hófst,“
sagði Stefán Jóhann ennfremur,
„12. október um morguninn og
Nýtt eiakaleyfi handa bá-
skólanum til happdrættis.
----*-----
Til þess að koma upp leikfimihúsi náttúru
gripasafui og til að prýða háskólalóðina
P JÓRIR ÞINGMENN, úr
*■ öllum þingflokkunum
flytja frumvarp á alþingi
um að framlengja um 10 ár
einkaleyfi Háskóla íslands
til þess að selja happdrætti.
Eru það þeir Ásgeir Ásgeirs-
son, Jakob Möller, Áki Jakobs-
son og Sveinbjörn Högnason.
Frumvarpið er svohljóðandi:
1. gr. — 1. gr. laganna skal
orða svo: Ríkisstjórninni er
heimilt að framlengja um 10
ár, frá 1. jan. 1947 að telja,
einkaleyfi Háskóla íslands til
þess að reka happdrætti sam-
kværnt lögum nr. 44/1933, sbr.
lög nr. 6/1943 og 15. gr. laga
nr. 97/1935.
í greinargerð fyrir frumvarp
inu segir:
„Fjárhagsnefnd neðri deildar
hefir borizt bréf frá Háskóla
íslands um 15 ára framleng-
ingu á einkarétti háskólans til
þess að reka h^ppdrætti. Hefir
erindið verið rætt að nokkru í
fjárhagsnefnd, og eru þrír
nefndarmanna meðal flutnings
manna þessa frv. Hafa flutnir
menn komið sér saman um að
flytja tillögu um 10 ára fram-
lengingu, enda ótvírætt, að ekki
veitir af þeim tíma til þeirra
framkvæmda, sem þegar eru
fyrirhugaðar og skýrt er frá í
erindi háskólaráðsins, sem hér
er prentað sem fylgiskjal.“
Fylgiskjal fylgir frumvarp-
inu og er það bréf frá rektor
Háskólans Jóni Hj. Sigurðssyni
svohljóðandi:
„Fyrir hönd Háskóla íslands
vil ég hér með óska þess, að
framlengt verði um 15 ár einka
leyfi það, sem háskólinn hefir
haft til þess að reka happdrætti,
en leyfistíminn er á enda í árs-
lok 1946.
Ástæður til þessarar mála-
leitunar eru þær, að mikið er
eftir ógert af byggingum og öðr
um framkvæmdum, sem fyrir-
hugaðar eru, til þess að háskóla
lóðin geti orðið miðstöð vísinda
iðkana hér á landi. Til þessa
má nefna:
a) Leikfimishús. Nú eru leik-
fimi og sund skyldunámsgrein-
ar í háskólanum. Verður að
leigja húsnæði til kennslunnar,
en tíminn er mjög óhentugur
stúdentum og rekst á aðra
kennslu. Má á það benda, að
margir framhaldsskólar hér í
bæ eru í mestu vandræðum
með húsnæði til leikfimis-
kennslu, en leikfimishús háskól
ans mundi bæta mjög úr, því
að aðrir skólar mundu geta
komizt þar að. Er nú orðin
mjög brýn þörf á því, að bætt
sé úr vandræðum háskólans og
annarra skóla í þessum efnum.
b) Hús fyrir náttúrugrípa-
safn. Þetta safn hefir nú alger-
lega ófullnægjándi húsnæði og
er auk þess landsbókasafninu
til mikils óhagræðis. Háskóla-
ráð hefir mikinn áhuga á að
koma upp byrjunarkennslu í
náttúrufræðum, er mundi spara
námsmönnum mikið fé og land
inu gjaldeyri. Háskólaráð sendi
hinu háa Alþingi tillögur sínar
í þessu mál s. 1. vetur, en fjár-
veitinganefnd taldi málið ekki
nægilega undirbúið, til þess að
hægt véeri að veita fé til
greiðslu stofnkostnaðar kennsl-
unnar, sem er allmikil. Þeim
undirbúningi er nú haldið á-
fram. í fyrirhuguðu náttúru-
gripasafnshúsi er gert ráð fyrir
kennslustofu og vinnustofum
undir þessa kennslu.
c) Háskólalóðin er mjög stór
(um 8 ha), og verður geysi-
mikið verk að koma henni í
sæmilegt horf. Girða þarf lóð-
ina vandaðri girðingu, en um-
mál hennar er á annan kíló-
metra, flytja mikinn jarðveg til
á lóðinni og til hennar, gera.
grasvelli, gróðursetja blóm og
Frh. á 7. síðu.
var lokið 22. október. Fundir
voru haldnir flesta daga og
byrjuðu að morgni og var hald
ið áfram fram í myrkur. Ráð-
stefnuna sóttu fulltrúar frá 15
'þjóðum, samtals 51 fulltrúi. All
ar þessar þjóðir eiga hagsmuna
að gæta í sambandi við fiski-
veiðar í Norður-Atlantshafi.
Forseti ráðstefnunnar var
Mr. Dobson, fiskimálastjóri
Breta, enda var boðað til ráð-
stefnunnar af brezku stjórninni.
Eg get ekki að svo komnu máli
skýrt frá niðurstöðum ráðstefn-
unnar og ráðagerðum, um það
munum við félagarnir senda rík
isstjórninni skýrslu hið allra
bráðasta, en ég get sagt það, að
verkefni ráðstefnunnar var að
athuga möguleika á bví að
setja, að loknum ófriðnum, —
reglur um fiskivéiðar á úthöf-
um með það fyrir augum, að
sporna gegn rányrkju á fiski —
og að auka samstarf þjóða á
milli á þessu sviði og koma sér
saman um sameiginlegt eftirlit
þjóðanna til þess að halda þess-
ar reglur í heiðri. f þessu sam-
bandi kemur þá til greina,
verndun fiskisvæða og land-
helgi.
Eg hygg, að við íslendingar
getum verið ánægðir með úr-
slit ráðstefnunnar, en endan-
lega verður gengið frá þessum
málum á nýrri ráðstefnu að ó-
friðnum loknum.“
Stríðið ocg fframtíðin
— Ráðstefnan var haldin í
London?
„Já, — ég hef áður komið til
London, þá voru friðartímar. —
Þegar ég fór um borgina furð-
aði ég mig á því, hversu litlar
breytingar höfðu orðið á þessari
miklu heimsborg. Að vísu sáust
sums staðar verulegar skemmd-
ir á ásjónu borgarinnar eftir
loftárásirnar, rústir, þar sem
stór hús og smá höfðu ýmist ver
ið eyðilögð með öllu eða
skemmd verulega og á kvöldin
stakk myrkvunin að vísu mjög
í stúf við ljósadýrð borgarinn-
ar áður.
En allt fór annars fram með
venjulegum hætti, þó að mest
bæri nú á einkennisbúningum,
bæði karla og kvenna.
Eg hitti fólk af öllum stéttum
og talaði við það — og þá
skyldi ég fyrst til fulls það ó-
trúlega þolgæði og hinn mikla
einhug, sem brezka þjóðin
sýndi á tímum hinna miklu
hörmunga árið 1940, þegar
borgir landsins loguðu og þús-
undir manna fórust fyrir
sprengjum nazistanna.“
— Hafðir þú tal af brezkum
flokksbræðrum ?
„Já, ég hitti nokkra þeirra og
sérstaklega ræddi ég ýtarlega
Blóm og fegurS
í gömlu iimburhúsi
Biómaverziunin Flóra
í áusfursfræfi 8
Stefán Jóh. Stefánsson.
við aðalritara Alþýðuflokksins
brezka Mr. Middleton. Hann og
flokksmennirnir yfirleitt voru
mjög vongóðir um stórlega auk-
in áhrif Alþýðuflokksins á
stjórnmál, bæði brezk og al-
þjóðleg. Og með þetta fyrir aug
um hefir flokkurinn nú í undir-
búningi ýmsar áætlanir um
stefnu sína og starfsemi og ný-
skipun til úrlausnar á vandamál
unum eftir stríðið, sérstaklega
þó hvað snertir félagslegt ör-
yggi, útrýming atvinnuleysis og
byggingu góðra bústaða fyrir
alþýðufólk í stórkostlegum stíl.
Það var eftirtektarvert, þegar
ég hlustaði á umræður í brezka
þinginu, hversu mjög þær sner-
ust um framtíðina á friðartím-
um. Sýnir það.vel, að búizt er
við að lok styrjaldarinnar séu
ekki langt framundan og eins
það, að þá sé nauðsyn á róttæk-
um og stórstígum þjóðfélags-
umbótum“.
— Hvernig líður brezkum
kommúnistum?
„Þeir hafa 1 af 615 “þing-
mönnum og engan hitti ég sem
taldi að vegur þeirra myndi
vaxa svo nokkru næmi, né áhrif
þeirra á brezk stjórnmáT'. .
— Kynntistu nokkuð brezku
Framh. á 7. síðu.
O. LÓMAVERZLUNIN
FLÓRA, er ein elzta
og kunnasta blómaverzlun
borgarinnar. Nú hefir hún
flutt í ný húsakynni í Aust-
urstræti 8, þar sem áður var
ísafoldarprentsmiðja og eru
þau einhver fegurstu og
hlómlegustu húsakynni sem
nokkur verzlun hér í bænum
hefir umráð yfir.
Er hún nú orðin stærsta og
fe'gursta blómaverzlun bæjar-
ins.
Blómaverzlunin Flóra var
stofnsett á' Vesturgötu 17, árið
1932, af Rögnu Sigurðardóttur
og Ingimar Sigurðssyni. Verzl-
unin var flutt í Austurstræti 1
1935 og í Austurstræti 7 árið
1938, og nú í Austurstræti 8 og
hefir hún um leið tífaldað af-
greiðslupláss sitt frá byrjun,
eða úr 14 upp í 140 fermetra.
Ragna Sigurðardóttir hefir* 1 2
rekið verzlunina ein frá 1940,
qg með mikilli prýði.
Teikningu af húsnæði því,
sem verzlunin hefir nú, hefir
gert (breytingar og innrétting-
ar) Gísli Halldórsson, bygginga
meistari, Laugaveg 74, en tré-
smíði hefir annazt Bergþór
Jónsson, Nýlendugötu 21.
Afgreiðsluborð og önnur hús
gögn hefir smíðað Guðm. Breið
dal, trésmiðjunni Björk, og er
það hin fegursta smíði.
Raflagnir hefir gert Lúðvík
Guðmundsson, Laugaveg 46, og
er það mikið verk, og málning
hefir annazt Steingrímur Odds-
son, Unnarstíg 2. En gler og
spegla hefir Pétur Pétursson
lagt til.
Er búð Flóru hin fegursta,
eins og fólk' getur kynnzt næstu
daga.
Aðalfundur
Mótorvélstjórafél. íslands verð-
ur haldinn í dag kl. 14 í húsi Fiski
félags íslands.
Félagar eru beðnir að mæta
stundvíslega.
Hafnfirzkir verkamenn mðt
nla kptiMi S. í. S.
----—♦---
Málshöfðun Samhandsins gegn heim,
sem fundu það, er ósvifni, segja peir.
VERKAMANNAFÉ-
LAGIÐ Hlíf í Hafnar-
Eirði hefir haldið fnnd og
rætt um kjötnámurnar í Hafn-
arfjarðarhrauni.
Á fundinum var samþykkt
eftir nokkrar umræður eftir-
farandi ályktun:
„Fundur haldinn í Verka-
mannafélaginu Hlíf föstudag-
inn 12. nóv. 1943, lýsir yfir and
úð sinni á þeim ósóma Sam-
bands íslenzkra Samvinnufé-
laga og þeirra aðila annarra sem
hent hafa matvælum í stórum
eða smáum stíl á sama tíma og
milljónir manna víðsvegar um
heim líða af skorti og þúsundir
hrynja niður úr hungri.
Einnig lýsir furidurinn yfir
megnustu fyrirlitningu sinni á
þeirri tilraun Sambands ís-
lenzkra Samvinnufélaga til að
sverta og þjófkenna Hafnfirð-
inga og þá aðra er komu úpp um
óhæfuverk þess, er fellst í kröf-
unni um opinbera rannsókn á
hendur þeim er fundu kjöt Sam
bandsins í hrauninu fyrir sunn-
an Hafnarfjörð.
Þá lætur fundurinn í ljós ó-
ánægju sína yfir því að bæiar-
stjórn eða heilbrigðisnefnd
Hafnarfjarðar skyldi falla irá
kröfunni um brottflutning kjöts
ins af landi Hafnarfjarðarbæj-
ar, og krefst þess að kjötið verði
tafarlaust flutt burtu.
Að lokum samþykkir fundur-
inn að skora eindregið og al-
varlega á alþingi að:
1. Samþykkja framkomna til-
lögu um rannsóknarnefnd
vegna eyðileggingar á kjöti og
öðrum neyzluvörum.
2. Breyta svo lögum um
skipulag á verðlagningu og sölu
íslenzkra afurða að atburðir
líkir kjötútburðinum í hraunið
fyrir sunnan Hafnarfjörð og
víðar geti eigi endurtekið sig í
framtíðinni“.