Alþýðublaðið - 01.12.1943, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 01.12.1943, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 1. des. 1943. ALÞYÐUBUIÐIÐ Roosevelt, Ghnrehill og Chiang Kai Shek á ráðstefnu i Kalro. hjóðverjar haidtaka alla pró fessorð Osló-háskélans og 1200 stúdenta. Þeir verða sendir í fangabúðir í Þýzkalandi. IFREGNUM frá London á norsku, sem útvarpað var í gærkveldi, er greint frá því að Þjóðverjar hafi gripið til |>ess örþrifaráðs, að láta hand- ta'ka alla prófessora við háskól- ann í Osló, svo og 1200 af 1500 stúdentum við háskólann. í gær fór leynilögreglan þýzka á stúfana og handtók alla prófessora Oslóarháskóla og 1200 stúdenta, eins og fyrr getur. Piltarnir verða sendir í fangabúðir í Þýzkalandi, en talið er, að kvenstúdentar fái að vera heima, en verði jafn- framt sviftir skilyrðum til menntunar. Er ekki annað að sjá, en Þjóðverjar hafi með þessari síðustu árá:s sinni á menntamenn Noregs, misst alla stjórn á sjálfum sér. Nú er tek- ið upp sama kerfið og lengi hefir verið beitt í Póllandi og víðar, að reyna að lama við- námsþrótt og sjálfsæðisbar- áttu norsku þjóðarinnar með því að gera óskaðlega mennta- menn þjóðarinnar. Rektor Osló- ar-háskóla, prófessor Didrik Arup Seip, viðurkenndur mennta- og vísindamaður, hefir um langt skeið verið í fanga- búðum í Póllandi, og átt þar auma æfi, svo sem kunnugt er. Sumir telja, að þessar síð- ustu handtökur standi í ein- hverju sambandi við brunann í hátíðasal háskólans fyrir skemmstu. Bersýnilegt er, að sú viðleitni Þjóðverja að sann- færa norska menntamenn um ágæti kenningarinnar um hina germönsku „yfirþjóð“ hafa brugðizt með öllu og að leppar Quislings hafa einnig misskilið hugarfar norsks æskulýðs á hinn hrapalegasta hátt. Mssar hörfa frá Korosten. Frá austurvígstöðv- UNUM berast þær fregn- ir, að sókn Rússa sé með öllu óbiluð. Þeir eiga nú um 11 km. ófarna til borgarinnar Zhlobin í Hvíta-Rússlandi, sem er norð- ur af Rechitsa, sem mikið hef- ír verið barizt um að undan- förnu. Rússar beita mikið skíðamanna'herdeildum og skæruflokkum og verður þeim vel ágengt. Hins vegar hafa Rússar orðið að hörfa frá Kor- osten ,sem þeir tóku af Þjóð- verjum í hinni hröðu sókn sinni vestur af Kiev. Korosten er mikilvæg járnbrautarborg og má gera ráð fyrir að Rússum sé nokkur hnekkir af falli borgarinnar. í sókninni til Zhlobin hafa Rússar tekið um 40 þorp og byggð ból, svo og marga fanga. Þrátt fyrir mikla snjókomu hefir Rússum tekizt að koma skriðdrekum og liðsauika yfir fljótin Beresína og Dniepr, og rússneskir könnunarflokkar hafa brotizt inn í varnarkerfi Þjóðverja vestur af Kiev. Á þeim slóðum eru gagnárás- ir Þjóðverja harðastar og er talið, að þar tefli þeir fram um þriðjung vélahersveita sinna á austurvígstöðvunum. Varnar- lína Rússa er samt órofin. Við Cherkassy geisa harðir bardag- ar og í fyrradag féllu um 1500 menn af liði Þjóðverja þar. Við Nikopol eru Rússar í sókn. Við Krivoi Rog eru einnig hörð á- tök. en Þjóðverjum verður ekk ert ágengt þar. Loftárás á Solingen í gær. AF loftsókn bandamanna í Vestur-Evrópu eru þær fréttir belztar, að sprengjuflug vélar bandamanna,' sem nutu fylgdar orrustuflugvéla, gerðu í gær í björtu harða hríð að iðn aðarborginni Solingen í Rínar- bygðum. Þar er mikil stálfram leiðsla og allskonar vélaiðnaður Áður hafa flugvélar brezka lofthersins gert eina árás á borgina.'Er árásin einn liður í þeirri viðleitni bandamanna að lama iðnað Þýzkalands með sí felldum loftársásum á helztu iðnaðarborgir , landsins. Sjö þýzkar orrustuflugvélar voru skotnir niður, en 2 spengju- flugvélar og 5 orrustuflugvélar Bandaríkanna komu ekki aftur til bækistöðva sinna. Árárir voru einnig gerðar á Bremen, svo og flugveLli í Hol- landi og Norður-Frakklandi. Samtals misstu Bandamenn 14 sprengjuflugvélar og 18 orr- ustuflugvélar í öllum þessifm árásum. 45 flugvélar Þjóðverja voru skotnar niður. J Þeir ræddust við S í Kairo. Winston Spencer Churchill varð 69 ára í gær, í tilefni af því bárust fjöldamörg heilla- óskaskeyti til bústaðar hins skelegga forystumanns banda- manna í Downingstræti nr. 10 í London ,m. a. frá Cordell Hull og Henry A. Wallace varafor- seta Bandaríkjanna. Þeir munu hitta Stalin í Per- siu á næstunni. T FREGNUM FRÁ FRÉTTASTOFU REUTERS í LISSA- BON er sagt frá því, að Roosevelt forseti og Wmston| Chúrchill hafi setið á mikilvægri ráðstefnu í Kairo. Fregninf greinir einnig frá því, að Chiang Kai Shek. yfirhershöfð- ingi Kínverja hafi einnig setið ráðstefnuna. Loks segir að| þeir þremenningamir séu nú á leið til ókunnrar borgar í| Persíu og muni þar hitta Stalin. Á Gilberteyju mgengur sókn Bandaríkjamanna að óskum. Á- rásum er haldið uppi á Marshall eyjar með miklum árangri. I Lissabonfregninni segir, að* * nánari skýrsla um Kairo-ráð- stefnuna verði birt seinna í vik uni. Einn daginn, segir ennfrem ur í fregninni, ræddust þeir Roosevelt, Churchill og Chiang Kai Chek við í tjaldi skammt frá pýramídunum. Robsevelt og Chiang Kai Chek, svo og frú þess síðarnefnda, komu loftleið is til Egyptalands, en Churchill kom sjóleiðis. Margháttaður orðrómur hefir verið á sveimi að undanförnu um það, að forystum. fjögurra stærstu bandamannaþjóðanna myndu hittast bráðlega. í sum- um fregnum hefir því verið hald i ðfram, að á ráðstefnu þessari yrði f jallað um friðartilboð Þjóð verja. I tilefni af þessu hefir Cordell Hull, utanríkismálaráð herra Bandaríkjanna lýst yfir því, að enginn fótur væri fyrir slíkum fréttum en þeim væri dreift af flugumönnum nazista til þess að skapa ringulreið í herbúðum bandamanna. í öðrurn fregnum segir, að Roosevelt, Churehill og Stalin muni leggja úrslitakosti fyrir Þjóðverja, þar sem farið verði fram á valdaafsal nazista og gefast upp, eða að öðrum kosti verða Þýzkalandi engin grið gefinn en gjöreytt af lofther, landher og flota bandamanna. Að sjálfsögðu hefir fregnin um fund þessara forystumanna bandamanna vakið hina mestu athygli um allan beim. Hins vegar var þess kyrfilega gætt, að ekki bærust fregnir frá Kairo um viðræðurnar. í lönd- um bandamanna er fregninni um væntanl. fund Roosevelts, Churchils og Stalins tekið með miklurn fögnuði og telja sumir hermálafræðingar, að fundur þeirra standi í sambandi við Moskvuráðstefnuna á dögunum. Lundunaútvarpið hafði ekki birt fregn þessa í gærkveldi, en telja rná, að Reutersfregnin sé sönn, enda þótt opinber tilkynn ing hafi ekki verið gefin út um þessa hluti. Þegar síðast frétt ist, seint í gærkveldi, hafði út varpið í Berlín ekki getið þessa viðburðar, sem gera má ráð fyr- ir að trufli jafnaðargeð áhrifa manna þar. ltalla: Hersvettir Hontgomeiss komnar að vetrarlinn Enn berast fregnir um aukna skemmdarstarfsemi í Danmörku Á Fjóni hefir mikilvæg verk- smiðja verið sprengd í loft upp og í Tönder á Jótlandi, hafa mikil spjöll verig gerð á járn- brautarlínum, að því er segir í fregnum frá London í gærkveldi samkvæmt sænskum heimild- um. I FREGNUM frá ítalíu segir, að hermenn Montgomerys baldi áfram sókn sinni yfir Sangro-fljót, sem er í miklum vexti. Hafa bandamenn nú kom izt að hini svonefndu vetrar- línu Þjóðverja og geisar þar feyki-harðir bardagar. Hefir 8. 'herinn treyst aðstöðu sína. Er nú haldið áfram harðvítugri sókn á hendur Þjóðverjum, í áttina til Rómaborgar, en áður en sóknin hófst, var haldið uppi skæðri stórskotahríð á stöðvar Þjóðverja. Á víglínu 5. hers Clarks hef- ir minna borið til tíðinda, en Þjóðverjar hafe enn orðið að hörfa undan og 5. herinn hefir tekið borgina Castel Nuova og sækja bandamenn fram handan borgarinnar Venafro, þrátt fyrir harðvítugt viðnám Þjóðverja. Stokkhólmsblaðið „Socialdemo- kraten“ birtir þá fregn, að al- menningur í borgunum á Norð- ur-ltalíu veiti hinu þýzka setu liði .þungar búsyfjar. Blaðið greinir meðal annars frá því, að götubardagar geisi í Florenz, og kosti þeir hundruð mannslífa. Við Maggiore-vatn á Norður- ítalíu hafa heifarJegir bardagar átt sér stað og hafa Þjóðverjar orðið að senda fallhlífarhersveit ir og steypifTugvélar á vettvang til þess að yfirbuga mótþróa almennings þar segir blaðið enn fremur. að allmargiir ítalir hafi komizt á flótta yfir landamær- i nfil Svislands, þrátt fyrir ár- vekni þýzkra Gestapo-manna og herliðs. Rikii tjén í Ioftðr- | FREGNUM frá Noregi, sem hingað hafa borizt fyrir milligöngu norska blaða- fulltrúans hér segir, að í árás bandamanna í Kjeller-flugvöll- inn skammt frá Oslo 18. f. m. hafi 250 Þjóðverjar beðið bana en um 400 særzt. Þrjú stór flug- vélabyrgi Þjóðverja skemmdust svo og ýmis verstæði, 18 þýzk- ar flugvélar, sem sátu á jörðu niðri og benzítíbirgðir eyði- lögðust í árásinni. Að ofan sjást 3 forystumenn hinna sameinuðu þjóða, þeim Winston ChurChill, forsætisráð- herra Breta, Franklín D. Roose- velt, Bandaríkjaforseti og Ghiang Kai Shek, yfirhershöfð- ingi hinna hugplúðu kinversku þjóðar. Þjóðverjar tilkynna, að um 59 þúsund stríðsfangar séu nú í Noregi. Eru það einkum rússneskir hermenn. * * * Auk þess er allmargt Serba í Noregi og eiga þeir við þröng- an kost að búa. Hafa ýmsar fregnir borizt um ómannúðlega meðferð serbneskra fanga í Noregi. Fangar þessir eru eink- um hafðir í haldi í Nórður- Noregi, þar sem minni hætta þykir á því að þeir sleppi úr haldi. Norðmenn sýna föngunum fyllstu samúð, að því er áreið- anlegar fregnir herma, og hafa sumir Norðmenn orðið fyrir barðinu á Þjóðverjum vegna þessara hluta.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.