Alþýðublaðið - 01.12.1943, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 01.12.1943, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 1. des. 1943, ALÞYÐUBLAÐIÐ f Frá og með deginum í dag hefir verð á saltkjöti Iækkað um 80 aura pr. kg. Verð á kjötinu í tunnum er því aðeins kr. 5.75 pr. kg., í stað kr. 6.55 Verður aftur barizt um Narvík? Nýr haus — og nýtt horn. — Siglfirðingurinn vann samkeppnina — Þakkarávarp til íshússstjórnarinnar — Misskipting lífsins gæða — Árni, Kiljan og Tómas. — Tvær konur rita mér um „ástand“. Maður settjr svo sem • upp sparihausinn á fullveld- isdaginn, enda er mál til komið. Hvort íshússtjórn Háskólans, sem skrúfaði fyrir Árna Pálsson og Tómas Guðmundsson skáld, er ánægð með þennan haus á mér, veit ég ekkert um, enda hef ég ekki spurt hana. Br það þó ef til vill óráð, svo umsvifamikil gerist nú þessi þrenning í málun- um. EN SLEPPUM ÞVÍ, skömm þessara þröngsýnu vígamanna gegn frjólsri hugsun og frjálsu orði í landinu er nóg þó að ég sé ekki að bæta við hana. — Ég efndi til samkeppni í um nýjan haus á mig á síðast liðnu sumri — og það væri synd að segja að ekki hefði orðið mikil þátttaka í samkeppn- inni. Mér bárust tugir tillagna og margar furðulegar. En þennan valdi ég úr hrúgunni. HÖFUNDUR HANS er ungur Siglfirðingur, Sigurður Gunnlaugs son, sem starfar þar á bæjarskrif- stofunni. Hann hefur lært „dek- oration“ í 'Þýzkalandi og stundar slíkt í hjáverkum. Hans haus var að mínum dómi langbeztur og þakka ég honum fyrir hjálpina. Munu nú verðlaunin — 100 krón- ur verða afhent fjársöfnunarnefnd hvíldarheimilis sjómanna. ÞÓ AÐ ÉG SKARTI nú með nýjan haus og hafi hækkað um leið nokkuð á þessari síðu blaðs- ins, þá býzt ég varla við að and- inn breytist mikið, hann mun verða hinn sami og áður á und- anförnum árum, þó að Hannes lengist ef til vill eitthvað svona við og við — og vona ég að þið amist ekki við því. FINNST YKKUR ÞAÐ EKKI dálítið skrítið, eins og mér, að á sama tíma skuli það gerast að lok- að er fyrir hinn gamla og virðu- lega Árna prófessor Pálsson, þessa gömlu þjóðlegu hetju og að Hall- dór Kiljan Laxness, þessi óþekki skáldsnillingur, sem allt af má búast við allra verðra von frá er leiddur upp í hátíðasal Háskólans til að predika? ÞIÐ MEGIÐ EKKI misskilja mig. Ég er ekki á móti því að þessi ritsnillingur láti ljós sitt skýna á fullveldisdaginn í hátíða- salnum — en andstæðurnar skera svo í augum, þegar Árna Pálssyni er um leið bannað að tala í gamla íshúsinu — og lokað fyrir skáld Reykjavíkur — Tómas Guðmunds- son! ÁRNI OG TÓMAS hafa aldrei hneykslað borgarana, aldrei! En að Kiljan hefur verið ýlfrað og gelt úr öllum áttum. Má ég grat- Ojlera Halldór Kiljan Laxness. Loksins búinn að ávinna sér traust hinna gulu, þröngsýnu ofstækis- fullu borddborgara. (Þetta er þó ekki Kiljan sjálfum að þakka — OG ÉG YIL EKKI SÍÐUR óska þeim Árna og Tómasi til hamingju! Þeir hafa nú misst það sem Kiljan hefur öðlast. Nú eru þeir orðnir þjóðhættulégir menn! Þeir mega ekki koma í „ópólitískt hús“, slíkir anarkistar, slíkir gassprengju- menn! Háskólinn er líka „ópólitískt hús“ — og þar talar Kiljan! Það er gott að njóta vemdar manna eins og þeirra, sem skipa íhús- stjórnina. Ég þakka henni fyrir mig! Réttu mér handarskarnið dr. Alexandfer! Ég frukta þér pró- fesor Dungal! UNGFRÚ X skrifar mér þetta bréf: „Skömmu eftir komu hersins hingað til lands, var mikið talað um hvort koma ætti upp hæli handa lauslátum unglingsstúlkum. Ríkisstjórnin setti uppeldisheimili á fót, eins og kunnugt er, en það heimili leystist brátt upp. Nú er er enn álit nokkurra að endur- reisa beri slíkt hæli. Fleiri munu þó þeirrar skoðunar, að það sé gagnslaust, og koma hér ummæli eins læknis í bænum um skoðun hans á málinu: Dr. Gunnl. Claessen ritar í „Heilbrigt Líf“ 1. árg. 1941 bls. 126, svohljóðandi: „Ýmsir hafa látið í ljósi þá skoðun, að málinu megi bjarga með því að koma upp hæli fyrir vandræða stúlkur, og eru ærið bjartsýnir um þann árangur. Vitanlega er fjarri því að þetta yrði einhlítt, þótt það kynni að geta bjargað stöku kvenmanni. En herliðið er Frh. á 6. síðu. frétitirnar af hinum harðvítugu bardögum um Narvík, þegaröllum eru enn í fersku minni Þjóðverjar réðust á Noreg. En enn er oft minnst á Narvík í stríðsfréttunum og oft 'heyr ast ágizkanir um það, að vel megi svo íara að á ný verði barizt um hana, ef til innrásar kæmi af hálfu bandamanna í Norður-Noreg. Myndin var tekin af Narvík og hinu fræga umhverfi hennar \fyrir stríðið. Fjallið sígjósandi GREIN þessi, sem er eftir Loís Mattox Milier og þýdd úr Reader’s Digest, f jall ar um eldfjall, er m'yndaðist með óvæntum hætti á akri bændabýlis nokkurs í Mic- hoacán í Mexico í febrúar- mánuði síðast liðnum og gýs enn og veldur tjóni og tor- tímingu. DIONISIO PULIDO, sem átti smábýli í ríkinu Michoacán, tvö hundruð og áttatíu rastir vestur af Mexico City, er sennilega eini maður- inn í.heiminum, sem verið hef- ir sjónarvottur þess að eldfjall myndaðist, sem teljast verður eitthvert furðulegasta fyrirbæri í ríki náttúrunnar. Síðla kvölds hinn tuttugasta dag febrúarmánaðar síðast lið- inn lauk Dionisio við að plægja akur og hugðist 'hvíla sig um stund. — Skyndilega sá hann þá þunnan, hvítleitan reykarstrók stíga upp úr akr- inum í fimmtíu eða sextíu stikna fjarlægð við sig. Dionisio lét þess getið að kynlegir atburðir hefðu fyrir borið þennan dag. Árla um morguninn varð mikill jarð- skjálfti. Síðar varð hann var við mikinn jarðhita, þar sem hann gekk berfættur um ak- urinn. Svo kom að lokum þessi undarlegi reýkjarstrókur til sögu. Þegar hann kom nær til jþess að aðgæta þetta nánar, barst að eyrum hans kynlegt hljóð áþekkt suðuhljóði í stór- um katli. Reykjarstrókurinn varð þykkari , og meiri á skammri stundu. Dionisio hrað- aði sér heim á leið og hugðist sækja konu sína og sýna henni náttúrufyrirbæri þetta. Én Dionisio átti ekki að nytja kornakur sínn framar. Þegar hann hélt hröðum skrefum heim á leið, varð ægilegur jarð skjálfti, sem vart varð í New York, enda þótt hún liggi í þrjú þúsund 4g fimm hundruð rasta fjarlægð. Þegar Dionisio kom aftur út úr húsi sínu og leit yfir ákur sinn, var hann eitt ólgandi eldhaf og eimyrju- glóðin þeyttist hátt í loft upp. Pulidofólkið hraðaði sér nú, þrátt fyrir hina miklu jarð- skjálfta, sem mest það mátti til Paracutin, sem var næsta þ'orp. En þar reyndist allt í uppnámi. Þorpsbúarnir flýðu brott eftir veginum, sem lá frá þorpinu eins og þeir ættu lífið að leysa. — Helztu eignarmum um fólksins var hlaðið á flutn- ingavagna og ekið brott. Prest- urinn bað einhverja vaska menn að veita sér fulltingi við að bjarga dýrlingamyndinni úr kirkju þorpsins. Það dimmdi eigi í Paracutin þessa nótt, því að ægibirtu 'lagði af eldfjalli því, sem mynd ast hafði á landareign Dionisio Pulidos. Logatungurnar báru við himin, og glóandi grjót þeyttist hátt í -loft upp. Fyrir- gangurinn var slíkur, að því var líkast sem himinn og jörð væri að farast. Háreystin var ógnleg, líkust því að hleypt væri í senn af hundruðum fall- byssna. Aska féll á húsþök í Mexico City, enda þótt hún sé í tvö hundruð og áttatíu rasta fjarláegð. Uppnámið og ringulreiðin var slík, að engu tali tók. Á þriðja degi gerðist eldfjallið keilu- myndað að lögun, og hraunið 'brauzt fram í mynd elds og eimyrju. Það byltist með kynngikrafti niður hlíðar hins nýmyndaða fjalls, um grennd þess alla og dalinn, sem við tók þar skammt frá. Öllum líf- verum, sem fyrir því urðu, var bráður og ógnlegur bani búinn. in. Stjórnarfulltrúar, jarðfræð- ingar, blaðamenn og ljósmynd- arar hröðuðu sér á vettvang til þess að verða sjónarvottar að náttúruundri þessu. Þeir lögðu leið sína til býlis Dionisio yfir hraunið, sem nú var kólnað og þakti þorpið Paracutin, til eld- fjallsins, sem myndazt hafði með svo óvæntum hætti úti á akrinum. Þar dvöldu þeir dög- um saman og rannsökuðu hið nýmyndaða eldfjall, sem telj- ast varð hið merkilegasta nátt- úrufyrirbæri. — Slíkur at- burður hafði eigi gerzt á vest- urhveli jarðar frá því árið 1759. Sex sinnum eftir að eldfjall- ið myndaðist hafa nokkur hlé orðið á gosinu. En jafnan hafa svo mikilvæg umbrot fylgt hlé um þessum og vakið ugg og ógn jafnvel í fjarlægum þorp- um. íbúar Paracutin höfðu komið sér upp óásjálegum bráðabirgðabústöðum í nokk- urri fjarlægð við rústir þorps- ins. Eftir síðustu umbrotin skall hraunflóð á þau, svo að fólkið varð að flýja brott öðru sinni, og auðnin og landspjöllin ukust enn að miklum mun. Hraun- flóðið náði alla leið til næsta dals á skömmum tíma með ógn sína og tortímingu. Dalirnir tveir eru nú huldir hrauni og ösku. Paracutin- eldfjallið er tólf hundruð fet á hæð og næsta víðáttumikið. Dalirnir hafa mjög breytt um svip frá því sem fyrrum var. Svört aska hylur nú hinar fornu gróðurlendur þeirra. Aldingarð ar þeirra og akrar eru auðn ein. Hálfbrunnir kirkjuturnar gnæfa upp úr hrauninu á víð og dreif. — Lækir hafa þornað upp, og Cupatitzoáin líkizt mun fremur leirsvaði en vatnsfalli. Skyndilega stígur svo reykj- strókur einhversstaðar upp úr fjallinu og ber hátt við himin. Glóandi grjót þeytist hátt í loft upp og nýtt hraunlag brýzt fram með fyrirgangi mikl um og umbrotum. Flugvélar fljúga yfir eld- svæðið, en ferðir þeirra éru eng an veginn hættulausar. Glugg- ar þeirra eru vendilega byrgð- ir. Veldur því í senn hitinn og glóðarsteinarnir, sem þyrflast í loft upp. Reykurinn er svo mik ill að kaf má heita. Þegar mað- ur sér yfir eldhraunið, setur hroll og ógn að manni. Mikil hætta stafár af stórgrýti því sem þeytist upp í geiminn af völdum gossins, því að sumar hraunhellur bessar eru jafnvel stærri. en fiugvéiin Við lentum í þorpinu Urua- pan, sem liggur um þrjátíu rastir frá hinu nýmyndaða eld- fjalli. Þar er öskulag mikið, sem breytist í leðju, ef rigna tekur. Gestakoma er þar mik- il, því að margir menn sækja eldsvæðið heim. Venjulega munu allt að því fimm hundr- uð manns leggja þangað leið sína á degi hverjum. Paracutin- Frh. af 5. síSuu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.