Alþýðublaðið - 01.12.1943, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 01.12.1943, Blaðsíða 6
ALfríÐUSUÐIW ! Á s s s V r s s * * s s s s s s s s Sfómannafélag HafnarfjarSar heldur Árslíátíð að Hótel Björninn í kvöld, 1. desember, og hefst hún klukkan 8.30 eftir hádegi. Sameiginleg kaffidrykkja. Bæðuhöld. Upplestur. Söngur. Dans. Skemmtinefndin. ÉG ÞAKKA innilega ættingjum, vimun, reglufé- lögum og yfir- og undir-stúkum I. O. G. T., fjær og nær, sem heiðruðu mig og glöddu á 75 ára afmæli mínu þ. 25. f. m. með heimsóknum, blómum, heillaóskum og rausnarleg- um gjöfum. — St. Freyju nr. 218 þakka ég sérstaklega hinn fjölsótta og hátíðlega fund hennar þ. 27. f. m., þar sem stúkan heiðraði mig, hæði með því að fela mér að stjóma fundi við inntöku 14 nýliða og að halda mér ánægjulegt samsæti að fundarlokum. Ég óska yður öllum, kæru vinir, alls góðs á komandi árum og góðtemplarareglunni óska ég að auðnist sem fyrst að leysa þjóð vora úr læðingi áfengisins, með algeru áfeng- islagabanni — að alþjóðar vilja. Það er eina örugga leiðin, því á skal að ósi stemma. Guð blessi þjóð vora og fósturfold. Helgi Sveinsson. Mjög arðvænleg atvinna við nýsmíði geta 4—5 menn fengið nú þegar. — Þurfa að vera nettir ,laghentir og áhugasamir. t Æskilegt að einn mannanna sé vanur plötusmíði, blikksmíði eða útstönsun. Upplýsingar í síma 5566. HAIÍNES Á HORNINU (Frh. af 5. síðu.) hér kyrrt samt sem áður og leit- ar á kvenþjóðina. Aðrar gjálífar stúlkur myndu þá hlaupa í skarð- ið í stað þeirra sem einangraðar yrðu á hæli. Það er ekki sjáanleg nema ein leið til þess að firra konur landsins og þjóBfélagsins í heild sinni þeirri miklu hættu, sem nú steðjar að — en það er að setuliðið flytji með sér kven- fólk frá sínum eigin löndum .. “ OG ÞÁ EB BEZT að ég geti um bréf sem mér barst í fyrradag frá Lóu Hásteins. Það er svona: „Þess- ir boðsmiðar^, - sem ég sendi þér, bárust mér og vinstúlkum mínum mjög óvænt. Þar sem engin okkar er í ,,bransanum“, og við hötum feraggaball, viljum við biðja þig, Hannes minn góður, að koma mið- um þessum á framfæri við ein- hverjar aðrar stúlkur, sem vildu gjarnan notfæra sér hið kurt'eisa og jafnframt vingjarnléga boð okkar fyrrverandi verndara. Þú mátt gjarnan senda mér línu í pistlum þínum um það, hvort þér hafi tekizt þetta eða ekki.“ EINS OG BBÉFIÐ ber með sér fylgdu því fjögur boðskort á dansleik, sem átti að halda „in the Laugavegur Hall“ á mánudags kvöldið. Ég gat ekki komið mið- unum út! Þeir voru undirritaðir ólæsilegu nafni. Einu sinni var bannað að auglýsa slíka dansleiki. En undanfarið hefur deild sú úr brezka flughernum, sem hér starf- ar iðkað það að senda stúlkum slík boðskort á vinnustaði þeirra eða jafnvel heim til þeirra. Hannes á horninu. HVAÐ SEGJA HIN BLÖÐIN? Frh. af 4. síðu. rofum og níðingsbragði. Hún á ekkert í húfi. Hún á rétt á ein- hliða lausn sjálfstæðismálsins, er hún hefir fullnægt öllum ákvæð- um sambandslaganna, og því er sjálfsagt að gera það. íslenzka lýðveldið verður að byggja á bjargi fyllsta drengskapar við bræðraþjóð vora, annað er íslend- ingum ekki sæmandi.“ Yíst er um það, að svo er að minnsta kosti litið á meðal ná- grannaþjóða okkar og frænd- þjóða á Norðurlöndum og ætti það óneitanlega að vera okkur aðvörun, en því miður virðist hennar engan veginn vera van- þörf. Sambandslögin 25 ára. (Frh. af 4. síðu.) RÁS VIÐBURÐANNA hefir ráðið því, að ákvæði sam- bandslagasáttmálans urðu ekki framkvæmd hér 3—4 síðustu árin. Danir eiga þar enga sjálf- ráða sök. Þeir héldu vel sátt- málann af sinni hálfu, alla þá stund, er þeir máttu. Þeir verða því ekki, með réttum rökum sakaðir um vanefndir né samn- ingsrof. Þó íslendingar hafi þannig undan engu að kvarta við Dani, varðandi framkvæmd sambands laganna, eru þeir þó, af öðrum ástæðum, og í fullu samræmi við sögu, þjóðarhagi og frelsis- ást, staðráðnir í því að endur- nýja ekki sambandslagasáttmál- ann. Um það hefir alþingi gefið samhljóða yfirlýsingu 17. maí 1941. Sú áiyktun var tilkynnt réttum dönskum aðilum. En enn þá hafa sambandslögin þó ekki verið felld formlega úr gildi, enda ákvað alþingi fyrir 2Ví ári síðan að gera það ekki að svo stöddu, vegna ríkjandi á- stands, en draga það þó ekki lengur en til ófriðarloka. * SAMNINGUR sá, er í sam- bandslögunum felst, er á- gætt dæmi og til fyrirmyndar um það, hvernig leiða eigi göm- ul deilumál til lykta. Hann sýnir hvernig menningar- og réttaríki skipa málefnum sín- um með frjálsum hætti. Og lok samningsins, eins og upþhaf hans og framkvæmd á um- söfhu 25 ára tímabili, eiga að fara fram með sama móti að háttum þroskaðra þjóða, er semja með sæmd, framfylgja samningi með sæmd, og slíta samningi með sæmd. * Yfir sambandsþjóð OKKAR grúfir nú gern- ingaóveður. En öll él birtir um síðir. Úr því óveðri mun hin ágæta danska menningarþjóð koma án þess að vera kalin á hjarta. Og hún heldur áfram göngu sinni á braut frelsis og félagslegra framfara. Við þá þjóð eiga Íslendingar einungis að óska góðra og frjálsra sam- skipta, Það ber vissulega að hafa í huga, er nú líður að al gerum lokum þess sáttmála, sem í dag er aldarfjórðungs gamall. Æinmitt á þessum degi, og með óhaggaða ákvörðun ís- lenzka þjóðarinnar um að endur nýja ekki sambandslagasáttmál ann við Dani, er okkur gott að festa í minni hinar spámann- legu, víðsýnu og fögru ljóðlínur þjóðskáldsins Matthíasar Joch- umssonar: Bróðurlegt orð Snorraland Saxagrund sendir; samskipta vorra sé endir bróðurlegt orð. Stefán Jóh. Stefánsson. ALÞYÐUBLAÐIÐ kemur ekki út á morgun. Næsta blað kemur á föstudag. M U N IÐ f und og fullveldis- fagnað St. Freyju nr. 218 kl. 8 í kvöld. Aðgangur að fagn- aðinum kostar fyrir stúku- félaga kr. 6,00, fyrir aðra kr. 10,00. — Æðstitemplar. Nátíföf Náttjakkar, náttkjólar og undirsett, í miklu úrvali. H.TOFT SkiMiðiistfg 5 Sfari 1035 Áttræður: fiísli Hagntsson ÁMORGUN verður áttræð- ur Gísli Magnússon múr- arameistari, Brávallagötu 8. Hann er Eyfirðingur að ætt, fæddur að Úrðum í Svarfaðar- dal, kominn af traustum bænda- ættum þar um slóðir. Fram til 27 ára aldurs stund- aði hann algeng störf eins og þau gerðust á stórbýlum við Eyjafjörð. Átti heima í Fagra- skógi um langt skeið. Eftir að hann komst á fullorðinsár, stundaði hann sjómennsku þar nyrðra, á árabátum og á þil- skipum, en á þeim tímum var þá mest stunduð hákarlaveiði., Kann hann margar sögur frá þeim árum, er lýsa svaðilförum og karlmennsku norðlenzkra hákarlaveiðimanna. Árið 1891 flutti hann til Reykjavikur og reisti hús á litlu grasbýli utan við bæinn, er hann kallaði Hlíð, og var þvi lengi kunnastur und- ir nafninu Gísli i Hlíð. Hafði hann jöfnum höndum smábú- skapnum ökustörf. Þegar bygg- ing steinhúsa hófst í bænum og síðar steinsteypuhúsa, nam hann þá iðn, múraraiðnina, ef varð lífsstarf hans upp frá því. Á bezta skeiði æfi sinnar stóð hann fyrir byggingu fjölda húsa hér í bæ og viðar á landinu. Hann hefir séð Reykjavik frá þvi að vera smábæ verða að stórri borg á islenzkan mæli- kvarða og átt sinn virka þátt í mörgum hinna myndarlegu húsa, er setja sinn svip á borg- ina. Hann var einn meðal þeirra kunnáttumanna, er unnu að byggingu Safnahússins og Vif- iísstaðahælisins, svo nokkrar opinberar byggingar séu taldar. Gisli var hinn mesti rösk- leika- og kappsmaður til allrar vinnu, enda mesti þrekmaður. Var hann þvi jafnan eftirsóttur jafnt af byggingameisturnum sem húseigendum, er fólu hon- um umsjá og verkstjórn við byggingu húsa. Um leið og hann var gæddur miklu likamlegu þreki, hefir hann átt í rikum mæli andlegt þrek, sem hefir haldið honum uppréttum fram á þenna dag, þrát fyrir margs konar andstreymi, sem lífið hefir að bjóða. Hann hefir orð- ið fyrir miklum ástvinamissi. Fyrri konu sína missti hann 1907, gáfaða og mikilhæfa konu, og seinni konu sina fyrri hluta þessa árs eftir rúma ald- arfjórðungs sambúð. Uppkom- inn son sinn af fyrra hjónabandi missti hann 1935 og 25 ára dótt- ur af seinna hjónabandi missti hann 1942, vel gefna og skemmtilega stúlku. Állt þetta mótlæti bar hann með rósemi og stillingu, sem einkennir þrekmikl amenn. Á lifi eru tvö barna hans sitt frá hvoru hjónabandi og eru afkomendur hans nú orðnir 27, sem á lífi eru. Gísli er gæddur hinni beztu skapgerð, sifellt glaður og reif- ur og hrókur fagnaðar í vina- hópi. Hann á marga vini, sem verið hafa honum samferða á langri æfi, en óvini enga. Munu margir þeirra hitta hann á þess- Miðvikudagur 1. des. 1943. Hið sígjósandi eldfjall. Frh. af 5. síðoi. fjallið er þannig ferðamanna- staður hinn mesti. Bifreiðar ganga og til Uruapan. Síðustu fimmtán rastir vegarins þang- að eru oft illfærar vegna ösku- falls. Hópur verkamanna hef- ir því vinnu við að moka hann. Frá Uruapan fara flestir á múl ösnum á gosstaðinn. Parangaricutiro heitir þorp skammt frá eldsvæðinu. Þorps- búar nefna það þó sjálfir í daglegu tali venjulegast San Juan. Öskufallið er þar geysi- mikið og hraunið á næsta leiti. Mexicostjórn telur fólki mikla hættu að hafast við í San Juan og hefur því viljað hlutast til um, að þorpsbúarnir flyttu það an brott. En enda þótt þorps- búarnir verði að glíma við ösku fallið dag og nótt í sveita síns andlitis, harðneita þeir að flytja brott úr þorpinu. Þeir afla nú meira fjár en nokkru sinni fyrr. Svo er hinum mikla ferðamannastraumi fyrir að þakka. Ferðamennirnir þurfa fæði og gistingu. Þeir þurfa og að láta annast um reiðskjóta sína og inna ýmsa aðra þjón- ustu af höndum. Hvergi gat gróðurblect að líta. Auðnin var svo alger, að hvergi sást stingandi strá. Uppskeran eyðilsgðx, i vegna óskufalls í allt að því átlatiu rasta fjarlægð. Allur groður annar en runnar og tré af harðgerum stofni grand aðist. Bjargræði fólks í sjö þorp unum brást, og víðar urðu menn fyrir mik.’J rtm: G*ænroeti visnaði og féll á bændabýlum 3 mix-. ' fjarlægð vegna þes.s að vinda: báru öskuna óraleiðir. Fuglai feJhx (iax'>,r t'i jar^ar. vatnsskortur varð og, vegna þess að allir lækir höfða þornað upp. Hið opinbera varo að senud stóran hóp lækna og hjúkrunar- kvenna á vettvang, þar er allt að því átta þúsundir manna tóku einhverjar sóttir af vöJ.d- um gossins. En saga þessi er enri ekki öll. Paracutinfjallið virðist engan veginn ætla að stilla ofsa sinn og umbrot að sinni. Gosið heldur sífellt áfram og ýeldur ógn og tortímingu. Öskufallinu og hraunhlaupinu linnir eigi hið minnsta. Jafnvel virðast allar lí'kur að því hníga, að gosið ágerist eftir því sem fram líða stundir. Þar; sem áður akrar huldu völl, hefir nú myndazt víti á ; ö :):. Happdrætti Reykjavíkurfélagsins. Dregið var hjá lögmanni 20. maí 1943. Vinn- ingar þeir, sem ekki hefir enn verið vitjað, eru nr. 18202 Matar- stell, 21142 Tjald og svefnpoki, 20593 Skrautvasi. Verði vinning- anna eigi vitjað hjá Jóni Þorvarðs- syni, veiðarfæraverzluninni Verð- andi, fyrir næstu áramót, falla þeir félagin util eignar. um tímamótum æfi hans. Enn þann dag í dag gengur hann daglega að starfi. Fimm síðustu árin, hefir hann þó ekki unnið að húsabyggingum. Að starfa er hans aðal lífsgleði. Vinnu- gleðin hefir ávallt verið sterkur þáttur í lífi hans. Gísli hefir kunnað þá list að taka lífinu í þess margbreytileik án Joess að bugast. Ábyrgðartilfinningin við skyldustörfin, umhyggja fyrir heimili sinu, konu og börnum og siðast en ekki sízt hið mikla jafnaðargeð og glaða lund hefir haldið honum ung- um í anda fram á elliár. Vinir og venzlamenn óska honum á- nægjulegra stunda ár og daga, sem hann á ólifað. S.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.