Alþýðublaðið - 01.12.1943, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 01.12.1943, Blaðsíða 7
MiSvikudagur 1. des. 1S43. ALÞYÐUBLAÐIÐ 7 TJarnarbfóhneykslið. ÍBœrinn í dag.| Næturlæknir er í Læknavarð- stofunni, sími 5030. Næturvörður er í Ingólfsapóteki ÚTVARPIÐ. 12.00 Hádegisútvarp. 13.30 Guðs þjónusta í Dómkirkjunni, Biskup- inn, herra Sigurgeir Sigurðsson flytur bæn 14.00 Útvarpað frá úti- hátíð stúdenta. Ríkisstjóri talar af svölum Alþingishússins. 15.00— 15.50 Útvarpað frá samkomu stúdenta í hátíðasal háskólans. 16.00—19.00 Samfeld dagskrá dag- skrá í útvarpssal: Þættir úr sögu lands og þjóðar og bókmenntum. Upplestur, söngur, og tónleikar. 10.00 Barnatími. 19.25 Tónleikar. 20.20 Forseti sameinaðs alþingis, Gísli Sveinsson flytur ávarp. 20.30 Dómsmálaráðherra, Einar Amórs- son, flytur ræðu. 21.00 Karlakór syngur. 21.15 Ólafur Lárusson prófessor flytur ræðu, af hálfu stúdentafélags Reykjavíkur. 21.35 Tónleikar. 22.00 Danstög (Dans- hljómsveit Þóris Jónssonar, kl. 22.00—-22.45). 24.00 Dagskrárlok. Á morgun. Næturlæknir er í Læknavarð- stofunni, sími 5030. Næturvörður er í Ingólfsapóteki ÚTVARPIÐ. 20.20 Útvarpshljómsveitin (Þór- arinn Guðmundsson stjórnar): a) Lög úr ópeunni „La Boheme“ eftir Puccini. b) Humoreske eftir Dvorsjak. c) Ungverskir dansar nr. 5 og 6 eftir Brahms. 20.50 Frá útlöndum (Axel Thorsteinsson) 21.10 Hljómplötur. Lög leikin á celló. 21.15 Lestur íslendingasagna (dr. Einar Ól. Sveinsson háskóla- bókavörður). 21.40 Hljómplötur: Pétur Jónsson syngur. 21.50 Fréttir Hjónaband. Á laugardag voru gefin saman í hjónaband Björg M. Jónsdóttir Vitastíg 11 og Aðalsteinn Guð- jónsson á „Esju“. Heimili þeirra er fyrst um sinn á Vitastíg 11. Hjónaefni Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Ólöf Jónsdóttir, Dals- mynni og Kristján Guðmundsson frá Stykkishólmi. í I Frh. af 2. síðu. inu. Ég tók skýrt fram, að við hefðum ekki neitt á móti ;því að Á. P. talaði, en við óskuð- um aðeins eftir því að sem minnst gætti pólitísks áróðurs í ræðunni, enda væri Á. P. full- vel treystandi til þess, því að það væri áreiðanlega lítill vandi fyrir hann að minnast full- veldisafmælisins og gera það vel, án þess að ræðan yrði tekin sem pólitísk áróðursræða. Með þetta fóru stúdentarnir til Á. P., og datt mér ekki ann- að í hug en að Á. P. myndi flytja erindi sitt. Mér kom því mjög á óvart að sjá það í blöðunum, að Á. P. hefði hætt við að flytja erindi sitt og skemmtunin fallið niður vegna ósamkomulags við stjórn Tjarnarbíós. Eftir að bæði blöðin höfðu birt þetta hringdi einn stúdent- anna úr skemmtinefndinni til mín og sagði, að Á. P. hefði fyrir fram verið ákveðinn, að tala ekki, þegar þeir komu til hans. Ég get ekki betur séð, en að hér sé um afleitan misskilning að ræða, aðallega vegna þess, að munnlegar umræður hafa gengið manna á meðal um mál- ið og aflagað það svo í með- förum, að Á. P. hefír haldið að við æfluðum að beita hann ritskoðun eða varna honum máls. Slíkt var aldrei tilætlun- in, eins og menn sjá vonandi af þessari greinargerð. Á Tómas Guðmundsson skáld var aldrei minnst í þessu sambandi.“ Svar Árna Pálssonar. Eftir að hafa fengið þessa greinargerð, ef greinargerð skyldi kalla, sneri blaðið sér til Árna Pálssonar prófessors og sendi hann því eftirfarandi at- hugasemd við hana: „Próf. Niels Dungal segir í upphafi að stjórn kvikmynda- hússins við Tjörnina hafi lán- að stúdentum kvikmyndahúsið, til þess að halda þar skemmtun, sem þeir höfðu fyrirhugað að Eg kom í gær með égrynni af leikföngum og alls konar tækifæris- gjöfum. Krakkar mínir! pm vitiö hvert skal halda. Jólasveinn Edinborgar þar yrði hinn 1. des. Var þetta » leyfi veitt orðskviðalaust og skilmálalaust, að því er bæði stúdentar og próf. Dungal herma. „Seinna fréttist að til stæði að flytja þarna pólitískt erindi“ — og voru þau skila- boð þá send stúdentum af stjóm kvikmyndahússins, að ekki mætti nota húsið til pólitísks áróðurs. Hvaðan hafði stjórn kvikmyndahússins borizt þessi tíðindi? Hver hafði sagt þeim frá því að þarna ætti að halda pólitískt áróðurserindi? Höfðu þeir ekki ályktað þetta af því einu, að þeim var kunnugt orð- ið, að ég ætti að tala þar? Að minnsta kosti veit ég fra örugg- um heimildum, að þeir vissu að ég átti að tala, þá er samvizka þeirra varð óróleg út af vænt- anlegum áróðri; — „því að stjórn Tjarnarbíós hafði fyrir rúmu ári ákveðið að lána húsið eigi til slíks“. Skal þess getið til skýringar, að ákvörðun stjórnarinnar hafði verið gerð, þa er maður einn hafði óskað að fá húsið lánað til þess að halda þar undirbúnings fund undir kosningar, og virð- . ist það nokkuð annars eðlis en þótt manni, sem lítinn sem eng- an þátt tekur í stjórnmálum, sé „leyft“ að halda þar ræðu á fullveldisdegi ríkisins. En þegar er hin háttvirta stjórn kvikmyndahússins heyrði nafn mitt nefnt hefir hún orðið sannfærð um það, að skemmt- unin mundi fara út fyrir þann „ramma, sem upprunalega var gert ráð fyrir“. Stúdentar kannast ekki við að uppruna- lega hafi verið gert ráð fyrir neinni sérstakri tilhögun (,,ramma“) skemmtunar þessar- ar. En stjórninni stóð stuggur af mér, og getur tæpast staf- að af öðru en því, að ég er einn þeirra 270 manna, sem nýlega sendu alþingi áskorun um aðra meðferð sambandsmálsins, en meiri hluti alþingis mun aðhyll ast. — Mér þykir nú þessi að- ferð stjórnarinnar ekki sem vingjarnlegust. Ég hef nú í 33 ár haldið margvísleg erindi og ræður hér í bænum — og raun- ar víða um land, — sem fjall- að hafa um margvísleg efni. Mér hefir sjálfsagt tekizt það misjafnlega. Og sannarlega hafa áheyrendur mínir ekki allt af verið mér sammála. En þetta er þó í fyrsta skipti, sem mér hefir ekki verið treyst til að halda ræðu án þess að vand- ræði hlytust af. Merkilegt má það og heita, að stjórn kvikmyndahússins vissi upp á hár hvað ég ætlaði að tala. Þeir þrír menn, sem sitja í stjórninni voru fyrir 3 mánuðum kennarar við sömu stofnun og ég. En enginn þeirra lét sér til hugar koma að sýna mér þá kurteisi að hringja til mín og spyrja mig, um hvað ég ætlaði að tala eða hvernig ég ætlaði að haga ræðu minni. — Þeir voru menn — höfðu völd- in — til þess að dæma mig ó- hæfan til þess að halda 15 til 20 mínútna ræðu í musteri þeirra, — án þess að hafa lagt það ómak á sig að halda eitt smápróf yfir hinum tortryggi- lega villutrúarmanni. — Nú skal það játað, að ekki hafði stjórninni skeikað um get- spekina. Eg ætlaði mér að gera í ræðu minni fáorða og áróðurs lausa grein fyrir þeirri skoð- un minni, að hraðskilnaðurinn væri óhyggilegur og með öllu þarflaus. Ef til vill fá Reykvík- ingar innan skamms að heyra þá ræðu. Próf. Dungal virðist ætla, að ég hafi reiðst mjög fyrir mína eigin hönd út af aðgerðum þeirra félaga. Eg reiddist að vísu, en af öðrum ástæðum, en þeim, að mér væri misboðið. — Eg sé ekki betur en að hræði- leg óöld sé að rísa í landinu og að miklu fleiri en nokkur skyldi hyggja, vilji styrkja að í DAG 1. desember opnum viö JOLABAZARINN Dóttir okkar og unnusta, Slgurlína Jóhannsdóttir, andaðist að morgni 30. þ. m. að heimili sínu, Hverfisgöttt 2f, Hafnarfirði. í ...... f Guðrún Helgadóttir. Jóhann Helgasoa. Albert Hansson. Jarðarför konunnar minnar og móður, Guðrúnar Guðmundsdóttur, fer fram föstudaginn 3. desember frá heimili hinnar lát*u, Hverfisgötu 104 A klukkan 1 e. h. Jarðað verður frá fríkirkjunni. Fyrir hönd aðstandenda. Bóthildur Jónsdóttir. Jón Arason. því að hún magnist sem mest. Bjarni Benediktsson talaði á Þingvöllum um „hljóm, sem þyrfti að kæfa,“ en það voru raddir þeirra manna, sem voru honum ósammála í hraðskiln- aðarmálinu. Ekki alls fyrir löngu lýsti vitsmunaveran Jón Kjartansson því yfir í „Morg- unblaðinu“, að undanhalds- menn, sem hann hefur logið mánuðum saman að til væru í landinu, ættu að taka aftur hvert orð, sem þeir hefðu talað um skilnaðarmálið. Enn skrif- aði próf. Alexander Jóhannes- sön furðulega grein í „Morgun- blaðið“, sem ég vegna gamals kunningsskapar við höfund- inn eigi mun gera nánari grein fyrir að þessu sinni — og líkast til aldrei. Og fjölda mörg önnur viðlíka dæmi mætti nefna. Það er að vísu hlægi- legt, að sjá litla karla taka sér vopn í hönd, sem eru þyngri en svo að þeir fái valdið þeim, í þeim yfirlýsta tilgangi, að svipta andstæðinga sína mál- frelsi, ritfrelsi og skoðana- frelsi. En þó fer gamanið fyrst að grána, að stjórnir stofn- ana, sem eiga að vera menn- ingarstofnanir, ljá sig til að framkvæma slíkar fíflslegar hótanir pólitískra æsinga- manna. En um það hefur stjórn kvikmyndahússins við Tjörnina gert sig seka í þessu máli, lík- ast til fremur af hræðslu við máttlausa ofstopamenn, heldur en af öðru verra. Prófessor Dungal skýrir frá því, að stúdentar úr skemmti- nefndinni hafi átt tal við sig í annað sinn út af þessu máli. „Eg tók skýrt fram,’ að við hefð um ekki neitt á móti því að Á. P. talaði, en við óskuðum aðeins eftir því, að sem minnst gætti pólitísks áróðurs í ræðun- um“ o. s. frv. Hér segir Dungal ekki alveg rétt frá, því að hann sagði stúdentum ennfremur, að þeir yrðu að bera ábyrgð á af- leiðingum orða minna og ef deilur risu út af því, sem ég segði, gæti það orðið til þess að þeir fengju ekki oftar kvik- myndahúsið til láns. Stúdentar spurðu þá, hvort ég ætti enga ábyrgð að bera, en Dungal svaraði: „Jú, auðvitað hann líka.“ Eg var að vísu alráðinn í að tala ekki á skemmtuninni, þegar er ég heyrði um hræðslu stjórnarinnar við væntanlegt hneyksli, er ég mundi valda í ísrael. En nú þótti mér þó fyrst úr hófi keyra, er goðin á Ol- ympi heimtuðu að aðrir menn — ungir menn, ættu að bera á- byrgð á orðum mínum. Eg fer hér nákvæmlega eft- ir orðum tveggja stúdenta, sem ég hef fyllstu ástæðu til þess að treysta. Þeir hafa íagt allt kapp á að fullvissa mig um, að enginn kali í minn garð hafi komið fram í orðum þeirra Dungals og Alexanders. Ég trúi því vel! Það, sem þeir hafa gert, hafa þeir gert af hræðslu við pólitískt kúgunarvald, sem þeir ættu þó að vita, að ekki er til í landinu, — því að for- ingjar okkar hafa teflt svo inu, að nú er ekkert vaM landinu. Og hitt hefðu fjfeir átt að vita, að tilraunir þær til skoðanakúgunar, sem birzt hafa á þessum síðustu misser- um, hafa í rauninni aldrei ver- ið annað en kjaftæði fáeinna manna og munu því hrynja um koll fyrr en varir. Hitt nær engri átt, að þeir hefðu ekki treyst mér til þess að halda 15 til 20 mínútna ræðustúf áa þess að vandræði hlytust af. ef skelfingin hefði eigi ruglað þfa. Loks hefur þeim próf. Dirngal og próf. Alexander þött tilhlýðilegt að segja frá sú»- tali, sem fór fram á milmia* okkar próf. Alexanders á dögua um. Eg á að hafa verið svo reiður, að Alexander á engu orði að hafa komið að íyrir ofsa mínum. Úr því að Afflk- ander — eða annar hvor þeirra láta sér sæma að fara með helber ósannindi, neyðist ég til að lýsa annan hvorn þeirra ósannindamann. Því að í þessu símtali átti Alexander að minnsta kosti jafnmörg orð sem ég. Hann sagði mér, að mér væri varnað máls vegna samþykktarinnar, sem gerð hefði verið í fyrra, (þá er mað- ur óskaði að halda pólitíska kosningafundi þar). — Nokkru síðar sagði hann mér, að mér væri leyfilegt að tala um allt milli himins og jarðar, nema dægurmál. Eg man ekki hverju ég svaraði því goðasvari. En svo fór hann að tala um eitt- hvað, sem mér þótti lítið gagn í og bað ég hann þá vera sæl- an og hringdi af. Hann talar um að ég hafi verið reiður og hefur honum eflaust heyrst það. En þó er það sannast, að önnur tilfinning en reiði var þá bæði efst og neðst í mér.“ Nýr doktor. Frh. af 2. síðu. svo háttað; að rétt þótti að hlífa honum við áreynslu munn legrar varnar, en ástæðulaust að láta frekari bið en orðin er verða á því að veita honum nafnbótina, með því að hann á að baki sér óvenjulega glæsi- legan mámsferil í háskólanum og einskis tvímælis getur orkaS að bók hans, sem þegar fyrir rúmu ári var af deildinni dæmd makleg til varnar fyrir doktors nafnbót, er á allan hátt merki- legt og vandað fræðirit. Félagslíf. Guðspekifélagið. Reykjavíkurstúkan hefir fund föstudaginn 3. desem- ber á venjulegum stað og tíma. Deildarforseti flytur erindi er hann nefnir: Skyggna konan. — Gestir velkomnir.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.