Alþýðublaðið - 12.12.1943, Page 3

Alþýðublaðið - 12.12.1943, Page 3
iSttnnudagur Í2. descmber 1943 ALÞYPUBLADIÐ Fyrirbrigðið de Gaulle s s s IV s s Á MAÐUR, sem mest hefir borið á meðal Frakka, síðan Frakkland lagðist und- ir ok nazismans í júní 1940, er tvímælalaust Charles de Gaulle hershöfðingi. Honum hefir verið lýst sem mannin- um, sem hóf merki hins ó- dauðlega Frakkland á loft, þegar verst gegndi, mannin- um, sem hræddist hvorki dauðann né djöfulinn og missti aldrei sjónar á hinu glæsta hlutverki Frakklands, landsins; sem ól björtustu frelsisvonir mannkynsins. Með gífurlegum áróðri af þeirri tegund, sem nefnt hef- ,ir verið „publicity“ á enskri tungu, hefir verið brugðið upp einhverri kynjamynd af • þessum manni. Ekki væri úr vegi að athuga örlítið, að hve miklu leyti þessi mynd fær þolað ljós hins kalda veru- leika. de GAULLE ER FYRST og fremst .hermaður, og hann myndi sennilega verða hung- urdauðanum að bráð, ef hann yrði færður úr einkenn isbúningnum og settur við skrifstofuborð, í landbúnað- arvinnu eða til sjómennsku. Hann stundaði nám í hinum fræga herskóla Frakka í St. Cyr, sem Napoleon kom á fót. Segir lítt af sögu hans, að minnsta kosti skiptir hún litlu máli, fyrr en hann geng ur fram fyrir skjöldu áem , hinn ótrauði bardagamaður eftir að þeim Gamelin og Weygand, sem báðir þóttu kunna skil á herfræði, hafði mistekizt vörnin gegn Þjóð- verjum. HANN KOMST yfir til Eng- lands og þá skapast goðsögn- in um hinn glæsta kappa. Hann varð í bili eins konar tákn Frakklands, lézt aðeins vera þjónn þjóðar sinnar, sem einungis hugsaði um hag hennar. En það var eitt- hvað á sama hátt og Napo- leon mikli, þótt þar sé í öllu öðru ólíkum saman að jafna. CHARLES DE GAULLE þótti ; manna stirðastur til sam- | vinnu. Öllum þeim sam- j starfsmönnum hans, sem ekki vildu sitja og standa eins og honum þóknaðist, var bolað frá áhrifum. Aðeins einn maður mátti ráða, og sá maður heitir de Gaulle. Hann aðhyllist ger-greinilega það, sem Þjóðverjinn hfefir svo hnyttilega kallað „Fuhrer- prinzip“, þ. e. a. s., að einn maður skuli ráða fjöldanum. í því greinir hann og Hitler, höfuðóvin hans, að því er virðist, ekki mikið á. HANN HLEYPUR Á SIG æ ofan í æ. Honum finnst alger óþarfi að spyrja bandamenn sína ráða, þegar honum detta einhver snjallræði í hug. Her- skip voru send með húrra- hrópum og látum til eyjanna Martinique og Guadeloupe í Vesturálfu til að leggja þær undir stjórn hans. Englend- ingar voru ekki með í ráðum og Bandaríkin mótmæltu Orrnsta við kafbáta á N.«ilflantshafi. m JS kafbáfum sokkt ®n 3 kskaðir. I GÆR VAR GEFIN ÚT sameiginleg tilkynning frá flug- málaráðuneyti og flotamálaráðuneyti Breta þess efnis, að á 48 klukkustundum hefði verið sökkt 5 kafbátum og valdið spjöllum á 3 á Norður-Atlantshafi. Tvær skipalestir voru á ferð í nokkurri fjarlægð hvor frá annarri. Höfðu skipin mjög verðmætan varning meðferðis. Varð þá vart við 20 kafbáta, er stefndu til móts við skipalest- irnar, sem nutu vendar her- skipa og flugvéla. Var þegar ráðist til atlögu við kafbátana og tófcst nú hörð rimma, sem stóð í tvo sólar- hringa samfleytt. Sumir kafbát anna kusu að vera ofansjávar og svöruðu árásum flugvélanna með ákafri vélbyssuskothríð. Nokkrar flugvélanna eyðilögð- ust eða löskuðust. Sagt er frá því, að þrjár flugvélanna hafi komið frá íslandi. Biðu kafbátarnir algeran ó- sigur, því meira en 99 % skip- anna komust heil í höfn. Hý bifreiðabraut miili Indlands og Rússiands §0 000 rsianns unnu að henni NÝLiEGA er lokið nýrri bif- reiðabraut frá Indlandi til Rússlands. Brautin liggur yfir fjöll og um eyðimerkur og er mjög þýðingarmikil, því eftir henni verða fluttar ýmsar birgð ir og hergögn til Rússlands. Brautinni var lokið á 8 mán- uðum og unnu 30 þús. manns að lagningu hennar. Þegar fara 3000 bifreiðar um hana og brátt verður fleirum bætt við. Fulltrúi indversku stjórnarinn- ar skýrir svo frá, að í Indlandi séu ýmsar birgðir, sem Rúss- um. eru nauðsynlegar og verða þær sendar þangað svo fljótt se munnt er. Loftárás á Sofia Þetta er Karl Dönitz, yfirmaður þýzka flotans, sem hefir orðið lítið ágengt upp á síðkastið. þessu. Herskip hans fóru fýluför og hann fékk hneisu af, enda er talið, að þetta til- tæki hans hefði getað haft stórpólitískar afleiðingar í för með sér. EINN GÓÐAN VEÐURDAG stefnir bátur til lands í Dak- ar. Hvítur fáni blaktir yfir honum, en í stafni stendur Charles de Gaulle, útskrifað- ur frá St. Cyr. Hann ætlar að fara eins að og Napoleon forðum, þegar hann, eftir dvölina á Elbu, gengur á móti hersveitum Lúðvíks korlungs átjánda og segir: Hér er keis- ari ykkar, hver vill skjóta á hann? En mennirnir bak við fallbyssurnar í Dakar sáu engan svip með honum og hermannakeisaranum frá Korsíku, heldur hófu skot- hríð á farkost hans, og kemp- an sneri við og hélt sem bráð- ast á brott. ;\ ALKUNNA ER, hve erfiður hann hefir verið Giraud og við borð lá, að barátta frjálsra Frakka félli niður STÓRAR sprengjuflugvélar Bandaríkjanna hafa gert loftárás á Sofía. Orrustuflugvél ar reyndu að hindra áform þeirra, en þeirri viðureign lauk svo, að 11 hinna þýzku flug- véla voru skotnar niður. Árás- inni var einkum beint gegn járnbrautarstöðvum. Talið er, að tilganguinn með árásinni hafi einnig verið sá að sýna Búgörum, við hverju þeir megi búast, ef þeir haldi upp- teknum hætti og styðji mönd- ulveldin. Benes í Moskva Til hamingju, Á myndinni sjást kumpánarnir Hitler og Himmler ta'kast í hend- ur, báðir sýnilega ánægðir með útnefningu Uimmlers sem inn- anríkisráðherra. Hörð sékn Rússa fil Kirovka í Dniepr-bufinum Þjóðverjar hafa @kk§ rofi® rússneska varnarbeSfiÖ viö Hiev AAUSTURVÍGSTÖÐVUNUM eru bardagarnir enn sem fyrr harðastir í Dniepr-bugðunni og vestur af Kíev. Rússar sækja fram af miklum krafti við Kremenchug og þeir sækja að Kirovgrad, sem er mikil samgöngu- og iðnað- arborg, úr tveim áttum. Hin hraða framsókn Rússa hefir mjög minnkað bilið milli herja þeirra við Kremenchug og Cherkassy. 13 ENES, forseti Tékkósló- vakíu er nýkominn heim til Moskva. Þeir Molotov utan- ríkisráðherra og Voroshilov marskálkur tóku á móti hon- um á járnbrautarstöðinni. Ben- es, sem hefir mikið fylgdarlið, hefir heimsótt Kalinin. Hann mun undirrita samning milli Tékkóslóvakíu og Rússlands, sem mun vera í þá átt, að ríkin heita hvort öðru stuðningi, ef á þau verður ráðizt. fyrir ofmetnað hans og stirð- busahátt. Síðasta dæmið um óhæfni hans eru deilurnar í Líbanon, þegar hann lætur fangelsa alla helztu áhrifa- menn landsins í blóra við bandamenn og þvert ofán, í gefin loforð. DE GAULLE virðist vilja verða einræðisherra Frakk- lands, og reynir það af öllum mætti, nú síðast með stuðn- ingi kommúnista, þvert ofan í vilja allra frjálslyndra Frakka. Varð sóknin til Kirovgrad *■ bæði ákveðnari og öruggari eft- ir að hin mikilvæga borg, Zna- menka, féll í hendur Rússum. í síðustu hríðinni um borgina voru 23 þýzkir skriðdrekar eyðilagðir, en 1500 Þjóðverjar féllu. Rússar eru nú aðeins 25 km. frá Kirovgrad og er setu- liðið þýzkaí mikilli hættu. Rússar ráða nú yfir hinu mikla járnbrautarkerfi í norðurhluta Dniepr-bugsins og eiga Þjóð- verjar afar erfitt um vik um alla aðflutninga. Samkvæmt síðustu fregnum hafa Rússajr flutt liðsauka frá Kiev-víg- stöðvunum suður á bóginn til þess að hlaupa undir bagga með hinum aðþrengdu hersveitum í Dniepr-ibugnum. Er það óttinn við aðrar Stalingradófarir, sem knýr þá til þessa. Þjóðverjar eru enn þá í harðvítugri sókn við Kiev, en verða fyrir miklu manntjóni og hergagna. Þeir hafa skotið fleyg í varnarbelti Rússa á nokkrum stöðum, en hvergi rofið það. Þeir tefla fram fjölmörgum skriðdrekum, en eftir fer sæg- ur fótgönguliða. Stundum senda þeir 150-200 skriðdrega fram til orrustu í einu, en Rússar taka á móti með öflugri stór- ákotahríð og hafa valdið feyki- legum spjöllum í iiði Þjóð- verja. —• Samkvæmt Berlínar fregnum er nú barizt á götum Cherkassy, en það hafði ekki verið staðfest í Moskva í gær- kveldi. Bandamefln sækja meðfram Adríahafi á 20 km. víglínu A austurhluta Ítalíuvígstöðv- ^mna hefir hersveitum Mont gomerys orðið vel ágengt. Hafa þær tekið bæinn San Leon- ardo. Þrátt fyrir ákafa mót- spyrnu Þjóðverja sækja þar fram með strönd Adríahafs- ströndinni á 20 km. breiðri víg- línu. Stefna Bretar herjum sín- um í áttina til Orsogna, en þar er öflugt þýzkt lið til varnar. 5. herinn hefir hrundið tveim gagnáhlaupum Þjóðverja á há- lendinu norður af San Pietro. Amerískar hersveitir hafa bætt aðstöðu sína við tvo vegi, sem liggja til Róm. Þjóðverjar halda hins vegar uppi skæðri stórskotahríð á þær. Könnunar sveitir bandamanna eru mjög athafnasamar meðfram Garig- liano-fljóti. Þorpið Moro er á því svæði, sem bandamenn hafa tekið, en ekki er enn ljóst, hvort þorpið sjálft sé á valdi bandamanna. ítalskar hersveitir berjast nú með bandamönnum. Skammt fyrir norðan Morofljót við há- lendisrætumar lentu þær í skæðum bardögum við her- menn úr Hermann Göring-her- fylkinu, en urðu að láta undan síga.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.