Alþýðublaðið - 22.12.1943, Blaðsíða 2
Tilraun til að auðvelda
Ralph Mors® frá am-
éríska fímarifinu Life
RALPH MORSE, sem hef-
ir verið ljósmyndari hjá
hinu kunna tímariti „Life“
síðan árið 1938, kom hingað
til lands fyrir nokkrum dög-
um. Mun hann taka ljómynd-
ir hér á vegum tímarits þessa.
Fyrsta verkefni hans verður
að Ijósmynda jólahátíðarhöld
setuliðsmanna hér. Meðal ann-
ars mun hann tfara með flugvél
og ljósmynda, þegar jólaböggl-
tim er varpað niður til her-
manna, sem eru við strand-
gæslu á atfskekktum stöðum. Þá
mun hann heimsækja herbúðir,
en þar fara fram ýmis skemmti-
atriði fyrir hermennina.
Mr. Morse ráðgerir einnig að
taka myndi af íslenzku þjóðlífi
meðan hann dvelzt hér, en hann
verður hér um tveggja mánaða
skeið. Mun hann taka
margar myndir hér í Reykjavík
m. a. af hinum fallegu nýju í-
búðarhúsum, hitaveitunni, raf-
veitunni, grózkunni í iðnaði og
fiskveiðum.
„Life“ sendi hingað ljósmynd
ara árið .1941, en Mr. Morse var
sendur hingað nú, vegna þess,
að útgefendur tímaritsins vilja
sýna mi'lljónum ameríkra les-
enda sinna gleggri og betri
mynd af íslandi, eins og það er
nú.
Tæki, sem þvær og
þurrkar borðbúnað á
5—10 mínútum
GÍSLI HALLDÓRSSON verk
fræðingur hyggst að geta
að mestu bætt úr vinnukvenna
vandræðunum — og má því
gera ráð fyrir að hann njóti mik-
illa hylli hjá húsfreyjunum hér
í bænum.
Hann hefir fundi’ð upp og
smíðað uppþvottaskáp, sem lát
inn er á vegginn fyrir ofan vask-
inn og stendur í sambandi við
heita vatnið.
Gísli Halldórsson sýndi blaða-
mönnum skáp þennan í fyrra-
I kvöld á heimili sínu og og þvoði
skápurinn og þurkaði að mesiu
óhreinan borðbúnað á 5 mír.út-
um. Skápurinn er í tveimur hólf
um. Á efri hillunni liggja skeið-
ar, hnífar, bollar, glös og skálar
á hvolfi, en á hinni neðri eru
diskar settir upp á rönd. Milli
hillanna er pípa með götum,
en sjóðandi vatn úr hitaveit-
unni spýtist út um götin og leik-
ur um borðbúnaðinn. Eftir 5
mínútur er hann orðinn tár-
hreinn og eftir 1—2 mínútur,
éftir að búið er að skrúfa fyrir
innstreymi hieita vatnsins er
borðbúnaðurinn orðinn þurr og
spegilgljáandi.
Gísli Halldórsson er byrjaður
að framleiða skápa þessa — og
hefir fengið allmargar pantanir.
Væri það mikill fengur, ef þessi
tilraun til að létta húsfreyjun-
um heimilisstöfin tækist vel.
Trúnaffarráðsfundur
Dagsbrúnar verður í kvöld kl.
8.30 í Baðstofu Iðnaðarmanna.
laRðsjfD á siiii framkvæmdom
við lapioga Krýsovikarvegar.
Áskoran á ríkisstjórnina frá hafn-
firzkum verkamönnum.
yERKAiMANNAFÉLAGIÐ
HLÍF í ' Hafnarfirði hélt
fund síðastliðinn sunnudag.
Fundurinn var allvel sóttur og
gerðist eftirfarandi. Uppstilling
arenfnd skilaði tillögum sínum
uh stjórn félagsins fyrir næsta
starfstímabil þess, og þar sem
eigi komu aðrar tillögur fram
en tillögúr nefndarinnar eru
íþeir menn sjálfkjörnir í stjórn
félagsins sem nefndin gerði til-
lögu um og er þá stjórn félagsins
það eru þessir menn: Hermann
Guðmundsson formaður, Ólafur
Jónsson ritari, Helgi Jónsson
gjaldkeri. Sigur.björn Guð-
mundsson fjármálaritari, Grím-
ur Kr. Andrésson varaformað-
ur, Sigurður T. Sigurðson vara-
ritari, Jens Runólfsson vara-
gjaldberi og varastjórn Bjarni
Erlendsson, Óskar Evertsson,
Guðjón Sigurfinnsson.
Á fundinum voru ýmsar sam-
þyþktir gerðar ein um sambúð
verkamanna og bænda og önnur
um atvinnumál almennt. Enn-
fremur gerði félagið eftiríar-
andi samþykt um nauðsyn á
framkvæmdum á lagningu
Krisuvíkurvegar. Var, sú álykt-
un þannig:
„Fundur haldinn í Verka-
mannafélaginu HLíf sunnudag-
inn 19. des. 1943. Skorar ein-
dregið á ríkisstjórnina að láta
mú þegar hefja framkvæmdir
við lagningu Klrísuvífcurvegar.
í greinargerð fyrir þessari til-
lögu segir:
„Fátt hefir meira bagað flutn
inga austan úr sveitum og flutn
inga þangað, en snjóþyngsli þau
sem oft eru að vetrarlagi á hellis
heiðarveginum. Til að ráða bót á
þessu var hafin bygging svo-
nefnidar vetrarbrautar, Krísu-
víkurvegarins.
Bygging þessa vegar hefir auk
þessa það til gildis sér, það að
vegurinn eins og hann er fyrir-
hugaður, setur Hafnarfjörð í
vegasamband við land sitt í
Krísuvík, en land það er nú ekk-
ert nýtt atf Hafnfirðingum þar
sem veg vantar þangað.
Á árunum fyrir stríð og fyrsta
stríðsáið va runnið við Krísu-
víkurveginn (vetrarbrautina) og
var vegagerð þessari svo langt
komið er hætt var, að hér að
vestanverðu var.vegurinn fcom-
inn að Kleyfarvatni og spöl með
fram því.
Undanfa(qin þrjú ár hefir
ekkert verið átt við veg þennan
utan þess að einu sinni eða tvi-
svaor hefir verið borið ofan í
hann.
Þó hefir á fjárlögum undan-
tfarinna ára verið áætlað all-
stórri fjárupphæð til Kísuvíkur-
vegarins, og liggur því fyrir sá
ótvíræði vilji alþingis að þessari
framkvæmd verði haldið áfram.
Frh. á 7. síðu.
ftLÞYÐUBLAÐIÐ
Leikrit Daviðs Stefánssonar:
Þrír bændur leknir
fyrirlandabrugg
Afengi þeirra fannst
á þremur síöðum
Umfangsmesta leikrít, sem Leikfélag-
ið hefur tekið til sýningar,
HIÐ NÝJA LEIKRIT Da-*--------------
víðs Stefánssonar, Vopn-
guðanna, verður jólaleikrit
Leikfélagsins að þessu sinni,
eins og áður hefir verið skýrt
frá hér í blaðinu. Æfingar á
leikritinu standa nú sem hæst
og er höfundurinn hér í bæn-
um og fylgist með þeim.
Leikrit þetta er óstaðsett og
ótímabundið, en Ijóst er, að það
gerist, þegar kristnin er að
ryðja sér til rúms í landinu,
þar sem það gerist. Það íjallar
um hina oilífu baráttu mannds-
andans gegn kúgun og ofbeldi.
Þetta er umfangsmesta leik-
rit, sem Leikfélag.ð hefir haft
til meðferðar hvað snertir
mannfjölda og útbúnað allan.
Leikendurr.ir eru um 30 talsins,
en alls koma fram á sviðið 40
—50 manns. Leikstiórn hefir
Lárus Pálsson á hendi.
Aðalhlutvf.>rk leiksins, kon-
unginn, leikur Jór. Aðils, og er
þetta stærsta hlutverk, sem
hann hefir haft til meðferðar.
Með önnur stór hlutverk fara
Þorsteinn Ö. Stephensen, Har-
aldur Björnsson, Indriði Waage,
Ævar Kvaran, Valdimar Helga-
son, Brynjólfur Jóhannesson og
Lárus Pálsson.
Kvenhlutverk eru fá. Aðal-
kvenhlutverkið hefir frú Alda
Möller á hendi. Auk hennar
leika þær Þóra Borg og Gunn-
þórunn Halldórsdóttir.
Ný bók:
Brimgnýr, eflir Jóhann
Bárðarson, höfund
bókarinnar Áraskip
IDAjG kemur á bókamark-
aðinn ný bók, eftir Jó-
hann Bárðarson, höfund bókar-
innar Áraskip, sem kom út fyr-
ir nokkrum árum og seldist þá
upp á mjög skömmum tíma.
Þetta er myndarleg bók, skrif
uð af sjómanni og heitir:
„Brimgnýr."
Hér er ekki tóm til að lýsa
bók þessari á tæmandi hátt, en
efnisyfirlit hennar er á þessa
leið: Veiðifang, Brimlendingar,
Sjóslys, Ráðsnilli, Afburða-
maður, Kraftamenn, Aðkomu-
menn. Vosbúð, Fyrirhoðar, Sól
skinsblettir, Uppruni, Heimili,
Fjölskylda, Störf, Framkvæmd
ir, Efnahagur, Sorgir, Lífsskoð-
un, Skapgerð, Framkoma, Com-
SEINT í FYRRAKVÖLD
gerði rannsóknarlögregl-
an húsrannsókn í kjall-
araherbergi á Hverfisgötu 59,
en í þessu herbergi bjuggtt
þrír bræður frá Flókastöð-
um í Fljótshlíð.
Við rannsóknina fann lög-
reglan í umbúðum 23 beilflösk-
ur og hálfflösk'ur af fullbrugg-
uðum landa. Þá upplýstist það
að tveir bræðranna höfðu á leigu
siumarbústað við veginn að Vífii
stöðum. Rannsóknarlögreglan.
fór þangað og rannsakaði stað-
inn, fann hún þar áfengi í gerj-
un í þrennum rlátum og enn-
fremur bruggunartæki.
Að þesssu loknu fór Björn
Blöndal löggæsl'Umaður að
Flókastöðum, því að lögreglan
þóttist hafa fengið sannanir fyr-
ir því að einn ibræðranna, hefði
þann dag komið með átfengi að
austan. Að Flókastöðum fann
löggæslumaðurinn 4 tunnur all-
ar með áfengislögun. Einn bræðr
anna kvaðst eiga þetta áfengi.
En allir sitja þeir í gæsluvarð-
haldi.
missarium, Ævilok, Eitirmæli,
Dánarbúið, Rústir og Niðurlags-
orð.
J61 hermannanna:
Hikll ðberzla lðgð á að aera bátið-
iaa sem eftirmiBBllegasta.
Aðrir leikarar, sem fram
koma í þessu leikriti eru Lárus
Ingólfsson. Haukur Óskarsson,
^ilhelm Norðf jörð, Ragnar Árna
son, Klemens Jónsson og Stefán
Haraldsson. — Auk þess koma
fram á sviðið útlagar, hermenn
og þjónar.
Lárus Ingólfsson. hefir annazt
um leiktjöld og búninga, sem
eru í austurlenzkum stí'l. Dans-
ana hefir frú Ásta Norðmann
samið og æft.
Karíakór Rvíkur syugur að Helgafelli
Hermenn heimsækja ríkisstjóra.
Saga Bjarnardalsfeðga
öil komin
ÁHERZLA mun á það lögð
af hálfu setuliðsstj órnarinnar
inpar að gera jólin sem
skemmtilegust og þekkileg-
ust fyrir hina amerxsku her-
menn og farmenn, er dvelj-
ast á íslandi.
Undirbúningi hátíðarinnar er
nú að mestu lokið, og er ekk-
ert til sparað, að setuliðsmenn
fái notið hennar sem bezt.
Guðsþjónustur verða haldnar,
boð höfð inni og hinnar venju-
legu jólamáltíðar neytt. Einn
ig berst hermönnunum mikill
jólapóstur — þar á meðal jóla-
bögglar að heiman.
Einn þáttur hátíðahaldanna
að þessu sinni er það,
Karlakór ReykjavíkUr
að
mun
SAGA Bjarnadalsfeðga er nú
ö;ll komin út. Síðasta bind-
ið, „Engin leið önnur“ kom í . _
bókabúðir í gær. Hin bindin, i heimsækja hersjúkrahusið að
Dagur í Bjarnadal og Hvessir Helgafelli og syngja jólasalma
af Helgirindum munu nú nær fyrir sjúklingana. Hermanna
uppseld. kór mun heimsækja Svein
H ALLGRÍMUR JÓNSSON:
Stef og stökur.
Álfröðull með óðul sín
er í geislaþroti,
]of mér búa, mamma mín
roeð þér í hálsakoti.
Björnsson ríkisstjóra á Bessa-
stöðum kl. 7.30 á aðfangadags-
dagskvöld og syngja jólasálma.
Söngflokkar hafa verið stofn
aðir í hinum ýmsu herbúðum.
Mun því verða mikið um söng,
um hátíðina. í útvarpinu til
hersins mun og áherzla lögð á
söng og hljóðfæraslátt. Kórar
munu að líkindum heimsækja
öll sjúkrahús hersins.
Jólapóstinum íylgdi mikið af
jólatrjám. Mun hver herbúð fá
sitt jólatré. Key hershöfðingi
hefir gefið þau fyrirmæli, að
aðeins hin nauðsynlegustu
störf skuli unnin yfir hátíðina.
Bæði kaþólskir og lútherskir
prestar munu flytja jólaboð-
skapinn, til þess að allir fái not-
ið hans. Guðsþjónusta mun
haldin í hverri herbúð. Að til-
hlutan flotastj órnarinnar mun
guðsþjónusta haldin í Dóm-
kirkjunni í Reykjavík kl. 10.30.
á aðfangadagskvöld. Mun kirkj
an verða skreytt í tilefni
hennar. '
Þá skal þess getið, að um 200
íslenzkum börnum hefir verið
bóðið í heimsóknir í tvær her-
búðir flotans á jóladag kl. 2.30.
Munu þeim verða færðar gjaf-
ir. Einnig mun þeim verða
sýnd Walt Disney-kvikmynd
og skemmt með söng og hljóð-
færaslætti. Er þetta gömul sið-
venja af hálfu flotans og telja
sjóliðarnir heimsókn barnanna
mjög mikils virði, því að hún
verður til að minna þá á böm
þeirra og venzlafólk heima.
Sölubörn,
sem ætla að selja jólablað
Vinnunnar, eru beðin að koma í
dag í skrifstofu Alþýðusambands-
ins í Albvðuhúsinu efstu hæð.