Alþýðublaðið - 22.12.1943, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 22.12.1943, Blaðsíða 3
des, 1943 ÆLÞYÐUBLAÐIÐ Tvær samkomur HINN SÓLFAGRA SUMAR- DAG fyrir rúmum 4 árum komu norrænir stúdentar saman til funcfar í Oslo. Uarna voru fulltrúar há- skólaborgara hinna fimm frjálsu og óháðu bræðra- þjóða saman komnir til þess að ráða ráðum sínum í bróð- erni. Hásar raddir mannhat- urs og kynflokkaofstopa áttu sér engan hljómgrunn á þess um fundi. Menn voru ekki sammála um allt, sem rætt var, en engu að síður ríkti samhugur, svo sem vera ber um vinsamlegar frænd- þjóðir. STÚDENTAMÓT ÞETTA VAR sett með mikjlli viðhöfn í hinum fagra hátíðasal Oslo- ar-háskóla og yfir þeirri sam komu hvíldi heiðríkja frjáls- borins, óháðs anda. En úti í heimi dró óveðursbliku á loft; þungir, gráir skýja- bólstrar sáust úti við sjón- deildarhringinn, — óveður var í aðsigi. En engan grun- aði, að úr því yrði sá fimbul- vetur, sem allt ætlaði að nísta í helgreipum sínum, og engan óraði fyrir því, að há- tíðasalur hins æruverðuga báskóla yrði vettvangur fá- heyrðra ofbeldisverka. Rás viðburðanna varð örari en mannlegur máttur gat séð fyrir. Á einu ári var heiðar- legum og réttsýnum mönn- um, lærðum sem leikum, bolað frá, en í stað þeirra kom versti óþjóðalýður og stigamenn, sálsjúkir menn og fábjánar; og þessi sora- menni áttu að leiða Noreg til hins veglega sætis í samfé- lagi Germana í nýskipan villimennskunnar. HINN 25. SEPTEMBER 1942 er enn efnt til hátíðahalda í hátíðasal Oslóar-háskóla, þó með nokkuð öðrum hætti en á móti hinna norrænu menntamanna þrem árum áður. Nú skyldi fagnað því, að Quisling, hinn alræmdi föðurlandsníðingur, hefði verið forystumaður Noregs um tveggja ára skeið. Það úði og grúði af glæstum einkennisbúningum, sem huldu nekt hinna verstu böðla, sem nokkru sinni hafa stigið fæti á norska grund. Auk hinna norsku hrakmenna, leppa Quislings, mátti þar sjá Josef Terboven landstjóra Þjóðverja, Ge- stapomanninn, General der Polizei, Wilhelm Rediess, sem hefir reynzt manna skel eggastur í því að látá myrða saklaust fólk, og loks Niko- laus von Falkenhorst hers- •höfðingja, er hafði stjórnað hinni ,,frækilegu“ herför til Noregs. QUISLING STEIG UPP í ræðu stólinn, strauk Hitlerslokk- inn frá augunum og hóf mál sitt. Þetta var sannarlega mikill dagur í lífi hans. Það, sem honum hafði ekki tekizt með frjálsri atkvæða- greiðslu, hafði honum nú tekizt með aðstoð heiðurs- mannanna Terbovens, Redi- ítalia: Bandamenn sækja hægt fram á ollum vigstoðvum. , . -a____ . 1 ■ f ” Y * '' ■ Ortona og Orsogna sagðar á valdi þeirra FRÁ Ítalíu berast þær fregnir, að báðir herir bandamanna sæki fram, en hægt þó, þrátt fyrir harðfengilegt viðnám Þjóð verja, sem beita eldvörpum og skriðdrekum. Útvarpið í Algier seg- ir, að bæði Ortona og Orsogna séu á valdi bandamanna, en sú fregn hefir ekki verið staðfest í aðalbækistöð Eisenhowers. Gagnárásum Þjóðverja við SanPietro var hrundið. 5. her Clarks hefir sótt fram * um 2—3 km. í áköfum orrust- um um Casino, en þar hafa Þjóðverjar komið sér fyrir í rammlega víggirtum stöðvum. Útvarpsstöð Frakka í Algier segir frá því, að amerískar her- sveitir vestur af Filignano hafi náð á sitt vald nokkrum hæð- um þár á meðal Spinuccio- fjalli. Á austurströndinni treysta Bretar aðstöðu sína. Undan Ítalíuströndum kom til átaka milli amerískra hraðbáta og þýzkra tundurspilla. Þýzku skipin héldu undan, en nokkru síðar réðust brezk og amerísk smáherskip á þá, og tókst að koma tundxrrskeyti á einn þeirra. Brezkir hraðbátar sökktu þýzkum hraðbáti og tveim smáskipum öðrum á austurhluta Adríahafs. Bardagar fara harðnandi í Júgóslavíu. Fréttastofan þýzka, D. N. B., skýrði frá því í gær, að skæruhermenn hefðu gert tilraun til landgöngu nálægt Split. RÚSSLANDi Harðir bardagar við Nevel Franskir áhrifamenn handieknir TILKYNNT befir vérið, að franska þjóðfrelsisnefndin í Al- gier hafi látið handtaka 5 franska áhrifamenn, sem mikið hafa komið við sögu undanfar- in ár. Meðal þeirra eru: Pierre Flandin, fyrrverandi forsetis- ráðherra, Peyrouton, fyrrum landstjóri í Algier og Bouisson, fyrrverandi landstjóri í Vestur- Afríku. Er sú skýring gefin á handtök unum, að almenningur í Frakk- landi eigi erfitt með að skilja, að menn þessir skuli leika laus- um hala, og verði að koma í veg fyrir, að þessir menn komist und HAjRÐHR bardagar geisa á Nevelwígstöðvunum og eru Rússar í sókn, þrátt fyrir öflug gagnáhlaup Þjóðverja, sem beita fjölda skriðdreka. Vitebsk er svo til umkringd og járn- brautarbærinn Polotsk er í mik- illi hættu. Fyrir norð-vestan Kiev, við Korostyshev, er bar- izt af mikilli heifit, en gagná- rásumÞjóðverja er hrundið jafn harðan. Engar nýjar fregnir hafa bor- izt af átökunum í Dniepr-ibugn- um. Skemmdarstarfsemi í Danmörku ENN BERAST FREGNIR um skemmdarstarfsemi í Dan- mörku. í fregnum í gær var sagt frá því, að aflstöðin í hinni miklu skipasmíðastöð Burmeister og Wain hafi verið sprengd í loft upp. 6 menn sá- ust í aflstöðinni rétt áður en sprengingin varð, en ekki hefir tekizt að hafa heldur í hári þeirra. Þá hefir vopnaverk- smiðja verið sprengd í loft upp. Skemmdarverk þessi voru unnin skömmu eftir að Seyss- Inquart, landstjóri Þjóðverja í Hollandi, kom til Danmerkur. an-til hlutlauss lands og þaðan til Frakklands, þar sem þeir geta valdið spjöllum. Menn iþess ir verða leiddir fyrir dómstól þegar Frakkland hefir öðlazt frelsi á ný. ess og Falkenhorst. Leið hans var vörðuð líkum myrtra landa hans, en það skipti ekki svo miklu máli. Hinir látnu voru aðeins lítil- fjörleg fórn á altari háleitra hugsjóna, því samkvæmt stefnuskránni skulu einstakl ingarnir ávallt lúta ’hags- munum ríkisins, og öryggi ríkisins var það nauðsyn, að þessir menn yrðu sendir yfir hið myrka fljót, sem skilur lifandi og dauða. ÞAÐ, SEM QUISLING SAGÐI þennan dag, verður tæpast skráð á spjöld sögunnar. Menn höfðu heyrt ræðuna fyrr. En í miðjum kliðum heyrðist undarlegur ómur að utan. Það var eins og suð, flugnasuð á heitum sumar- degi. En brátt varð ómurinn sterkari, hann varð að urri og loks að öskri. Síðan heyrð ust sprengingar og bröthljóð. Það var kveðja frá hinu ger- sigraða Bretlandi. Mikill felmtur greip hina prúðbúnu gesti og nú reyndi hver að bjarga sér sem bezt hann gat. Nú var það „sauve qui peut“, eins og þegar flóttinn brast í liðið við Waterloo. OG FÓTHVATASTIR állra reyndust þeir Josef Ter boven, „Reichskommissar fur die besetzten norwegischen Gebiete,“ og Vidkun Quis 3 Myndin sýnir „Peder Skram“, eitt stærsta herskip Dana, hálf sokkið í sæ. Eins og menn mun reka minni til brugðu Danir skjó- .ega við á sumar, er Þjóðverjar hófu ofbeldisverk sín fyrir alvöru og kamu í veg fyrir, að þeir næðu danska flotanuim. Hert á loftsóftnmni I Vestur-E?róp« 2000 smáiestum spreugna var varpað á Frankfurt í fyrrioétt. flota sínum BANDAMENN hafa enn hert á loftsókninni á hendur Þjóðveri- um. Tvo undanfarna sólarhringa hefir hver árásin af ann- arri verið gerð á ýmsar borgir Þýzkalands og tjón hefir orðið geysimikið. í fyrrínótt fór mikill fjöldi stórra sprengjuflugvéla til árása á Frankfurt am Main, Mannheim og Ludwigshafen við Rín. 2000 smálestum sprengna var varpað á Frankfurt og hlauzt geypilegt tjón af. Árásir voru einnig gerðar á aðrar þýzkar borgir, svo og stöðvar Þjóðverja í Belgíu. Bandamenn misstu alls 42 flug- vélar í árásum þessum. í tilkynningu brezka flug- *T málaráðuneytisins segir, að á- rásin á Frankfurt hafi verið mjög hörð. Eldarnir, sem upp komu í borginni, sáust úr 150 km. fjarlægð. Árásinni var einkum beint gegn efna- og vopnaverksmiðjum borgarinn- ar og urðu miklar sprengingar í verksmiðjuhverfunum. Um það bil 70 smálestum sprengna var varpað niður á mínútu hverri meðan á árásinni stóð, og vógu sumar sprengjurnar 4 smálestir. Frankfurt hefir nú orðið mjög hart úti í loftárás- um bandamanna, og er þar nú svipað umhorfs og í Berlín, Hamborg, Essen, Dusseldorf og Hannover. Samtímis árásinni á Frank- furt voru gerðar skæðar árásir á Mannheim og Ludwigshafen, sem standa andspænis hvor annarri á Rínarbökkum. Þjóð- verjar tefldu fram fjölmörgum orrustuflugvélum, en banda- mönnum tókst samt að hæfa skotmörk sín. Alls misstu þeir 42 flugvélar í árásunum, þar af 10 kanadískar. Mosquito- flugvélar gerðu árásir á Vest- ur-Þýzkaland og stöðvar í Belgíu. —r í gær var ráðizt á stöðvar í Norður-Frakklandi og voru það flugvélar af Maraud- er-, Spitfire- og Typhoongerð, sem þar voru að verki. J • jRússar segja skiliðj | við aiþjóðasöng \ \ vðrkamama \ S --- s \En gera lag§H sjálff^ s a§ rúsöneskum S c þjóðsöng! c ÞAÐ hefir vakið mikla at- hygli, að Rússar hafa, samkvæmt Reutersfregn, á- kveðið að leggja niður al- þjóðasöng verkamanna In- ternationalinn), þ. e. a. s, hið heimsfræga kvæði. En lagið, sem það var sungið við, hafa þeir ákveðið að gera að þjóð- söng sínum við nýjan rúss- neskan texta. SAMKVÆMT tilkynningum, sem út voru gefnar í Downing street nr. 10 í gær, er líðan Chur chills allmiklu betri og er hann nú hitalaus. Enn hafa verið unnin skemmdarverk í höfninni í Osló, að því er Lundúnafregnir hermdu í gær. Varð mikil sprenging í skipi, sem þar lá og varð talsvert tjón af. Ekki er upplýst, hver hér var að verki.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.