Alþýðublaðið - 20.01.1944, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 20.01.1944, Blaðsíða 3
Fimintudagur 20. janúar 1944. fc: ALÞYÐUBLAÐIÐ 3 Rússar hefja nýja sfórsókn á Leningrad-vígsföðvunum og faka Krasnoye Selo ! Blaðfð „Pravda" brigslar Brelum um leynisamning við Þjóðverja STALIN hefir enn gefið út dagskipan, þar sem hann greinir frá miklum sigrum Rússa, að þessu sinni á norðurvígstöðv- unum. við Leningrad. Segir þar, að Rússar hafi rofið varnar- helti Þjóðverja á stóru svæði og tekið þorpið Krasnoye Selo. Þjóðverjar verða nú að hörfa úr stöðvum sínum við borgina, en horgin hefir verið innikróuð af Þjóðverjum síðan 1941. Frétta- ritarar segja frá því, að varnir Þjóðverja hafi verið geysiöflugar, steinsteypuvirki neðanjarðar, tundursprengnabelti og fleira þess háttar, en Rússum hafi samt tekizt að sækja fram. Max Pemberíon VIÐ íSLENDINGAR erum nú orðnir vanir slysahætt- um. Á hverju ári farast margir okkar vöskustu manna, manna, sem bókstaf- lega halda lífinu í þessari þjóð með ötulu starfi sínu. Á gömlum, úreltum skipum sigla þessir menn ár eftir ár gegnum tundurduflabelti, þrátt fyrir yfirvofandi kaf- bátaárásir og draga björg í bú, til þess að við, sem heima sitjum, getum lifað eins og nútímaþjóð. Án þessara manna eru framfarir 20. ald- arinnar á íslandi óhugsandi. Nýtízku steinsteypuhús, út- varpsviðtæki, blaða- og bóka- útgáfa, kæliskápar og ryksug- ur mundu vera óþekkt fyrir- brigði hér á landi, ef þessara manna nyti ekki við. Allt það, sem gerir daglegt líf léttara, mundi vera óþekkt hugtök, ef ekki væru til röskir, óhræddir menn, sem sigldu á dýpstu mið og sköp- uðu með erfiði sínu innstæð- ur í erlendum bönkum. NÚ FYRIR SKEMMSTU berst okkur sú sorgarfregn, að tog- arinn „Max Pemberton“ sé talinn af með 29 manna á- höfn. Þetta er mikið tjón, miklu meira en ætla mætti fljótt á litið. 29 íslendingar, sem týna lífi í einni svipan, svara til um 30 þúsund Bandaríkjamanna, til dæmis, ef tekið er tillit til fólks- fjölda. Það mundi þykja frétt, ef 30 þúsund Banda- ríkjamenn færust, t. d. í stórflóði í Missisippi. Fyrir nokkrum dögum kemur það fyrir, að 200 menn farast í landskjálfta í Argentínu. Það er sorglegt, og allir hljótum við að finna til með þeim, sem áttu ástvini meðal þeirra, sem fórust. En ef mál- ið er skoðað á hinn kulda- lega, hagfræðilega hátt, þá er I tjón okkar íslendinga mörg- um sinnum meira og þung- bærara. EKKI ER RÉTT að ýfa upp sárin meira en orðið er, við getum ekki annað en vottað aðstandendum hinna látnu dýpstu samúð og við skulum líka vona, að barátta þeirra hafi ekki verið unnin fyrir gýg. íslenzka þjóðin hefir ekki ráð á slíkum blóðtökum. í fregnum Rússa segir frá því, að setuliðið í Kronstadt, skammt utan við Leningrad, hafi tekið virkan þátt í hinni nýju sókn Rússa, með fall- byssuskothríð. Markmið Rússa virðist vera að rjúfa tvær járn- brautir Þjóðverja við Lenin- grad. Talið er, að um leið og Rússar rufu brautina við Novo- sokolniki fyrir nokkru, hafi Rússar valdið Þjóðverjum meira tjóni en var áætlað í fyrstu. Nokkru sunnar hefir von Mannstein tekizt að stöðva framsókn Rússa um stundarsak- ir, sér í lagi sókn þeirra til Odessa-brautarinnar, en mann- tjón Þjóðverja á þessum víg- stöðvum er óhemjumikið. Blaðið „Pravda“ birtir fregn, sem vakið hefir feykilega at- hygli. Er gefið í skyn, að hátt- settir brezkir stjórnmálamenn hafi staðið í samningum við von Ribbentrop, utanríkisráðherra Þjóðverja, um væntanlega frið- arsamninga Breta og Þjóð- verja. Utanríkisráðuneyti Breta neitar þessu með öllu, og hefir neitunin verið birt í „Pravda“ og í „Izvestia“. Stjórnmála- menn í London vita ekkert um þetta mál. Roosevelt forseti hefir einnig lýst yfir því, að Við erum ekki í styrjöld, syn- ir þjóðarinnar falla ekki á vígvöllunum. Þeir stunda friðsamlega atvinnu við það að flytja matvæli til Bret- lands, en það virðist líka vera orðinn glæpur. Ekki má skilja þessi orð svo, að „Max Pemberton“ hafi farizt af völdum hernaðaraðgerða. Um afdrif hans er með öllu ó- kunnugt þegar þetta er ritað. EN ÞETTA SÍÐASTA óhugnan- lega sjóslys okkar íslendinga gæti verið eins konar „mene tekel“ á veggnum, einhvers konar aðvörun um það, sem getur komið fyrir. Jafnframt er það áminnþig um, að við gætum búið betur að sjó- mönnum okkar, bæði hvað snertir skipakost og eins hitt, sem tekur við, þegar sjó- mennirnir hætta að stunda sjóinn, sjómannaheimili. VIÐ ÞURFUM NÝ SKIP, byggð eftir nýjustu reglum, traust og útbúin öllum nýjustu , tækjum. Við íþurfum nýtízku sjómannaskóla, sem raunar er nú í smíðum, og við þurf- um sjómannaheimili, þar sem ^ Á myndinni sést rússneskur skriðdreki. Rússar höfðu ibomið sér upp miklum iðnaði og fram- j leiddu ógrynnin öll af vélknúnum hergögnum. Sumar stærstu skriðdrekaverksmiðjur þeirra ^ voru í Stalingrad, og er nú aftur farið að starfrækja iþær, eftir að Þjóðverjar voru hrakt- S ir úr borginni. S ' ö í Bsndamenn brjófast yfir Gari- gliano-fljóf á þrem stöðum Cassino iiggur nú undir stórskofahríð Frakka og Bandaríkjamanna AVESTUR-ÍTALÍU 'hefir brezkum hersveitum í 5. her Clarks hershöfðingja t'ekizt að brjótast yfir Gariglino- fljót á þrem stöðum. Þrátt fyrir harðfengilegt viðnám Þjóð- verja, og mikla stórskotahríð, tókst bandamönnum að kom- ast yfir fljótið og verja brúarsporðana. Cassino liggur nú undir stórskotahríð Frakka og Bandaríkjamanna, og er bú- izt við stórtíðindum frá þeim vígstöðvum innan skamms. honum sé ekki kunnugt um, hvað hæft sé í fregnum þess- um, og hann sagði einnig, að sér væri ekki ljóst, hvað vekti fyrir hinum rússnesku blöðum með birtingu slíks orðróms. Anthony Eden, utanríkisráð- herra Breta, sagði í gær í neðri málstofunni, að unnið yrði að friðsamlegri lausn deilu Rússa og Pólverja. Hann lét svo um mælt, að lausn þessarar deilu myndi hafa mjög mikilvæg á- hrif í framtíðarskipulagi Ev- rópu. Hann bað menn um að ör- vænta ekki um skynsamlega lausn deilunnar. Cordell Hull, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, átti í gær , tal við Halifax lávarð, sendi- herra Breta í Washington, um ,,Pravda“-fréttina, en Halifax hefir lýst yfir því, að ekki sé nokkur fótur fyrir henni. ' veðurbörðum og lúnum sjó- mönnum er búinn hvíldar- staður eftir * mikið og gott dagsverk á hinum mikla víg- velli hafsins. Það er út af fyrir sig ekki nóg að gjalda sjómönnum okkar gott kaup, þeir þurfa viðurkehningu fyrir störf sín. Mennirnir, sem sökkva í kaldan mar, eru okkar hermenn, óþekktir hermenn íslands, óhræddir, djarfhuga synir þessa lands, sem kunna ekki að hræðast. Ekkert, sem við, sem heima sitjum, getum lagt fram, er of gott slíkum mönnum. Minnumst þess, að það eru þeir, sem bókstaflega talað halda í okkur lífinu. t ÍSLENZKIR SJÓMENN hafa allt fram til þessa dags þótt liðtækir á sviði athafnalífsins og ekki er ástæða til að ör- vænta um hag þeirra, eða að þeir breytist á næstunni. Ef hægt væri að tryggja öryggi þeirra eitthvað meira en ver- ið hefir, væri það merkasta framfaraspor, sem stigið hef- ir verið á þessu landi fram til þessa. Vonandi er, að það sé kleyft. -----------------------♦ \ Afhyglisvert tímarif Norðmanna í London NORÐMENN í London gefa út mánaðarrit, er þeir nefna: „The Norseman“. Rit- stjóri þess er prófessor Jacob S. Worm Miiller, sem íslending- um er kunnur af fyrirlestrum þeim, er hann flutti hér í hitt- eðfyrra. ,,Alþýðublaðinu“ hafa borizt 5. og 6. hefti fyrsta ár- gangs þessa rits. Ritið er mjög læsilegt og frágangur þess allur hinn vandaðasti. Af greinum, er vekja sérstaka athygli má nefna grein eftir prófessor Fredrik Paasche, sem nýlega er látinn, um þróun frelsis í Nor- egi. Þá má nefna grein um písl- arvætti norskra kennara, svo og grein eftir hinn kunna danska stjórnmálamann, Christ mas Möller, þar sem hann ræð- ir atburðina, sem gerðust í Dan mörku 9. apríl 1940, er Þjóð- verjar réðust á Dani og Norð- menn. Pétur Benediktsson, sendi- herra ritar athyglisverða grein í 6. heftið, er hann nefndir „In- dependent Iceland“, eða sjálf- stætt ísland. Þá má og benda á tvær greinar um málarann Ed- vard Munch áttræðan og fjöl- margar greinar aðrar eftir norska og enska höfunda. Ritið „The Norseman11 fásst hér í Reykjavík hjá bókaverzlun Sig fúsar Eymundssonnar. Þjóðverjar tefldu fram all- mörgum skriðdrekum gegn fram sveitum bandamanna, en árang urslaust. Bandamenn hafa styrkt aðstöðu sína við Rapido- á og búa sig undir lokasóknina til Cassino, en talið er, að leiðin til Róm verði greiðfær, er bandamenn hafa tekið Cassino. Á vígstöðvum 8. hersins hafa Kanadamenn orðið að hörfa undan fyrir skæðum árásum Þjóðverja. Harðir bardagar geisa austan til á Ítalíu, þar sem Kanadámenn og Bretar eiga í höggi við úrvalssveitir Þjóðverja. Við Arielli-fljót hafa Þjóðverjar komið sér fyrir í rammlega víggirtum stöðvum, sem eru sampart neðanjarðar. Lofther bandamanna hefir lát ið til sín taka og gert árás á járnbrautarstöðvar í Písa, en sú borg er mikilvæg samgöngumið stöð. Brezk herskip réðust á Sumartin-höfn við eyjuna Brak á Adría-hafi, og komu tundur- skeytum á þýzk skip. Þá var og ráðist á borgir á Istría-skaga. NÝLEGA var flutt leikrit í útvarp frá Bandaríkjun- um, er nefnist „Þeir sendu mig til íslands“. Aðalhlutverkið lék hin kunna leikkona Tallullah Bank'head. Leikritið fjallar um starfsemi Rauða krossips ame- ríska á íslandi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.