Alþýðublaðið - 20.01.1944, Blaðsíða 4
ALÞYÐUBLAÐB0
Fimmtudagur 20. jauúar 1044.
Helgi Hannesson:
fUþijðttbUftið
Otgefandi: Alþýðuflokkurian.
Ritstjóri: Stefán Pétursson. '
Ritstjórn og afgreiðsla í Al-
þýðuhúsinu við Hverfisgötu.
Símar ritstjórnar: 4901 og 49.02.
Símar afgreiðslu: 4900 og 4906.
Verð í lausasölu 40 aura.
Alþýðuprentsmiðjan h.f.
SinkðBiIag db
skllnaðarBálið ?
T alsmenn hraðskiln-
AÐARINS hafa látið mörg
fjálgleg orð falla um nauðsyn
.þess, að þjóðin standi sameinuð
á stund sambandsslitanna og lýð
veldisstofnunarinnar. — En þeir
hafa, hingað til að minnsta feosti,
sýnt allt minni vilja til þess að
vinna nokkuð til samkomulags
við þá, sam aðrar leiðir hafa vil-
að fara í skilnaðarmálinu en
þeir. Þannig stungu þeir alger-
■lega undir stól málamiðlunar-
tillögum þeim, sem f jórtán þjóð-
kuixnir menntamenn sendu
stjórnarskrárnefnd síðast í nóv-
ember; virtu þær ekki einu sinni
svars og létu í ljós hina mestu
vanþóknun, þegar ríkisútvarpið
varð til þess að gera þær heyr-
in kunnar.
En það er vitanlega þýðingar
laust, að tala um þjóðareiningu
í skilnaðarmálinu, nema báðir
þeir aðilar, sem um það deila,
sé\i reiðubúnir til þess að ganga
nokkuð til móts hvor við annan.
Þjóðareining fæst ekki um það
með neinum hótunum né kúg-
unarráðstöfunum meirihlutans
við minnihlutann. Til þess að
skapa hana þarf samkomulag.
❖
Það mun nú flestum kunnugt,
hvað á milli ber. Það er enginn
ágreiningur um, að skilið skuli
við Danmörku og lýðveldi stofn-
að á íslandi. Ágreiningur er að-
eins um það, hvenær og hvernig
það skuli gert.
Hraðskilnaðarflokkarnir vilja
láta alþingi samþykkja niður-
fall sambandslagasáttmálans nú
þegar og telja okkur ekki þurfa
nema einfaldan meirihluta við
eftirfarandi þjóðaratkvæðá-
greiðslu til þess að sambandinu
sé formlega slitið. En samtímis
■vilja þeir láta aiþingi samþykkja
lýðveldisstjórnarskrá með því
ákvæði, að 'hún skuli ganga í
gildi, að undangenginni þjóðar-
atkvæðagreiðslu, 117. júní í vor.
Verulegur hluti þjóðarinnar,
þar á meðal einrg stjórnmála-
flokkur, Alþýðuflokkurinn, tel-
ur slíka afgreiðslu skilnármáls-
dns ekki aðeins ólöglega, með
því að hún er brot á sambands-
lagasáttimálanum sjálfum, sem
ekki verður um deilt, að enn er
formlega í gildi; hann telur
hana líka ódrengilega gagnvart
sambandsþjóð ofckar af því að
nota á neyðarstund hennar til að
gera einhliða út um málið, og
því vansæmandi fýrir þjóð okk-
’ar.
Sá hluti þjóðarinnar, sem
þannig lítur á, óskar þess lang-
helzt, að sambandslitunum og
stofnun lýðveldisins verði frest-
að þar til sambandsþjóð okkar
hefir aftur fengið frelsi sitt og
frjálsar og bróðurlegar viðræð-
ur hafa- getað farið fram við
hana. Hann telur Iþað ekki að-
eins eðlilegast og drengilegast,
heldur líka öruggast og vilur-
legast.
En sem sagt: Þetta taka hrað
skilnaðarflokkamir ekki í máJ.
Og því hefir nú Alþýðuflokk-
urinn gert þeim opinbert sam-
EIR, sem starfað hafa í
verkalýðshreyfingunni frá
bernskutímum hénnar muna
vel, að hver réttarbót, hver
launahækkun, hver bætt aðbúð
á vinnustað kostaði harðvítuga
baráttu, við atvinnurekendur
og umbjóðendur þeirra.
Framherjar alþýðusamtak-
anna hafa verið hundeltir með
reiddri kúgunarsvipu atvinnu-
leysisins, og á ísafirði minn-
unist við þess, að á tímabili
varð að gera verkalýðsfélagið
Baldur að einskonar leynifélagi,
vegna þessara ofsókna og í
Hnífsdalsverkfallinu 1927 minn
umst við þess fantabragðs kaup
mannavaldsins að loka sölubúð-
um þorpsins og íshúsi og neita
verkafólki um vörur gegn pen-
ingagreiðslu og neita því um
matvæli þess úr íshúsinu.
Þessa alls og ótal fleira minn-
umst við, sem stóðum í eldin-
um, þeþar alþýðusamtökin voru
að berjast fyrir tilverurétti sín-
um.
Nú hefir breyting á orðið.
Verkalýðssamtökin hafa ver-
ið viðurkennd af löggjafarvaldi
þjóðarinnar sem samningsaðilar
meðlima sinna.
Tilveruréttur þeirra hefir því
verið staðfestur að lokum, en
oft urðu einmitt hörðustu átök-
in út af því, að atvinnurekend-
ur neituðu að viðurkenna til-
verurétt stéttarfélaganna.
Þegar litið er yfir þann stutta
starfstíma, er alþýðusamtökin
eiga enn að baki sér, er árangur
starfsins stórfenglegur og marg
ir hverjir telja þær umbætur,
sem alþýðusamtökin hafa kom-
ið á svo eðlilegar og sjálfsagð-
ar, að þeir gera sér litla grein
fyrir þeirri baráttu, sem alþýðu
samtökin hafa orðið að heyja
fyrir umbótunum, og enn þá
síður gerir þetta sama fólk sér
grein f.yrir því, að sífellt eru
gerðar tilraunir, af andstæðing-
um alþýðusamtakanna til að
draga úr umbótunum, minnka,
gildi þeirra og vanrækja því
margir stéttarfélög sín og ger-
ast jafnvel verkfæri í höndum
sinna eigin andstæðinga til að
draga úr fengnum réttar- og
kjarabótum.
Eitt af fyrstu verkum alþýðu-
samtakanna, var að breyta því
ófremdarástandi, að lengd
vinnudags var eingöngu háð
geðþótta. atvinnurekenda.
Vinnúdagurinn gat því verið
12, 16 eða jafnvel yfir 20 stund-
ir, og var enginn munur gerð-
ur á kaupi, það var jafn fyrir
allar stundir.
Takmark stéttarsamtakanna
var 8 stunda vinnudagur. Fyrst
í stað var lagt kapp á að ná 10
komulagstilboð á alþingi, ef
verða mætti, að það gæti greitt
fyrir þjóðareiningu í málinu.
*
Alþýðuflokkurinn býðst til
þess að samþykkja niðurfall
sambandslagasáttmálans, ásamt
hinum ílokkumma, eftir 19. maí
í vor, þegar í fyrsta lagi getur
talizt löglegt að fella hann úr
gildi af því að iþá eru þrjú ár
liðin frá uppsögn alþingis eins
og tilskilið er í samibandslaga-
sáttmálanum, ef uppsagnará-
kvæðum hans verður einnig
fylgt við 'hina eftirfarandi þjóð
aratkvæðagreiðslu um málið.
Þar með væri samlbandslaga-
sáttmálinn felldur úr gildi í
vor. Og hann býðst til þess, að
samþykkja lýðveMisstjórnar-
skrána samtímis, ef gildistöku-
degi hennar verður frestað þar
til hægt hefir verið að ná sam-
bandi við konung og gefa hon- j
um tækifæri til þess að segja
af sér af frjálsum vilja áður en
lengra er gengið. En þar með
væri stofnun lýðveldisins að
stunda vinnudegi, en nú hefir
hinu setta marki um 8 stunda
vinnudaginn verið náð víðast
hvar.
Meðal annars hefir hinn
harðsvírugi umboðsmaður at-
vinnurekendavaldsins, vega-
málastjórinn, orðið að sætta sig
við, aé um 8 stunda vinnudag
hefir verið samið í opinberri
vinnu, og kom þetta fyrst til
framkvæmda s. 1. sumar; en
fjöldi verkamanna skorti skiln-
ing á þessum mikla sigri alþýðu
samtakanna.
Þeir léðu skipulögðum áróðri
vegavinnuverkstjóranna og
annara slíkra manna gegn rétt-
arbót iþessari eyru og andstæð-
ingar 8 stunda vinnudagsins
töldu sig nú hafa náð þeim
hljómgrunni hjá þeim mönnum,
sem njóta umbótanna, að þess
væri freistandi að hefja aðferð
gegn þeim, og þá er það, sem
umbjóðendur atvinnnurekenda-
valdsins á Alþingi Sigurður frá
Vigur & Co. bera fram þings-
ályktunartillögu í þeim tilgangi
að afnema 8 stunda vinnudag í
vega- og brúargerð.
Þessa þingsályktunartillögu
sína rökstyðja flutningsmenn
með því, að vega- og brúar-
vinnumennirnir séu óánægðir
með 8 stunda vinnudag og í
öðru lagi þarfnist verkin, sem
unnin séu lengri vinnudags.
Skal þetta nú athugað nánar.
Andstæðingar alþýðusamtak-
anna hafa því mjög á lofti hald-
ið við verkafólk, að tekjur þess
yrðu minni með 8 stunda vinnu
degi en 10 stunda. Að óathug-
uðu máli virðist þetta liggja
beint við, en ef verkamenn eru
minnugir þess, að þegar samið
var um 8 stunda vinnudag, var
þess gætt af verkalýðsfélögun-
um, aé dagkaupið breyttist ekki
verkamönnum í óhag og í öðru
lagi skal á það bent, að það er
hvergi fram tekið í neinum
samningum verkalýðsfélag-
anna, að ekki megi vinna 10
stundir, heldur aéeins að 2
stundirnar skulu greiddar
hærra verði en þær 8 stundir,
sem í hinum almenna vinnu-
degi felast.
Þetta síðara fellir því með
öllu þá röksemd Sigurðar úr
Vigur & Co., að 8 stunda vinnu-
dagurinn stríði á móti þörfinni
fyrir að nota vel hin stuttu sum
ur okkar til vega- og brúar-
gerða, og þetta veit Sigurður,
þótt hann látist ekki vita það.
Við viðurkennum allir þörf-
ina á auknum ðg bættum veg-
um og brúm. Við viðurkennum
jafnframt, að nota þarf vel okk-
ar stuttu sumur til þessarar
vinnu, en ég neita því algjör-
vísu frestað nokkru lengur en
sjálfum sambandsslitunum.
Alþýðuflolíkurinn hefir með
iþessu tilboði, sem er í aðalat-
riðum mjög áþekkt málamiðl-
unartilboði því, sem sent var
stjórnarskrárnefnd síðast í nóv-
emiber af hinum fjórtán þjóð-
ikunnu menntaimönnum, teygt
sig langt til samkomulags. Hann
setur aðeins þau skilyrði fyrir
iþátttöku sinni í afgreiðslu skiln
aðarmálsins, að farið verði í
öllu að lögum, gerðir samning-
ar ekki brotnir á enn verandi
sambandsþjóð okkar, og full-
ikomins velsæmis verði gætt
gagnvart virðulegum og mikils
metnum konungi. Þjóðarinnar
vegna, álits hennar í nútíð og
framtíð, vill Alþýðflokkurinn
að þetta þrennt sé tryggt.
Lengra en lög og velsæmi leyfa
vill hann ekki ganga.
En hann hefir sýnt sinn igóða
vilja til að skapa þj-óðareiningu
um skilnaðanmálið. Og sýni
hinir nú fyrir sitt leyti, hvað
þeir vilja til hennar vinna!
lega að 8 stunda vinnudagur sé
þar þrándur í götu.
Eigi vegagerðin að vera
meira en kák eitt, verður að
taka í þjónustu hennar fáan-
legar nýtízku vélar.
Um þá kröfu til yfirstjórnar
vegamálanna skulum við sam-
einast en jafnframt gera okkur
grein fyrir gildi þess unna sig-
urs alþýðusam lakanna, sem 8
stunda vinnudagurinn felur í
sér, og standa samhuga gegn
þeim árásum er á þessa réttar-
bót eru gerðar, svo og gegn öll-
um tilraunum andstæéinga al-
þýðusamtakanna til að draga úr
réttarbótunum, sem fengist
hafa.
En til þess, að við séum þessa
umkomin þurfum við sífellt að
muna baráttutæki okkar, stétt-
arsamtökin, og rækja skyldur
okkar við þau, taka virkan þátt
í starfi félaganna, sækja fundi
þeirra, greiða gjöld okkar og
vera stöðugt á verði gegn þeim
öflum, oft duldum, sem vinna
að því að sundra samtökunum
og rífa niður það sem upp hefir
verið byggt.
I hvert sinn, sem alþýðusam-
tökin hafa unnið nýjan sigur og
fært alþýðu manna bætt kjör
eða aukin mannréttindi, hefir
andstæðinga þeirra ekki skort
kögursveina, er reynt hafa að
túlka kjara- og réttarbæturnar
fyrir alþýðunnni á þann veg, að
j&T ÝÚTKOMIÐ HEFTI tíma-
ritsins ,,Straumhvörf“
birtir athyglisverða grein eftir
Lúðvík Kristjánsson, sem nefn-
ist „Minjar og menning“. Þar
segir meðal annars:
„Ýmsir telja það litlu máli
skipta, hvort í huga þjóðarinnar
varðveitist þau einkenni úr stríði
og striti forfeðra okkar, sem hvað
helzt settu svip sinn á þann stranga
skóla, er þeir námu í speki lífs-
ins. Það er talið til borgaralegrar
smámunasemi, sem umfram allt
verði að úthýsa. Það á ekki að
horfa til baka, ekki að seilast um
öxl eftir lokunni að reynslu fyrri
kynslóða. Menn eiga að norfa
hnakkakertir fram mót komancli
degi og hirða ekki um, þótt fenni
í slóðina, sem að baki er. Þessi
boðskapur hefir náð að skjóta öng-
um, þótt hann sé tvíeggjaður og
láti mönnum misjafnlega í eyrum.
Að mínum dómi er það þýðing-
armikill þáttur í lífi og skaphöfn
hvers íslendings, að hann þekki
forsögu sína. Það skiptir ekki ýkja
miklu, hvort þú eða ég kunnum
skil á Flóabardaga eða Önundar-
brennu, en hitt er ekki lítils virði,
að við skynjum þá eldskírn, sem
íslenzk alþýða varð að .ganga und-
ir til þess að fá borgið lífinu. Sé-
um við alls óvís um hin frum-
stæðu atvinnutæki fyrri kynslóða,
hýbýli þeirra, klæðnað og mötu •—
atvinnulíf og menningarstarfa -—
fáum við ekki skilið baráttu né
hugsunarhátt þeirra manna, sem
við teljum feður okkar. Við erum
eins og bergbúar, sem af tilviljun
hafa sloppið út úr klettinum og
eygja víðáttu á alla vegu. Við
stöndum áttavillt á berangrinum
og vitum ekki hót meira um það,
sem er okkur að baki, en það, sem
við augum blasir.
Eigum við að láta leiðast átta-
villt út á slíkan berangur? Eigum
við að láta þjóðræknisvitund okk-
ar sofna, af því að slíkt kunni bezt
Hár
keypt
háu
verSi.
Verzl. Goðafoss.
Laugavegi 5.
slíkt væri henni óhagstætt í
alla staði og hagsmunum henn-
ar því betur borgið, ef kjara-
eða réttarbæturnar yrðu af-
numdar.
Tvö dæmi skal ég aðeins
nefna hér.
Þegar Alþýðuflokkurinn barð
ist fyrir því á alþingi að togara-
‘ vökulögin yrðu sett, sagði þá-
verandi þingm. N.-ísfirðinga
Jón A. Jónsson að hann sem
kunnugur gæti fullyrt að þetta
væri áframkvæmanlegt, þegar
togararnir væru að veiðum út
af Vestfjörðum. M. ö. o., að
vökulögin útilokuðu togarana
frá að sækja á fengsælustu fiski
miðin og þau stríddu því gegn
hagsmunum þeirra, er sjó-
mennsku á togurum stunduðu.
En ég vil nú spyrja þig les-
andi góður, hefir þetta reynst
svo?
Þegar Alþýðuflokkurinn barð
ist á alþingi fyrir tryggingar-
málunum sagði guðsmaéurinn
Magnús Jónsson prófessor, að
það tæki helmingi lengri tíma
Frh. á 6. »ðu.
að falla að kröfum tímans, og trúa
því, að við séum aðeins börn morg-
undagsins? Eigum við að trúa því,
að vakandi þjóðræknisvitund geti
verið þröskuldur í farvegi sið-
rænna og hagnýtra strauma frá
umheiminum? “
Síðar í grein sinni segir Lúð-
vík Kristjánsson:
„Eins og okkur er nauðsynlegt
að muna þær skyldur, sem snerta
verkefni líðandi stundar, megum
við heldur ekki gleyma því, að við
höfum skyldum að sinna í sam-
bandi við minningar þjóðarinnar.
En oft er þeim skyldum gleymt.
Sumum finnst það lítil þjóðholl-
usta að snuðra uppi löngu liðna
menn og atburði til þess að votta
þeim einhverja ræktarsemi. Slíkt
er talið til fordildar, fráhvarfs
frá lífinu og vandamálum líðandi
stundar.
Eflaust lízt flestum þessi skoðun
tæpast álitsverð. Eða getur það
verið álitamál, hvort yfir moldum
Björns í Sauðlauksdal á að hanga
illa gerð fuglahræða; eða hvort
þar á að þjóta í skógarlundi, þar
sem þrösturinn syngur ljóð sín
hinu íslenzka skáldi gróandans?
Getur það verið efunarmál, að við
sinnum ekki skyldunni við minn-
ingar þjóðarinnar með því að fela
stóðhrossum varðveizlu þeirra
staða, þar sem ömmur okkar og
afar völdu ástvinum sínum síðustu
hvílu? Geta verið skiptar skoðanir
um það, að lítil ræktarsemi er í
því fólgin, að skila niðjunum óðali
Isleifs biskups í gervi biðukollu?
Þannig mætti spyrja í þaula . . .“
Því betur hafa ekki allir
ruglast svo í mati verðmætanna
á þessari umbrotaöld, að þeir
hafi gleymt fortíðinni. Því að
þjóð, sem á enga fortíð eða tap-
ar sambandinu og ræktarsem-
inni við hana, á áreiðanlega
enga framtíð.