Alþýðublaðið - 20.01.1944, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 20.01.1944, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 20. jaiiúar 1944. ALI>VÐUBLAÐ1Ð 7 Jarðarför mansins míns Jóns Stefánssonar frá Blönduholti í Kjós fer fram föstudaginn 21. jan. og hefst með húskveðju að heimili hans Bergþórugötu 1 kl. 11 f. h. Jarðað verður frá Saurbæjarkirkju á Kjalarnesi um kl. 2 sama dag. Bílferðir vesða frá Bergþórugötu 1 að lokinni húskveðju. Sigríður Ingimundardóttir. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu mér samúð- og hluttekningu við andlát og jarðarför mannsins míns Magnúsar ftlagnússonar, umslónarmans Guðfinni Jónsdóttir. Hugheilar þakkir til ykkar allra, sem sýndu mér vinar- hug á áttatíu ára afmæli mínu 15. þ. m. með heimsóknum, blómum, skeytum og öðrum gjöfum, er gerðu mér daginn ógleymanlegan. Guð blessi ykkur öll. HALLA MATTHÍASDÓTTIE. Krosseyrarveg 11. Hafnarfirði. Störgjðf til viaBD- Frh. af 2. síðu. hitt er þó engu síður nauðsyn- legt, að menn geri sér tafar- laust grein fyrir. hvað geri hina innlendu skipasmíði óhæfi lega dýra. En það eru fyrst og fremst hin gífurlegu flutnings gjöld á öllu, > er til skipasmíða þarf. Samkvæmt athugun, er Bárð ur G. Tómasson, skipaverk- fræðingur á ísafirði, gerði og prentuð er hér á eftir sem fskj. II., er flutningskostnaður, vátrygging, stríðstrygging og tollar á efni í 15 rú.mlesta mót orbát nú kr. 45 296,00 miðað við kr. 1 831,00 árið 1938 eða kr. 43 465,00 hærri en þá miðað við Norðurland. En 15 smálesta1 vél- bátur kostaði þá sem næst kr. 23 000,00 seglbúinn með vél. Þessi hækkun ein nemur um kr. 3 000,00 á smálest 1 hverri nýbyggingu, og mun þá álagn- ing ekki talin með. Flm. telja brýna náuðsyn bera til, að hið opinbera hlaupi undir bagga um lækkun flutn- ingsgjalda, stríðstrygginga 0. fl., enn fremur, að hagkvæm, álagningarlaus innkaup verði gerð og ýmis önnur aðstoð veitt og muni þá vera unnt að tryggja, að innlendar skipa- smíðar haldi áfram með fullúm krafti. En til þess þarf alþingi að bregða við með skjótar og öruggar ráðstafanir.“ , Bréf stjórnarfulltrúa Svía fer hér á eftir: Herra alþingismaður. Hinn 18. marz í fyrra sendi Frá Ameríku Frá Norðurl. Mismunur 1943 1938 23800,00 800,00 23000,00 3976,00 161,00 3815,00 1080,00 43,00 1037,00 1080,00 43,00 1037,00 2400,00 96,00 2304,00 12960,00 688,00 12272,00 45296,00 1831,00 43465,00 800 teningsfet eik ........... 200 teningsfet fura .......... lOOOkíló legufæri ............ Boltar, saumur og smíðajárri Skipsbúnaður og fleira........ Vél .......................... Samtals 45296 : 1831 — 25-faldur kostnaður. Næturlæknir er í nótt í Lækna- varðstofu Reykjavíkur, sími 5030. Næturvörður er í Iðunnarapó- teki. ÚTVARPIÐ: 12.10—13.00 Hádegisútvarp. 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. 18.30. Dönskukennsla, 2. fl. 19.00 Enskukennsla, 1. fl. 19.25 Þingfréttir. 19.45 Lesin dagskrá næstu viku. 20.00 Frétti.r 20.20 Útvarpshljómsveitin (Þórar- inn Guðmundsson stjórn- ar): a) Lög úr ,,Copelia“ eftir Delibes. b) ,,Til vors- ins“ eftir Grieg. c) Mars eftir Schild. 20.50 Frá útlöndum (Björn Franz son). 21.10 Hljómplötur: Lög leikin á cello. 21.15 Lestur íslendingasagna (dr. Einar Ól. Sveinsson).. 20.40 Hljómplötur: íslenzk log. 21.00 Fréttir. Kvennadeild Slysavarnafélags fs- lands heldur fund í kvöld kl. 8.30 í Oddfellow-húsinu niðri. Á fundin- aim verður rætt mjög áríðandi fér lagsmál. Þá syngur Maríus Sölva- son einsöng og Pétur Pétursson, útvarpsþulur, les upp. — Félags •konur eru beðnar að fjölmenna og framvísa félagsskírteinum við inn- ganginn. JMjólkurbúðirnar verða lokaðar í dag til kl. 10 fyrir hádegi. Kvörtunum um rottugang í húsum er veitt móttaka í síma 321:0 til 25. þ. m. kl. 10—12 f. h. og kl. 1—5 e. h. Áðaistfeinn Jóhannsson meindýra- eyðir, verður til viðtals í skrifstofu heilbrigðisfulltrúa, Vegamótastíg 6 alla virka daga kl. 9—12 f. h. til febrúarloka. Dagblöðin. Morgunblöðin komu ekki út í gær vegna rafmagnsleysisins. Ekki var búið að fullprenta allt upplag Alþýðublaðsins í fyrramorgun, er rafmagnið bilaði, og var ekki hægt að ljúka prentun þess fyrr en í gær. Háskólafyrirlestur. Næstkomandi sunnudag, 23. þ. m., flytur dr. phiL Guðmundur Finnbogason fyrirlestur i hátíðasal háskólans, er hann nefnir: „Tím- ínn og eilífðin“. — Fyrirlesturinn hefst kl. 2 e. h., og er öllum heim- 111 aðgangur. Dansskóli Rigmor Hanson tekur til starfa á ný í 'þessari viku. í dag kl. 8 fyrir þá, sem vilja læra Jitterbug, kl. 10 framhalds- námskeið fyrir þá, sem voru fyrir jól (vals, foxtrott, tango) og byrj- unaratriði í Rumba og La Conga. Á mánudögum kl. 8 Rumba og La Conga. Kl. 10 vals, foxtrott og tango (fyrir byrjendur). Flokkar fyrir börn og unglinga verða á föstudögum. Fundur Náttúrulækningafélagsins verður kl. 814 í kvöld í húsi Guðspekifélagsins við Ingólfs- stræti. Nýjum félögum veitt mót- taka á fundinum. „ESJA“ í strandferð austur um land til Siglufjarðar síðari hluta vik- unnar. Vörumóttaka til hafna frá Siglufirði til Norðf jarðar ár- degis í dag og til hafna frá Norðfirði til Fáskrúðsfjarðar síðdegis í dag. — Pantaðir far- seðlar óskast sóttir í dag. Tollar eru reiknaðir með í báðum tilfellum, en sjó- og stríðstrygging er ekki tekin með á flutningi ffá Norðurlöndum, enda var sá liður ekki teljandi. Þótt um stærra skip væri að ræða, mpndi hlutfallið verða Sbitnaðarmðllð. Frh. af 3. síðu. og þar með fullkominni einingu um málið. En næðist hún, þarf enginn að kvíða því, að ekki fáizt sá meirihluti með skilnað- inum við þjóðaratkvæðagreiðsl- una, sem til skilinn er í sam- bandslagasáttmálanum. Ég vildi hvetja fyrirhugaða nefnd í þessu máli til þess, sagði Haraldur að síðustu, að reyna að ná samkomulagi á þeim grundvelli, að síðustu at- kvæðagreiðslu um sambands- slitatillöguna og stjórnarskrár- frumvarpið verði frestað til 19. eða 20. maí, og mætti þá ræða við Dani og konung, ef færi gæfist, fyrir þann tíma. Við hefðum þá að minnsta kosti sýnt vilja okkar og viðleitni í þá átt. En dygði ekki sá írestur virðist mér ómögulegt að gizka á, hve langur tími kynni að líða þar til samband næðist við konung og viðræður gætu farið fram. Þjóðaratkvæðagreiðslu um málið mætti undirbúa þannig fyrirfram, að hún gæti farið fram strax næstu daga eftir að fullnaðarsamþykkt sambands- slitanna og lýðveldisstjórnar- skrárinnar hefði farið fram á alþingi. ég eftir beiðhi yðar símskeyti til Stokkhólms með fyrirspurn um, hvort hægt væri að fá smíðaða fyrir íslenzka ríkið, ef til kæmi, 50—100 fiskibáta, 15 —100 smál. að stærð. Ég fékk þá það svar, að þetta væri ekki unnt, m. a. vegna skorts á efni. Fyrir tveim mánuðum spurð- ist ég á ný fyrir um í Stokk- hólmi, hvort ástæðurnar hefðu batnað og hvort möguleikar væru nú á að fá smíðaða nokkra fiskibáta. Þetta símskeyti sendi ég eftir annarri beiðni til mín (Emils Jónssonar). í gær fékk ég svar á þá leið, að nú væri hægt að verða við óskum íslendinga um smíði skipa, það er að segja fiskiskipa úr tré með tré eða járnböndum. Það lítur út fyrir, að þegar í stað væri hægt að semja um 45 slík skip og að viðkomandi sé reiðubúinn að ræða um smíði fleiri skipa síðar. Væntanlegir kaupendur ættu að setja sig í samband við félagið Sveriges Mindre Varv í Gautaborg. Ég væri mjög þakklátur fyrri að fá að vita, hvort þér hafið enn sama áhuga á þessu máli. Með mjög mikilli virðingu. Otto Johansson. Hér fer á eftir skýrsla Bárð- ar G. Tómassonar um mismun á flutningskostnaði á efni • frá Ameríku 1943 og á efni frá Norðurlöndum 1938 í 15 rúm- lesta fiskibát. Stefán Jóh. Stefánsson minnt- ist í umræðunum á eftir nokkr- um orðum á ræðu Haralds Guð- mundssonar. Hann sagði að eins og vænta hefði mátt frá honum hefði hann skýrt rétt frá því, að Alþýðuflokkurinn hefði ekki lagt neitt bann við því, að tala á aðra lund í þessu máli en flokkurinn í heild hefði ákveðið að gera. Alþýðuflokkurinn hefir þannig farið öðruvísi að, sagði Stefán Jóharin, en hinir flokk- arnir, sem hafa Ieitazt við að handjárna þingmenn og aðra þekkta me^limi sína til þess að kæfa niður allar þær raddir sín á meðal, sem ekki hafa fallið saman við hina opinberu flokks- skoðun. Stiórnarskrárnefnd efri deildar. Kosning í stjórnarskrárnefnd efri deildar á þriðjudaginn fór þannig, að kosnir voru Bjarni Benediktsson og Magnús Jóns- son af hálfu Sjálfstæðisflokks- ins, HeiÁiann Jónasson og Bern- harð Stefánsson af hálfu Fram- sóknarflokksins og Brynjólfur Bjarnason af hálfu Kommún- istaflokksins. Alþýðuflokkurinn hafði stillt upp Guðmundi I. Guðmundssyni, en hann náði ekki kosningu. Leitað að litln stúlk- DDDÍ tíl kl. 3 DBl nóttifla. En hún svaf h]á vinkonu sinni par til i ffrramorgun. f ITLÁ TELPAN, sem lög- ■®“'í regla og skátar leituðu að meirihluta nætur í hinni fyrrinótt, kom heim til sín í fyrramorgun heil á húfi og hafði dvalið hjá kunningja- konu móður hennar, sem á heima í húsi skammt frá. Eins og skýrt var frá í blað- inu í fyrradag, týndist telpan um kl. 8 kvöldið áður. Leitaði fólk hennar í fyrstu, en um kl. 10.30 um kvöldið hóf lögrglan leit sína og var fjölmennn. Síð- ar, eða kl. 11, hófu fjölmennar skátasveitir leit. Var fyrst og fremst leitað á húsuim o.g í ná- grenni Barónsstígs 30, þar sem telpan átti heima. Meðal ann- ars sendi móðir telpunnar til kunningj akonu sinnar á Njáls- götu 50, fóru tvær unglings- telpur í þessa sendiför, en riiunu ekki hafa hitt þá konu, er þær áttu að hitta, enda fengu telpurnar þau svör, að telpan væri þar alls ekki. Var leitinni svo haldið við- stöðulaust áfram, í vonzku veðri, til klukkan 3 um nóttina, en þá var henni að mestu hætt. En síðan kom telpan heim til sín í fyrra morgun. Telpan mun oft hafa verið hjá ksnu þesari á kvöldin, er móðir hennar var við vinnu sína, ef til vill hefir hún sagt konunni að hún mætti vera hjá henni um nóttina, en svo virð- ist þó, sem fólk ætti að kynna sér slík ferðalög barna — og hér átti sér stað. ' Aðalfundur Breiðfirðingafélag-sms var haldinn í Sýningarskála listamanna, þann 13. þ. m. í stjórn voru kosnir: Jón Emil Guðjónsson, formaður, Ingveldur Sigmunds- dóttir, varaformaður, Sigurður Hólmsteinn Jónsson, ritari, Snæ- björn G. Jónsson, gjaldkeri. Með- bælis berbiasjflk- linga. Oafist verðnr banda um bygg- ingu hælisiss á Desso ári. O TJÓRN sambands ís- ^ lenzkra berklas j uklinga 'boðaði blaðamenn á fund. Sinn í fyrradag og skýrði þeim frá því, að henni hefði þann dag borizt mikil og: höfðingleg gjöf frá Oddi Helgasyni stórkaupmanni, 20 þúsund krónur til fyrirhug- aðs vinnuhælis berklasjúkl- inga. Þá skýrði stjórnin frá því, að eignir sambandsins næmu nu um 400 þúsund krónum — og væri meginhluti þess sjóður hins væntanlega vinnuhælis. Stjórnin kvaðst hafa mikinn hug á að byrja á þessu ári að reisa vinnuhælið, en enn kvað hún ekki ákveðið til fulls hvar það yrði reist, en nauðsynlegt kvað hún, að þar væri hægur aðgangur að heitu vatni pg raf- magni. Eins og kunnugt er, voru á síðasta alþingi samþykkt lög, sem heimila að draga frá skatti gjafir, sem menn gefa til virniu- hælisins. Mun það stuðla mjög að því að efla þetta nauðsyn- lega fyrirtæki. Stjórn sambandsins hefir nu og gefið út skýrslu um fjársöfn- unina á berklavarnadaginn. Samkvæmt henni söfnuðust alls. kr. 90 560.49, þar af hér í Reykjavík kr.: 55 624.09 og á Siglufirði tæpar kr.: 5 700.00 — en þar varð eindæma góður árangur af fjársöfnuninni. stjórnendur: Davíð Ó. Grímsson, Lýður Jónsson og Óskar Bjart- marz. í varastjórn voru kosnir: Guðbjörn Jakobsson, Jóhannes Ólafsson og Ólafur Þórarinsson. Félagsmenn eru nú á 7. hundraði. Innan félagsins starfar söngkór og málfundafélag. Hið árlega Breið- firðingamót verður haldið aðt Hótel Borg laugardaginn 22. janú- ar næstkomandi. svipað. Tölur þessar eru teknar eftir þeim beztu heimildum, sem ég hefi getað aflað mér um farm- gjöld og annað. ísafirði, 6. janúar 1944. B. G. Tómasson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.