Alþýðublaðið - 20.01.1944, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 20.01.1944, Blaðsíða 6
*___________ ALÞYÐUBLAÐIP Fimmtudagur 20. jauúar 1944. Sú var tíðin .. . AiÞESSUM UNDAÍtLEGU og viðsjárverðu tímum er svo komið, að iþað þykja ekki fréttir nema 100 flugvélar séu skotnar niður á einum sólar- h.ring, einhver mikilvæg borg falli í hendur Rússum eftir heiftarlega bardaga, eða Banda ríkjamenn gangi á land á ein- hverri mjög þýðingarmikilli eyju í Kyrrabafi, og rnega þetta þó allt teljist smáfréttir, miðað við það, sem koma skal, innrás ina. Allur þessi taugaæsingur og lýsingar á morðum, blóðugum orrustum og öðru því, sem er samfara villimennsku nútímans, rugl'ar menn, gerir þá nærri samdauma óþverranum. En samt er erfitt að rjúfa með öllu tengslin við fortíðina, ljúf- ■ar endurminningar um friðsam- ,ar borgir og staði, sem ekki voru vettvangur ihernaðaraðgerða og efbeldisverka, og það er oft gott að reyna að gleyma andartak hörmungum líðandi stundar og láta hugann reika til þess tíma, þegar rnenn höfðu eitthvað anji að að gera en að rannsaka „Gyð ingavandamár', deila um ýmis- konar „isma“ eða nýskipan. Þeir tímar eru að vísu liðnir, er mannslífið var einhvers virði og manngildið var metið meira en nú, en það er von allra hugs andi manna, að þeir tímar komi aftur og mönnum takist að læra að vandamál heimsins verða ekki leyst með „blóði og járni“. Sá, er línur þessar ritar dvaldi allmörg sumur í sveit í Noregi í bernsku sinni. Það var ekki alllangt frá Bergen, þar sem heitir Ós-hérað. — Suð ur af Bergen, um það bil 30 km frá borginni skerst fjörður einn inn í landið. 'Hann heitir Bjarnarfjörður. Handan fjarðar ins getur að líta snæviþakinn Folgefonn-jökul og Harðangurs fjöllin. Á fögrum sumardögum var þar margt um kappsiglingabáta og skein á þanin seglin í sól- skinjinu. Það var fögur sjón. Smádrengir voru þar á kænum sínum og dorguðu, en á klettun um niður við sjóinn lá unga fólkið í sólbaði. Þar var lítið .þorp, sem á máli þeirra Ivar Aasens og Garborgs netfndist Osöyri, eða Óseyri á okkar tungu, Þar voru búðir upp á gamla móðinn. Þar inni var þessi einkennilega stemning, sem einkennir slíkar verzlanir, eða „landhandleri“, eins og þær voru nefndar. Þar var eitthvað unjdarlegt satmlbland af steinr olíulykt, kryddlykt og vefnað- arvörulykt. Þar máttj kaupa sykur, flugnapappír, brauð, nærföt, skó, heftiplástur, örygg isnælur og sælgæti, yfirleitt allt, sem talið var að menn þyrftu til daglegra þarfa. En búðirnar voru annað og meira. Þær voru samtímis fréttamið- stöð. Þar mátti fá öruggar upp- lýsingar um, að nú hefði frú Olsen eignazt tvíbura, að Þórð- ur á Bjargi hefið unnið 200 kr. í happdrættinu, eða að hann Jensen héldi við frú Hansen. Járnbraut tengdi sveitina við Nesttun, 10 km. frá'Bergen, en þaðan voru greiðar samgöngur við borgina. Járnbraut Iþessi var undarlegt fyrirtæki. Eimreiðirn ar voru líkastar því, sem maður sér í ,,cowboymyndum“, reyk- háfurinn var eins og olíutrekt í laginu og þegar hljóðmerki var gefið, var það líkast blístri S tekatli. Brautin sjálf var ör- mjó og vagnarnir áþekkir brúðu lestum, með gljáandi olíulömp- um, sem sveifluðust til og frá er lestin rann eftir brautinni. Hraðinn var'ekki meiri en svo, að maður, sem ekki var mikið yfir fertugt, gat hlaupið lestina uppi, og það var alsiða meðal unglinga að leggja af stað á reið hjóli samtámis lestinni og vera svo kominn á áfangastað þegar lestin brunaði inn á stöðinu. Svo fundu vitrir menn, að hún hæfði ekki lengur kröfum tímans og var brautin lögð nið- ur. Öldurmenn og þorpsvitring ar ræddu lengi vel um, hvað hægt væri að gera við eimreið- irnar og vagnana. Eitt sinn frétt ist, að íslendingar hefðu í hygju að koma sér upp járnbraut, og kom þá til tals, að reyna að selja 'allt dótið til íslands, en sú ráðagerð fórst fyrir, og endir- inn varð sá, að eimreiðirnar voru sendar til Spitzbergen og notaðar við kolavinnslu þar, en vagnarnir seldir sem sumarbú- staðir fyrir lítinn pening. í fögrum dal, ekki alllangt frá ‘ Óseyri, eða 22 km. suður af Bergen er byggð, sem nefn- ist Söfteland. Blátær á liðast efitir dalnum, en á bökkum hennar vaxa kræklótt birkitré, en upp af ánni eru engi bænd- anna í kring. Eitt isinn fengu táp miklir unglingar bygðarlagsins þá hugmynd, að rétt væri að fara að iðka knattspyrnu. Tókst að aura saman í knött og tókst þegar hinn fjörugasti leikur á engi eins bóndans, sómakarls. En hann misskildi nýja tímann og sagði að þetta færi illa með engið, tók haglabyssu sína, hlóð hana salti og skaut i sitjandann á nokkrum knattspyrnumönn- um. Varð þessi atburður til þess að tefja framgang þessarar göf- ugu íþróttar um nokkur.t skeið. Á járnbrautarstöðinni söfnuð ust menn saman til skrafs og ráðagerða á sunnudögum og léku ýmsar listir sér til dund. urs. Allir unglingar í plássinu litu upp( til hinna fullorðnu, rösku manna og þeirra vinsæl- astur var Leonard múrari. Hann gat farið á þeysispretti á reiðhjóli, án þess að snerta stýrið, staðið á höndunum og reykt sígarettu, þótti djarftæk- ur til kvenna og enginn stóð honum á sporði í poker, lang- hundi eða tuttugu og eitt. Það var karl í krapinu. Bræðumir í Hlíð þóttu ekki eins glæsilegir, enda tóku þeir svo geyst í vör- ina að þeir voru áþekkastir peil- kan-fuglum í framan. Þótti kvenfólkinu þetta að vonum mikið lýti á jafnvöskum svein- pm. Þá var aldrei verið að æsa sig út af stjórnmálum, menn kusu þegar kosningar voru og flestir kusu vinstrimenn. Hins vegar var oft karpað um það, hvert réttlæti væri í því, að áfengt öl fengist í hverri búð í Bergen, en ekki í sveitinni. Fannst Olíúflutningaskip í björtu báli. Mynd þessi er tekin úr flugvél. Hún sýnir olíuflutningaskip í björtu báli. Skipið rakst á flak af öðru olíuflutningaskipi, sem orðið hafði fyrir tundurskeyti kafbáts. Hvílir skipið ofan á flakinu. og sést mastur flaksins yfir skut þess. Við áreksturinn, (undan Floridaströnd), fórust 88 mánns^ mönnum þetta mikið glapræði af sveitarstjórninni. Árið 1931 —i32 var talsvert rætt um Quisling, sem þá var landvarna ráðherra í ráðuneyti Kolstads. Þá kom það nefnilega fyrir, að Quisling varð fyrir „árás“ í ráðu neyti sínu og hélt því fram, að útlendir menn hefðu viljað ræna mikilvægum skjölum. Var þetta uppspuni einn, eins og síðar kom á daginn. Leonard fullyrti, að Quisling hefði reynt að draga konu dyravarðarins í ráðuneyt- inu á tálar, en hann hefði reiðzt þessu athæfi, sem vonlegt var og gefið flagaranum ráðningu. Féllust menn almennt á þessa skýringu. Th. S. Uppboðið, sem fram átti að fara við Arnarhvol síðastl. þriðju- dag, en frestað var vegna óveðurs, verður haldið í dag kl. 10 f. h. og verður þá seldur ýmis konar verzl- unarvarningur: ‘ Leirker, knöll, veski, greiður, penn- ar, stálhúsgögn, búningar á 8—10 ára drengi, hanzkar og margt fl. Auk þess verð- ur einn Radiofónn. Greiðsla fari fram við ham- arshögg. BORGARFÓGETINN I REYKJAVÍK. Úfbreiðið Alþýðublaðið. Sambór Reykjsvfknr efnlr til firstn söoo- skeœmtnnar slnnar ð fimmtsdaoskvöld. Samtal við söngsíióraim Jóbatm TrFggvason: ]VT ÝR SÖNGFLOKKUR ^ Samkór Reykjavíkur og Karlakórinn „Ernir“ efna til fyrstu sön'gskemmtunar sinn ar í kvöld klukkan 11.30 í Gamla Bíó. Alþýðublaðið átti í gær stutt samtal við söngstjóra kórsins, Jóhann Tryggvason söngkenn- ara, og sagði hann meðal ann- ars: „Karlakórinn ,,Ernir“ hefir starfað í nokkur ár. í honum eru 30 félagar. Haustið 1942 auglýsti hann eftir söngfólki til viðbótar, og í marzmánuði 1943 var stofnaður Samkór Reykja- víkur með um 60 meðlimum. 1 stjórn kórsins eru: Gísli Guðmundsson formaður, Svav- ar Erlendsson, Sigríður Sigurð- ardóttir, Elinhorg Gísladóttir og Valdimar Leonhardsson. í stjórn „Arna“ eru: Daníel Sumarliðason formaður, Gunn- ar Björnsson og Árni Pálsson. Ég vil taka það fram, til að koma í veg fyrir misskilning, að Ernir eru í Samkórnum, en þeir syngja auk þess sjálfstætt á fyrstu söngskemmtun sam- kórsins, sem haldin verður næstkomandi fimmtudagskvöld í Gamla Bíó kl. 11.30.“ — Söngskráin? „Hún verður fjölbreytt. Sam- kórinn syngur 8 lög, en karla- kórinn „Ernir“ syngur fjögur lög.“ StðadQB saman Frh. af 4. síðu. að græða beinbrot manns, sem væri tryggður, heldur en þess sem ótryggður væri. Má af þessu marka það böl, sem Magnús Jónsson lézt sjá í tryggingum alþýðumanna til handa og af einskærri um- hyggju(I) fyrir almenningi barð ist hann og aðrir íhaldsmenn því gegn tryggingunum. En hvað segir þú nú lesandi góður? Hefir reyndin orðið sú, er Magnús Jónsson spáði? Og á sama hátt hamast at- vinnurekendavaldið gegn 8 stunda vinnudeginum, gegn or- lofi verkafólks o.fl. o.fl. Alþýðusamband íslands hefir boðið upp á tvær lausnir á vinnudeginum í vega- og brú- argerðinni. Annað hvort að 48 stunda vinnuvikan sé unnin á 5 dögum og er það til mikils hagræðis fyrir þá, sem „liggja við“ fjarri heimilum sínum* eða þá að unnar séu 10 stundir á dag, þar sem þess er talin þörf og 2 stundir séu greiddar' með aukavinnukaupi. Og geti atvinnurekandi vega- og brúar- vinnunnar, ríkisvaldið, ekki fallist á þessa lausn málsins, hljótum við í alþýðusamtökun- um að væna þennan atvinnu- rekenda um tilraun til að ónýta þennan unna sigur alþýðusam- takanna, en gegn slíku verðum. við að standa í samtölcum okkar sem órjúfandi múr, er gerir slíka tilraun að engu. Stöndum saman um unna sigra. Um borð í Súðinni 11. janúar 1944. Helgi Hannesson. Anglia heldur fund í kvöld að Hótel Borg. Björn Björnsson cand. mag„ flytur fyrirlestur um Hamlet. Frú María Eiríksdóttir, Krosseyrarveg 3, Hafnarfirði, verður 60 ára í dag.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.