Alþýðublaðið - 21.01.1944, Side 2

Alþýðublaðið - 21.01.1944, Side 2
ALÞYÐUBLAÐIÐ Föstu,dagur 21. jauúar 1944. Fórsi með Max Pemberion Skjölin varðandi skilnaðaiv málið verði bsrt pegar í stað S HÉR BIRTIST mynd af Að- alsteini Árnasyni, háseta, sem fórst með togaranum Max Pemberton. Hann var fæddur 16. september 1924, og því rúmlega tvítugur. Hann var frá Seyðisfirði, en til heimilis að Efslasundi 14 hér í bænum. (Það tókst ekki fyrr en í gær að ná í mynd af Aðalsteini heitnum.) Þingmenn Alþýðnflokks- ins leggfa iram jþings- áljrktunartillðgn nm það i sameinuðu þingi. ÞINGMENN ALÞÝÐUFLOKKSINS hafa lagt fram í sameinuðu þiugi tillögu til þingsályktunar um birt- ingu skjala varðandi samband íslands og Danmerkur. Er tillagan í tvennu lagi: að 'þingmenn fái nú þegar af- rit af skjölunum og í öðru lagi að þau séu birt þjóðinni svo fljótt sem auðið er. ,,Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni: 1. Að láta alla alþingis- menn fá nú þegar afrit af þeim skjölum, er varða sam- band íslands og Danmerkur og farið hafa milli íslenzkra stjórnvalda annars vegar og Sósialismi ð vepni lýd- ræðis eia eiiræils. Rit um þetta efnieftir Gylfa Þ. Gísla- son dósent kom í hókaverzlanir í gær. |y ÝTT RIT eftir Gylfa Þ. Gíslason dósent kom í bókaverzlanir í gær. Heitir það „Sósialismi á vegum lýð- ræðis eða einræðis“, og er þriðja heftið af stjómmála- og fræðsluritum Alþýðu- floklcsins, en útgáfa þeirra hófst á síðast liðnu sumri. Áður voru komin út tvö hefti, eins og áður segir. í því fyrra voru tvær ritgerðir: Raf- veitur fyrir allt Island, eftir Sigurð Jónasson, og Beveridge- áætlunin, eftir Jón Blöndal. í öðru heftinu voru og tvær rit- gerðir um þjóðnýtingu, önnur eftir Jón Blöndal og hin eftir Sigurð Jónasson. Útgáfa þessi mun halda á- fram og birta fræðslu- og stjórn málaritgerðir. Er gott fyrir fólk að eignast þessi rit frá upphafi. Hin tvö fyrri fást enn í bóka- búðum. Þetta nýja rit Gylfa Þ. Gísla- sonar er 3 arkir að stærð. Það fjallar um efni, sem miklar deilur síandá um, og tekur höf- undurinn það föstum tökum, og kryfur til mergjar þau sjónar- mið, sem efst eru á baugi í þess- um málum. I niðurlagsorðum sínum seg- ir Gylfi Þ. Gíslason meðal ann- ars: , „Það sem með smáriti þessu hefir einikum verið ætlað að sýna fram á, er þetta: Alþýðuflokkurinn og Sósíal- istaflokkurinn eru báðir sósí- alistískir flokkar, þ. e. a. s. þeir vilja báðir áfnám kapitalism- ans. Alþýðuflokkurinn vill í lýðræðisíöndum gera það með aðstoð lýðræðisins, á grund- velli laga og þingræðis. en í einræðislöndum vill hann steypa einræðisherrunum af stóli, koma á lýðræði og vinna síðan að sigri sósíalismans á þeim grundvelli. Sósíalistaflokk urinn vill alls staðar, einnig í lýðræðisríkjunum, skapa hin pólitísku skilyrði til fram- Gylfi Þ. Gíslason kvæmdar sósíaiismans með því, að gerð sé stjórnanbylting, ,.ein ræði öreiganna“ komið ó fót, en öll mótspyrna brotin á bak aftur með valdi. Sósíalista- flokkurinn er því ekki lýðræð- isflokkur, þótt málsvarar hans láti stundum í veðri vaka í á- róðursskyni, að svo sé, enda hafa forystumenn hans oft lýst yfir fylgi sínu við hyltingar- leiðina og' hina svo nefndu byltingarsinnuðu túlkun á Marx ismanum. sem og þá fræði- menn, sem henni halda fram, og enn ekki tekið aftur neitt af fyrri ummælum sínum. Lýð- ræðisleiðin sem Allþýðuflokkur- inn vill fara, er tvímælalaust fær í lýðræðisríkjum, svo sem hér á íslandi. Höfundar hins svo kallaða „vísindalega sósíal- isma“. þeir Karl Marx og Friedrich Engels, sáu og fyrir, að svo myndi verða. Það er höfuðlkostur lýðræðislejiðarinn- ar, að hún og hún ein tryggir, að húgsjónir sósíalismans um | frelsi og jafnrétti geti rætzt til fulls. Sannur sósíalismi er ó- hugsandi án lýðræðis. Árang- úr lýðræðisleiðarinnar og bylt- ingarleiðarinnar verður því ekki hinn sami. Þess vegna verður Frh. á 7. síðu. stjórnvalda Danmerkur, Bret lands, Bandaríkjanna og full- trúa ‘ íslands erlendis hins vegar á tímabilinu frá 10. apríl 1940 til þessa dags, svo og af öðrum þeim skjölum og skilríkjum, snertandi sama efni, er upplýsingar kunna að gefa um þessi málefni. 2. Að láta birta alþjóð manna þessi sömu skjöl svo fljótt sem verða má, svo að kjósendum landsins gefist kostur á að athuga þau; áður en þjóðaratkvæðagreiðslan fer fram um niðurfellingu sambandslagasáttmálans frá 1918 og um lýðveldisstjórn- arskrá.“ í greinargerð fyrir tillögunni segja flutningsmenn: „Það er kunnugt, að milli- þinganefndinni í stjórnarskrár- málinu hafa verið afhent til at- hugunar afrit af ýmsúm skjöl- um, skilríkjum og upplýsingum, er varða samband íslands og Danmerkur og farið hafa á milli íslenzkra stjórnarvalda og stjórna og umboðsmanna er- lendra ríkja og fulltrúa íslands erlendis. Skjöl þessi munu ekki einu sinni vera kunnug öllum þingmönnum, hvað þá heldur kjósendum landsins yfirleitt. En nú, er alþingi á að búa í hendur þjóðarinnar til fullnað- arafgreiðslu bæði niðurfellingu sambandslagasáttmálans frá 1918 og samþykkt þjóðveldis- stjórnarskrár, ber brýna nauð- syn til þess, að bæði alþingis- mönnum og kjósendum lands- ins gefist fséri á því að athuga öll gögn og fá allar upplýsing- ar, áður en þeir taka ákvarðan- ir.“ Fræðslu- og skemmli kvöid AlþýSufiokks- félagsins annað kvöld P Y R S T A fræðslu- og skemmtilkvöld Alþýðu- flokksfélagsins á hinu ný- byrjaða ári verður annað kvöld. Meðal skemmtiatriða er erindi Einars Magnússon- ar . menntaskólakennara. og upplestur. Áróru. Halldórs- dóttur leikkonu. Sjá nánar í auglýsingu hér í blaðinu. Skemmtun þessi er ein- vörðungu fyrir flokksbundið fólK og gesti þess. Félagar eru áminntir að tryggja sér aðgöngumiða í tíma........ Ofhleðsla logaranna og öryggi sjómanna Mauðsyn á opinberri rannsókn O , LLUM hugsandi tmönn- um hefir verið nokkurt áhyggjuefni ofhleðslan á togurunum og ennfremur á sumum skipum, sem sigla við strendur landsins. Þá hafa og margvíslegar breytingar á skipunum og stöðug aukning á yfirhyggingu ýmissa þeirra einnig valdið mönnum á- hyggjum. Meðal sjómanna hafa þessi mál verið talsvert rædd og flestum sýnzt, að hér væri haldið út á viðsjár- verða braut. Hin tíðu sjóslys hjá okk- ur, hæði á vélskipum og tog- urum, og frásögn skipstjór- ans á Agli Skallagrímssyni af síðustu ferð hans af fiski- miðunum og til Reykjavík- ur gefa ærið tilefni til þess, að þéss verði krafizt af ríkis- stjórn og alþingi^ að háðir þessir aðilar hefjist tafarlaust handa um nauðsynlegar ráð- stafanir til aukins öryggis. Það er krafa, sem allir hugs- andi menn hljóta að taka undir án tillits til þess, hvort þeir eiga aðstandendur sína á sjónum eða ekki. Engar málamyndaráðstafanir duga í þessu efni. Þar verður að ganga hreint til verks -j- og það tafarlaust. — Þessum al- vöruorðum, sem hér hafa verið sögð, er ekki beint gegn neinum einum manni eða fyrirtæki. Hótel Borg og hljómsveil brezka flughersins Leiðinleg mistök, en vel meint! E INS OG KUNNUGT ER fékk eigandi Hótel Borg, Jóhannes Jósefsson, hljóm- sveit brezka flughersins til þess að spila á áramótadans- leiknum síðasta, er haldinn var á Borginni. Vegna þessa tiltækis, snéri Alþýðusambandið sér til utan- ríkisráðuneytisins með hréfi dags. 3. jan. 1944, og fór þess á leit, að það hlutaðist til mn það við brezku herstjórnina, að slíkt kæmi ekki fyrir aftur. Nú hefir Alþýðusambandinu borizt svar frá ráðuneytinu með bréfi dags. 18. þ. m., og er það svo hljóðandi: „Ráðuneytið vísar til bréfs Alþýðusambands íslands 3. þ. m., út af því, að hljómsveit frá brezka flughernum lék að Hótel Borg á áramótadansleikn- um síðasta, og staðfestir að það skýrði sendiherra Breta frá umkvörtun Alþýðusambandsins í þessu tilefni, jafnframt því að ráðuneytið lagði áherzlu á þau tilmæli, að sendiherrann hlut- aðist til um að ekki yrði endur- ■tekning á slíkum atburði. Mál þetta var síðan tekið til nánari athugunar af yfirfor- ingja flughers Breta hér, sem nú hefir tjáð brezka sendiherr- anum að hlutaðeigandi foringi flugliðsins hafi, að gefnu til- efni, óskað að sýna Islending- um velvild með því að koma því til leiðar, að hljómsveitin gæti leikið á áramótadansleikn- um, og hafi hann alls ekki áttað sig á því, að með því gæti hljóm sveitin bakað sér réttmætrar aðfinnslu, eins og á stóð. Hefir yfirforingi flughersins í eigin nafni og fyrir hönd und- irmanna sinna, er hér eiga hlut að máli, látið í ljós, að hann harmi hið skeða, og fullvissar hann jafnframt um, að ekki þurfi að óttast að slíkt komi fyrir aftur. Væntir ráðuneytið að þetta svar verði talið fullnægjandi.“ Njðg litlar likur til að hæit verði að hjarga Laxfossi. —- * — — Veðurfar hefur útilokað aliar björgf- unartilraunir undanfarna daga. M JÖG LITLAR líkur eru taldar til þess aS hægt verði að bjarga Laxfossi. En þó hefir enn ekki verið á- kveðið að hætta björgunar- tilraununum til fulls. Undanfarna daga hefir veð- urfar gert allar tilraunir ómögu ‘legar. Hafði verið ákveðið að kafa að skipinu í fyrradag og í gær, en það reyndist ekki fært veðurs vegna. Björgunar- starfsemi er erfið við Örfirisey og mikil hreyfing á sjó, eins og kunnugt er. Talið er að skipið sé sífellt að brotna á skerinu, enda var þegar í upphafi sagt, að eina vonih til þess að hægt væri að bjarga skipinu væri sú, að veð- ur yrði kyrrt. Allmikið af verðpósti var í skipinu, eins og áður hefir verið frá sagt. Var hann geymdur í lestinni og hefir allur farist eins og meginið af farangri farþeg- anna. Fékk Alþýðublaðið þær upplýsingar í gær hjá Skipaút- gerð ríkisins, að þessi verðpóst- ur hefði að líkindum farið úr skipinu þegar fyrstu nóttina, er lúguborðin sprungu af lestinni. Hins vegar virðist það ein- kenriilegt að dýrmætur verð- póstur, ,§em yfirleitt fer lítið fyrir, skuli vera hafður í lest- inni. Virðist sem heppilegra sé að géyma verðpóst í hirzluwi hjá skipstjóra.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.