Alþýðublaðið - 21.01.1944, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 21.01.1944, Blaðsíða 5
ALÞYÐUBLAÐIP 8 Fostráagur 21. janúar 1944. Mynd iþessi var tekin, þegar yngsta sænska prinsessan, Kristjana, Lovísa Helena var skírð. Á myndinni sjást frá vinstri til hægri: Gustav Adolf yngri, faðir urigu prinsessunnar, Sibylla, móðirin, með barnið á örmum sér, Gustav konungur langafi Kristjönu litlu og Margrét prinsessa, elzta dóttir Gustav Adolf og Sibyllu. Sir Andrew Cunningham. ÆÐSTI MAÐUR brezka flot ans er Sir Andrew Browne Cunningham flotafor- ingi. Hann er þegar talinn til hetja þeirra, sem mun að miklu getið í sögunni. Það hefir verið þannig að orð komizt um hann, að hann væri „mikilhæfasti maður þessarar styrjaldar11. En hvers konar maður er hann, mun margur spyrja. Hann hefir gengt störfum í þjónustu flotans mestan hluta ævi sinnar. Hann er glæsilegur fulltrúi sjóhersins í útliti og framkomu allri. Margir herfor- ingjar mega muna tvenna tíma í styrjöld þeirri, sem riú geisar. Bn allt frá því í júnímánuði 1939, þegar sókn bandamanna í Norður-Afríku var skipulögð, 'hefir Cunningham haft á hendi stjórn brezka flotans á Mið- jarðarhafi — og valdi því, að það er nú allt á valdi banda- manna. Fáir munu hafa gert sér þess glögga grein, hversu aðstaða bandamanna á Miðjarðarhafi var tvísýn og hættuleg eftir að Frakkland var fallið og Ítalía orðin styrjaldaraðili. Hitt vissu allir, að Miðjarðarhafið hefir geysilega hernaðarþýðirigu og skiptir slíku máli fyrir brezka heimsveldið, að því verður ekki lýst í stuttu máli. Horfurnar voru hinar ískyggilegustu. En Cunningham gerði sér grein fyrir öllu þessu. Hann vissi, að mikið var í húfi og 'beið því ekki boðanna með að hefjast handa. Hann hefir kom- izt þannig sjálfur að orði, að aðstaða sín hafi verið þannig, að hann hafi talið sókn beztu vörnina. Þegar Mussolini sagði Bret- um stríð á hendur, lagði Cunn- ingham í haf með tvö orrustu- skip, eitt flugvélamóðurskip, fimm beitiskip og nokkra tund- urspilla. Hann stefndi flota sín- um að ströndum Ítalíu. Iionum var ekkert viðnám veitt. Hvenær sem 'ítalski flotinn lét sjá isig, lagði Cunningham eða einhver hinna ágætu að- stoðarmanna hans. Somerville, Tovey, Pridham-Wippell eða Vian, til atlögu við hann og íbáru jafnan sigurorð af viður- eignum þeim. Mesta viðureignin var orr- ustan við Matapanhöfða, sem háð var hinn 28. marz 1941. Cunningham kom þar að ítalska REIN ÞESSI um Sir Andrew Cunningham, æðsta mann brezka flotans, er eftir Guy C. Pollock og er hér þýdd úr tímaritinu English Digest. flotanum í myrkri, en ha'ði sjálfur aðeins þrem beitiskipum og tveim tundurspillum á að skipa. Kastljós eins hinna brezku tundurspilla féll á ítalska flotann. — Þetta ætci að geta orðið góð dægrastvtt- ing, varð Cunningham að orði. Brezku herskipin hófu brátt stórskostlega skothríð, og þess varð skammt að bíða, að ítölsbu skipin legðu á flótta. En erfiðustu tímarnir fyrir Cunningham og brezka heims- veldið hófust eftir fall Krítar. Flotinn hafði goldið þar mikil og tilfinnanleg afhroð. 1 maílok árið 1941 áttu Bretar ekkert orrustuskip né tundurspilli a Miðjarðarhafi, sem ekki hafði orðið fyrir meiri eða minni skemmdum. En samt sem áður lét Cunningham ekki hugfallast. Peter Fraser, forsætisráð- herra Nýja-Sjálands var um þessar mundir staddur í Alex- andríu. Hersveitir frá Nýja- Sjálandi, sem alls töldu 35000 hermenn, höfðu orðið eftir á Krít. Missir þeirra myndi verða mikið áfall fyrir bandamenn. Fraser var þetta ljóst og Cunningham einnig. Sérhver hernaðarfræðingur var þeirrar skoðunar, að það væri ógerlegt fyrir eitt einasta skip að komast til eyjarinnar eftir þetta. Um þessar mundir kom til hafnar beitiskip, sem orðið hafði fyrir stórskemmd- urn. — Það er bezt að reyna, mælti Cunningham. Það var gert við skemmdir skipsins á mettíma, og því næst haldið til Krítar. Skip þetta kom aftur heiíu og höldnu og flutti fleiri imenn en öll önnur skip höfðu gert til samans. Dáð þessi var framtaki og gengi Cunningham fyrst og fremst að þakka. Horfurnar vbru vissulega í- skyggilegar. Kelly lá á hafs- botni við strönd Krítar, og Louis Mountbatten lávarður hafði komizt til Alexandríu eft- ir að hafa ratað í miklar mann- raunir. — En Cunningham missti ekki móðinn. Andi Nielsons lifði enn og flotinn brást aldrei. Það þótti ekki mikið að Cunn ingham kveða á æskuárum hans. .Maðurinn er ekki mikill á lofti né fyrir það gefinn að láta mikið á sér bera. Hann er lítill heimsmaður og um flest ólíkur Nelson. Hann er maður hæglátur og hlédrægur. Hann þótti brátt vel til starfs fallinn, en hann vann sér ekki skjótan og óvæntan frama. Hann er maður, sem vex við hverja raun. í heimstyrjöldinni hinni fyrri háfði hann á hendi stjórrí tundurspilla og var sæmdur æðstu heiðursmerkjum flotans fyrir vasklega framgöngu. Um sjö ára skeið, frá því í janúarmánuði árið 1911 og þar til í fébrúarmánuði árið 1918, hafði hann með höndum stjórn sama skipsins, herskipsins Scorpion. Þá var hann yngsti flotaforingi Breta og virtist eiga mikið framtíðargengi í vændum. Nú er hann sem fyrr um getur æðsti maður brezka flotans. Það ganga margar sögur um Cunningham. Ein þeirra er um nokkra sjóliða, sem gegndu störfum á tundurspilli og höfðu gert verkfall. Liðsforingi hafði gert ítrekaðar tilraurrir til þess að fá þá til þess að hverfa aft- ur að skyldustörfum sínum, en án árangurs. Þeir höfðu lokað sig inni í klefum sínum og neit uðu að opna. Cunning'ham þreif þá stöng eina mikla og kvaddi svo duglega dyra, að þær voru opnaðar þegar í stað. Þegar foringi verkfallsmannanna stóð andspænis hinum öndótta Cunningham, og hevrði hina þróttmiklu rödd hans, féllust honum hendur, og verkfallinu var lokið. Cunningham er maður, sem lætur ekkert koma sér á óvart hvorki á stríðsíímum ná endra- nær. Geðró hans fær ekkert raskað. En þótt Cunningham þyki harðlyndur maður, er riann og viðkvæmur og' aðúðlegur, ef honum bíður þannig við að horfa. Þegar hvert herskip Breta af'öðru kom til hafnar í Alexandríu ettir fall Krítar stórskemmt rneð særða og dána (Frh. á 6. síðu.) Um göturnar. — Eitt stórfellt átak til að gera göturnar færar. — Hvaða götu ætti að taka fyrst? — Vegfarandi skrifar um höfuðbúnað stúlknanna og fleira. U. M GÖTURNAR í bænum fæ ég nú allmikiff af bréfum og kemur vel í ljós hinn mikli áhugi, sem er meðal bæjarbúa fyrir því að reynt sé að lappa upp á hinar ó- færu götur, þegar fer að vora. Ég mun birta þessi bréf smátt og smátt á næstunni og þætti vænt um að fá enn fleiri. í dag ætla ég að birta bréf um þetta efni frá „Þrándi“. Það er svohljóðandi: „ÉG ÞAKKA þér fyrir hina þörfu hugvekju hina um nauðsyn þess, að allar götur bæjarins verði malbikaðar eða steyptar í einu stór feldu átaki á sem stytztum tíma, þegar hitaveituframkvæmdum er lokið. Við Reykvíkingar erum sann arlega orðnir fullsaddir af götu- rykinu og langþreyttir af að vaða forarvilpurnar upp í ökla í bleytu- tíð og væntum því, að bæjarstjórn- in láti nú hendur standa fram úr ermum í þessu sameiginlga áhuga- máli allra bæjarbúa og hefji mikl- ar framkvæmdir þegar á næsta vori“. „EN ÖLLUM ER ljóst, að verk efnið, sm fyrir liggur, er geysi- mikið. Á undanförnum árum hefir mjög slælega verið haldið á þess- um málum og langt frá því verið haldið í horfinu. Bærinn hefir þan izt út um holt og hæðir og tugir nýrra gatna myndazt, en sárafáir götuspottar verið malbikaðir. Má því búast við, að allmörg ár líði, áður en síðasta moldargata bæj- arins verður malbikuð, þótt vel verði unnið.“ „ÞAÐ ER ÞESS VEGNA eðli- legt, að sú spurning vakni hjá mörgum bæjarbúum, hvar byrja skuli á þessum framkvæmdum og hver sjónarmið eigi að ráða því, í hvaða röð götur bæjarins verði malbikaðar. Mörgum mun líka þykja sem ekki sé að ófyrirsynju spurt, þegar þeir athuga, hvernig bæjaryfirvöldunum hefir stund- um tekizt valið. Allir ættu t. d. að geta verið sammála um það, að hinar nýrri og strjálbyggðari götur ættu að sitja á hakanum, þar til lokið hefur verið við gömlu göturnar í mesta þéttbýli bæjarins." „VIRÐAST ÞVÍ einhver annar- leg sjónarmið hafa ráðið þvi að götur eins og Sjafnargata, Fjölnis- vegur, syðsti hluti Bergstaðastrætis og Sólvallagata voru malbikaðar mörgum árum áður en farið er að hugsa til að malbika t. d. hinar þétt byggðu og fjölförnu Njálsgötu eða Þingholtsstræti, sem er ein elzta gata bæjarins. His vegar legg ég ekki eyrun við því tali sumra manna, að malbikun Eiríksgötu og hluta Laufásvegar í fyrra standi í sambandi við það, að Bjarni borg- arstjóri býr við hina fyrrnefndu, en mikill valdsmaður annar við hina síðarnefndu, og er þetta auð- vitað tilviljun.“ „ÞAR SEM ÞETTA MÁL snertir hvern bæjarbúa persónulega, virð- ist mér sjálfsagt, að bæjaryfirvöld- in líti vandlega í kringum sig og íhugi allar aðstæðúr, áður en á- kvarðanir eru teknar í þessu efní. Taka verður tillit til aldurs gatn- anna og legu þeirra, umferðarinn- ar og fjölda fólksins, sem við þær býr. Ég hef að gamni mínu talið saman þær götur, sem mér finnst sanngjarnt, þegar alls þessa er gætt, að fyrstar verði teknar til malbikunar.“ ERU ÞÆR ÞESSAR: „Tjarnar- gata og Skothúsvegur (vegna legu þessara gatna við tjörnina og mikillar umferðar). 2. Kafli Hafn- arfjarðarvegur frá Öskjuhlíð til bæjarins, Melavegur til Skerja- fjarðar og Skúlagata (vegna um- ferðarinnar). 3. Helstu götur Þing- holtanna á milli Bergstaðastrætis og Lækjargqtu (vegna þéttbýlis og sökum þess, að þarna er eitt elzta. hverfi bæjarins, en hafa þó farið algerlega á mis við gatnagerð um áratugi. Auk þess eru á þessu svæðí margar fjölsóttar stofnanir svo sem fjórir skólar, fjögur samkomu hús trúarfélaga, eitt sjúkrahús, blindraheimili tvö almenningsbóka söfn, tvær stærstu prentsmiðjur landsins o. s. frv.) 4. Helztu göt- ur á Skólavörðuholti svo sem Grettisgata, Njálsgata (í strætis- vagnaleið), Bergþórugata (liggur að Austurbæjarskóla og Sundhöll- inni). Óðinsgata og Freyjugata (£ strætisvagnaleið) (vegna þéttbýlis og umferðar). 5. Helztu götur hins gamla og þéttbýla Skuggaliverfis, einkum Lindargata, sem liggur m. a. að Arnarhvoli, Þjóðleikhúsinu, íþróttahúsinu og gagnfræðaskóla bæjarins, en samt .munu fáir fjall- vegir á landinu verr farnir en hún.“ „VEGFARANDI“ skrifar: „Það má deila um smekkinn. „Klút- bleðillinn“ ungra stúlkna fer ógur- lega í fínu taugina á honum Kára tímans og íslenzki sauðkindarþrá-. inn er svo sérkennilegur fyrir búrann, „klútarnir eru“ — ein- ræðisherra, sem aldrei kemst til valda — ekki einu sinni á rósótt- um silkiklút!“ „AF HVE GÖFUGUM og gáfu- legum rótum línurnar eru skrif- aðar, kemur bezt fram í saman- burðinum „svo kerlingarlegar". ís lenzku prúðmennin halda sem sé upp á kerlingarnar sínar, hvað sem þær nú hafa á höfðinu, með aldrinum kemur innri maðurinn. betur fram, og hann er þeim allt. Silkiklútarnir rósóttu, með glaðleg um litum hafa ótal kosti: Þeir eru ódýrir, auðvelt að þvo þá og í roki sitja þeir fastir, þeir eru skjól- góðir. Svo lífga þeir upp í dimm- unni og sýna okkur, að íslenzkar stúlkur dreymir ávallt um sól og. Frh. á 6. síðu. Unglingar óskast strax til aS bera blaðið til kaupenda víðs vegar um bæinn. TaliS strax við afgreiðsluna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.