Alþýðublaðið - 22.01.1944, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 22.01.1944, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐKÐ Laugardagur 22. janúar 1944. fUþijfttibUMD Otgefandi: Alþýðuflokkurinn. Ritstjóri: Stefán Pétursson. Ritstjórn og afgreiðsla í Al- þýðuhúsinu við Hverfisgötu. J Símar ritstjórnar: 4901 og 4902. Símar afgreiðslu: 4900 og 4906. Verð í lausasölu 40 aura. Alþýðuprentsmiðjan h.f. í að halða ðfran að lepa skjðlan ÞAÐ er á almannavitorði að þýðingarmikil skjöl hafa farið milli íslenzkra stjórnar- valda og erlendra — danskra, brezkra og amerískra — varð- andi skilnaðarmálið, svo og milli íslenzkra stjórnarvalda og sendimanna okkar erlendis. Oft hefir verið vitnað stuttlega í þessi skjöl 1 umræðunum og deilunum um þetta mál, og hef ir mönnur virzt, að þar væri um harla þýðingarmikil gögn í mál- inu að ræða, enda það hvað eftir annað verið undirstrikað af þeim, sem fengið hafa að sjá þau. En í heild hafa þessi skjöl allt fyrir það ekki yerið birt. Það er aðeins milliþinga- nefndin í stjórnarskrármálinu, sem átt hefir kost á að athuga þau. Ekki einu sinni þingið í heild hefir fengið að kynna sér innihald þeirra, hvað þá þjóðin, og þó er nú til þess ætlast, að bæði þing og þjóð taki innan skamms örlagaríkar ákvarðanir um skilnaðármálið. * Fyrir löngu hafa öllum hugs- andi mönnum blöskrað slík vinnubrögð; enda hefir krafan um birtingu þessara skjala stöðugt verið að verða hávær- ari og háværari. Mönnum skilst að það sé ekki sæmilegt, að gert sé út um annað eins stór- mál með samþykktum þings og þjóðar án þess, að þingið og þjóðin hafi áður átt kost á því, að kynna sér alla málavöxtu. Fyrir tæpri viku síðan sam- þykkti íjölmennur fundur í höfuðstaðnum, kallaður saman af lögskilnaðarmönnum, að skora á ríkisstjórnina að birta öll þau skjöl, sem skilnaðar- málið varða, áður en fullnaðar- samþykktir eru gerðar um það á þingi og við þjóðaratkvæða- greiðslu. Þessi áskorun fundar- ins var samþykkt í einu hljóði, enda skildi maður ætla, að öll- um ætti að vera það jafnpaikið áhugamál, að skjölin í skilnað- armálinu verði lögð á borðið, hvaða skoðanir, sem þeir ann- ars hafa um lausn þess, nema ef einhverjir skyldu vísvitandi stefna að því að blekkja þjóð- ina til einhverra vanhugsaðra ákvarðana í þessu máli. Því ber því mjög að heilsa, að nú hafa allir þingmenn Al- þýðuflokksins flutt tillögu til þingsályktunar um birtingu skjalanna varðandi skilnaðar- análið, þar sem beinlínis er lagt fyrir ríkisstjórnina að láta í fyrsta lagi alla alþingismenn fá afrit af 'þeim og að birta þau því næst þjóðinni svo fljótt, sem verða má, svo að kjósend- um gefist kostur á að athuga þau áður en þjóðaratkvæða- greiðsla fer fram um niðurfell- ingu sambandslagasáttmálans og um lýðveldisstjórnarskrána. * ályktunartillögu er deilan um birtingu skjalanna varðandi skilnaðarmálið komin á nýtt stig. Hingað til hefir aðeins Með flutningi þessarar þings- Sigurður Einarsson: Síðari grein Ösýnilegir flutningar OG HVAÐ mun fleira blasa við af því, sem nú eru aðeins ósýnilegir flutningar? í vitund þeirra forustumanna lýðræðis- þjóðanna, sem borið hafa hita og þunga dagsins undanfarin ár, munu að lokinni þessari snerru sitja skelfingin og harmurinn yfir því, hve ægilegar fórnir þessi átök hafa kostað núlifandi kynslóð og hinar komandi. Ör- yggisráðstafanir gegn því, að nokkur einn aðili fái tækifæri til og aðstöðu til að tendra heims- bálið á ný, munu sitja í fyrir- rúmi um allar ráðstafanir — hversu sem til tekst, — jafnvel í fyrirrúmi fyrir því, hvernig eigi að byggja úr rústum og bæta þann skaða, sem nú er orð- inn, jafnvel í fyrirrúmi fyrir kröfunum um réttlátar refsing- ar, hefndir og skaðabætúr á hendur brennuvörgum og böðl- um veraldarinnar. Og í baksýn mun standa Versalavofan, og /eifa axarsköftum fortíðarinnar, ægilegri en nokkrum morðtólum styrjaldarinnar. En af því að skapandi pólitísk hugsun er jafn fágæt eins og heilagur inn blástur í trúarbrögðum, list og ljóði, mun hverju um sig hinna þriggja stórvelda, Rússa, Breta og Bandaríkjanna, er segja upp lög á hinu mikla dómþingi framtíðarinnar, þykja sem þess hluta heimsins sé bezt gætt, er hann á sjálfur að ann- ast og bera ábyrgð á. Með öðr- um orðum, hugarvenjum og sjónarmiðum fortíðarinnar mun að verulegu leyti beitt við hin nýju alþjóðlegu skipulagsmál framtíðarinnar, og koma fram í beinum eða óbeinum yfirráða kröfum. Hérmeð vil ég engri rýrð varpa á einlægnina í yfir lýsingum forustumanna hinna engilsaxnesku stórvelda bæði í Atlantshafssáttmálanum, ráð- stefnunum í Quebec, Teheran og víðar, um að virt skuli frelsi og sjálfsákvörðunarréttur smáþjóð anna að stríðinu loknu. En hér er önnur djúp alvara á ferðum. Það mun ekki þykja, fært að í skipulagskeðju þjóð- anna eins og hún verður hnút- uð að stríðinu loknu, verði svo búið, að þeim sigruðu ó- vinaþjóðum, sem dæmdar verða valdar að stríðinu, að þeim verði fært að hefja slíkan leik á ný eftir tæpan aldarfjórðung. Það þýðir að það er í alvöru hugsað um uppeldi á þeim og innri forustu fyrir málefnum þeirra, sem er í algeru ósahi- ræmi við skilning manna á sjálfsákvörðunarrétti þjóða, sem í orði kveðnu var gildandi fyrir þetta stríð. Hann er þann- ig úr sögunni sem veruleiki. Og það mun heldur ekki þykja fært, að nokkur hlekkur í .hinni alþjóðlegu keðju sé svo veikur, að árásaraðili geti sprengt hann og notað til þess að koma lagi á fornan andstæðing. Það er þessi hugsun, sem skýrir að- gerðir Rússa nú í Póllandsmál- um og hún á eftir að heyrast úr fleiri áttum og koma víðar við. En það þýðir það, að hlut- leysishugtak > fyrirstríðsáranna er raunverulega úr sögunni, fyrir smáa og stóra, hvar sem þeir eru á hnettinum. Sem af- leiðingu af óttanum við endur- tekna. heimsstyrjöld og afleið- ing af öryggisráðstöfunum, sem gegn henni verða gerðar, sjá- um við blasa við okkur kröfuna um afsal á autonomi — algeru fullveldi — í einhverri meira eða minna víðtætkri mynd — og kröfuna um vissa aðstöðu — í skiptum fyrir öryggi. Þarna hafa átt sér stað ósýnilegir flutningar, og það er barnaskap ur og hjákátleg hræðsla við veruleikann að loka augunum fyrir því. — Hitt er svo ennþá hulið móðu framtíðarinnar, hverjir eiga að veita oss ör- yggi, — það er spá mín að það verði nógir um boðið í austri og vestri. — Þetta er vert að hugleiða og hversu við skuli snúast. En ekki myndi það spilla neinu fyrir oss, ef oss langar ekki beinlínis til að vera með í hinum ósýnilegu flutn- ingum á þennan hátt, að vér værum sem haldinorðastir um alla samninga í smáu og stóru. Fleira skal ekki rætt um það mál, þó að ærið verði til, að segja. Eg drap í upphafi máls míns á hina ósýnilegu flutninga í hugarheimi fólksins, sem mun koma/í Ijós að styrjöldinni lok- inni, ef til vill þá merkustu og örlagaríkustu. Þeir munu birt ast í nýrri fylkingaskipun fyrir nýjum markmiðum og að vissu leyti undir nýrri forustu. Þeg- ar fólkið fær svigrúm og mál á ný og herfjötrinum sem reyrir ailt starfslíf og félagslíf. er af- létt, þá munu forustumenn gamalla fylkinga með gömul markmið, sem ekki hafa áttað sig á straumköstunum í djúp- inu standa uppi yfirgefnir og fáliðaðir, nýjar hafa skap- ast, nýjar hugsjónir, ný mark- mið hafa fæðst. Ég get aðeins drepið á þetta örfáum orðum: En afleiðingin af raunum og fórnum þessarar styrjaldar verður á öllum Vesturlöndum fyrst og fremst aukin demo- kratisering hugsunarháttarins, vaxandi lýðræðis- og manngild- ishyggja. Fólkið í þessum lönd- um, Bretlandí og Bandaríkjun- um, hefir sjálft skynjað og formað sín styrjaldar markmið, þau sigurlaun, sem það dæmir sér til handa fyrir áreynslu, fórnir og harma styrjaldarinn- ar. Það er lífsöryggi, menning aröryggi. Reynsla fyrri styrj- aldar er ekki liðin þessu fólki úr minni: hún er ljós á vegum þess og eggjari hugans í hinu voðalega átaki. En hér hefir gerzt dálítið nýtt. Það er ekki hægt að nota fólkið eins og fén- að, ekki hægt að láta það strita eins og vélar.v Það var hægt 1914—18; það er ekki hægt nú. Ef menn eiga að berjast og deyja nú, —• þá krefjast þeir að vita fyrir hvað, — og ef þeim á að verða afturkomu auðið — þá krefjast þeir að vita, að hverju þeir eiga að hverfa. — Hungurgöngur hermanna fyrri ára eru bannfærðar úr heims- mynd þeirra og félgshugmynd um. Hver einasti maður í þess um löndum veit að með skyn- samlegri og vitrænni beitingu allrar orku, starfskrafta, iðpað- artækja, hráefna, eins og leit ast er við að gera nú í Styrj- öldinni, er unnt að framleiða nóg handa öllum —' skapa lífs- öryggi handa öllum. Og því verður ekki unað að horfið verði aftur til frumstæðari hátta. Nýjar gífurlegar fram- farir hafa bæzt við. Styrjaldar- aginn hefir sýnt að einstak- lingsforréttindi verða að víkja — þegar líf liggur við. — En í þessum efnum liggur alltaf líf við — líf almennings og ör- yggi. Við okkur blasa því ný félagsform, ný skipulagsform á sviði athafna og iðnaðar og við- skipta, ný tegund af dreifingu bg skiptingu þjóðarteknanna, og framar öllu öðru skipulags- leg, tæknileg nýsköpun á sviði atvinnulífsins, sem gerir hvert dagsverk vinnandi mans í raun 1 og veru virði fullra og sóma- samlegra daglauna. Sóun starfs kraftanna með ófullkomnum tækjum og aðferðum heyrir fortíðinni til. Þetta er sú öryggishugsjón, sem orðið hefir uppi — staðan í viðhorfum og stefnu almenn- ings í hinum engilsaxnesku lýðræðislöndum, svo víðtæk og grunnmúruð upp úr og niður úr í gegnum öll lög þjóðfélags- borgaranna, að ég hygg að henni verði ekki þokað. Af þessu mun oss verða holt að draga nytsama og alvarlega lær dóma. Ég hefði haft gaman af að útfæra þetta miklu nánar, en tíminn leyfir það ekki. En við þetta fólk eigum við að keppa í íramtíðinni í frjálsum leik, þegar það er ekki knúið af grimmum ástæðum að of- borga okkur neitt — keppa við það í menntun, verksnilli, j-jkipu lagshæfileikum, stjórnsemi. — Við þetta fólk, sem sér fram- undan sér sem sigurlaun þyngsta átaksins ’ og sárustu fórnarinnar betri lífshagi, meira svigrúm, vaxandi þroska möguleika, réttlátari stjórnar- háttu, fullkomnari tækni, feg- urra og frjórra líf, eigum við að keppa, tæknilausastir allra þjóða, ungir að stjórnreynslu, agalitlir og einráðir með örðugt og tornumið og lítt numið land. Og þó mun þess verða' krafizt af oss, að dagsverk hvers vinn- andi manns hér á landi verði að afköstum og verðmæti sam- bærilegt við dagsverk starfs- Auglýsiagar, ' 'V . í sem birtast eiga í Alþýðublaðinu, verða að vera komnar til Auglýs- ingaskrifstofunnar í Alþýðuhúsinu, (gengið inn frá Hverfisgötu) fjrrir kl. 7 að kvöldi. Simi 4008. bræðra vorra í viðskiptalönd- um vorum og dreifing lífsverð- mætanna fullkomnuð, eins og þar mun stefnt að, þannig að afætur og einkaforréttindi, séu dæmd , úr leik, sem skuggafyr- irbrigði liðinnar tíðar. Og loks mun þess verða krafizt af oss, að vér, sem lifað höfum hér á landi mannfallstímabil þess- ara styrjaldarára, getum á frjálsum vettvangi orðið jafn- okar almennings í Noregi, Dan- mörku, Bretlandi og Bandaríkj unum að lífsalvöru og sam- þjálfun í félagsöryggi og þegn- skap, að vér eigum vilja, á borð' við vilja, sem hefir verið stál- soðinn í eldi blóðs og tára, þegn lund á borð við þá, sem hefir verið öguð við baráttuna gegn tortímingu arins og ættjarðar, trúmennsku á borð við þá, sem ekki hika andspænis dauðan- um, og síðast en ekki sízt þann manndóm og sómamennsku, sém án áreitni við aðra selur aldrei eða braskar aldrei með þsfim frumburðarrétt, sem keyptur er svo dýrum fórnum. Ef vér ekki megnum þettar fFrh. á 6. síðu.) M verið rætt um hana í blöðum og á mannfundum án þess að hægt væri að knýja fram neina opin- bera afstöðu til birtingarkröf- unnar. En nú verður ekki leng ur hjá því komizt, að taka af- stöðu til hennar, og verður fróð legt að sjá, hvort meirihluti verður fyrir því á þingi, að halda þessum skjölum áfram leyndum, ekki aðeins fyrir þjóð inni, heldur og meira að segja fyrir öllum þorra þingmann- anna sjálfra. ORGUNBLAÐIÐ gerir í aðalritstjórnargrein sinni í gær skilnaðarmálið að umtals- fni eins og því finnst það horfa við eftir fyrri umræðu þings- ályktunartillögunnar uim niður- fellingu sambandslagasáttmál- ans 1 sameinuðu þingi og fyrstu umræðu lýðveldisstjórnarskrár- innar í neðri deild. Morgun- blaðið skrifar: „Fyrsta þættinum í sjálfstæðis- málinu er nú lokið á alþingi. Bæði málin — lýðyeldisstjórnarskrár- frumvarpið og þingsályktunin um niðurfelling dansk-ísl. sambands- lagasáttmálans — eru komin til nefndar. Verður ekki annað sagt en að þingið hafi farið vel af stað 1 þess- um málum. Að vísu var sá blettur á, að þingið var ekki einhuga, þar sem hluti Alþýðuflokksins, undir forystu Stefáns Jóh. Stefánssonar, beitir sér gegn stofnun lýðveldis 17. júií n. k. En þessi óskiljan- lega og dularfulla afstaða hans var kunn áður. Hún kom þingheimi því ekki á óvart. Hitt var roönn- um fagnaðarefni, að sá af þing- mönnum Alþýðuflokksins, Harald- ur Guðmundsson, sem tvímæla- laust er fremstur í þeim fíokki og sá þingmanna'flokksins, sem mest fylgi hefir meðal kjósenda, hefir í engu hvikað frá fyrrl afstöðu sinni. Hann er eindregið fylgjandi þeirri stefnu, sem þrír flokkar I þingsins höfðu markað. Er ekki j vafi á því, að mikill meiri hluti , kjósenda Alþýðuflokksins mun fylgja Haraldi þegar til þeirra ! kasta kemur.“ Það má segja um þessar bolla- leggingar Morgunblaðsins, að svo mæla börn, sem vilja. En Aliþýðubl^ðið getur uppllýst í sambandi við þær, að þing Al- þýðuflokksins, sem ræddi skiln- aðarmálið og tók afstöðu til þess fyrir flokksins hönd í desember, var mjög á einu máli um það, enda þótt það teldi ekki rétt að handjárna einstaka flokksmenn, jafnvel þótt þingmenn væru. sem vera skyldu á annarri skoð un, eins og vitað er að þingflokk ur Sjálfstæðisflokksins taldi sér sæmandi að gera til þess að Jó- hann Jósefsson og jafnvel fleiri þingmenn hans tæki ekld opin- berlega afstöðu á móti hrað- skilnaðarstefnunni á alþingi. En það sýnir aðeins dálítinn mun á skoðanafrelsi og vinnubrögð- um hjá Alþýðuflokknum og Sjálfstæðisflokknum. Annars skyldi maður ætla, að bezt færi á því fyrir Morgunblaðið, að hreykja sér sem minnst út af skoðanamun í skilnaðarmálinu innan annarra flokka, því að svo fáir eru þeir ekki, Sjálfstæðis- mennirnir, sem opinberlega hafa tekið afstöðu gegn flokki sínum í þessu máli, meðal annars með undirskriftum sínum undir á- skorun hinna 270 menntamanna til alþingis í september í haust, þó að Ólafur Thors léti sér þau orð um munn fara á alþingi, að það væri „ekki nema nokkrir menn í engum flokki“, sem utan þings væri andvígir hraðskiln- aðinum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.